Tíminn - 19.04.1966, Qupperneq 14

Tíminn - 19.04.1966, Qupperneq 14
TÍSVIINN HANDDRITAMÁLIÐ Framhald af bls. 1. lýsti löggildingu þess og staðfest- ingu Friðriks konungs fimmta á því 18. janúar 1760. í stefnu Christrups segir, að með staðfest ingu þessari hafi legatið verið end anlega stofnað, og verði að njóta venjulegrar réttarverndar. Lögin ákveða segir síðar í stefn unni, að hluti af eignum Árna- stofnunarinnar skuli afhentar ís- landi, en það, að afihendingin er framkvæmd sem skipting á stofn- uninni, hlýtur að vera þýðingar- laust í þessu sambandi. Þetta er gert til þess að reyna að skapa lagalegan grundvöll til þess að geta framkvæmt afhendinguna. Ef ekki er hægt að skylda. Árnastofn unina til þess að afhenda hluta af eign sinni, er heldur ekki hægt að ná tilsvarandi árangri með því að samþykkja lög um skiptingu stofnunarinnar. Síðan kom Christrup að aðal- atriðinu í málshöfðun sinni, sem JÓN FINNSSON, hrl. LögfræSiskrifstofa, SBIvhólsgötu 4, (Sambandshúsinu 3.h). Sfmar 23338 og 12343 B|örn Sveinbiörnsson hæstaréttarlögmaður Lögfræöiskrifstota Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu 3. hæð Simar 12343 og 23338. Frímerkjaval • Kaupum Islenzk frímerki hæsta verði. Skiptum á er lendum fvrir islenzk frl- merki — 3 erlend fyriT 1 tslenzkt Sendið minnst 25 stk. FRlMERKJAVAL, pósthólf 121 Garðahreppi. Auglýsið í Tímanum sagt, að afhendingin sé í raun og veru eignanám, sem samkvæmt | 73. grein stjórnarskrárinnar, er að eins hægt að framkvæma þegar almenningshagsmunir krefjast þess, og gegn algjörri bótagreiðslu. Því er mótmælt, segir í stefnunni, að almenningshagsmunir krefjist skiptingar stofnunarinnar og al- hendingu annars hlutans til ís- lands. Þar að auki er ekkert ákvæði um bótagreiðslur í lögun- um, og því heldur stefnandi því fram, að lögin séu andstæð stjórnarskránni. Að lokum segir Christrup í stefnu sinni, að löggjafarvaldið hafi ekki nokkurt leyfi til þess að þvinga fram afhendingu sem þessa, né að breyta ákvörðunum erfðarskrár þannig, að hluti af eignum og fjármagni legats verði afhentur erlendu ríki. í sóknarræðu sinni sagði Christ- rup, að mál þetta væri ekki deilu- mál milli Danmerkur og íslands, eða milli dönsku þjóðarinnar og íslenzku þjóðarinnar, heldur mál milli stofnunarinnar og mánnta- málaráðuneytisins. Christrup rakti sögu handritamálsins frá upphafi til í dag með fjölda tilvitnana í orð þingmanna, vísindamanna og lagaprófessora. Þar sagði hann nokkrar „óheppilegar“ setningar, og nefndi orðið „óskilvísi" í sam- bandi við málið. Schmith hæsta- ] réttarlögmaður greip þá fram í og mótmælti, og dómsforsetinn I gaf Ohristrup áminningu. Þetta átti sér stað seint um daginn, og lokakaflinn hjá Christrup var frek ar slakur. Hann endaði með því að segja, . að lögfræðilega séð snerist á'hugi manna enn einu sinni um það, að hér væn um að ræða lög, sem fullyrt væri að væru andstæð stjórnarskránni. Það hefur aðeins nokkrum sinnum ver- ið reynt að fá úrskurð um, að lög séu andstæð stjórnarskránni, en fram til þessa dags hefur það aldrei tékizt. Christrup byggði alla sóknar- ræðu sína á, að lögin um afhend- ingu handritanna væru eignarnáms lög, og sem slík andntæð stjórnar- skránni, þar sem eignarnámið er að hans áliti hvorki í samræmi við almenningshagsmuni nú held- ur er gert ráð fyrir fullri bóta- greiðslu — og á þessum grund- velli vonast hann til að vinna málið. MJÓLKURSAMSALAN Framhald af bls. 2 urbúanna voru 33.538 þúsund lítr ar neyzlumjólk. 749 þús. 1. neyzlu rjómi, 838 þús. 1. undanrenna. 1. 252 þús. kg. skyr 558 þús- kg. smjör 437 þús. kg. mjólkurostar, 136 þús. kg. nýmjólkurmjöl, 407 ÞAKKARÁVÖRP Hjartkærar þakkir vil ég flytja börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum, vinum og kunningjum, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 4. apríl s.l. — Lifið heil. — Guð blessi ykkur öll. Guðný Jónsdóttir, Egilsgötu 26, Rvík. Haraldur Guðmundsson forstöðumaSur Tæknldelldar ríkisútvarpsins, Snorrabraut 48, andaölst a8 morgni 18. þ. m. á Borgarsjúkrahúslnu I Reykjavik. Vandamenn. Þökkum innilega auSsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Margrétar Skúladóttur Stykklshóimi. Kristján Sigurðsson og fjölsk. þús. kg. undanrermumjöl, 107 þús. kg kasein. Auk þessa niðursoðin mjólk, kryddaður ostur o. fl. Ný- m.jólkursalan á sölusvæðinu nam um 59% af heildar innvigtun mjólk ur eða um 2/3% lægra hlutfall en árið áður. Sala nýmjólkur hafði þó aukist um 3,2%. Af skráða meðalverði mjólkur á árinu fóru tæpl. 22% til reksturs mjólkurbúanna flutning á afurð um á sölustað og reksturs Mjólk ursamsölunnar, tæpl. 71,5% kom i hlut bænda oig um 6,5% var söluskattur, stofnlánasjóðsgjald, verðmiðlunarsjóðsgjald, sölulaun til annara, vinnsluafföll o. fl. Gert er ráð fyrir að útborgunarverð til bænda, að meðaltali, verði 774,5 aurar á lítra. Úr stjórn Mjólkursamsiölunnar áittu að ganga Ólafur Bjarnason, Brautarholti oig Sigurgrímur Jóns son, Holti og voru báðir endur- kjörnir. Aðrir í stjórn eru: Sveinbjörn Högnason, Staðarbakka, formaður Sverrir Gíslason, Hvammi og Ein ar Ólafsson, Lækjarhvammi. ÁLMÁLIÐ Framhald af bls. 1. Alusuisse við íslenzk stjórnarvöld undan lögsögu íslenzkra dómstóla, en hitt sé þó enn fráleitara að taka ágreiningsmál við íslenzka ál félagið undan lögsögu íslenzkra dómstóla. Það sé furðulegt að rík- isstjórninni skuli detta í hug, að setja ágreining íslenzka álfélags- ins við Hafnarfjarðarkaupstað eða Landsvirkjun, sem eru sérstakir og sjálfstæðir réttaraðilar, undan lögsögu íslenzkra dómstóla. Þá sé orkuverðið mjög lágt eða 10.75 aurar og munu þe®s fá dæmi að samið sé um svo lágt orkuverð. í Noregi sé hliðstætt orkuverð 13.75 aurar og í norskum raforkusamningum séu ákvæði um endurskoðun á 5 ára fresti en eng in ákvæði hliðstæð í þessum samningi. Bræðslan eigi að búa við sér- stakar reglur í skattamálum, þ.e. greiða sérstakt fast gjald í stað skatta og er gjald þetta byggt á rekstraráætlunum fyrirtækisins og sé það næsta ólíkt því, sem íslenzk fyrirtæki eigi við að búa, þar sem þau verði að skila ná- | kvæmum framtölum, sem farí und | ir smásjá skattaeftirlits og skatta- | lögreglu. Fyrirhugaðar framkvæmdir i Straumsvík muni auka mjög á jafn vægisleysi í byggð landsins og muni þeir landshlutar, sem nú eiga við atvinnuerfiðleika, verða í mikilli hættu vegna hins sterka aðdráttarafls sem stóriðjufram- kvæmdir Óhjákvæmilega munu hafa, og það lýsi mikilli skamm- sýni, ef menn trúi því, að tiltölu- lega litlar upphæðir, sem fengnar verða af sköttum álbræðsiunnar verði til þess að vega