Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 4
Vlsir. Fimmtudagur 25. júli 1974. 4 AP/NTB í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Gríska stjórnin starfar frjáls Konstantin Karamanlis, for- sætisráöherra Grikklands, birtir i dag stefnu stjórnar sinnar. Hann mun ávarpa þjóð sina, þegar hann hefur endanlega lokið við stjórnarmyndun. Strax á fyrsta degi náðaði nýja borgaralega stjórnin i Grikklandi alla pólitiska fanga og ákvað samtimis að leggja hið alræmda fangelsi á eyjunni Jaros niður. Ráðherrarnir ákváðu einnig, að allir þeir, sem herforingjarnir höfðu svipt vegabréfum, skyldu fá þau að nýju. Menn velta þvi nú fyrir sér, hvort Karamanlis muni i stefnu- ræðu sinni tilkynna þann dag, sem efnt verður til kosninga að nýju eftir 7 ára einræðisstjórn. Ekkert bendir til þess, að herforingjarnir hafi sett hömlur á athafnafrelsi nýju stjórnarinnar. aðgerðir hennar á fyrsta degi gefa þvert á móti til kynna, að hún hafi alveg frjálsar hendur i stjórnarathöfnum. Erfiðasta verkefni stjórnarinn- ar verður að reisa efnahagslif Grikkja úr rústum. John Pesmazoglou, prófessor, einn þekktasti hagfræðingur Grikk- lands, hefur tekið að sér að gera tilraun til þess. Efnahagsbanda- lag Evrópu hætti á sinum tima öllu efnahagssamstarfi við her- foringjastjórnina. Á þeirri af- stöðu verður nú breyting og kem- ur það sem hvatning I efnahags- lifi Grikkja. Stjórn Karamanlis sýnist ætla að starfa án nokkurra þvingana af hálfu herforingjanna. Fischer lœtur sig olls ekki ,,Bobby Fischer veröur sviptur heimsmeistaratitl- inum 1. apríl n.k. nema hann falli frá kröfum sín- um um stigagjöfina í á- skorendaeinvíginu 1975," sagði Max Euwe, forseti alþjóðaskáksambandsins, í gær. „Enéger hræddur um, að hann komi ekki til með að gera það,” bætti forsetinn siðan við um heimsmeistarann. Euwe er orðinn vondaufur um sættir. „Fischer sýnist ekki gera sér grein fyrir þvi, að hann gengur ekki að neinum háum peninga- verðlaunum, ef hann er ekki leng- ur heimsmeistari,” sagði Hol- lendingurinn Euwe, fyrrum heimsmeistari sjálfur. „Og missi Fischer titilinn á hann ekki möguleika á að hreppa hann aftur fyrr en 1978. Eins og komið hefur fram i fréttum hefur Fischer krafizt breytingar á stigagjöfinni, sem i gildi var þegar hann vann Boris Spassky. Núgildandi reglur gera ráð fyrir, að sá, sem fyrstur vinni 10 skákir, hreppi titilinn. En sam- kvæmt tillögu Fischers gæti á- skorandinn unnið meistaratitil- inn,ef hann vinnur tveim skákum fleira en heimsmeistarinn. Skeggjaður, ungur mað- ur á ferð með konu sinni og kornabarni rændi í gær flugvél i innanlandsáætlun i Kólombíu, en særðist til ólífis í skotbardaga við lögregluna, eftir að vélin lenti í Cali. Ficher þykir ekki liklegur til þess að láta sinn hlut. Allir farþegarnir 123 að tölu og 7 manna áhöfn vélarinnar sluppu án meiðsla. Lögreglan hefur boriðkennsl á ræningjann, sem heitir Eduardo Martinez (24 ára), og segir hún, að hann hafi rænt flugvél árið 1969 og neytt hana til að fljúga með sig til Kúbu. Reyndi flugrán aftur Bœta auðhringir upp koparnámur Herforingjastjórnin i Chile hefur gert Ana- conda Co. tilboð um bæt- ur fyrir þjóðnýtingu All- endes forseta á kopar- námunum i Chile 1971. Tilboðið nemur 253 milljónum Bandarikja- dala, og hefur Anaconda ákveðið að taka boðinu. Um leið fellur fyrirtækið I stað- inn frá málsókn sinni og frekari kröfugerð, en það hóf þegar i staö mál fyrir alþjóðarétti á hendur Chilestjórn, þegar námurnar voru á sinum tima þjóðnýttar bótalitið Chile á samkvæmt þessu tilboði að greiöa Anaconda þegar i stað 65 milljónir dala i reiðufé, en 188 milljónir á tiu árum með 10% vöxtum. — A þessar greiðslur verður litið sem hverjar aðrar skattbærar tekjur Anaconda, sem afskrifaði 302 milljón dala tap 1971 vegna þjóðnýtingarinnar. ísland byrjaði vel 1 Kaupmannahöfn stendur núna yfir Evrópumótið i sveitakeppni unglinga I bridge, og á ísland þar sina fulltrúa. Byrjaði islenzka sveitin af- bragðsvel og var efst eftir fjórar fyrstu umferðirnar, en fréttir hafa veriö strjálar af mótinu, og hefur ekkert heyrzt, hvernig sið- an hefur gengið. Norska fréttastofan sendi I gærkvöldi út þær upplýsingar að Sviþjóð væri efst með 149 stig, nr. 2 Noregur með 135 st., nr. 3. Ir- land með 129 st„ nr. 4 Frakkl. með 125 st„ nr. 5 Holland með 125. Meðal þeirra tiu efstu, sem taldir eru til, er ísland ekki að finna. Að þessu sinni lét hann flug- stjórann fljúga til Cali, krafðist 2 milljóna Bandarikjadala og frels- is til handa pólitiskum föngum. Eftir að sett hafði verið elds- neyti á vélina og henni hafði ver- ið ekið út á enda flugbr., opnaði einhver neyðarútgang, og farþeg- arnir sluppu þar allir út. Áhöfnin var um borð sem gislar. Lögregluþjónar dulbúnir sem vélvirkjar nálguðust siðan vélina og skiptust á skotum viö Martin- ez, sem var særður banasári. Heldur lögreglan i Bogota þvi fram, að þegar Martinez rændi flugvélinni 1969, hafi hann flogið til Kúbu, þar sem hann vann i nokkra mánuði á sykur- ekrunum, áður en hann fór til Spánar. Ekki lá ljóst fyrir i morgun, hvaða hlutverk kona Martinez hafði leikið i flugránstilraun þeirra að þessu sinni. Orösonding til viöskíptamanna olíufólaganna Vegna mikilla rekstrarfjárörðugleika eru olíu- félögin neydd til að gera eftirfarandi ráðstaf- anir: Frá 7. ágúst 1974 falla úr gildi öll viðskipta- og kreditkort, sem olíufélögin hafa gefið út til bifreiðaeigenda, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Frá sama degi verður bensín 'og aðrar vörur aðeins selt gegn staðgreiðslu frá bensínstöðv- um félaganna. Vér væntum þess að viðskiptamenn vorir taki þessum nauðsynlegu ráðstöfunum með velvild og skilningi. REYKJAVlK, 25. JÚLÍ 1974 Olíufélagið hf. Olíuverzlun r Islands hf. Shell Olíufélagið Skeljungur hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.