Vísir - 28.04.1975, Side 3

Vísir - 28.04.1975, Side 3
Vlsir. Mánudagur 28. apríl 1975. 3 Vorum að lesa undir lœknapróf er lœtin byrjuðu" Allir brugðust skjótt við er tilkynnt var um stórslys við Hlíðaskóla Greiningarleknarnir höföu ærinn starfa og höfftu ilr vöndu aft ráfta. Þa6 var þeirra úrskurður, sem réð þvi hvaða byrjunarmeðferð sjúklingarnir fengu og á hvaða spitala þeir voru sendir. Hér er einn þeirra Guðmundur Eyjólfsson aö störfum á slysstað. Ljósm. Bj.Bj. „Ég gat ekki imyndað mér annað en að eitthvað hroðalegt hefði komið fyrir,” sagði læknanemi, sem var að bera sjúkiing inn á Landspitaiann á almanna varnaæfingunni á laugardagsmorguninn. ,,Við sátum hérna niðri og vorum að lesa undir próf þegar lætin byrjuðu,” sagði hann, og var svo horfinn með börurnar fyrir horn. „Ég hljóp ofan úr Hliðum,” sagði sjúkraliði, sem kom móð- ur og sveittur upp á skurðstof- una. ,,Ég var i frii i dag, er hringingin kom og ég var beð- inn um að mæta á stundinni. Það var ekki sagt, að um æfingu væri að ræða, en ég vissi, að æf- ing stæði fyrir dyrum núna ein- hvern daginn. Ég hafði bara einhvern veginn imyndað mér að hún myndi eiga sér stað að nóttu lil eða á einhverjum öðr- um tima en einmitt nú,” sagði sjúkraliðinn. „Fyrir tilviljun var ég stadd- ur hér á spitalanum,” sagði Valdimar Hansen læknir á skurðdeildinni. „Ég vissi að visu að æfing stæði fyrir dyrum, en ekki hvenær hún yrði framkvæmd. En um leið og við vorum beðin um að vera tilbúin, grunaði mig, að þetta væri æfing”. — JB Sjúkrahúsln fylltust á örskammri stundu af sjúkling- um úr „hópslysinu”, og starfslið þeirra vann á fullu meðan verið var að koma sjúklingunum á sina staði. Þar sem annars staðar, var leikur sumra skát- anna svo eðlilegur, að jafnvel heyrðust spurningar sem þessi: „Var þetta ekki áreiðanlega allt saman leikur? Ljósm. Bragi. Helztu tímasetningar 10.25 Hinum slösuöu dreift um svæðið. 10.30 Tilkynnt um stórslys við Hliöaskóla. 10.34 Fyrsti sjúkrabillinn kemur. 10.37 Fyrsti lögreglubíllinn kemur. 10.39 Búið að hlúa að hinum slösuöu með teppum. 10.39 Lögreglan hefur girt svæðið af. 10.42 Greiningarlæknirinn kemur. 10.43 Greiningarlæknirinn tekinn til starfa. 10.44 Fyrsti sendiferðabill kemur. 10.44 Annar greiningarlæknir tekur til starfa. 10.47 Þriðji greiningarlæknir tekur til starfa. 10.48 Fyrsti sjúkrabill fer með slasaða af staðnum. 10.58 Flugbjörgunarsveitin kemur. 11.00 Hjálparsveit skáta kemur 11.05 Björgunarsveitin Ingólfur kemur. 11.33 Síðasti sjúklingur greindur. 11.35 Siðasti sjúlingur fluttur burtu. „Hefðum gefoð annað mun meiru // sagði yfirlœknir m Landakots „Við höfum ráðið mjög vel við þann sjúklingafjölda, sem hing- að hefur verið fluttur,” sagði dr. Bjarni Jónsson, yfirlæknir á Landakotsspitala, er mestu annirnar við almannavarnaæf- inguna á laugardaginn voru af- staðnar. „Hingað hafa veriö fluttir 12 sjúklingar og það er vel viöráðanlegt. Tveir hafa verið lagðir inn á augnlækningadeild- ina, en þar eru fjórir augnlækn- ar og tveir hálflærðir, þannig að þeir hefðu auðveldlega getað annað mun meiru,” sagði dr. Bjarni. „Það er erfitt að segja til um hversu miklum fjölda við getum annað i neyð, en til að komast að þvi er þessi æfing meðal annars haldin. 1 svona tilfellum er hver sjúklingur. afgreiddur með meiri hraða eri almennt gerist, þannig að ekki er hægt að miða móttökugetu okkar við hin venjulegu afköst. En eftir að niðurstaða þessarar æfingar liggur ljós fyrir sjáum við betur hvað við erum færir um i neyð,” sagði dr. Bjarni. Guðmundur Björnsson læknir sagði, að mjög auðveldlega hefði gengið að kalla saman það starfsfólk, sem að öllu jöfnu er i frii um helgar. „Við urðum að kalla starfs- fólk skurðstofa, röntgenstofa og rannsóknarstofa á vettvang, en stofur þessar eru venjulegar lokaðar um helgar. Það gekk mjög vel að ná til flestra eða varamanna i stað þeirra sem ekki náðist samband við strax,” sagði Guðmundur. — JB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.