Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Mánudagur 25. ágiíst X975. VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Ritstjóri: Þorstcinn Pálsson ítitstjórnarfulltrúi:, Haukur Ilelgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 > Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Bankastjórar og byggðasjóðsstjórar Fyrir ekki mörgum árum sætti það verulegri gagnrýni, að alþingismenn skipuðu að verulegu leyti bankastjórastöður við rikisbankana. Menn töldu þetta skipulag óeðlilegt, þar sem stjórnend- ur þessara áhrifamiklu peningastofnana höfðu um leið of mikilla hagsmuna að gæta innan stjórnmálaflokkanna og i kjördæmum sinum. Þó að rikisstjórn og Alþingi móti að sjálfsögðu heildarstefnu i peninga- og lánamálum, er öllum ljóst nú, að bankakerfinu þarf að stjórna á fag- legum grundvelli en ekki flokkspólitiskum. Svo fór lika undir loki sjöunda áratugarins, að bæði þingflokkarnir og bankastjórarnir komust að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri að hverfa frá hinum gömlu háttum. Um nokkurt árabil hafa bankastjórar þvi ekki setið á Alþingi svo heitið geti. Fæstum blandast hugur um, að þessar breytingar hafi horft i rétta átt. Enginn hefur talið þessa breytingu rýra völd Alþingis eða áhrifamátt. Þvert á móti má segja, að virðing Alþingis hafi fremur vaxið en hitt við að útrýma þessum úrelta anga flokksræðisskipu- lagsins, sem var aðalsmerki haftatimabilsins. Ungt fólk skar fyrir nokkrum árum upp herör gegn flokksræðisskipulaginu i stjórnsýslunni. í kjölfar þeirra umræðna urðu ýmiss konar breyt- ingar, er horfðu til framfara. Vinstri stjórnin steig þvi stórt skref aftur á bak, þegar hún setti hina alræmdu flokksræðisstjórn yfir Fram- kvæmdastofnun rikisins. Þar voru pólitiskir embættismenn rikisstjórnarflokkanna séttir yfir veigamikla en óskylda þætti stjórnsýslunnar eins og hagrannsóknir, áætlunargerð og lánveitingar. Byggðasjóður heyrir undir Framkvæmda- stofnunina og úr honum eru veitt lán til margvis- legra framkvæmda. Hér er um geysimikið fjár- magn að ræða. Engum heilvita manni dettur i hug, að þingmenn og eftirlitsmenn rikisstjórnar- flokka á hverjum tima sæki svo fast eftir yfirráð- um yfir þessu fjármagni til þess að efla Alþingi. Þar ráða önnur sjónarmið. Rétt er að itreka, að þarna eiga margir hæfir og vammlausir menn hlut að máli, enda stendur deilan ekki um þá heldur kerfið. Það er jafn óeðli- legt nú, að þingmenn og eftirlitsmenn rikisstjórn- arflokka stjórni lánastarfsemi af þessu tagi eins og áður var talið um bankastjórana. Þessir flokksræðisstjórnarhættir efla ekki Alþingi frem- ur en þeir fyrri. Núverandi rikisstjórn hét þvi að endurskoða lög um Framkvæmdastofnun rikisins. Ekki var tekið fram með hverjum hætti ætti að standa að þeirri endurskoðun. 1 stjórnmálayfirlýsingu landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir hins veg- ar, að lögin eigi að endurskoða með það i huga að hverfa frá pólitisku eftirlitsmannakerfi. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar bólar ekkert á tillögum rikisstjórnarinnar um breytta skipan þessara mála. 1 lok þessa mánaðar hefur rikisstjórnin setið eitt ár að völdum. Það væri vel viðeigandi að nota þau timamót til þess að gera grein fyrir þvi, hvernig afnema eigi fiokksræðisstjórnarhættina i Framkvæmdastofnun rikisins. Ef rikisstjórnin ætlar að efna þetta fyrirheit er ekki seinna vænna að leggja ný lög fyrir þingið nú i haust. PORTÚGALSKIR BLAÐAMENN AD VAKNA AF DODA Fjölmiðlar í Portúgai, sem flestir virtust komnir á vald kommún- ista og um tima nær mýldir i skrifum sinum og frásögnum af þjóð- málum, virðast nú óðum vera að vakna af doðan- um. Mörg blöð hafa þegar risið upp og ráöizt gegn tilraunum til að færa þau