Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 10
KIRKJAN O G ÞJÓ GUÐI SÉU ÞAKKIR GuBi séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Jesúm Krist. Þess vegna, minir elskuöu bræBur, veriö fastir, óbifanleg- ir, siauöugir i verki Drottins, vitandi, aö erfiöi yðar er ekki árangurslaust i Drottni. (I. kor. 15-57-58). SKYNSEMIN OG ÞOLINMÆÐIN Ingibjörgu á Gamlahrauni fórust þannig orð, er hún vildi hugga son sinn, er orðið hafði fyrir ástvinamissi: ,,Ég get nú nærri hvernig þér liður, þó þú æðrist ekki, enda er það skyn- semin samfara þolinmæðinni, sem yfirstigur alla örðugleika.” (Saga Hraunshverfis). VAK í OSS Vertu Guð faðir i verki með oss, vak i oss heilagi andi. Láttu, Guðs sonur, þinn signaða kross sigra i myrkranna landi. Verm þinum kærleika kalinn svörð kom þú og tak þér allt vald á jörð. Sbj.E. ORGELt SVALBARÐSKIRKJU Pfpuorgel, sem kostar 2 mill- jónir króna, hefur verið sett upp I kirkjuna á Svalbarði á Sval- barðsströnd. Söfnuðurinn er um 230 manns. Svalbarð er annexia frá Laufási, prestur sr. Bolli Gústafsson. Formaður sóknarnefndar er Kjartan Magnússon, orgelleikari er Gigja Kvaran. Fyrirtækið J.H. Jörgensen smiðaði orgelið sérstaklega fyrir Svalbarðs- kirkju. ÞAÐ SEM MESTU SKIPTIR Það sem mestu skiptir i þessu efni er fræðslan I móðurmálinu og þjóðmenntun yfirleitt: það er i öðru lagi kennslan um menningararf, sögu og þjóðerni, og loks er þar um að ræða upp- fræðsluna i þeirri siðrænu og menningarlegu undirstöðu sem kristindómurinn er. (Jón Sig. i Timanum 23.12. ’74). Ég hef reynt I éljum nauða jafnvel meira þér. A landamíærum lifs og dauða leikur enginn sér. (Snæbjörn iHergiisey). pdoa Séra Arni Bergur Sigur- björnsson i Ólafsvík er fæddur á Breiðabólstað á Skógar- strönd 24. janúar 1941. For- eldrar hans eru hjónin Magnea Þorkelsdóttir og Sigurbjörn Einarsson biskup. Séra Arni varð stúdent i Reykjavik 1968 og cand. theol. 1972. Hann hlaut vigslu til Ólafsvikurprestakalls á Snæ- fellsnesi 26. nóvember 1972. Kona sr. Arna er Lilja Garðarsdóttir frá Bildudal. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson: PÁSKAHUGVEKJA Gleðilega páska! Þessi bless- aða kveðja lætur bæði kunnug- lega og þægilega i eyrum, en hætt er við, að hún eigi þó ekki sama hljómgrunn i sálum okkar almennt og ósk um gleðileg jól. Jól og gleði eiga samleið i hug- um flestra manna, jólafriður og helgi. Við tölum um jólaskap og jólastemmningu og reynum hana velflest. Það er sjaldnar talað um páskastemmningu, páskaskap, tæpast einu sinni páskafrið. Og samt er það svo, að án páskanna væru jólin ekki. An birtu og blessunar þess boð- skapar, sem páskarnir bera, væri kirkjan ekki, né heldur kristin trú. Hún byggir á þvi og þvi einu, að „þessi Jesús, sem þér krossfestuð, hann er uppris- inn”. Hann hefur sigrað dauð- ann. Það lif, sem birtist I heil- ögu lifi hans hér á jörð, það hefur sigraö. Og heilagur ljómi páskasólarinnar varpar ljóma slnum yfir það allt, fæðingu hans, verk hans og orð, einnig niðurlæginguna og krossinn. Þannig reyndu lærisveinarnir fyrstu undur páskanna. Og hafir þú farið varhluta af þeirri bless- un, sem birta páskanna er, sé trú þin dauð eða nari á strjálum stemmningum þeirra hátiða, sem ná að veita þér eitthvaö af þeirri blessun, sem þeim er ætl- að að veita, og Guði sé lof fyrir