Vísir - 25.07.1974, Page 7

Vísir - 25.07.1974, Page 7
Vlsir. Fimmtudagur 25. júli 1974. 7 llllllllllll M) WMl Umsjón: B.B. Tafið fyrir rannsókn Sérfræðingarnir minna á það, að bæöi rannsókn Water- gate-málsins og máls Ellsbergs I dómsmálanefndinni hafi ekki náð fyllilega fram að ganga vegna þess, aö Nixon hafi ekki sinnt kröfum nefndarinnar um að leggja fram gögn. Sagt er, að það komi fram i skýrslu nefndar- innar, að rannsóknum hennar sé ábótavant vegna þessa. Einnig er gefið til kynna, að forsetinn hafi neitað að leggja fram gögnin, þar eð þau sýni, aö hann sé ekki með hreinan skjöld I málunum. Minnt er á það, að forsetinn hafi einnig neitað að svara kröfum nefndarinnar um gögn I öðrum málum, til dæmis, þegar hún rannsakaði tengslin milli hárra fjárframlaga mjólkurfram- leiðenda I pólitisku skyni og þeirrar ákvörðunar forsetans að breyta ákvörðun landbúnaöar- ráðherrans um verðstöðvun á mjólk Það er Itrekað, að allar þessar kröfur hafi verið löglega fram bornar með samþykki meirihluta nefndarmanna i dómsmála- nefndinni og i samræmi við starfssvið hennar samkvæmt samþykkt fulltrúadeildarinnar. Með neitunum sinum að verða við kröfunum sýni Richard Nixon þinginu óvirðingu og komi I veg fyrir önnur ráð en þau að stefna honum fyrir öldungadeild- ina i samræmi við stjórnar- skrána. Þar sé unnt að yfirheyra hann og setja frá embætti. Skattamálin I skattskýrslum sinum fyrir skattaárin 1969 til 1972 taldi Richard Nixon sig eiga rétt til frádráttar, sem nam um 500.000 dölum á grundvelli þess, að hann hefði gefið rikinu gögn frá ferli sinum sem varaforseti. Meö þessu frajndi hann skattsvik, þvi að frádráttar-krafan var byggö á gjafabréfi, sem var útbúið I marz 1970 en dagsett i sviksamlegum tilgangi I marz 1969, svo aö það kæmi ekki undir reglur, sem mæltu svo fyrir, að frá og með júli 1969 væru slikur frádráttur óheimill. Segja sérfræðingar dómsmála- nefndarinnar, aö rannsókn skattayfirvalda á málavöxtum skattsvikanna sé ekki lokið, þar sem ekki hafi verið unnt að beita venjulegum aðferðum við rann- sóknina, á meðan Nixon situr I forsetaembættinu. Það sé þvi aðeins unnt að ljúka skattarann- sókninni, ef Nixon veröi stefnt fyrir öldungadeildina. Forsetinn snýst til varnar. Lögfræðingur Nixons hefur snúizt til varnar gegn stað- hæfingum sérfræðinga dóms- málanefndarinnar. Telur hann ástæður þær, sem þeir gefa fyrir stefnunni, ekki nægilega hald- góðar. Þá er það haft eftir Sam Garrison, sem er fylgjandi for- setanum I dómsmálanefndinni, að hann telji málaástæðurnar ekki nægilegar til sakfellingar fyrir öldungadeildinni. Segir Garrison, aö nefndin megi ekki leggja mál sitt fyrir nema það sé svo vel undirbúið, að öldunga- deildarmennirnir telji sér ekki annað fært en fara að ráöum nefndarinnar og fulltrúadeildar- innar. Þá eigi dómsmálanefndin einnig aö taka afstöðu með hliö- sjón af þvi, hvort hún telji þjóðar- hag betur borgið með brott- rekstri forsetans eða ekki. Garrison er sagður hafa likt þeirri afstöðu Nixons, að neita aö svara spurningum við neitun sak- bornings aö svara spurningum með tilvisun til 5. gr. stjórnar- skrárinnar þar sem slikt er heimilt, ef það skaðar málstað hins ákærða. Garrison benti á, að neitun á þeim grundvelli væri ekki sama og viðurkenning á sekt sinni. Ekki gleymist það heldur, að það kólnar með vetrinum, og þá er nauðsynlegt að vera hlýlega klæddur. Plerre Cardin I Paris sýnir míni nautabana jakka meö „vængjum” á öxlunum. Hann fylgir sikkun pilsanna eftir og þau eiga aö vera sið og meira siö úr mjúkum efnum. Cardian hafði þetta pils úr gráu flannel efni og hin þrönga peysa og húfan er prjónuð I rauðu. Við höfum sagt frá þvi á Innsiöunni, hvernig tizkufröm- uðir erum önnum kafnir við að breyta móðnum. Aðaliega ber á þvi, að pilsin eru að slkka, sem ekki eru nú beint góðar fréttir fyrir þær, sem eiga mikið af stuttum pilsum, þvi að það er dálitið vont að sikka pilsin, nema þá með þvi að setja eitt- hvaðneðan við. Það er þvi dálit- il huggun, að þeir tizkukóngar eru til, sem sýna jafnvel ,,mini”tizkuna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá þýzkum tizkufrömuði, Guide Patrizie, en sýningarstúikan er italska leik- konan Gabriella Farinen og myndin tekin á tizkusýningu I Róm. Þeir kalla þetta ,,Smá mini kjól”, og er hann úr uii- ar-prjónaefni með fjaðraslá viö. Ekki gleymist heldur að framleiða tizkufatnað á börnin. Þessir drengir sýna I Róm, og eru jakkarnir út vatteruðu efni, mjög skraut- legu, bryddir með nokkuð grófgerðu stroffi á ermum og kraga. Til fótanna eru þeir I háum stlgvélum. Þá er það samkvæmiskjóll- inn. Þessi glæsilegi kjóll var llka á sýningunni I Róm. þar sem haust- óg vetrartlzkan var kynnt. Hann er frá Lancetti. Kjóllinn er með V-hálsmáli bæöi I bakið og að framan og er með belti eins og munkar nota. Með kjólnum er svo notuð minkaslá, en slár ryðja sér nú mjög tií rúms I tizkuheiminuin. Umsjón: Erno V. Ingólfsdóttir TÍZKAN 1974-1975

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.