upp á móti röskunaráhrifum hins erlenda risa fyrirtækis. Þá á álbræðslufélagið að njóta margs konar forréttinda miðað við önnur atvinnufyrirtæki í landinu, undanþegið aðflutningagjöldum og útflutningsgjöldum. Þá sé ál- bræðslunni ekki gert skylt að setja upp gaseyðingartæki, eins og önnur lönd hafa gert að skil- yrði, þar sem Swiss Aluminium starfar. Fáist ekki samþykkt að vísa mál inu frá og verði frumvarpið af- greitt til 3. umræðu, leggur flokk- urinn til að málið verði borið undir þjóðaratkvæði. FRÁ ALÞINGI Framhald at bls. 7 allra opinberra skatta á hún að greiða fast gjald á framleiðsluein- ingu, en upphæð þess hefur verið ákveðin á þann hátt, að núgild- andi skattlagningarreglum hefur verið beitt á rekstraráætlun bræðslunnar. Mun það einsdæmi að skattaálagning sé þannig byggð á rekstraráætlun fyrirtækis og er það næsta ólíkt því, sem íslenzk fyrirtæki eiga að búa við, þar sem þau verða að skila nákvæm- um framtölum, sem síðan fara undir smásjá skattaeftirlits og skattalögreglu. Nú er það staðreynd hér á landi sem annars staðar, að með vaxandi kröfum til margvíslegrar samfé- lagsþjónustu fer tekjuþörf hins opinbera vaxandi ár frá ári. Bræðslunni er ekki ætlað að standa undir þeirri auknu þörf, þar sem hún er undanþegin öllum skattahækkunum, sem síðar kunna að verða. Röskun á jafnvægi í byggð landsins Ljóst er, að fyrirhugaðar stór- iðjuframkvæmdir í Straumsvík munu auka mjög jafnvægisleysi í byggð landsins. Er óhætt að full- yrða, að þeir landsihlutar, sem nú ■eiga við atvinnuerfiðleika að etja eru í mikilli hættu vegna hins Isterka aðdráttarafls, sem stór- iðjuframkvæmdimar óneitanlega hafa. Því miður hefur þess ekki verið gætt, að staðsetning álverksmiðj unnar skiptir miklu máli, meðan svo háttar í landinu, að sumir landshlutar eiga við beina eða til- tölulega fólksfækkun að stríða og m.a. vegna skipulagsleysis í sam- bandi við atvinnu- og félagslega uppbyggingu f landshlutunum. Stóriðja á mesta þéttbýlis- og þenslusvæði landsins hlýtur óhjá- kvæmilega að magna þenna vanda. Það ber því mjög að harma og víta, að þannig skyldi ekki staðið að samningsviðræðum frá upphafi, að stóriðjan gæti, ef til kæmi og hagstæðir samningar næðust, orðið til þess að skapa nýjan atvinnugrundvöll í þeim landshlutum, þar sem segja má, að horfi til afturfarar vegna fólks- fækkunar. Hin skaðlegu efnahags- áhrif, sem stóriðjunni hljóta að fylgja á mesta þéttbýlis- og þenslu svæði, þar sem atvinna er svo mikil, að skortur er vinnuafls, yrði hverfandi lítil við slíkar aðstæður, en mundu hins vegar leysa úr læðingi ýmsa orku, sem nú fær ekki notið sín. Telja má víst, að umhverfie álver af þeirri stærð, sem ætlað er að reisa hér á landi, geti risið byggðarlag með nokkr- um þúsundum íbúa, þegar allt er talið. Má segja, að Utn minna muni í landshlutum, þar sem fólks- fækkunin er þegar staðreynd eða yfirvofandi. Ríkisstjórnin virðist a.m.k. stundum vera sér þess meðvitandi, að Straumsvíkurverksmiðjan muni hafa óheppileg áhrif á jafnvægi í byggð landsins. Hins vegar hefur hún fundið upp nokkurt snjall- ræði — eða hitt þó heldur — til þess að vega upp á móti röskunar- áhrifunum. Jafnframt því, sem rlk isstjórnin Ieggur álsamningana fram til staðfestingar, flytur hún frumvarp til laga um svonefndan „atvinnujöfnunarsjóð," sem m.a. er ætlað að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, samkv. ákvæðum frv. um markmið sjóðsins. Aðal- tekjustofn „atvinnujöfnunar- sjóðs“ er hluti af skatttekjum vegna álbræðslunnar í Straumsvík. Því er þeirri kenningu á loft haldið, að álbræðslan fyrirhugaða verði síður en svo til þess að raska byggðajafnvæginu, heldur stuðli beinlínis að jafnvægi í byggð landsins! Þessi kenning er að sjálfsögðu röng. Ýmis forréttindaaðstaða oq undanþágur Rekstrarfélagið, íslenzka álfé- lagið h.f. nýtur margs konar for- ÞRIÐJUDAGUR 19. april 1966 réttinda, miðað við önnur at- vinnufyrirtæki í landinu. Félagið er m.a. undanþegið aðflutnings- gjöldum af efni og tækjum, sem það eða verktakai; þess flytja inn til byggingar bræðslunnar. sama gildir og um hráefni, vélar og fleira, sem það flytur inn til rekstrar bræðslunnar. Á1 frá bræðslunni og afgangshlutir, sem út verða fluttir, verða undanþeg- in útflutningsgjöldum. Bæði er óvarlegt og óeðlilegt að undanþiggja álbræðslufélagið þeirri kvöð að byggja gaseyðingar tæki í sambandi við rekstur sinn. Upplýst er, að Straumsvíkurverk- smiðjan verður eina verksmiðjan af 10 verksmiðjum Swiss Alumin- ium í fjöldamörgum löndum, sem ekki er búin gaseyðingartækjum. Félagið getur því almennt ekki búizt við því að fá að reisa verk- smiðjur án slíkra tækja. Hvað þetta atriði snertir, hefur ríkis- stjórnin því hreinlega samið af sér. Eins og mál þetta allt er vaxið, teljum við rétt, að frumvarpinu sé vísað frá. Verði sú tillaga felld, og frv. afgreitt til 3. umræðu, munum við við þá umræðu leggja til, að málið verði borið undir þjóðaratkvæði. FISKVERÐIÐ Framhald af bls. 1. nauðþurftum eftir að fiskurinn algengasta dagleg fæða hefur verið sprengd upp með þess- um hætti. Með þessum aðförum að skella þessari miklu hækk- un allt í einu á mestu nauð- synjavöru almennings f ladnd inu, fellir ríkisstjórnin þessa nýju og þungu dýrtíðarskriðu beint og þyngst á þær stéttir þjóðfélagsins, sem sízt mega við þessu, lætur. höggið ríða fyrst að þeim, sem höllustum fæti standa. Það er hennar sið- gæði — siðgæði uppgjafarliðs- ins í ráðherrastólunum. BJÓRMÁLIÐ Framhald af bls. 1. Ingvar Gíslason, Lúðvík Jósefsson, Matthías Á. Matt hiesen, Sigurður Ágústsson Sigurður Ingimundarson, Sigurvin Einarsson, Jón Kjartansson, Sverrir Júlíus son og Þórarinn Þórarins- son. Emil Jónsson var fjar verandi. 13.700 KRÓNUR Framhald af bls. 16. kostað sem svarar 2600 krónum. Hver keypti? Hótel í Dublin. Meðalverð fyrir kíló af laxi hér heima er á milli 250—300 krónur að jafnaði. SKÍÐAHÓTEL Framhald af bls. 16. sem viljað sofið í svefnpokum, og kostar svefnpokaplássið 60 krónur á sólarhring. Ef stórir hópar koma í hótelið er mögu legt að semja um verð bæði á húsnæði og fæði. ÍÞRÓTTlR Framhald af bls. 13. Þórir Lárusson og Þorbergur Ey- steinsson, sem lagði brautina. Til gamans má geta þess, að feðgarn- ir Haraldur Pálsson og Eyþór son ur hans komu í mark á sama tíma og í fyrri umferð, 60.1 sek., en í síðari umferð fór Eyþór fram úr föður sínum. í öðru sæti varð sveit KR og í þriðja sæti sveit Ármenninga. Mótið heppnaðist í alla staði vel, þó veður væri ekki sem bezt. Mótsstjóri var Sigurjón Þórðar- son.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.