Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Mánudagur 25. ágiíst 1975.
13
<
Þór í úrslit-en mót-
herjinn er óf undinn!
Mörg grá hár bættust við á
höfuð þeirra manna, sem skipa
mótanefnd KSl, eftir úrslita-
keppnina i 3. deild um helgina.
Úrslit fengust ekki i öðrum riðlin-
um og verður þvi að mestu að
leika hann upp aftur, svo að hægt
sé að fá einhvern botn i, hvaða lið
fari upp i 2. deild og hvaða lið fari'
I aukakeppnina við Víking Ólafs-
vik um hitt lausa sætið i deiidinni.
Þór frá Akureyri tryggði sér
rétt til að leika til úrslita i keppn-
inni með þvi að sigra I hinum riðl-
inum eftir harða viðureign við
Isafjörö og Þrótt Neskaupstað.
En aftur á móti eru Fvlkir.
Stjarnan og KA jöfn i hinum riðl-
inum — öll með 4 stig.
Þórsaramir sigruðu ísafjörð
3:2 Ifyrsta leiknum — fengu tvær
vitaspyrnur og sluppu vel með aö
ná báðum stigunum út úr leikn-
um. Siöan sigruðu þeir Þrótt Nes-
kaupstaö 2:0, en Isafjörður vann
Þrótt 1:0 og keppir þvi um 3. til 4.
sætið.
Ihinum riðlinum var mikiö um
jafntefli. Leikur Fylkis og Stjöm-
unnar endaði <0 :0, Fylkis og KA
1:1 og l.eik KA og Stjömunnar
lauk einnig með jafntefli 1:1.
Fjórða liðið i þessum riðli — Ein-
herji frá Vopnafiröi — tapaði öll-
um slnum leikjum. Fyrir KA 4:0,
Stjörnunni 3:1 og Fylki 6:0.
Liðin I þessari úrslitakeppni
eru mjög áþekk, og leikirnir á
milli þeirra jafnir. Eru menn al-
mennt á þvi, að aldrei fyrr hafi
úrslitakeppnin i 3. deild verið eins
jöfn og þessi, enda sýnir það sig,
þegar þarf að leika hana að mestu
upp aftur.
—klp—
Drut tók heims-
metið í 110 grind
Frakkinn Guy Drut setti nýtt
heimsmet I 110 metra grinda-
hlaupi á alþjóða frjálsiþrótta-
móti I Vestur-Berlin fyrir helgina
— hann hljóp á 13,0 sekúndum og
bætti þar með heimsmetiö, sem
hann og Rod Milburn áttu saman
um einn tiunda úr sekúndu.
Annar i hlaupinu var Charles
Foster USA á 13,2 sekúndum.
Bayern vegnar vel!
Evrópumeisturunum I knatt-
spyrnu, Bayern Munchen, gengur
nú ólikt betur en i upphafi deild-
arkeppninnar i Vestur-Þýzka-
landi I fyrra, þegar liðið tapaði
hverjum leiknum á fætur öðrum.
Að ioknum þrem umferðum er
Bayern iefsta sæti með 5 stig. Um
helgina sigraði Bayern Werder
Bremen með fjórum mörkum
gegn engu, og skoraði Gerd Mull-
er tvö af mörkunum i þeim leik.
Eintracht Frankfurt-liðið, sem
hefur áhuga á að kaupa Martein
Geirsson — sigraði þá Bayern
Uerdingen 3:1, Duisburg sigraði
Kicker Offenbach 6:2 og Ham-
burger SV og Borussia Mönchen-
gladbach gerðu jafntefli 0:0.
t 1. deildarkeppninni i Sovét-
rikjunum fór einn stórleikur fram
i gærkvöldi — Dynamo Kiev sigr-
aði Spartak Moskva 1:0.
—klp—
Drut sagði eftir hlaupið, að tak-
markið hjá sér hefði veriö að
sigra Foster i þetta sinn — við
höfum mætzt átta sinnum i ár og
stöndum nú jafnir — hann hefur
unnið fjórum sinnum og ég fjór-
um sinnum — en heimsmetið er
mitt. Hann bætti þvi við, að hann
og Foster ættu eftir að hlaupa
undir 13 sekúndum áður en langt
um liöi.
1 þessu sama móti jafnaði
Bandarikjamaðurinn Steve
Williams heimsmetið I 100 metra
hlaupi — 9,9 sekúndur, sem hann
á með sex öðrum. Annar va rö Don
Quarrie, Jamaica á 10.0 sek.
Ugandamaðurinn John Akii-Bua
kom fyrstur i mark I 400 metra
grindahlaupi á 49,8 sekúndum
eftir harða keppni við Jim Bold-
ing USA. Á sáustu metrunum
náði Akii-Bua forustu, en á milli
hans og Bolding skauzt þá
óþekktur Hollendingur — Frank
Nusse — sem hreppti annað sætið
á 49,8 sekúndum.
Gleymið ekki að
endurnýja
Nú fer skólafíminn í hönd, — rétti tíminn til að
endurnýja skólavörurnar.
Nýjar og fallegar skólavörur lífga upp ó nómið og
gera það skemmtilegra strax fró byrjun.
Þess vegna bjóðum við nú meira úrval af líflegum
vörum fyrir framhaldsskólanemendur en nokkru
sinni óður.
Komið og skoðið úrvalið — komið og endurnýjið.
Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Laugavegi 178
Lokað
Vegna jarðarfarar ólafs Þórðarsonar
framkvæmdastjóra, verða skrifstofur
vorar lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi þriðju-
daginn 26. ágúst.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN H.F.
LíFTRYGGINGAMIÐSTÖÐIN H.F.
Lokað
Vegna jarðarfarar ólafs Þórðarsonar
framkvæmdastjóra, verður skrifstofan
lokuð þriðjudaginn 26. ágúst.
JÖKLAR H.F.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i að steypa sökkla og botn-
piötu undir um 440 ferm barnaskólahús i
Bessastaðahreppi á Álftanesi og einnig i
byggingu rotþrór við skólann.
tJtboðsgögn verða afhent i verkfræðistofu
vorri gegn 3000 kr. skilatryggingu og
verða tilboð opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 9. september kl. 11 f.h.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf
ÁRMÚLI4 REVKJAVlK SlMI 84499