Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 10
Vísir. Mánudagur 25. ágiist 1975. Visir. Mánudagur 25. ágiist 1975. 124 mörk í 1. deild Staöan 11. deild eftirleikina um helgina, en þar hafa verið skoruð 124 mörk til þessa: Keflavik—IBV 0:0 KR-FH 1:1 Fram—Vikingur 1:0 Akranes 12 7 3 2 28:13 17 Fram 138 14 18:14 17 Vikingur 13 5 3 5 15:12 13 Keflavik 13 4 5 4 13:12 13 FH 13 4 5 4 11:19 13 Valur 12 4 4 4 16:15 12 IBV 13 2 5 6 11:21 9 KR 13 2 4 7 12:18 8 Markhæstu menn: Matthias Hallgrimsson Akranes 9 örn Óskarsson tBV 8 Marteinn Geirsson Fram 7 Guðmundur Þorbjörnsson Val 7 Teitur Þórðarson-Akranes 7 Steinar Jóhannsson Keflavik. 6 Atli Þór Iléðinsson KR 5 Næstu leikir: Valur—Akranes á Laugardalsvellinum I kvöld. FH—Vikingur, Akranes—Keflavik og KR—IBV á laugardaginn, og Fram—Valur á sunnudag. 180 mörk í 2. deild Staðan i 2. deild eftir leikina um helgina, en þar hafa nú verið skoruð 180 mörk til þessa: f Armann—Selfoss Breiðablik—Þróttur Völsungur—Haukar Vikingur Ó.—Reynir A Breiðablik Þróttur Armann Selfoss Haukar Völsungur Reynir A Vikingur ó 0 1 48:8 24 1 2 27:13 21 4 3 22:16 16 5 3 25:19 15 1 8 20:24 9 3 7 14:29 9 1 9 14:29 7 1 11 10:42 3 Markhæstu menn: Sumarliði Guðbjartsson Selfoss 13 Hinrik Þórhallsson Breiðablik 13 ÞórHreiðarsson Breiðablik 9 Ólafur Friðriksson Breiðablik 9 Hreinn Eiliðason Völsung 7 Sverrir Brynjólfsson Þrótti 7 Loftur Eyjóifsson Haukum 7 Þorvaldur 1. Þorvaldsson Þrótti 7 Næstu ieikir: Selfoss—Breiðablik og Reynir A.—Völs- ungur á laugardaginn, og Haukar—Ármann og Þróttur—Vikingur Ó. á sunnudag. Guðgeir og Ásgeir fá góða dóma! „Okkur gekk illa i tveim fyrstu leikjun- um”, sagði Asgeir Sigurvinsson er við töluð- um við hann i Belgiu I morgun. Við töpuðum fyrir Beveren 1:0 og Beerschot 2:0 báðum á útivelli. Það sama var upp á teningnum hjá liði Guðgeirs Leifssonar, Charleroi, þeir töp- uðu tveim fyrstu leikjunum —fyrir Lierse 3:0 og RWD Molenbeek 2:0, báðum á útivelli. Um helgina gekk þetta betur hjá okkur, enda lékum við þá á heimavelli. Viö hjá Standard unnum, en lið Guðgeirs geröi jafn- tefli. Það er talsvert skrifað um Guögeir hérna í blööunum og fær hann mjög góða dóma, þó að hann sé ekki enn búinn að ná sinu bezta, — þvi þaö tekur nokkurn tima að finna sig, þegar leikið er með atvinnumönn- um”. „Ég er mjög ánægöur með allt hérna”, sagði Guðgeir, sem var I heimsókn hjá As- geiri. „Okkur gekk ekki sem bezt til að byrja með, en nú vonum viö að veröi breyting á. Hér er heimavöllurinn mjög mikilvægur og þakka menn fyrir aö fá annaö stigið á úti- velli”. Staöan I Belgiu er þannig, að RWD Molen- beek hefur unnið alla sina leiki og er með 6 stig, en á eftir koma mörg lið með 3 til 4 stig. Tveir reknir út af í leik ÍBK og ÍBV Heitt í kolunum í Keflavíkinni á laugardaginn en ekkert mark var skorað Seinustu minútur leiks IBK og tBV á grasvellinum i Keflavik i 1. deildinni á laugardaginn liktust meira júdósýningu en knatt- spyrnukeppni. Menn voru kná- lega lagðir að veiii, ýmist með handar eða fótabrögðum, svo að dómarinn Grétar Norðfjörð sá sig neyddan tii að visa einum leik- manni úr hvoru liði af leikvelli, þeim Friðfinni Finnbogasyni, tBV og Einari Gunnarssyni, tBK. í þessum leik skipti brottvikn- ingin ekki miklu máli, þar sem skammt var til leiksloka, aðeins rúm minúta, en þar sem báðir hinir brottreknu dæmast i leik- bann, getur frumhlaup Einars og Friðfinns haft örlagarikar af- leiöingar fyrir bæði liðin. Keflvik- ingar eiga á hættu að verða án Einars i undanúrslitum bikar- keppninnar gegn KR, og eins og ÍBK-liðið er i dag mega þeir slzt án hans vera. Eyjamenn eiga einnig eftir þýðingarmikinn leik við KR-inga innan tiðar, — bar- áttuna um tilveruréttinn I 1. deild og þurfa þvi á öllum slnum liðs- styrk að halda. Annars var gangur leiksins sá, að Eyjamenn sóttu öllu meira I leiknum, en opin tækifæri áttu Keflvikingar öllu fleiri. Snilldar markvarzla Eyjamanna barg öðru stiginu og ef til vill 1. deildarsætinu I þessum maka- lausa jafnteflisleik. Oftustu varnir beggja liða ásamt markvöröunum áttu þolanlegan leik, en tengiliðirnir og framlinumennirnir sýndu fátt, sem augað gladdi, og sum skot, sérstaklega Eyjamanna, fóru himinhátt yfir, eða nær hornfán- um en markinu. Annars var baráttan um völdin á vallarmiöi- unni hörð og gekk á ýmsu, t.d. svipti Grétar Magnússon fyrir- liða Eyjamanna, Snorra Rútsson, klæöum, — reif aðra buxnaskálm hans, endilangt niður. Framllna ÍBK fór fyrst að skapa sér færi, eftir að Friðrik Ragnarsson kom inn á, svo og Guðjón Guðijóinsson, hinn leikni og snöggi útherji, sem fyrir náð og miskunn fékk að koma I leik- inn, svona 5 til 10 minútur. Rétt er að geta þess, að ölafur Júliusson, landsliðsmaðurinn, gat ekki leikið með IBK vegna meiðsla og var það sannarlega skaði fyrir IBK. Örn Óskarsson var sá eini framherja ÍBV, sem eitthvert lifsmark var með, ef svo má að orði kveða, en af varnarmönnum voru þeir Ólafur Sigurvinsson, sem er óðum að taka við sér eftir meiðslin, Þórður Hallgrimsson ásamt Einari Friðþjófssyni traustustu stoðirnar. Þetta eru leikmenn Breiðabliks, sem á föstudagskvöldið tryggðu sér sigur i 2. deild og þar með sæti 11. deild tslandsmótsins I knattspyrnu næsta ár. Ljósmynd Bj. Bj. Undarleg úrslit á loka- sprettinum í 2. deildinni Breiðablik vann sér sœti í 1. deild með stórsigri yfir Þrótti — jafntefli hjó Ármanni og Selfoss 4:4 — og Víkingur og Völsungur sigruðu í sínum leikjum Eins og sagt var frá á forsiðu blaðsins á laugardaginn sigraði Breiðablik Þrótt i 2. deild á föstu- dagskvöldiö með fjórum mörkum gegn einu ög tryggöi sér með þvi sigur I deiidinni i ár. Breiðablik er þar með komiö aftur upp 11. deild — eftir tveggja ára fjarveru — og Þróttur á möguleika á 1. deildar- sæti með þvi að sigra neðsta liðið I 1. deildinni — KR eða IBV — I aukaleik um „aukasætið”. Leikur Breiðabliks á móti Þrótti var mjög góöur og sigurinn sanngjarn. En á meðan þessi leikur var háður, fór fram ekki KR NAÐI EKKII NEMA ANNAÐ STIGIÐ Er því enn á botninum í 1. deild og á aðeins eftir að leika við ÍBV, KR-ingarsitja enn á botninum i 1. deild eftir leikina um helgina, en á laugardaginn léku þeir við FH á Laugardalsvellinum og náðu aðeins jafntefli 1:1. Þeir hafa þvi hlotið 8 stig, en Vest- mannaeyingar, sem fengu annað stigið I Keflavik, eru meö 9 stig. KR og IBV leika svo um næstu helgi á Laugardalsvellinum og verður það uppgjör um, hvort liöið hafnar endaniega á botnin- um i 1. deild. Þaö kom strax I ljós, aö leikur- inn á laugardaginn var tekinn alvarlega af KR, þvi aö leikmenn liðsins börðust eins og ljón allan leikinn — en uppskeran var samt ekki I samræmi víð alla barátt- úna. Það sem háði KR-ingum mest I leiknum var, að framllna liðsins var algjörlega bitlaus og var nú Atli Þór Héðinsson illa fjarri, en hann gat ekki leikið með vegna meiðsla, sem hann hlaut I slðasta leik. Þá vantaði llka fyrir- liðann Hauk Ottesen, en hánn var i leikbanni. KR-ingar voru sterkari aðilinn I leiknum, en þeim gekk illa að skapa sér marktækifæri þrátt fyrir mikla yfirburði á miöjunni. I fyrri hálfleik