Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Fimmtudagur 25. júll 1974. 9 Laugalæknum. Verö 3500. Komið til baka á mánudag. Sama kvöld kl. 20. heldur fjórði hópurinn af stað til Skaftafells. Þar verður tjöldum slegið upp og gist i þeim meðan staðið verður þar við. Ætlunin er að ferðast ein- göngu um þjóðgarðinn og um Morsárdalinn, enda leyfir timinn ekki meira. Um verzlunar- mannahelgina i fyrra var farið austur á Skeiðarársand. Nú er Skeiðará ekki lengur til fyrirstöðu og öllum greið leið i Skaftafell, sem kunnugt er. Verð kr. 3700. Komið til baka á mánudag. Fimmta ferðin verður einnig hafin þetta sama kvöid kl. 20. Liggur leiðin til Veiðivatna og gist þar i skála Ferðafélagsins. Þaðan verður ekið til Jökuiheima og gengið að Heljargjá, þar norður af. Einnig verður ekið og gengið um Veiðivatnahraunið og vatnasvæðið, sem er æði fagurt og fjölbreytt. Úr þessum fornu eldstöðvum kom Þjórsárhraunið mikla, stærsta hraun tslands, og rann þaðan alla leið til sjávar, þar sem nú er ströndin milli Þjórsár og . ölfusár. Verð kr. 3500.Komið til baka á mánu- dag. Klukkan 8 laugardagsmorgun- inn 3. ágúst verður haldið af stað til Snæfellsness og i Breiða- fjarðareyjar. Þann dag verður ekið út fyrir Snæfellsjökul eða til Stykkishólms. Þar verður gist inni, en morguninn eftir verður haldið af stað með flóabátnum Baldri til Flateyjar og verður sunnudeginum eytt á siglingu um Breiðafjörð. Gist verður aftur i Stykkishólmi næstu nótt og haldið heim á mánudag. Verð kr. 3000. Sama morgun kl. Sverður lagt af stað til Hvitárness, Kerlingar- fjaiia og Hveravalla, eða á Kjöl, sem oft er sagt, þegar átt er við fyrrnefnda staði. Skálar eru á öllum þessum stöðum og verður gist í þeim. Þeir, sem litið hafa ferðast um óbyggðir tslands, fá glögga vitneskju um helztu sér- kenni landsins, ef þeir fara á Kjöl. Þar gefur að llta úfin hraun, bull- andi leirhveri, gjósandi vatns- hveri, skriðjökla og sibreytileg litabrigði Kerlingarfjalla. Að margra dómi er fegursta stað Islands á öræfum að finna i Hvitárnesi við Hvitárvatn. Verð kr. 2400. Þótt margir ferðist um þessa helgi, munu samt fleiri sitja heima vegna ýmissa orsaka. Tvær gönguferðir eru á dagskrá fyrir þetta fólk. Sú fyrri verður farin á sunnudaginn 4. ágúst. Hefst hún kl. 10 frá BSl. Verður gengið á Borgarhólaen þeir eru á Mosfellsheiðinni austur af Grimmansfelli, rétt við gamla Þingvallaveginn. Mosfellsheiði er ævaforn gosdyngja, og mun hraunið hafa runnið frá Borgar- hólum. Þeir eru i 410 m •' hæð, Hin gönguferðin verður farin á mánudag 5. ágúst og verður haldið frá BSi kl. 13 þann dag. Gengið verður um Bláfjöll sunnan Jósefsdals, á austurbrún þeirra og að Leiti, sem er þar fyrir austan. Þátttakan i þessum gönguferðum kostar 400 kr. Þátttaka i íerðum Ferðafélags íslands um verzlunarmanna- helgina hefur farið vaxandi ár frá ári. Sl. verzlunarmannahelgi tóku alls 514 manns þátt i þeim ferðum. Likur benda til, að fjöl- mennt verði I þessar ferðir i ár, og er fólk, sem hefur i hyggju að taka þátt I þeim nú, hvatt til þess að tryggja sér miða i tima. Kunnugir leiðsögumenn verða með hverjum hópi, og ætti það að vera nokkur trygging fyrir þvi, að ferðin takist vel og verði þátt- takendum til fróðleiks og ánægju. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLA Mercedes Benz árg. '55-'65 Volvo Amason Citroen braggi Chervolet Corvair og flest annað i eldri teg. bila, t.d. hurðir og boddihlutir i miklu úrv^li. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Frjáls verzlun fyrir þá sem fylgjast með Frjáls verzlun er stærsta og útbreiddasta sérrit landsins. Frjáls verzlun kemur út mánaðarlega og fjallar um viðskipti og at- hafnalif innanlands og erlendis. Frjáls verzlun f jallar að þessu sinni um viðhorfin I bankamálum og uppbyggingu Verzlunarbanka íslands, Reykjaneskjördæmi og athafnalif þar, heimsborgirnar og það.sem þær bjóða upp á heimskreppu I stjórnmálum, kinverska sendiráðið og starfsemi þess og fleira efni ásamt föstum þáttum blaðsins. Frjáls verzlun býður yður velkomin i hóp fastra áskrifenda. Frjáls verzlun, Laugavegi 178. Óska eftir áskrift að Sjávarfréttum, pósthólf 1193 Rvik. Nafn Heimilisfang simi Útgefandi: Frjálst Framtak h.f. Laugavegi 178 Simar 82300 og 82302 ÞROUIM syNING I LAUGARDALSHÖLLINNI 25. JULI - 11. AGGST I dag kl. 19.00 verður sýningin „ÞRÓUN 874—1974" opnuð í Laugardalshöll, og verður hún síðan opin daglega frá kl. 14—22 til 11.ágúst. Sýningin bregður upp mynd af þróun atvinnuvega landsmanna — landbún- aði, sjávarútvegi, iðnaði, samgöngum, verzlun og menntamálum, auk þess sem þætti ríkisvalds og Reykjavíkur eru gerð skil í sérstökum deildum. Skemmtiatriði verða af ýmsu tagi alla daga, svo sem: Kvikmyndasýningar, leiksýningar (annan hvern dag), héraðsvökur, tfzku- sýningar og sýnikennsla. Sýningin er opin hvern dag til 11. ágúst kl. 1 4—22. Aðgangur kostar kr. 250.- fyrir fullorðna og kr. 100 - fyrir börn 7—12 ára. Sýningarskrá, sem sýnir uppdrætti af skipulagi sýn- ingarinnar og birtir marg- víslegan fróðleik um sýn- ingardeildirnar kostar kr. 150.-. Þessa sýningu má enginn láta fram hjá sér fara, því að hún er ÍSLANDS LAG í ELLEFU ALDIR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.