Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 1
vism 64. árg. — Fimmtudagur 25. júll 1974. — 132. tbl. SÉNEVER í LAXFOSSI 960 flöskur af sjenever fundust I sérsmiðuðu hólfi I vatnstanki i lest m.s. Laxfoss I Straums- vfkurhöfn í gærkvöldi. Skipið var að koma frá Rotterdam i Hollandi, og var Straumsvikur- höfn fyrsta höfn þess. í hólfinu fannst einnig sjónvarpstæki. Það voru tollverðir sem fundu smyglið. Eigendur þess eru þrir stýrimenn skipsins, vélstjóri, matsveinn, rafvirki, bátsmaður og tveir hásetar. _________ óh. Stóran sendiferðabil þurfti til að flytja áfengið frá Laxfossi i gær. A myndinni má sjá tollverði setja áfengið upp I bilinn. „Þetta var Ijóta kjafts- höggið, lokað fram yfir helgi" — baksíða ■ Sumarglens: Hvað fœrðu í miskabœtur? — bls.12 Erum við illa synd? Nóðum hvergi framar en í 6. sœti — f Iþróttaopna Skildu bílinn eftir heima, — lóttu annan um aksturinn - bls. 8-9 Haag-dómstóllinn: Einhliða takmörkun á veiðum Breta óheimil ekki sagt, að útfœrslan sé við alþjóðalög Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði i morgun, að islendingar gætu ekki með einhliða ákvörðun úti- lokað brezka togara frá veiðum á svæðinu frá 12 milum í 50 mílur. Atkvæði féllu þannig, að 10 dómar- ar studdu þessa niðurstöðu og 4 voru henni andvigir, að þvi er segir i skeyti frá AP-f réttastof unni, sem barst um 11.20 í morgun. Dómstóllinn sagði, að is- lendingar gætu ekki ein- hliða takmarkað veiðar Breta. islendingar og Bret- ar væru undir þeirri gagn- kvæmu skyldu að semja um jaf nræðislega niður- stöðu á deilum sínum. Dómstóllinn gefur til kynna i úrskurði sínum, að taka verði tillit til for- gangsréttar íslendinga, hefðbundinna fiskveiði- réttinda Breta og nauðsyn þess að vernda fiskstofn- ana. i úrskurði sinum segir dóm- stóllinn, að ákvörðun islendinga um útfærslu fiskveiðilögsögu sinnar i 50 sjómilur sé ekki gild gagnvart Bretum. AP-fréttastof- an bendir á, að bein tilvisun til Breta i dómsorðinu sé mikilvæg miðað við það, að siðar i dag kveður dómstóllinn upp úrskurð i máli Vestur-Þjóðverja út af út- færslunni. í málshöfðun sinni höfðu Bretar farið þess á leit við dóminn, að hann lýsti þvi yfir, að útfærsla is- lenzku fiskveiðilögsögunnar væri brot á alþjóðalögum. Dómurinn svarar ekki þeirri kröfu i úrskurði sinum, heldur segir þar aðeins, að ákvörðun tslendinga sé ekki gild gagnvart Bretum. Visi tókst ekki i morgun að ná tali af utanrikisráðherra eða öðr- um ráðherrum til að fá álit á úr- skuröinum. Allir isl. stjórnmála flokkarnir lýstu þvi yfir fyrir kosningar, að þeir mundu hafa ó- hagstæðan úrskurð að engu. Mál- ið var rekið fyrir alþjóðadóm- stólnum án þess að Islendingar hefðu þar málsvara. Enginn opin- ber fulltrúi Isiands var i dómsaln- um, þégar dómurinn var kveðinn upp. — BB UNDIR HRINGVEGI Þessi skemmtilega mynd var tekin á Skeiðarársandi, þar sem nýi og glæsilegi hringvegurinn er með þeim miklu mannvirkj- um. Krakkarnir eiga auðvelt með aö hlaupa undir vegginn eftir jarðgöngum, sem þarna eru til að taka á móti árflaumnum, þeg- ar hann verður mestur. (Ljósm.: BG.) GENGISFELLING - EN HVERSU STÓR ÞARF HÚN AÐ VERA? — skýrsla hagrannsóknadeildar birtir uggvœnlegar tölur um þjóðarbúskapinn Nýrrar rikisstjórnar virðist biða það verk- efni að lækka gengi is- lenzku krónunnar. ,,Á þessu stigi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um, hve mikil lækk- un gengisins þurfi að vera til þess að endar nái saman", segir i skýrslu hagrannsókna- deildar, en Visir tókst i gær að fá að skoða það merka plagg, en þar má lesa hvernig islenzk efnahagsmál standa i raun og veru. Þar kemur m.a. i ljós, að ef niðurgreiðslur á landbúnaðar- afuröum sem verið hafa siðustu vikurnar, verða felldar niður, mun visitalan hækka um 28.8% og launapokinn þyngjast, en vöruverð hækka að sama skapi. Verðbólguhjólið mun þvi byrja að snúast af sama æðishraða og fyrr. Er þó ekki gert ráð fyrir gengislækkuninni i tölunni 28.8% Þjóðartekjur á mann munu minnka I raunverulegu verð- gildi. Aukning framleiðslunnar okkar er talin geta orðið 4% — ef ekki kemur til truflunar á at- vinnurekstri næstu mánuðina. Versnandi viðskiptakjör okkar við aðrar þjóðir gera það að verkum, að i raun verða tekjur okkar lakari en fyrr. Þá segir i skýrslunni að við- skiptahallinn geti orðið um 8200 milljónir samanborið við 2615 millj. 1973. Gjaldeyriseign okk- ar hefur stórum minnkað og er nú sem svarar innflutningi eins mánaðar. Athyglisverðar staðreyndir koma fram i skýrslunni varð- andi skuld Seðiabanka Islands gagnvart Rússum.l árslok 1972 nam skuld við þá 40 milljónum, — nú er hún orðin 1850 milljónir. — JBP — Við flettum i gegnum skýrslu hagrannsóknadeildar og birtum ýmsa athyglisverða kafla i blaðinu i dag. —SJA BLS. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.