sköpuðust aðeins tvö umtalsverð færi og áttu KR- ingar bæði. 1 fyrra skiptiö tókst varnarmönnum FH að hreinsa á slðustu stundu eftir mikla pressu, en I hitt skiptið bjargaði ómar Karlsson með góðu úthlaupi. Baldvin Eliasson náði svo for- ystunni fyrir KR-inga I byrjun seinni hálfleiks, eftir aö skot frá Hálfdáni örlygssyni haföi verið varið á marklinu, boltinn barst út til Baldvins, sem var vel staösett- ur og hann skoraði örugglega. En fagnaðarlæti KR-inga urðu skammvinn, þvi að einni mínútu slðar voru FH-ingar búnir að jafna. Þá fékk Leifur Helgason boltann eftir ljót varnarmistök hjá KR og úr þröngri aðstöðu tókst honum að koma boltanum I markið framhjá Magnúsi Guð- mundssyni markverði. Fleiri urðu mörkin svo ekki. KR-ingar sóttu nærri látlaust það sem eftir var leiksins, en tókst ekki að skapa sér nein umtals- verð tækifæri. Af og til áttu svo FH-ingar upphlaup, sem ávallt sköpuðu hættu, og svo þeir nær að skora ef eitthvað var. Hjá KR bar mest á Ottó Guö- mundssvni. Ólafi ólafssyni, Halldóri Björnssyni og Stefáni Erni Sigurössyni. Bald- vin Eliasson kom inn á i seinni hálfleik sem varnamaður og stóð sig vel. En hjá FH-ingum bar mest á Janusi Guðlaugssyni, Ólafi Dani- valssyni og Leifi Helgasyni. B p’ V O M M 1 <%• J slðri leikur I deildinni á Melavell- inum. Þar áttust við Selfoss og Armann, og lauk þeirri viöureign með jafntefli — 4:4. Selfyssingarnir höfðu eitt mark yfir i hálfleik, 2:1, og þegar 10 minútur voru eftir af leiknum, var staðan 4:1 fyrir Selfoss. En þá tóku Armenningarnir heldur bet- ur kipp og jöfnuðu 4:4 á næstu fimm mínútum. Mörk Selfyssinga höfðu gert þeir Sumarliði Guðbjartsson þrjú og Jakob Gunnarsson eitt, en Smári Jónsson hafði þá skorað eina mark Armanns. Ogmundur Kristinsson markvöröur Ar- menninga minnkaði bilið i 4:2 með marki úr viti, en slðan kom Arnlaugur Helgason með 4:3 og Kristinn Pedersen jafnaði 4:4, þegar fimm mlnútur voru eftir. I ólafsvlk sigruðu heimamenn i slnum fyrsta leik I 2. deild I ár, er þeir unnu Reyni Arskógsströnd 3:2. Bæði mörk Reynis skoraði Björgvin Guðlaugsson, en fyrir Viking skoruðu þeir Hilmar Gunnarsson, Ólafur Rögnvalds- son og Atli Alexandersson. Þessi sigur Vikings kom heldur seint — liðið er og verður i neösta sætinu I deildinni úr þessu. Gömlu landsliðsmennirnir — Hreinn Elliðason og Magnús Torfason — sáu um sigur Völs- unga yfir Haukum á Húsavlk á laugardaginn. Magnús skoraði I fyrri hálfleik, en Guðjón Sveins- son jafnaði fyrir Hauka skömmu slðar. Þannig var staöan þar til á slðustu mínútu leiksins, að Hreinn kom boltanum i netið hjá Haukunum og tryggði Völsungum þar með sigurinn. Engar fréttir af Sigurði! Þrátt fyrir itrekaöar til- raunir hefur okkur ekki tekizt aö fá neinar fréttir af Sigurði Sigurðssyni, sem var eini ís- lendingurinn, sem tók þátt i Evrópumóti unglinga i frjáls- um iþróttum i Grikklandi um helgina. I fréttaskeytum frá mótinu er hans hvergi getiö og okkur tókst heidur ekki aö hafa upp á honum né fararstjóranum I Grikklandi. Sigurður átti aö keppa I 100 og 200 metra hlaupi. Marteinn hélt vonar- neistq Fmm lifandi Skoraði eina mark Fram í leiknum við Víking í gœrkvöldi og nú horfa Framarar bœnaraugum til Valsmanna, sem mœta Skagamönnum ú Laugardalsvellinum í kvöld Framarar koma eflaust til með aö hvetja Vaismenn af krafti á Laugardalsveliinum i kvöld, er þeir rauö/hvitu mæta Akurnes- ingum þar I 1. deildarkeppninni. Fram eygir enn von á sigri i deildinni — eftir sigur yfir Viking I gærkvöldi — en til þess aö svo verði, veröur Fram aö geta treyst á sigur Valsmanna i leiknum I kvöld. önnur liö en þessi tvö hafa ekki lengur möguleika á tslands- meistaratitlinum — úr þvi var endanlega skorið I leikjunum um þessa helgi. Akranes á eftir að mæta Keflavik á Akranesi og Val I kvöld, en Fram á eftir að leika við Val. I þessum þrem leikjum ræöst efsta hæðin i mótinu en sú neðsta I leik KR og IBV á Laugar- dalsvellinum um næstu helgi. Vlkingur átti glætu, ef sigur hefði náðst yfir Fram I leiknum I gær en Marteinn Geirsson — með aðstoð frá félaga sínum, Kristni Jörundssyni, og markverði Vlk- ings.Diðrik ólafssyni — sá um að gera þann draum að engu með þvi að skora eina mark leiksins. Það kom á 34. minútu fyrri hálfleiks. Slmon Kristjánsson átti þá sendingu inn að marki Vik- ings, sem auðvelt átti að vera að ráða við. Diðrik hljóp út úr mark- inu og hafði hendur á boltanum, en missti hann frá sér til Kristins, sem skallaði yfir hann. Boltinn var að svlfa yfir markllnuna, þegar Marteinn kom að — rétt á undan einum varnarmanni Vik- ings — og sendi hann alla leið I netiö. Marteinn átti annað gullið tæki- færi á siðustu sekúndu hálfleiks- ins, er hann fékk sendingu út á móti sér inn I vitateig Vikings, en þá brást honum bogalistin — skaut langt fram hjá marki. Fyrri hálfleikurinn var jafn og tækifærin állka mörg hjá báðum liöum og munurinn var sá, að Fram gat notað eitt af sinum og þaö nægði I þessum leik eins og I svo mörgum fyrri leikjum liðsins I sumar. 1 siðari hálfleiknum voru Vlk- ingarnir öllu aðgangsharðari og voru oft nálægt þvl að jafna. En frábær markvarzla Árna Stefáns- sonar kom I veg fyrir það. Óskar Tómasson átti t.d. gullið tækifæri á 5. mln. hálfleiksins, er Stefán Halldórsson sendi fyrir markið — átti vlst að veröa skot — óskar var broti úr sekúndu of seinn, náði ekki I boltann, en sendi Arna markvörð þess I stað I netiö. Þá átti Gunnar örn stórglæsi- legt skot á markið úr aukaspyrnu, sem Arni varði meistaralega. Hafði hann mun meira að gera I markinu en Diörik I siðari hálf- leiknum, enda tækifæri Framar- ana frekar fá þó munaði litlu rétt fyrir Ieikslok,, en einn af „gömlu mönnunum” I Fram — Erlendur Magnússon — komst einn að marki Vikings og hafði aðeins Diðrik til að glima við — en hann þurfti ekkert að sýna, þvi Erlend- ur hitti ekki markið úr fimm metra fjarlægð!!! Leikurinn i gærkvöldi var á köflum ágætlega leikinn, en þó heldur lengri og fleiri kaflarnir, þar sem litið sem ekkert var um að vera. Varnirnar voru sterkustu „deildir” liðanna og þeir, sem þar léku, beztu menn þeirra. Rúnar Gislason var einna frisk- astúr I Fram-linunni, en I fremstu linu Vlkings þeir Stefán Halldórs- son og Óskar Tómasson — sá síð- arnefndi var þó heldur of eigin- gjam og markgráðugur. Dómari var Valur Benedikts- son og var svona sæmilegur eins og flestir leikmennirnir.. —klp— KR vann alla leikina Körfuknattleiksfólk KR sigraöi í öllum þrem leikjun- um viö enska liöiö Staines I tþróttahúsi Kennaraskólans i gærkvöldi. 1 meistaraflokki karla sigr- uöu KR-ingarnir meö 72 stig- um gegn 56 f skemmtilegum leik. t 3. flokki sigruöu þeir 34:19 og i meistaraflokki kvenna meö 25 stigum gegn 4. Sú bezta i enska liöinu meiddist á æfingu á iaugar- daginn og gat þvi ekki veriö meö I þessum leik, og hrundi þá allt enska liöiö til grunna, eins og sjá má á stigatöflunni. —klp— Þaö skall oft hurö nærri hælum viö mark Fram i leiknum viö Viking I gærkvöldi. Hér var Stefán Halldórsson nálægt þvi aö skora og liggur endilangur á vellinum á eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.