Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 2
2
Visir. Mánudagur 25. ágúst 1975.
visiBsns--
Ferðu oft á samkomu-
hús?
Asta Agústsdóttir, nemi: — Nei,
ég fer mjög sjaldan. Ég er 14 ára
ogkæmist þvi inn i Tónabæ, en ég
hef bara ekki áhuga.
Signý Helgadóttir, nemi: — Nei.
Eiginlega er enginn staður fyrir
minn aldursflokk. Ég er 17 ára og
það veltur á þvi, hvar ég kemst
inn, hvert ég fer.
Jóhann Gunnarsson, glerslipari:
— Já. Ég fer svona einu sinni I
viku. Það er allt of dýrt. Það eina
sem fólk getur leyft sér að
drekka, er brennivin.
Freygerður Kristjánsdóttir, ung-
þjónn: — Nokkuð oft já, svona
tvisvar sinnum i viku. Ég fer
aðallega I Klúbbinn, en það er
fremur lélegur staður. Eins og
reyndar skemmtistaðirnir i
Reykjavik eru.
Asgeir Ebeneser, sjómaður: —
Ég fer svona þrisvar i viku. Ann-
ars er ég sjaldan i bænum, þvi ég
er sjómaður. Maður verður þá að
notast viö hafnarknæpur og ann-
að slikt i höfnum.
Benedikt Iiöskuldsson, nemi: —
Af og til. Ætli ég fari ekki svona
einu sinni i viku. Á fimmtudögum
fer ég i Klúbbinn. Svo reynir
maður að komast inn annars
staðar, þó ég hafi ekki lögaldur.
Hott hott á hesti i 12000
fetum
Kýrnar í Saudi Arabiu færðu þeim 30 milljónir.
Þetta með erfiðleikana voru
engar ýkjur. Þeir voru smáir og
nýir og nýtingin á vélinni var
harla litil fyrst i stað eins og
svo mörgum öðrum. Þarfasti
þjónninn kom þeim til
bjargar.
Þeir byrjuðu að fljúga út með
hesta fyrir SIS og snöpuðu svo
saman það sem þeir gátu fyrir
Bjartsýni
— og ein gömul Sexa
Hallgrimur Jónsson við stýrið á annarri Sexunni.
— Urðu að
Það byrjaði eiginlega í
Biafra. Um margra ára skeið
höfðu þeir flogið stórum far-
þegavélum Loftleiða sam-
kvæmt nákvæmum timaáætl-
unum <nú jæja, svona
nokkurn veginn) og i stifpress-
uðum einkennisbúningum. Þeir
voru sléttrakaðir, ,,cool” og
traustvekjandi, eins og flug-
stjórarnir I litsiðuauglýsingum
amcriskra timarita. Þeir voru
hálaunamenn með örugga
framtiö.
En svo fóru þeir til Biafra.
Þar hurfu þeir úr þotuöldinni og
settust upp I gömlu „Sexurnar”
á ný. Þeir laumuðust um i þeim
Iscargo hf.
að næturlagi, til að sleppa við
orrustuþotur Lagos stjórnar-
innar og lentu á illa upplýstri og
ósléttri flugbraut, sem var hálf-
falin af trjám, i miðjum frum-
skógi landsins, sem um skeið
hét Biafra.
Þeir voru I svitastorknum,
kryppluðum kakifötum,
stundum órakaðir. Þeir borðuðu
framandi mat, börðust bölvandi
við sæg skordýra, og á daginn
byltu þeirsérsveittir I bólunum
i hita Afrikusólarinnar, til að
reyna að hvila sig fyrir nætur-
flugið. Þeir voru oft þreyttir,
fúlir og úrillir og þeim hafði
ekki þótt svona gaman siðan
þeir fóru i fyrstu sóló flugin sin i
strigaklæddum Piper Cub.
Fragtflug i Iscargo
Bifra féll og það var ákveðið
að leggja niður Fragtflug, sem
hafðirekiðDC-övélarnar Ahhh,
aftur til menningarinnar. Heit
böð, nýrakaðir á hverjum
morgni, og nákvæm timaáætlun
til að fljúga eftir, (nú jæja,
svona nokkurn veginn). Guð
forði okkur frá þvi.
Flugstjórarnir Hallgrimur
Jónsson, Lárus Gunnarsson og
Ragnar Kvaran keyptu eina
Sexuna og stofnuðu Iscargo.
Markmiðið var að fljúga hvert
sem var, hvenær sem var með
hvað sem var. Þetta var 15.
rrífcrz 1972.
Það var ákveðið að reyna að
vinna markað á Islandi og
höfuðstöðvarnar áttu að vera
hér. Þeir gerðu sér grein fyrir,
að það yrði ýmsum erfiðleikum
bundið, en voru vissir um að það
myndi einhvern veginn hafast.
