Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 20
VISIR Fimmtudagur 25. júll 1974. Akið á jöfnum hraða! — er boðskapurinn til þeirra sem œtla akandi á þjóðhátíðina Aö ökuhraði veröi jafn, er eitt ! helzta boöorö lögreglunnar I sam- j bandi viö umferðina á þjóöhátiö- ina á Þingvölium nú á sunnudag. Þannig er talið að umferðin geti gengið einna greiðlegast, enda eru umferðartappar fljótir að myndast, ef einhver ekur svo hægt, að slfellt þarf að fara fram úr honum. Ekki ættu menn að hafa á- hyggjur af að stöðva alla umferð til Þingvalla þótt bíllinn bili eða óhapp verði. Svo fremi að ekki sé um að ræða árekstur á miðjum vegi, beinir lögreglan þeim til- mælum til ökumanna, að þeir viki bifreiðum sinum vel út I vegar- kantinn, ef bilun verður. Ef möguleiki er, á að koma bifreið- unum út fyrir veg. Þessu næst þarf að hafa sam- band við næstu lögregluvarðstöð, en þær verða samtals átta talsins á báðum leiðum til Þingvalla, og svo á Þingvöllum sjálfum. Þeir sem komast klakklaust til , Þingvalla, sem vonandi flestir gera, munu njóta leiðsagnar hjálparsveitamanna við að finna bilastæöi. Frá bílastæðunum ganga stræt- isvagnar að þjóðhátiðarsvæðinu, en önnur umferö verður ekki leyfð þar. Þar sem búast má við mestri umferð á Þingvelli að morgni sunnudagsins, verður útvarpað ýmsum upplýsingum til vegfar- enda frá kl. 7 til 10.45 um morgun- inn. Er fólk hvatt til þess að hlusta á útvarp á þessum tlmum, ef það er á leið á þjóðhátlðina. — ÓH Ekið á kindur Tvær kindur tættust i sundur og lágu eins og hráviði út um all- an veg eftir að bill ók á þær i fyrrakvöld á Suðurlandsvegi. Atvikið átti sér stað við Gunn- arshólma. Billinn, sem er jeppi, var á um 80 km hraða, sem er leyfilegur hámarkshraði, þegar kindurnar hlupu allt I einu I veg fyrir hann. Þær drápust sam- stundis. Tilvist kindanna þarna á þjóð- veginum er þvi að kenna, hversu illa er séð um að girða kindurnar frá honum, að sögn lögreglunnar. Enda munu þessi atvik vera tið og oft er ekið á hesta i nágrenni Reykjavikur. — ÓH FRIÐÞJÓFUR — hsstur á Reykjanesi. * um að menn óánœgðir" lokað á öllu landinu „Cfast verði — Vínbúðum ,,Ég efast um þaö aö menn verði óánægöir, þó aö vfnbúöun um sé lokað”, sagöi Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri hjá Áfengis- og tóbaksverzlun rfkis- ins, þegar Vfsir haföi samband viö hann I morgun. i gær bárust þau tiimæli frá ráðherra, aö vfnbúöum yröi lokað frá og með deginum I dag. „Þetta var alveg fyrirvara- laus ákvörðun”, sagði Ragnar ennfremur, ,,og þetta gildir um allar vinbúðirnar á landinu”. Gripið er til þessarar lokunar vegna þjóðhátiðarinnar á Þing- völlum, sem verður á sunnu- daginn. Strax i morgun fengum við hringingu frá manni, sem spurði sem svo hvort þetta væri ekki vantraust á mönnum? Við spurðum Ragnar að þvi, en hann kvaðst ekki lita á þetta þannig. Hann nefndi það, að fyr- ir alþingishátiðina 1930 hefði vínbúðum verið lokað, og minnti hann, að það hefði verið viku áð- ur. „Það gafst ákaflega vel og vin sást vart á nokkrum manni.” Ragnar sagði, að sala i vik- unni hefði ekki verið meiri en gengur og gerist, en salan er alltaf mest seinni hluta vikunn- ar. Sumir kynnuað spyrja; hvort þetta væru tilmæli frá Þjóð- hátiðarnefnd, en svo er alls ekki. Við röbbuðum við Indriða G. Þorsteinsson, framkvæmda- stjóra nefndarinnar. „Ég hef ekki annað um þetta flLM ÚTSÖLU#'#™ fliiWTKuotbrsMLdtflr w JÚLÍ <*** J4 DÚLÍ i! 'Vj w- 1 mál að segja en að við erum afskaplega þakklátir þeim, sem sótt hafa þær þjóðhátiðir sem haldnar hafa verið, þvi þær hafa verið algjörl. án áfengis. Við höfum þvi ekki haft nokkra ástæðu til þess að æskja lokun- ar.” _ EA. Sfokkseyrarstemming: Þennan traktor var veriö aö gera viö á Stokkseyri fyrir Eyrbekking nokkurn. Þessir á myndinni voru ekki alveg klárir á þvi, hvernig ætti að koma hon- um f gang, svo aö við vorum beöin aö kippa aöeins i hann. Þá upphófst heilmikið þras yfir þvi. hver ætti að sitja á traktornum. Steini fékkst þó til þess að lok- um (hann spilaði á harmónikku I gamla daga á sveitaböllum). Hann fékk ýmsar góöar ráö- leggingar frá Kalla (sá sem er aö taka i nefiö) svo sem eins og: Gleymdu ekki aö „svissa á ’on- um,” settu hann I fjóröa, gleymdu ekki aö standa á kúplingunni, maður, mikið andsk... þú verður aö standa klár aö þessu. En Steini stóö sig eins og hetja, þvi aö traktorinn fór i gang. — EVI — Fékk 21 lax yfir daginn Miðfjarðará gefur vel af sér í ár Miðfjarðará virðist ætla að gera það gott i sumar og betur en undanfarin ár. Siöan áin var opn- uð I 9. júnl hafa um 450 laxar komið þar á land. A siðasta mánudag komu 30 laxar á land og aðra daga er veiðin milli 20 og 30 laxar. Allt eru þetta mjög fallegir fiskar að sögn Jóninu ráðskonunnar i veiði- skálanum Laxahvammi I Mið- firði. Þyngd laxanna er á bilinu 12-19 pund. Fyrir nokkrum dögum gerðist það.að einn maður veiddi 21 lax á rúmum degi og krækti auk þess i nokkrar bleikjur, sem hann kastaði ekki tölu á. Þessi mikli aflakóngur var hann Asgrimur Agnarsson úr Reykjavik. Otlendingar eru margir i hópi veiðimannanna og munar þeim þá ekki um að leigja sér einka- þotur til að komast i laxinn á tslandi. Núna eru að jafnaði leyfðar 9 stengur við ána. Kostar sportið 12.500 fyrir stöngina á dag. Fyrir 2000 i viðbót fá veiðigarparnir lika inni I nýja veiðiskálanum Laxahvammi, þar sem hvert her- bergi er útbúið einkabaði. —jb SÝNINGIN „ÞRÓUN 874-1974/# OPNUÐ í DAG „Þetta er I fyrsta lagi yfirlits- sýning um þróun atvinnuveg- anna, landbúnaöarins, iönaöar- ins, sjávarútvegsins og verzlunarinnar,” sagöi Hjalti Zóphonlasson, blaöafulltrúi sýningarinnar, I viötali viö Visi I morgun. Þætti rlkisvaldsins eru gerð skil I einni deild, menntamáladeild er i annarri, samgöngumál I þeirri þriðju og Reykjavikurborg er með sérstaka deild. Sýningin er liöur I þjóðhátiðarhaldinu. Ýmsar nýjungar verða kynntar t.d. verður Mjólkursamsalan með nýja gerð af skyri, appelsinuskyr, og svo Idýfur. Þá eru ýmiss konar skemmtiatriði, tizkusýningar, sýnikennsla á ostaréttum og fleira. Kvikmyndasýningar til þess að hafa ofan af fyrir börnun- um eru tvisvar á dag. Sýningin verður opnuð I dag kl. 2. Avörp flytja Birgir isleifur Gunnarsson borgarstjóri, og Ólafur Jóhannesson, en forseti is- iands hr. Kristjan Eldjárn opnar sýninguna. Aðgangur er kr. 250 fyrir full- orðna og kr. 100 fyrir börn. — EVI — Hœsti skattgreiðandinn byrjar að vinna kl. 6 á morgnana „fg vaknaði við það, að ég skuldaði þjóðfélaginu 3.6 millj/' segir Friðþjófur í Val „Já, maður vaknaöi viö þaö, aö maður skuldaöi þjóðfélaginu svona mikiö”, sagöi Friöþjófur Þorsteinsson, forstjóri efna- geröarinnar Vais, sem I ár er hæsti skattgreiðandinn á Reykjanesi. Blaöið haföi sam- band viö hann snemma I morg- un, en Friðþjófur mætir yfirleitt um kl. 6 til vinnu á morgnana. „Það kemur fullt af mönnum og ráðleggur manni allan and- skotann til að draga úr sköttun- um, þegar þeir sjá þessar háu tölur. Það væri þokkalegt, ef maöur ætti að fara eftir öllu þvi. Nei, ég hef engan áhuga á að vera sá hæsti, ég vil bara að hver borgi sitt. Ég hef litinn áhuga á að monta mig af þess- um sköttum, ég hef bara verið venjulegur verkamaður alla tið.” Friðþjófur greiðir samtals 3.6 milljónir i skatta i ár, en i fyrra greiddi hann I heildina 1.5 milljónir. Þar meðer hann kominn fram úr Johan G. Ellerup, lyfsala i Keflavik, sem var skattakóng- urinn i fyrra I Reykjaneskjör- dæmi. t ár greiðir hann 2.4 mill- jónir i skatta. „Jæja, þeir hafa hugsað svona vel til min i ár”, sagði Johan, er hann heyrði tölurnar. „Nú svo ég er annar I ár. Þetta er spor i rétta átt, ef ég er að færast niður á við. Maður reynir alltaf að leggja sig mikið fram við vinnuna, en tekjurnar hrökkva samt skammt fyrir þessum sköttum. Nei, ég sé ekkert eftir aurun- um i þá. Ég efast ekki um, að þeir séu allir notaðir til góðra mála. Fólk hélt alltaf, að lyfsalarnir væru mjög rikir, þegar það sá skattana þeirra. Það verður bara að athugast, að okkur er ekki leyft að telja apótekin fram sér.” Byggingavöruverzlun Kópa- vogs er stærsti skattgreiðandinn meðal fyrirtækja á Reykjanes- inu, eins og i fyrra. Þá greiddi það 5.5 milljónir en milljónirnar i ár verða hvorki meira né minna en 21. — JB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.