Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 25.07.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 25. júli 1974. 3 Hér sjáum viö Pál isólfsson ásamt fjölskyldu og vinum. Fyrst t.v. stendur Dagrún Mjöll Agústsdóttir frá Stigshúsi, þá Páll, Kristín litla sonardóttir hans og kona hans, bak viö hana, Sigrún Eiriksdóttir, Pálmar isólfsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Jónsina Sesselia Jónsdóttir Heliakoti. (Mörg hús á Stokkseyri hafa nöfn). blómarækt. „Nei, þið megið ekki halda, að ég sé nein blómaræktunarmann- eskja, maður er svona smátt og smátt að læra að þekkja nöfnin á jurtunum,” sagði hún og sýndi okkur steinabeð, þar sem hún var aö koma fyrir fjólum, ýmsum steinbrjótum, blóðbergi og fjöru- góðri. Eitthvað var þar af út- lendum jurtum. En Sigrún sagðist ætla i framtiðinni að hafa þær íslenzkueingöngu. Garðurinn er girtur með lurkum að framan og fjörugrjóti öðrum megin og háum torfvegg, hálfs annars metra háum, hinum megin. „Þessi girðing dugar nú skammt fyrir ágangi kindanna. Þið ættuð að sjá, hvernig þær setja sig i hnút og stökkva yfir, en við ætlum að hækka veggina, þangað til þær verða að gefast upp við þessi hástökk sin,” sagði Sigrún. Við gengum nú að húsinu, þar sem Páll sat úti i góða veðrinu. „Ég er nú fæddur hér og uppalinn við ströndina. Sjávar- hljóðið hefur verið mér innblástur I margt af þvi, sem ég hef samið. Það er stórfenglegt að vera hér á vetrum, enda má með sanni segja, að hafið hafi mörg andlit”, sagði Páll okkur. Hann segist nú að mestu vera hættur að semja, af þvi að hann sé veikur, þó ekki alveg. Hann væri að dútla við að búa til lög og skrifa þau niður, en spilað gæti hann ekki lengur. Við dáumst að húsinu, og Páll segir okkur, að Gunnar Hannes- son hafi teiknað það. Er það að mestu byggt úr fjörugrjóti, sem tlnt er úr fjörunni á Stokkseyri, og svo úr timbri. Fjörugrjótið er llmt saman i veggina með steypu á þann hátt, að það sést ekki. Nú er Sigrún búin að hella upp á könnuna og við drifin inn i kaffi. Við vorum svo sem ekki einu gestirnir heldur. „Það er ekki laust við, að það sé gestkvæmt hérna hjá okkur og þó sérstaklega um helgar,” sagði Sigrún. Við vorum nú samt 7, sem drukkum kaffi, auk þeirra hjónanna, og þetta var bara þriðjudagur. „Nei, maður stendur nú ekki i þvi að baka hérna i sveitinni. Við kaupum bara meðlæti i kaup- félaginu. Maður vill helzt vera úti. Við ræktum kartöflur og ætlum einmitt að hafa fyrstu upp- skeruna á borðum i kvöld,” sagði Sigrun. 1 þessu er bankað, og inn koma Jón Norðmann, sonur Páls og kona hans, Hanna. Þau eru að byggja sér litinn bústað þarna rétt hjá. Talið berst meira að mat og það kemur i ljós, að allir eru sammála um að grillaður humar sé einhver bezti matur, sem til sé. Og þó, Páll segir, að krabbi sé kannski enn betri. Það sé ágætt að veiða hann á stórstraumsfjöru þarna beint fyrir framan. „En það er betra að veiða hann i gildrur,” segir Páll og segir okkur sögu af þvi, hvernig hafi farið, þegar átti að veiða hann i net. Notað var 50 m langt silunga- net og ekki vantaði, að það væru krabbar i þvi. Þeir reyndust um 100. En að ná þeim úr, það var verri sagan. Það þurfti að brjóta hvern einasta krabba, svo fast var hann búinn að vefja sig inn i netið. Það er meira rætt um Stokks- eyri og Jón segir, að þetta sé sólarströnd íslands, hér sé miklu betra veður en nokkurn tima i Reykjavik. Nú er komið að þvi að kveðja og Pálmar bróðir Páls,einn af gest- unum, gengur með okkur út. Við spyrjum, hvort hann semji ekki lika lög. „Nei, guð hjálpi mér, ég hef nú látið mér nægja að stilla hljóðfærin, svo að aðrir gætu það” sagði hann . Og með bað förum við. —EVI Þetta er vandinn sem við blasir — og hann er ekki af minni endanum Þegar fiett er i gegnum skýrsiu hagrannsóknadeildar um efnahags- vandann, sem við íslendingum blasir á þjóöhátíðarárinu, kemur ýmis- legt I ljós, er ekki getur beinlinis talizt gleðiefni. íslendingar virðast um alllangt skeið hafa lifað óhóflega um efni fram, eytt meiru en þeir öflúðu. En látum skýrsluna tala, og fiettum gegnum hana, siðu eftir siðu, en skýrslan er mikiðpiagg upp á 64 siöur: Bls. 1. „Aætlanir og spár um þjóðhags- stærðir árins 1974 eru i þessu yfir- liti yfirleitt reistar á þeirri for- sendu að peningalaun hækki ekki hinn 1. september næstkomandi, og aö niðurgreiðsluaukningin frá þvi i mai s.l. gangi til baka i haust.” Minni þjóðartekjur Bls. 1-2. „Eins og nú horfir gæti aukning þjóðarframleiðslu orðið nálægt 4% á árinu 1974 ef ekki kemur til truflun I atvinnurekstri á siðari hluta ársins. Vegna versnandi viðskiptakjara eru horfur á, að þjóðartekjur standi i stað á árinu og þjóðartekjur á mann að raun- verulegu verðgildi minnki þvi beinlínis.” Minni framleiðsla í iðnaði Bls. 3. „I heild er gert ráð fyrir 4% aukn- ingu sjávarafurðaframleiðslunn- ar á árinu. Búizt er við, að tals- vert dragi úr aukningu iðnaðar- framleiðslunnar á þessu ári.” Bls. 6. Viðskiptakjarabati horfinn „Viðskiptakjörin fóru batnandi að miklum mun fram til ársbyrjunar 1974, en hafa siðan snúizt okkur mjög i óhag. Við nut- um góðs af mikilli hækkun hrá- efna, einkum matvæla 1973. En i ár fáum við skell af verðhækkun oliu- og iðnaðarvöru. Um mitt þetta ár er viðskiptabatinn 1973 með öllu horfinn.” Margfaldur halli ó viðskiptunum Bls 9 „Viðskiptahalli yrði um 8.200 millj. kr. samanborið við 2.615 millj. kr. árið 1973. 1 þessari spá er ekki gert ráð fyrir neinni aukn- ingu útflutningsvörubirgða i landinu eða sérstakri uppsöfnun innflutningsvörubirgða, ef um slikt yrði að ræða, ykist hallinn enn.” Erlend lón hrannast upp Bls. 11. „Spá um fjármagnsjöfnuð gerir ráð fyrir 6.250 millj. kr. nettó- innstreymi á árinu, þar af nettó-aukning fastra erlendra lána 6.200 millj. kr.” Bls. 12. Greiðslujöfnuður tvöfalt óhagstœðari „Er gert ráð fyrir, að heildar- greiðslujöfnuður ársins 1974 verði óhagstæður um 2.000 millj. kr., en árið áður var heildargreiðslu- jöfnuður talinn hagstæður um 1.000 millj. kr.” Gjaldeyrissjóður nœr uppurinn Bls. 14. „Við lok júni sl. nam gjaldeyris eignin, nettó, tæplega 3.200 millj. kr., sem er rýrnun um nær tvo þriðju frá áramótum, og sam- svaraði hún þá rösklega mánaðar innflutningi.., en um sl. áramót samsvaraði gjaldeyriseignin nær fjögurra mánaða innflutningi.” Bls. 15. „Sveiflan eða rýrnun milli ár- anna 1973 og 1974 i gjaldeyrisstöð- unni nemur um 5.000 millj. kr.” Bls. 16. „I heild er áætlað, að innkomin löng erlend lán nemi 9.000 millj. kr. á árinu.” Meiri sparnað! Bls. 18. „Vantar enn mikið upp á, að tryggt sé nægilegt fjármagn til fyrirsjáanlegra þarfa, t.d. er enn gert ráð fyrir 800 millj. kr. lán- töku vegna Framkvæmdasjóðs á þessu ári, og mikið viðbótarfjár- magn mun þurfa á næstu tveimur árum. Þessi viðhorf gera það þvi nauðsynlegt, að tekið verði enn meira tillit til stöðunnar út á við en gert hefur verið að undan- förnu. Þetta þýðir m.a., að það verður að leggja meiri áherzlu á aukningu innlends sparnaðar, þannig að mikilvægar fram- kvæmdir veröi ekki eins háðar erlendum iántökum og verið hef- ur siðustu árin. Einnig verður að styrkja gjaldeyrisstöðuna að nýju.” Rússar eiga hönk upp í bakið ó okkur Bls. 19-20. „Nam skuld Seðlabankans gagn- vart Rússlandi rétt tæpum 40 millj. kr. I árslok 1972, en frá þeim tima hefur skuldin vaxið um nær 1850 millj. kr.” Vísitölur úr lagi fœrðar Bls. 21. „I árslok 1973 var visitalan um 33% hærri en í árslok 1972.” (framfærsluvisitalan). „1. mai sl. var framfærsluvisital- an.... 43,8% hærri en á sama tima i fyrra. Hækkunin frá meðaltali ársins 1973 nam 38%.” Bls. 22-23. „Hækkar visitala framfærslu- kostnaðar um 34% eða 43% frá 1. nóvember 1973tilsama tima 1974, eftir þvi hvort niðurgreiðslu- aukningin frá mai s.l. gengur til baka fyrir 1. nóvember eða ekki og einnig eftir því hvort búvöru- verð hækkar samkvæmt verð- lagsgrundvelli eða ekki. Meðal- hækkun F-visitölunnar á árinu 1974 er um 37% i lægra tilvikinu en rúmlega 40% i þvi hærra.” BIs. 23. „Ef þær ráðstafanir, er gerðar voru i mai sl. aðallega binding kaupgreiðsluvistölu og auknar niðurgreiðslur, gengju úr gildi i nóvember og desember nk. mundi verðlagsuppbót á laun hækka um 29%, og að auki kæmi 3% grunnlaunahækkun, eða alls nær 33% launahækkun.” 50% verðbólga ó óri „Með óbreyttri þróun verðlags og kaupgjalds er þannig stefnt i langt yfir 50% verðbólgu á ári og a.m.k. 40-50% kauphækkun.” „Byggingakostnaður hækkaði þannig um 29% frá 1. febrúar til l.júni 1974 og um 51% frá 1. júni 1973 til 1. júni 1974.” Fiskifloti í vanda Bls. 30. Rekstraráætlanir bátaflotans án loðnu við júliskilyrði — 566 millj. kr. tap. Bls. 31. Rekstraráætlanir skuttogara við júliskilyrði — 743,9 millj. kr. tap. Bls. 32. Veiðigreinar samtals — 1.344.2 millj. kr. tap. Bls. 33. Frystihús við júliskilyrði — 1.393 millj. kr. tap. Gengisfelling, — en hversu mikil? Bls. 45. „Gengið hlýtur að ákvarðast fyrst og fremst af afkomu útflutningsframleiðslunnar.” „A þessu stigi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um, hve mikil lækkun gengisins þurfi að vera til þess að endar náist saman.” Bls. 22. Hækkun visitölu frá núgildandi visitölu, ef niðurgreiðslur lækka og búvöruverð hækkar 28,8%. „Hver tók stigann segir mólarinn, sem varð fyrir barðinu ó mönnum með mólningaróhuga Það er sannarlega ánægju- legt, að borgarbúar skuli ai- mennt vaknaðir tii meðvitundar um að fcgra sitt umhverfi, máia húsin sin og þess háttar. Hins vegar þykir nú fuil langt gengið þegar málningarglatf fólkið er farið að stela stigum hvort frá öðru. Málari nokkur hafði samband við blaðið i gær og var heldur óglaður. Hafði hann verið að mála hús við Bergstaðastræti, sama hús og Bernhöftsbakari er I. I hádeginu fóru málararnir i mat eins og gengur og þegar þeir sneru aftur, hafði einhver tekið forláta tréstiga traustataki. Þetta var stór og mikill stigi, 14metra langur.útdreginn og úr nýjum viði. Málarinn taldi að slikur stigi kostaði 40-50 þús. krónur. Þeir leituðu um allt hverfið að sökudólgnum, en fundu hvergi. Þaö er ekki beint hlaupið að þvi að komast óséður burt með slikt bákn og eru þvi vitni að þjófnaðinum beðin um að hafa samband við málarana eða lög- regluna og þjófurinn sjálfur hvattur til að bæta ráð sitt og skila stiganum, þvi stigalaus málari er eins og vængbrotinn fugl. — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.