Svo, með fullt af bjartsýni og
eina gamla Sexu, hófst starf-
semi Iscargo hf.
Húsnœðismálalón
á gamla genginu
,, Nú fyrir skömmu var tilkynnt
af félagsmálaráðherra, að hann
— að tillögu stjórnar Húsnæðis-
málastofnunar rikisins. hefði
ákveöið að hækka lán stofn-
unarinnar til nýbygginga úr kr.
1.060 þúsundum i kr. 1.7Ö0 þús-
und. Hækkun þessi, einhver sú
mesta, sem orðiö hefur I einu á
þessum lánum kom húsbyggj
endum ekki á óvart, ef tillit er
tekið til óðaverðbólgunnar i
þjóðfélaginu, siðan fyrri láns-
upphæð var ákveöin. Hitt kom
flestum, sem mál þetta varðar á
óvart, hvernig stofnunin ætlar
sér skv. fréttinni aö standa að
hækkun þessari.
Þegar lán þessi hafa hækkað,
hefur sá háttur verið á hafður,
að þeir, sem átt hafa eftir að fá
seinni hluta láns, hafa fengið
hálfa hækkun. Hefur þetta
greinilega verið gert til að
reyna að jafna áhrifin af
hækkuninni. Nú bregöur hins
vegar svo við, að þessi vinnu-
brögö eru aflögð. Hvað veldur?
Með tilliti til kveðju rikis-
stjórnarinnar nýveriö til hús-
byggjenda með álagningu 12%
innflutningsgjalds, einkum á
varanlegar rekstrarfjárvörur
(eins og svo smekklega er orð-
að) og tilkynningar Húsnæðis-
málastofnunar um hækkun á
vöxtum og vlsitölutryggingu,
vænti ég svars frá stofnuninni
við fyrsta tækifæri.
Guðmundur R. óskarsson.”
Hjalti Þórisson, deildarstjóri,
sagði, að þrátt fyrir hækkun
lánsins væru menn á margan
hátt óánægðir með nýju reglu-
gerðina. Aðalóánægjan er með
eftirfarandi:
a) Lánið er nú þriskipt. Menn
fá 600 þúsund, 600 þúsund og
loks 500 þúsund. Aður var það
tviskipt.
b) Tlminn, sem liður á milli
afgreiðslu lánanna, er mjög
óljós. í reglugerð segir, að
stefnt skuli að þvi, að ekki liði
nema 6 mánuðir á milli af-
greiðslu. Samkvæmt eldri
reglugerð liðu yfirleitt 6-8
mánuðir á milli afgreiðslu hlut-
anna. Lántakendur slá yfirleitt
vixla meðan beðið er eftir lán-
unum — og þykir mjög slæmt að
hafa ekki ákveðna dagsetningu.
Lán er aldrei veitt nema fyrir
sem svarar 3/4 af matsverði
hússins á þeim tima, sem lánið
fæst.
c) Mikil óánægja er með það,
að þeir einir fá 1700 þúsund
króna lániö, sem gera fokhelt á
þessu ári. Og það sem alvar-
legra er, byggingarfram-
kvæmdir verða að hafa byrjað á
árinu 1974 eða 1975. Sá maður,
sem hóf húsbyggingu 1973 og
gerir fokhelt i ár, fær ekki
nema 900 þúsund króna lán. Það
er lánið eins og það var 1973.
Hvoð er að hjá Gœzlunni?
Sigurður Hjálmarsson hringdi:
,,Ég fæ ekki orða bundizt
lengur yfir framferði Landhelg-
isgæzlunnar. Dag eftir dag eru
birtar fregnir um að Gæzlunni
hafi tekizt að klófesta þessa og
hina báta að veiðum innan land-
helginnar. Sumum ná þeir jafn-
vel tvisvar með fárra daga
millibili, sem sýnir auðvitað,
hversu vel þeir fylgja litlu bát-
unum eftir.
Þetta er allt i lagi að þvi leyti,
að menn eiga auðvitað ekkert að
vera að fiska i landhelgi. En —
— Hvað um stóru þýzku togar-
anna? Ég get nefnt sem dæmi,
að fyrir 2 dögum var ég við
Hala. Þar sá ég tvo þýska tog-
ara að veiðum 10 milur fyrir
innan. Þarna stuggaði enginn
við þeim og togararnir gátu
veitt i friði. Ég sigldi siðan beint
til Reykjavikur og þá blasir sú
sjón við mér i höfninni, að 3 af
skipum Landhelgisgæzlunnar
eru i höfn. Mér skilst, að skipin
séu ekki það mörg, að 3 hljóti að
vera að minnsta kosti þriðjung-
ur, ef ekki helmingur af flotan-
um.”.