Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. MiOvikudagur 26. marz 1975 — 72. tbl. Vísir óskar lesendum gleðilegra póska! — nœsta blað Yísis kemur út þriðjudaginn 1. apríl Mœlt með w I* Markús fékk - bls. 3 Gróusaga fer ó kostum — bls. 3 Vantaði 3 milljónir í launapoko starfsmanna — baksíða Allt sem lesendur þurfa að vita um bœnadagana — messur, útvarp, sjónvarp, samgöngur — bls. 17, 18, 19, 20, 21. FJORTAN FELOG HAFA BODAÐ VERKFALL M Fjórtán verkalýðsfé- lög höfðu i morgun sagt upp samningum frá 7. april. Samningafundur stóð til klukkan eitt i nótt, og þokaðist litið eitt að sögn samninga- manna. Baknefnd Alþýðu- sambandsins kemur saman til fundar klukkan tvö, og hefur orðrómur verið um, að ASí mundi eftir það koma með útspil i framhaldi af sáttatil- boði Sáttasemjara, sem sagt var frá i blaðinu i gær. Verkalýðsfélögin, sem nú þegar hafa boðað verkfall, eru fjölmenn. Meðal þeirra eru Dagsbrún, Verkakvennafélagið Framsókn, Hlif og Félag járn- iðnaðarmanna. Nokkuð þokaðist í gœr hjú samningamönnum önnur félög, sem hafa boðað verkfall, eru Félag blikksmiða, Félag bifvéla- virkja, Félag bifreiðasmiða, Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélag Grindavikur, Vaka Siglufirði, Snót Vest- mannaeyjum, Trésmiðafélag Akureyrar, Félag bilamálara og Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja. —HH JEPPAMENNSKA Llklega verða jeppaeigendur á ferli um þessa páska eins og aðra, enda virðist vetur konungur ætla aö hafa yfirhöndina um hátiðina, og þá koma þessi farartæki sér einkar vel. Varlega skyldu jepþaeigendur þó aka um náttúru landsins, enda þótt freri sé i jörð. Aldrei er að vita, nema viðkvæmur gróður verði fyrir barðinu á hjólbörðun- um og gróðurinn fái ekki augum litið sum- arið, sem er svo skammt undan. Ljósmynd Ragnar Th. Sigurðsson. Landsmenn fó afslótt til ísa- fjarðarfarar Súgfirðingar komast ekki yfir heiðina „Við erum svolitið illa settir með samgöngur hér á Suður- eyri”, sagði Jörundur Ragn- arsson, kaupfélagsstjóri á Suðureyri, i viðtali við VIsi I morgun. „Botnsheiði er ófær, og við fáunt hana ekki rudda fyrir helgarnar. A sama tíma og allir aðrir landsmenn fá af- siátt til að komast á skiðavik- una á ísafirði, er okkur þannig bannað að komast þangað — þó við séum svo til á næsta bæ”. „Búið er að ryðja Breiða- dalsheiði”, sagði Kristinn Jónsson, umdæmisvegaverk- stjóriá tsafirði. „Hún lokaðist aö vísu aftur og verður ekki opnuð fyrr en veðurspáin verður hagstæð. Skaflarnir á henni voru allt að 8 metra há- ir. Botnsheiöin hefur veriö lokuð lengur, en snjógöngin á henni eru um 3 metra djúp. Hvorugur þessara vega verð- ur opnaður aftur fyrir páska úr þvi sem komið er, en það var meiningin, hefði veður ekki hamlaö því”. —SHH Með og móti ókvörðunarvaldi konunnar: HUNDRAÐ KONUR Á MÓTI - FIMM VORU MEÐ Á ESKIFIRÐI — Lœknar og lœknanemar ekki ó einu móli Það er ekki aöeins I Reykjavfk, sem menn láta frá sér heyra vegna fóstureyöingarfrunávarps- ins. Á Eskifirði hefur gengiö undirskriftarlisti, og höfðu 100 konur skrifaö undir listann, en þar er mælt á móti „frjálsum” fóstureyðingum. Aðeins 5 konur reyndust fylgjandi ákvörðunar- valdi konunnar. Nokkrar voru hlutlausar. Það er langt frá þvi, að menn séu á einu máli og má þar t.d. nefna lækna og læknanema. Læknar segja m.a. í greinargerö sinni: „Hins vegar er takmarkalaus sjálfsákvörðunarréttur konunnar i sambandi við fóstureyðingu aö mati L.l. ekki mögulegur. Lækn- irinn hlýtur alltaf að taka mið af áhættunni, sem aögerðinni fylgir, og meta hana meö hliösjón af nauðsyninni fyrir aðgerð. Þvi aö allir virðast sammála um, aö fóstureyðing eigi aö vera neyðar- úrræði. Hlutverk læknisins er þjónustuhlutverk við sjúklinginn. Þaö hlýtur að vera óskynsamlegt af konunni að notfæra sér ekki sérþekkingu og reynslu við af- drifarika ákvörðun”. „Aðalfundur Félags Lækna- nema telur rangt aö læknar hafi ákvörðunarvald um fóstureyö- ingar”, segir i ályktun frá lækna- nemum. „Mörg mikilvægustu atriði, sem slik ákvörðun byggist á, eru sérþekkingu læknisins óviökomandi: vitneskja hans um aðstæður jafnan ófullkomin og byggð á frásögn annarra, og túlk- un hans á lagaheimildum háð persónulegum viðhorfum hans”. „Þeir læknar, sem af siðferðis- ástæðum eru andvigir fóstureyð- ingum, eiga ekki að þurfa að framkvæma þær, en endanleg ákvörðun um löglega fóstureyð- ingu á fyrstu 12 vikum meögöngu- timans á að vera I höndum hinnar vanfæru konu”. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.