Vísir - 17.12.1974, Page 12

Vísir - 17.12.1974, Page 12
Risarnir gáfu ekki kost á sér íslenzka landsliðið í körfuknattleik, sem leikur í fjögurra landa keppninni í Kaupmhöfn, hefur verið valið. QöOÖC • • NESCO Er ekki mál til komið, að þú eignist þinn einkaheim, Marantz einkaheim!? NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788 Leikmaður Real kœrður Tvö spænsk félög, sem leikiö hafa viö Real Madrid aö undan- förnu i 1. deildinni á Spáni, hafa kært hið fræga félag fyrir að nota leikmanninn Martinez — en ein- hver vafi leikur á þvi, að hann sé spænskur rikisborgari, Það voru Danir, scm fyrst hreyfðu þessu máli eftir að hafa tapað fyrir Spáni I Evrópukeppninni — en Martinez lék þá gegn þeim og þess má geta, að hann skoraði bæði mörk Real Madrid gegn Fram á Laugardalsvelli i haust í Evrópukeppni bikarhafa. Martinez er frá Argentinu og stendur Real i þeirri trú, að for- eidrar hans séu spánskir, og þvi ekki þörf á rikisborgararétti fyrir hann á Spáni. Tveir erlendir leik- menn mega leika með félagi i leik á Spáni og ef Martinez telst út- lendingur” er lið Real ólöglegt I nokkrum leikjum, þvi vestur- þýzku leikmennirnir Breitner og Netzer leika þar einnig. Real Madrid tapaði stigi á heimavelli á sunnudag. Gerði þá aðeins jafntefli gegn Real Sociedad 1-1, en hefur þriggja stiga forskot á annað liðin i 1. deild, meistara Barcelona. Lið Cruyff og Co. lék á heimavelli á sunnudag og vann Granada með 2-1. Espanol, sem er frá Barcelona, og er nú i þriðja sæti gerði jafntefli i Valencia 1-1. Hercules vann Las Palmas 3-1. Salamanca og Atletico Madrid gerðu jafntefli 1-1, en Atletico Bilbao vann Elche 3-0. —hsim íslenzka landsliðið i körfu- knattleik, sem tekur þátt i 4ra landa keppninni I Kaupmanna- höfn i byrjun næsta mánaðar hefur verið valið. 1 liðinu eru 12 leikmenn, og eru tveir þeirra nú i fyrsta sinn valdir I landsliðið I körfuknattleik, þeir Stefán Bjarkason UMFN og Ingi Stefánsson ÍS. Segja má að liðið sé með lægra móti — „risarnir” i Islenzkum körfubolta, þeir Bjarni Gunnar ÍS og Kristinn Stefánsson KR, gáfu ekki kost á sér — en liðið er samt nokkuð sterkt, a.m.k. á pappirn- um að sjá. Það verður skipað eftirtöldum mönnum: Birgir Guðbjörnsson, KR Stefán Bjarkason, UMFN Þórir Magnússon, Val Jóhann Magnússon, Val Torfi Magnússon, Val Agnar Friðriksson, IR Ingi Stefánsson, 1S Kolbeinn Pálsson, KR Jón Sigurðsson, Arm. Kristinn Jörundss. IR Kári Mariasson, Val Þorsteinn Hallgrimss., SISU. Kolbeinn Pálsson, sem er fyrir- liði liðsins hefur leikið flesta landsleikina eða 36 talsins, en næstur kemur Þorsteinn Hall- grimsson, sem leikur með danska liðinu SISU, og er I efsta sæti i dönsku deildinni, með 34 lands- leiki. —klp— Fram hlaut flesta meist- ara í Reykjavíkurmótinu Fram varðekki að ósk sinni um .aö sigra I öllum yngri flokkunum i Reykjavikurmótinu I handknatt- leik, sem lauk um helgina. Fram hafði sigur 1 þrem flokkum af sex, sem þá var keppt i, og á möguleika á að bæta þeim fjórða við, en þar verður að fara fram aukaleikur á milli Fram og KR. Framararnir sigruðu með yfir- burðum i 2. flokki karla, þar sem þeir léku siðasta leikinn við KR. Þeir sigruðu einnig KR i 1. flokki karla, en Vikingur sigraði i sinum leik, sem var gegn Leikni, og nægði það Vikingunum til að sigra i þeim flokki. Fram og KR léku einnig i 3. flokki karla, og varð jafntefli 6:6. Eru félögin þar jöfn að stigum og verða að leika aukaleik um fyrsta sætið. I 4. flokki karla sigraði Fram Viking eftir framlengdan leik 12:7 (6:6 eftir venjulegan leiktima) og varð þar með Reykjavikurmeistari I þeim flokki. I 3. flokki kvenna var Fram einnig i úrslitum og mætti IR. Þeim leik lauk með sigri Fram 3:2. I 2. flokki kvenna varð hið unga lið Fylkis úr Árbæjarhverfi Reykjavikurmeistari, með einu stigi meira en Fram. Sigurvegarar i einstökum flokkum i Reykjavikurmótinu urðu sem hér segir: M.fl. kvenna: Valur 1. fl. kvenna: Valur 2. fl. kvenna: Fylkir 3. fl. kvenna: Fram M.fl. karla: Fram 1. fl. karla: Vikingur 2. fl. karla: Fram 3. fl. karla: (óútkljáð) 4. fl. karla: Fram klp— JÓLAKORT á ensku fyrir vini erlendis

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.