Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 1
vism 65. árg. — Mánudagur 25. ágúst 1975 —191. tbl. Eftir feluleiki við orrustuþotur Nígeríustjórnar virtist farþega- flugið allt of rólegt — Bls. 2 og 3 Húsnœðis- mólalán á gömlu gengi Hækkun húsnæðism ála - stjdrnarlánanna voru gleöi- tiöindi fyrir húsbyggjendur. Hætt er þó viö, aö margir hafi oröiö fyrir vonbrigöum, sem ætluöu aö gera fokhelt i ár. Reglurnar eru á þá lund, aö þaö er ekki nóg aö byggingin sé gerö fokheld á árinu 1975. Höfuðatriöiö er, hvenær hafizt var handa um byggingu. Hjalti Þórisson deildarstjóri hjá húsnæðis m álas tjórn skýrir frá aöalkvörtunum hús- byggjenda á bls. 2. „Lesendur hafa oröiö” „Skortur á þrifnuði" segja mat- reiðslumenn — baksíða Tengdu sýningar- vél við brunaboða — baksíða Lélegar berjahorfur —en haustið getur bœtt um betur — bls. 3 Skrúfa frú heita vatninu „Þaö er verið aö hleypa heita vatninu á leiöslur þessa dagana”, sagöi Kristinn Ó. Guömundsson, bæjarstjóri i Hafnarfiröi, um hitaveitu- framkvæmdirnar I bænum, en þar á aö skrúfa frá vatninu I dag. Framkvæmdir hafa gengiö vel og sumar jafnvel veriö á undan áætlun. Aöaiæöin er til- búin og sumt af dreifikerfinu, en annað veröur fullunniö á þessu og næsta ári. Hafn- firðingar ættu þvi allir aö geta ornaö sér viö hitaveitu aö rúmu ári liönu. —EVI Nýtt kirkjustríð? Seltímingar neita að kjósa „prest fyrir annan söfnuð" Nýjar deilur innan kirkjunnar gætu hafizt I næsta mánuöi. Þá er ætlunin aö kjósa nýjan prest til Nessóknar. Mun ætlazt til, aö bæöi fbúar I Nessókn og Seltjarn- arnessókn taki þátt I kosningunni. Nú hafa ibúar á Seltjarnarnesi lýst þvi yfir, aö þeir muni ekki taka þátt i kosningu. Astæöan er sú, aö Seltjarnarnes var gert að sérprestakalli 9. nóvember 1974. Ennþá hafa þeir ekki fengið sinn eigin prest. Hafa ibúarnir þvi sótt þjónustu til prestanna tveggja I Nessókn. Þegar séra Jóhann Hliðar fór til Danmerkur og embættið var aug- lýst laust, fóru Seltirningar fram á aö fá nýja prestinn. Að visu er ibúatalan á Nesinu um 200 lægri en ætlazt er til að hvert prestakall I Reykjavik hafi. Hins vegar þyk- ir Seltirningum sem nú sé komiö mál til, aö þeir fái sinn eigin prest, þvi að þeir hafa þegar hlot- ið kaupstaðarréttindi, safn- aðarnefnd og safnaðarfulltrúa. Málaleitan Seltirninga var tekið vel hjá safnaðarráði Reykja- vikurprófastdæmis, sem sam- þykkti einróma, að Seltjarnar- nesprestakall yrði auglýst og annað prestsembættið flutt þang- að. Hinn 24. júni s.l. var slðan aug- lýst hið lausa prestsembætti til Nesprestakalls. Þar með var gengiö I berhögg við vilja Sel- tjarnarnessafnaöar og samþykkt safnaðarráös Reykjavíkurpró- fastdæmis. „Alit sóknarnefndar Seltjarn- amess er, að hún óski ekki eftir þátttöku I komandi kosningum. Hún telur ekki rétt aö hafa áhrif á prestkosningar í öðru prestakalli, enda mun Seltjarnarnessöfnuður ekki sætta sig við, að aðrar sóknir kjósi með honum, þegar söfnuð- urinn kýs sinn eigin prest”. Þetta segir I greinargerð frá sóknar- neftid Seltjarnamess. Telur sóknarnefndin, aö hér veröi aðeins um tlmabundna þjónustu að ræða. Bendir hún á, að við svipaðar aðstæöur hafi að- eins verið kosið I þvl prestakalli, sem auglýst var. Og þaö þrátt fyrir þjónustu prestsins við annan söfnuö um óákveöinn tlma. Var þetta I Breiðholti, I kosningum, sem þar fóru fram á árunum 1972—1975. Sóknarnefnd telur þvi sam- kvæmt framangreindu ekki rétt, aö Seltjarnarnessöfnuður taki þátt i fyrirhuguöum prestkosn- ingum. Hún mun hins vegar halda áfram að vinna aö þvl, að lagaleg heimild fáist fyrir sérstöku prestsembætti. Þangað til munu Seltirningar halda áfram a6 njóta þjónustu presta Neskirkju. —BA Verkfallið núlgast Farmenn vilia 4% meira en samið var um í vor „Krafan er 15 prósent. Viö viljum, aö farmenn hafi sömu laun og hafnarverkamenn,” sagöi Guömundur Hallvarös- son, Sjómannafélagi Reykja- víkur, I morgun. Verkfalí á kaupskipum færist nær. Þaö á aöhefjast á miönætti á fimmtu- dag, ef samningar hafa ekki tekizt. „Við viljum fá 12 prósent ofan á dagvinnu og meiri hækkun á næturvinnu. Álag I næturvinnu er 80% hjá hafnarverkamönn- um, en aðeins 60% hjá farmönn- um,” sagði Guömundur. „Með- altalshækkunin yröi 15%, ef kröfurnar yrðu samþykktar.” Sáttafundur verður I dag klukk- an tvö. Slðasti fundur var á fimmtudag. „Kannski eitthvað fari aö gerast, þegar verkfalls- framkvæmdin nálgast,” sagði Guðmundur. „Þeir hugsa um almenna samkomulagið, þar sem hækkunin varö um 11%, en við vitum, að þá fengu sumir hópar meira en aðrir, svo að okkur finnst þeir geti hliðrað til.” Guðmundur sagði, að ekkert hefði gengið á samningafundum til þessa. —HH Flugvélarnar voru Ifka sýndar á jöröu niöri og sýningargestir skoö- uöu þær af miklum áhuga. Ljósm. Bragi. Sýndu listir í lofti „Veöriö var mjög hagstætt og þetta tókst I alla staöi vel,” sagöi Einar Ellasson, einn af klúbbfélögum I Flugklúbbnum á Selfossi. En félagar klúbbsins gengust fyrir Flugdegi um helg- ina á Selfossi. Fór hann aöallega fram á flugvellinum milli þess sem menn voru I loftinu. Selfossflug- völlur er sunnan við bæinn I átt- ina að Eyrarbakka. Sagði Ein- ar, að nokkur hundruð manns heföu safnazt þar saman til að fylgjast með dagskránni. Hún hófst með þvi, að varnar- liðsmenn komu með eina af þyrlum sínum. Sýndu þeir björgunaraðgerðir, hvort held- ur bjargað er á láöi eða legi. Þá flugu nokkrar flugvélar úr Reykjavlk saman I hóp og sýndu listir sinar. Að þvi loknu lentu þær á flugvellinum. Menn fengu þarna að sjá fall- hlífarstökk og loks gafst kostur á útsýnisflugi. —B.A.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 191. Tölublað (25.08.1975)
https://timarit.is/issue/239189

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

191. Tölublað (25.08.1975)

Aðgerðir: