Vísir - 19.04.1975, Síða 16
16__________________________________________________________________________________________________________________________Vísir. Laugardagur 19. apríl 1975
n DAG | Q KVÖLD | Q □AG | Q KVÖ L 51 Q □AG |
Þa6 gengur á ýmsu i laugardagsmynd sjónvarpsins. Með eitt aðalhlutverkið fer Liz Taylor. Hér sjáum
við hana lengst t.v. I hlutverki ungu stúlkunnar Mary koma inn á heimili Dayfjöiskyldunnar i New
York I fylgd frænku sinnar.
Sjónvarp kl. 21,50: Pabbi
UZ TAYLOR MED EITT
ADALHLUTVERK í
LAUGARDAGSMYNDINNI
Þá gefst sjónvarpsáhorfend-
um tækifæri til að sjá hina
margumtöluðu Eiizabeth Tay-
lor eins og hún leit út á sinum
yngri árum. Sjónvarpið sýnir i
kvöld mynd frá árinu 1947, sem
heitir á frummálinu Life with
Father eða Pabbi.
Auk Taylor fara með aöal-
hlutverk Irene Dunne, William
Powell og Jimmy Lydon. Leik-
stjóri er Michael Curtis.
Mynd þessi sem er bandarisk
gamanmynd, er byggð á leikriti
eftir Howard Lindsay og Russel
Crouse.
Myndin gerist i New York um
1880 og fjallar um fjölskylduna
Day. Fjölskyldufaðirinn vill
stjórna heimilinu með harðri
hendi, en hann er leikinn af
William Powell.
Eiginkona hans Winnie, sem
Irene Dunne leikur, getur þó
svolitið tekið I taumana.
Hjónin eiga fjóra syni sem
viröast eiga auðvelt með að
koma fjölskyldunni i klandur.
Elzti bróðirinn á eftir að koma
til meö að verða yfir sig ást-
fanginn af stúlku sem heitir
Mary (Liz Taylor), en hún
kemur inn á heimilið með
frænku sinni.
Frænkan er skyld fjölskyldu-
föðurnum.
Við fylgjumst svo með ýmsu
sem upp kemur á heimilinu, til
dæmis lýsir fjölskyldufaðirinn
þvl yfir að hann hafi ekki veriö
skirður. Kemur það miklu róti á
heimilislifið...
Myndin hefst klukkan 21.50.
—EA
Útvarp kl. 19,35:
Viltu hœtta
að reykja?
— kveiktu þá á
útvarpinu í kvöld
Nú er rekinn mikill áróður
gegn reykingum, og veitir vist
stórreykingamönnum ekkert af
þvi að fá smáspark.
Þeir sem eru að reyna að
hætta og láta áróðurinn einhver
áhrif á sig hafa, ættu að kveikja
á útvarpinu klukkan 19.35 i
kvöld.
Þá hefst nefnilega erindi sem
heitir „Barátta gegn reykingum
fyrr og nú”. Það er Bjarni
Bjarnason læknir sem flytur þar
fyrra erindi sitt.
—EA
Sjónvarp kl. 21,20:
NORDJAZZ-KVINTETTINN
í SJÓNVARPSSAL í KVÖLD
Þá fáum við loks að heyra og
sjá Nordjazz kvintettinn i sjón-
varpssal. Sjónvarpiö tók upp
þátt með þessum ágæta kvint-
ett, þegar hann var hér á ferð
fyrir skömmu siðan, og sýnir I
kvöld, klukkan tuttugu minútur
yfir niu.
Kvintettinn skipa Kjell Jans-
son frá Sviþjóð, Nils Petter Nyr-
en frá Noregi, Ole Kock Hansen
frá Danmörku, Pekka Pöryry
frá Finnlandi og Pétur östlund
frá Islandi.
Stjórn upptöku annaðist
Andrés Indriöason. Myndin sýn-
ir atriði úr þættinum.
—EA
IÍTVARP #
LAUGARDAGUR
19. april
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 tþróttir. Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
14.15 Að hiusta á tónlist, XXV.
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn.
15.00 Magnús Bjarnfreösson
kynnir dagskrá útvarps og
sjónvarps.
16.00 Fréttir. 16.15 Veður-
fregnir. tslenzkt mál. Jón
Aðalsteinsson Jónsson
cand. mag. flytur þáttinn.
16.40 TIu á toppnum. örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
17.30 Framhaidsleikrit barna
og unglinga: „Sadako viil
lifa” Börje Nyberg samdi
upp úr sögu eftir Karl
Bruckner. Þriðji þáttur.
Leikstjóri: Sigmundur örn
Amgrimsson. Persónur og
leikendur: Sögumaður,
Bessi Bjarnason. Sasaki,
Sigurður Karlsson. Yasuko,
Margrét Guðmundsdóttir.
Shigeo, Einar Sveinn Þórð-
arson. Sadako, Þorgerður
Katrin Gunnarsdóttir.
Ofusa, Valdimar Helgason.
Shibuta, Karl Guðmunds-
son.
18.00 Söngvar I léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Barátta gegn reykingum
fyrr og nú. Bjarni Bjarna-
son læknir flytur fyrra er-
indi sitt.