stundirnar þær, þá ertu ekki einn á báti og ekki einu sinni I laklegum félagsskap. Þvi hver var trú lærisveinanna páska- morguninn fyrsta? Páskaguðspjallið dregur enga dulá,hver afstaða þeirra var til Jesú Krists að loknum langa- frjádegi. Þeir voru ekki aðeins hræddir út af þeim ósköpum, sem dunið höfðu yfir. Þeir blygðuðust sin lika. Stundirnar dýrmætu og helgu, sem þeir höfðu átt I fylgd hans fyrr, þær voru nú minningin ein, sæl máske, likt og minningar margra okkar um bernskujólin, dýrmæt minning, en breytti og máttarverkin öll birtust nú I ljósi þessa.einnig orðin hans og kærleikur, kærleikur til hins synduga og veika og fyrirgef- andi náð hans birtist nú i þessu dýrlega ljósi. Og nú var hann hjá þeim, konungur lifsins var hjá þeim. Það yfirgnæfði alla spum, og það, að hann hafði komið til að gefa þeim dýrð sina. Þvi brann hjartað i brjósti þeirra af fögnuði þeim og friði, sem návist Krists ein fær veitt. Og þetta sendi hann þá, þessa áður skelfdu menn, út i hinn stóra heim til að boða öll- um mönnum. Kristur er uppris inn. Hann gekk gegnum allt þaö myrkur, sem þessi heimur get- ur búið barni sinu, dauðann einnig, og hann gerði það af kærleika til þin, til þess aö geta gefið þér þann sigur og þá dýrð, sem hann einn verðskuldar. Siðan hvarf hinn upprisni sjónum lærisveinanna, sneri aftur til þeirrar dýrðar, sem hannhafði afsalað sér. Hann fór og birtan hans. Þá var aðeins ómur orða eftir að byggja á, orða hans sem sagði: Ég er upp- risan og lifið. Hver sem trúir á mig glatast ekki, heldur hefur eilift lif. Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinn- ar. ABeins orð. En orð hins upp- risna. Þvi reyndust þau þess umkomin að leysa það afl úr læðingi sem kirkjan er, veita þá blessun og þá birtu og þeim friði inn I lif ráðvilltra manna, sem lif upprisuvottanna ber svo glöggt vitni um, og milljónanna slðan, á öllum öldum, sem reynt hafa lifandi návist hans. Og svo er enn. Þvl Kristur er upprisinn. Það votta ekki aðeins orð, held- ur einnig sú nýsköpun, sem sú vissa hefur skapað hjörtum votta hans, hjörtum, sem hinn upprisni, Drottinn páskanna hefur gefið frið sinn og fögnuð. Guð gefi, að sigur hans og kær- leikur hans megi skapa þér páskagleði og varpa ljóma sín- um yfir lif þitt allt. Og er þær litu upp, sjá þær að steininum var velt frá. Mark. 16.4. engu um það, að nú var þetta allt að baki, vonleysið eitt og blygðun yfir fyrri trú eftir. Svo var þeim farið. Svo komu boðin til þeirra. Kristur er upprisinn! En i raun og veru virtist það engu breyta I fyrstu, nema þá óttanum I skelf- ingu. Þó höfðu þeir heyrt þetta allt. Hann hafði sjálfur sagst risa upp á þriðja degi. En þab tal höfðu þeir aldrei skilið. Það var leyndardómur, sem var þeim ofvaxinn. Þá kom hann, Kristur, hinn upprisni. Leyndardómur veru hans minnkaði ekki við það. Þó breyttist allt, breyttist, þegar honum hafði verið lotið i til- beiðslu, hinum upprisna. Upp- risa hans var leyndardómur, sem þeir myndu máske aldrei skilja, utan þetta, sem þeir fundu, að hann var Drottinn, lif hans var öllum dauöa máttugra. Miskunnarverkin hans mörgu Séð heim að Ingjaldshóli, Snæfellsjökull i baksýn. KIRKJUR í ÓLAFSVÍKURPRESTAKALLI Brimilsvallakirkja Ólafsvikurkirkja jj~————* i a | FRÆKORN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.