Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Miðvikudagur 26. marz 1975. 3 Biskupsfrú í rœðustól Bræðrafélag Dómkirkjunnar heldur sitt árlega kirkjukvöld i Dómkirkjunni á skirdag kl. 20:30. 1 tilefni kvennaársins hefur Bræörafélagið að þessu sinni fengið fjórar konur til að koma þar fram: biskupsfrú Magnea Þorkelsdóttir flytur frásögu, kirkjumálaráðherrafrú Dóra Guöbjartsdóttir flytur hugvekju, Elin Sigurvinsdóttir, óperusöng- kona, syngur einsöng með undir- leik Ragnars Björnssonar, dóm- organista, og dr. Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, flytur erindi. Ennfremur flytur séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, ávarp og séra Cskar J. Þorláks- son, dómprófastur, flytur hug- vekju og bæn. AA 21 árs A.A. samtökin á Islandi halda upp á 21 árs afmæli sitt, föstudag- inn langa, þ. 28. þ.m. kl. 9 e.h. I safnaðarheimili Langholts- kirkju. Fundurinn er opinn öllum, sem vilja kynna sér starf samtak- anna. Bridgeúrslit fyrir póska Úrslitaleikur Reykjavikur- mótsins i bridge verður spilaður laugardaginn fyrir páska, 29. marz, I Domus Medica. Þar munu sveitir Þóris Sigurðssonar, núverandi Reykja- vikur- og tslandsmeistarar, og Hjalta Eliassonar heyja 64 spila einvigi um Reykjavikurmeist- aratitilinn 1975. Úrslitaleikurinn verður allur sýndur á sýningartöflu og spilin skýrð fyrir áhorfendum. Leikurinn hefst kl. 13,30 á laugardag og verða þá spiluð fyrri 32 spilin, en seinni lotan hefst kl. 20 sama kvöld. Aðgangur kostar kr. 500.- fyrir allan leikinn. Vertíð í innanlands- fluginu — upppantað í margar ferðir Það er óhætt að segja, að það sé vertiö i innanlandsfluginu núna. Fólk virðist streyma flugleiðina út á land, og langflestir sækja til Akureyrar. Þangað voru flognar 5-6 ferðir i gær, þar af 2-3 þotu- ferðir. Upppantað er i margar ferðir Flugfélagsins eftir þeim upplýs- ingum,sem viö fengum I morgun. Mest verður aö gera i dag og á morgun. A föstudaginn langa verður ekkert flogið og liklega ekki á páskadag. Til Vestmannaeyja Stendur til að fara aukaferð i kvöld. Af- greiðslumenn á Flugfélaginu sögðu, að þaö væri hreinlega „brjálað” að gera, en svona vill þetta vera um jól og páska. —EA Heybruni í Reykjovík Það er ekki á hverjum degi, að heybruni veröur inni í miðri Reykjavik. En þetta gerðist sanit i gær: Um klukkan hálfátta varð vart við eld i heyklúku úti við Meist- aravelli rétt við starfsvöllinn. Slökkviliðið kom fljótlega á vett- vang og slökkti i töðunni. Talið cr, að kveikt hafi verið i af ásettu ráði. MÆLT MEÐ EN MARKÚS Fleiri en Drottinn þekkja sína: Víða kemur blessuð pólitikin við sögu, en oft hefur mönnum þótt hún sýna sfnar lökustu hiiðar, þegar stöðuveitingar eru annars vegar. Þá kemur óþarf- lega oft í Ijós, að það eru fleiri en Drottinn, sem þekkja sina. Dæmi um slikt gerðist á Veður- stofunni nú nýverið: Þegar Jónas Jakobsson lézt, losnaði staða deildarstjóra i veðurspádeild. Páll Bergþórs- son, sem starfað hefur i deild- inni nærfellt 25 ár, var settur til að gegna þvi starfi til bráða- birgða. Siðan var staðan auglýst Fjórir menn sóttu um stöð- una: Borgþór H. Jónsson og Bragi Jónsson, sem báðir starfa i veðurstofunni á Keflavikur- flugvelli, Markús A. Einarsson og Páll Bergþórsson. Markús hafði hafið störf i veðurspá- deild, þegar Jónas féll frá. Páll sótti skömmu áður en umsóknarfresturinn rann út, eftir að hafa verið hvattur til þess. Stöðuveiting þessi heyrir undir samgönguráðherra, og leitaði nú ráðuneytið umsagnar veðurstofustjóra. Hann mun hafa sagt i umsögn sinni, að all- ir væru mennirnir hæfir, en Páll þó hæfastur. Siðan leið og beiö i nokkrar vikur, þartil nú nýlega, að Markús var skipaður i stöð- una, en auk þess að vera góður veðurfræðingur hefur hann þá verðleika að vera i miðstjórn Framsóknarflokksins ásamt samgönguráðherra. PÁLI FÉKK ,,Ég ætla ekki að fara út i það, hver min umsögn var”, sagði Hlynur Sigtryggsson, veður- stofustjóri, þegar hann var spurður um þetta mál. ,,Ég hef ekki auglýst hana heldur lét ég hana fara beint til ráðuneytis- ins. En staðreyndin er sú, að Markúsi var veitt staðan fyrir nokkru. Ég get sagt það, að ég álit Markús hæfan til þessa starfs, en meira vil ég ekki segja um veitinguna”, sagði Hlynur. —SHH Shugarova, — heimsfræg fyrir list sina, en var slegin út af Nataliu Krasheninnikovu á Sovétmeistaramótinu siðasta. Fimleikar: Ellefu af Sovét- toppnum hinqað „Ég hlakka mjög til sýning- anna á islandi”, sagði Natalia Krasheninnikova, silfurverð- launahafi á heimsmeistaramót- inu i fimleikum 1973 og Sovét- meistari 1974, þegar fréttamað- ur APN ræddi við hana I gær. Flokkur sovézkra fimleika- manna og akróbata mun fara i 8 daga sýningarfcrðalag til ís- lands i april n.k. ,,Ég vona, að áhorfendur eigi eftir að njóta listar nútima fim- leika. Sjálfri finnst mér þessi Iþróttagrein stórkostleg innlifun til skapandi athafna. Kvenleg fegurð, tign, tónlist, að ekki sé talað um góða heilsu, — allt þetta fæst með hjálp nútima fimleika. Vonandi munu sýning- ar minar á Islandi stuðla að þvi, að islenzkar konur fái áhuga á iþróttinni”, sagði Krasheninni- kova ennfremur. Natalia er tvitug stúlka, nem- andi við kennaraháskóla. Hún ásamt Galinu Krylenko, sem er 22 ára við iþróttaháskóla i Minsk, eru taldar stjörnurnar I 11 manna hópi, sem hér mun sýna dagana 15.- 17. april. Galina Shugarova, hin fræga fimleikakona Sovétmanna, hafði þetta að segja i gær við fréttamann APN um keppinaut sinn: „Natalia hefur sannarlega fagran stil, sinn eigin stil, þar sem hún framkvæmir flókin atriði án þess nokkru sinni að missa kjarkinn”. Allur hópurinn, sem hingað kemur, er i flokki afreksfólks i fimleikum og akróbatik. Flokk- urinn samanstendur af Nataliu Krasheninnikova, Galina Kry- lenko, Lyudmila Builova, 19 ára, Elenda Koennikova, 17 ára, Gennady Yakunin, 20 ára, Nikolai Fedorenko. 21 árs. Marina Ostanina, 17 ára, Vladi- mir Safronov, 17 ára, Edward Mikaelyan, 19 ára, og akróbat- arnir Vladimir Skovorodkin og Mikhail Smirnov. — _JBP— Guðmundur varð 4.-5. Guðmundur Sigurjónsson varð i 4.-5. sæti á Capablancamótinu á Kúbu ásamt Voogt frá Austur-Þýzkalandi með 8 1/2 vinning. Guðmundur vann Firontos frá Kúbu i siðustu umferðinni I 22 leikjum. Sviinn Andersson varð efstur með 13 vinninga. Hann vann Voogt i siðustu umferðinni og hefur nú sigrað á þessu móti i tvö ár i röð. í öðru sæti varð Sovétmaðurinn Vasjúkov með 12 vinninga og Fjallkonur í Breiðholti Það er öllu frumlegra nafnið á kvenfélagi Breiðholts III, eftir að nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi félagsins. Nú heitir félagið Fjallkonurnar, og er það við hæfi, svo vel sem Breiðholtið gnæfir yfir borginni. Harpa Jós- epsd. Amin var endurkjörin for- maður félagsins, aðrar i stjórn eru þær Bryndis Friðþjófsdóttir, ritari, Brynja Simonsen, gjald- keri, Guðlaug Wium, Laufey Magnúsdóttir og Birna Ingólfs- dóttir meðstjórnendur. Konurnar hafa margt á prjónunum i félags- málunum, m.a. flosnámskeið, námskeið i leirmótun, og svo að sjálfsögðu bingó. Sovétmaðurinn Blashov varö þriðji með 11 vinninga. — HH Gróusögu- höfundar fara á kostum Soraleg kjaftasaga gengur nú fjöllunum hærra á Akur- eyri, þótt dag sé tekið að lengja og sól hækki sinn gang. Hún er þess efnis, að á sjúkra- húsinu þar liggi tveir karl- menn skaðbitnir neðanbeltis eftir unga konu. Það er skemmst af þessari sögu að segja, að lögreglan á Akureyri kannast ekki viö málið. Fulltrúi bæjarfógeta sagðist hafa heyrt hana sem kjaftasögu. Ekki tókst að ná tali af yfirlækni handlækn- ingadeildar sjúkrahússins, en læknaritari þar sagðist ekki vita til, að þar lægju menn meö áverka af þessu tagi, og vélritaði hún þó allar lækna- skýrslur. Þessi saga virðist þvi tal- andi tákn um hlýjuna i garð náungans I okkar smá- borgaralega samfélagi. —SHH fvrir þrem árum. Ljósinyndun er ekki einungis tómstundagaman Markúsar, hann hefur gert prentmynda- gerðarljósmyndun að atvinnu sinni og vinnur við þá iðn I Myndamótum. Sýning Markúsar verður opin yfir páskana, en henni lýkur sunnudaginn 6. april. — ÞJM Hér gefur að lita eina af þeim 37 Ijósmyndum, sem Markús Jóhannsson sýnir um þessar mundir í Galleri SÚM við Vatnsstig. Allar eiga myndirnar á þeirri sýningu það sameigin- legt að vera teknar útivið, þó að meðfylgjandi mynd sé að visu tekin út um glugga. Þetta cr önnur sýning Markúsar, en hin fyrri var i Galleri Grjótaþorpi —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.