20.00 Hijómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
20.45 „Sólgeisli” smásaga eft-
ir Sigurð A. Magnússon.
Höfundur les.
21.10 Þjóðlög frá ýmsum iönd-
um.
21.50 „Þangaö vil ég fljúga”
Margrét Helga Jóhanns-
dóttir leikkona les úr nýrri
ljóöabók Ingibjargar Har-
aldsdóttur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Sunnudagur
20. april
8.00 Morgunútvarp. Séra
Sigurður Pálsson flytur
ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Messa I Hallgrimskirkju
Prestur: Séra Ragnar Fjal-
ar Lárusson. Organleikari:
SJÓMVARP •
Sunnudagur
20. apríl
18.00 Stundin okkar. Meðal
efnis er sænsk kvikmynd
um fimm litla, svarta kettl-
inga og teiknimynd um
Robba eyra og Tobba tönn.
Þá verður fjallað um um-
ferðarreglur, og Glámur og
Skrámur láta til sin heyra.
Loks sjáum við brúðuleik-
þátt Umsjónarmenn Sig-
riöur Margrét Guðmunds-
dóttir og Hermann Ragnar
Stefánsson.
18.55 Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Pagskrá og augiýsingar
20.30 Fimleikar. Fyrri hluti
sjónvarpsupptöku, sem
gerð var i Laugardalshöll
siöastliðinn þriðjudag á
fyrstu sýningu sovésku fim-
leikameistaranna, sem
dvalið hafa hér undanfarna
daga á vegum Fimleika-
sambands tslands.
21.05 Bertram og Lisa. Sjón-
Páll Halldórsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Um Islenzkar barnabæk-
ur. Silja Aöalsteinsdóttir
cand. mag. flytur slðara há-
degiserindi sitt. 14:15
Staldraö við á Eyrarbakka;
þriðji og siðasti þáttur.
Jónas Jónasson litast um og
ræðir viö fólk.
15.10 Miðdegistónleikar: Frá
erlendum tónlistarhátiðum I
fyrra.Flytjendur: André
Navarra, Tom Krause, Irw-
in Gage, Ruggiero Ricci, og
Filharmóníusveit hollenzka
útvarpsins. Stjórnandi:
Jean Fournet.
16.15 Veöurfregnir. Fréttir.
16.25 Breytingar á Islenskri
stafsetningu. Páll Bjarna-
son cand. mag stjórnar um-
ræðuþætti. Þátttakendur:
Árni Böðvarsson cand.
mag. Jón Guðmundsson
menntaskólakennari, Vé-
steinn ólason, lektor, og
Þórhallur Vilmundarson
prófessor.
17.20 Arne Domenerus og
Rune Gustafsson leika á
saxófón og gltar.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Borgin viö sundiö” eftir
Jón Sveinsson (Nonna).
Hjalti Rögnvaldsson les (6).
18.00 -Stundarkorn með
harmonikuleikaranum
Mogens Ellegard .Tilkynn-
ingar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu land?” Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti um lönd og lýði.
Dómari: ólafur Hansson
prófessor. Þátttakendur:
Vilhjálmur Einars-
son og Pétur Gautur
Kristjánsson.
19.45 Sónata I F-dúr (K497)
eftir Mozart. Christoph
Eschenbach og Justus
Frants leika fjd’rhent á
pianó. 'I
20.15 Brynjólfur Jóhannesson
leikari. Fluttir þætiir úr
nokkrum leikritum og lesið
úr endurm inningum
Brynjólfs. Klemenz Jónssbh
leiklistarstjóri flytur inn,-
gangsorð.
21.15 Tónlist eftir Smetana.aJ
Filharmónlusveitin I Brno
leikur Tékkneska dansa;
Frantisek Jileik stjórnar. b.
Sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins I Miinchen leikur
„Hákon jarl”, sinfóniskt
ljóö op. 16; Rafael Kubelik
stjórnar.
21.40 Einvaldur i Prússiandi.
Jón R. Hjálmarsson skóla-
stjóri flytur lokaerindi sitt:
Friörik mikli.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Danslög
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
varpsleikrit eftir Leif Pan-
duro. Leikstjóri Palle Kjær-
ulff-Schmidt. Aðalhlutverk
Peter Stein, Frits Helmuth
og Ghita Nörby. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir. Þetta
erhið fyrra af tveimur sam-
stæðum leikritum um
mannleg samskipti i nú-
timaþjóðfélagi. Leikritiö
um Bertram og LIsu gerist I
dönskum smábæ, þar sem
miklar framkvæmdir eru á
döfinni og kjörið tækifæri
fyrir þá, sem vilja, að fikra
sig upp metoröastigann.
Greint er frá einkalifi þeirra
einstaklinga, sem viö sögu
koma, baráttu þeirra og
vináttu, gleði þeirra og
raunum. Seinna leikritið,
sem heitir Anna og Páll, er
á dagskrá á miðvikudaginn,
og gerist það I óliku um-
hverfi i Kaupmannahöfn, en
persónur eru sumar hinar
sömu og i Bertram og Lisa.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
22.45 Að kvöldi dags. Séra
Ölafur Skúlason flytur hug-
vekju.
22.55 Dagskrárlok