undir afskiptavald þess opinbera eða undir áhrif komm- únista. Það eru ekkert svo margar vik- ur siðan, að það sýndist aðeins spurning um einhvern næsta dag- inn, að ritstjórnir allra blaða yröu klemmdar undir stjórn einhverra kommúniskra starfsmanna- nefnda. Starfsmannafélögin, flest undir stjórn kommúnista, virtust með góðu og illu ætla að ná öllum tökum á skrifum blaðanna. En hjólið hefur nú tekið að snú- ast I hina áttina. Eftir að i ljós hefur komið óánægja fólks meö kommúniska stefnu stjórnvalda, og öll uppþotin urðu við skrifstof- ur kommúnistaflokksins viröist sem itök kommúnista innan hers- ins, hins ráðandi afls i Portúgal, eftir byltinguna I fyrra, hafi fariö þverrandi. Daglega fer fjölgandi þeim foringjum hersins, sem láta i ljós, að þeir fylgja ekki skilyrö- islaust núverandi stjórn. Blaðamennirnir, jafnvel þeir vinstrisinnuðu hafa veöur af þessari umskiptingu, og hún hef- ur hvatt þá til þess aö spyrna við fótum, þar sem kommúnistar hafa seilzt til Ihlutunar inni á rit- stjórnarskrifstofum þeirra. Þeir hörkuðu af sér viðleitni Jorge Correia Jesuino, upplýsinga- málaráðherra, til þess að aftra þeim frá að skrifa um klofninginn I stjórnmálahreyfingu hersins. Nokkrir helztu broddar blaða- mannastéttarinnar hafa hert upp ' hugann, og sent starfsbræðrum sinum I álfunni bænarskjal um, að þeir leggi portúgölskum blaöa- nmmim llmsjón: GP mönnum liö i baráttunni gegn höftum á tjáningarfrelsi. — Eins og frá var skýrt Visi á föstudag á sér stað um þessar mundir undir- skriftasöfnun meðal islenzkra blaðamanna, eins og starfs- bræðra þeirra i nágrannalöndun- um, þessu máli til stuönings. Og svo er komið, að á portúgölsku blöðunum er ekki annað að sjá, en þar sé gamla góða fréttakapphlaupiö I al- gleymi, og hver keppi við annan um aö birta fyrstur sem gleggstar fréttir um það valdatafl, sem nú er teflt i Portúgal. Kommúnistar, sem hafa misst töluvert af þeim stuðningi, sem herinn veitti þeim fyrsta árið eftir byltinguna, hafa glatað undirtök- unum,sem þeir höföu I 800 manna blaöamannafélagi Portúgals. Að stjórn þess standa nú jafnaðar- menn og maoistar. — Þetta hefur haft sitt að segja. Fyrsta yfirlýsingin, sem hin nýja stjórn portúgalska blaða- niannafélagsins lét frá sér fara, fól I sér kröfu um, að upplýsinga- málaráðherra, Jesuino, yrði lát- inn vikja, og „allir lagsmenn hans”. Félagiö lýsti þvi næst yfir stuðningi við þá 30 blaðamenn stærsta blaðs Lissabon „Diario de Noticias”, sem gerðu þar upp- reisn gegn æ rauölitaðri skrifum blaösins. Fréttamenn rikissjónvarpsins báru sig upp undan þvi, að upp- lýsingamálaráðherrann bannaði þeim að birta yfirlýsingu niu her- foringja, sem fól I sér gagnrýni á stjórn landsins, og haföi yfirlýs- ingin þó birzt I síðdegisblaði Lissabon. Þegar Jesuino ráðherra fór þess á leit viö dagblööin, að þau birtu ekki innihald yfirlýsingar frá róttækum vinstrisinnum, þá kom texti hennar óstyttur aðeins 12 stundum siðar I aö minnsta kosti tveim Lissabonblaðanna. Portúgalskir blaöamenn hafa einnig haft að engu fyrirmæli her- stjórnarinnar um, að allar fréttir um gang bardaganna I Angola veröi bornar undir ritskoðunar- nefnd hersins, en hún er hliðholl kommúnistum. 4. J >1 SgB ,$ '■ F ^ »► 1 Nokkrir biaðamanna Lissabon-biaðsins „Republica” skýra starfsbræðrum sinum frá þvi, að þeir muni ekki gefast upp, þótt prentarar á snærum kommúnista varni þeim að komast á ritstjórnarskrifstofurn- ar. — En þeirhafa enn ekki komizttil aðgefa út blaðsitt.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 191. Tölublað (25.08.1975)
https://timarit.is/issue/239189

Tengja á þessa síðu: 6
https://timarit.is/page/3264275

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

191. Tölublað (25.08.1975)

Aðgerðir: