Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 25.08.1975, Blaðsíða 20
Fœr Akraborgina Skorfur á þrifnaði? Félag matreiðslumanna gagnrýnir veitingahúsin: Við teljum, að viða sé pottur brotinn i starfsemi veitingahús- anna, ef tekið er mið af fjölda matareitrana, sem átt hafa sér staðað undanförnu, sagði Eirík- ur Viggósson, formaður Félags matreiðslumanna. Meðal annars teljum viö, að hreinlæti sé ábótavant á ýms- um stöðum og Heilbrigðiseftir- litið haldi ekki vöku sinni sem skyldi I þessum efnum. Þegar haldnar eru hér ráð- stefnur, er matargerðin venju- lega boðin út og lægsta tilboð tekið. Þessi pólitik er mjög vafasöm, þvl að þetta hlýtur að bitna á hráefnunum, Auk þess uppfylla margir þessir aðilar ekki þær kröfur, sem þarf aö gera til þeirra, svo sem um að- stöðu og marmafla. Til dæmis nota þeir mikið af ófaglærðu fólki til að annast matargerðina, þvl að auðvitað þarf ekki að borga þvíi eins hátt kaup og þeim faglærðu. Auk þess hafa þeir engin sér- stök Ilát til að flytja matinn I, eins og tíðkast erlendis. Þeir notast slöan við venjulegar sendibifreiðir, sem annast flutninga fyrir Pétur og Pál og eru misjafnlega hreinlegar, til þess aö flytja matinn á milli. Sendibifreiöastjórinn hleypur inn með matinn til viðkomandi aðila. 1 staðinn ætti hvert veit- ingahús, sem tekur að sér ráð- stefnur eða eitthvað annað, að eiga eigin sendibifreið, sem annast þessa flutninga og mann I hvítum slopp, sem gætir fyllsta hreinlætis við að flytja fólkinu matinn. Við I stjórn Félags mat- reiðslumanna teljum, að verið sé að fara inn á varhugaverða braut I þessum efnum, þar sem gróðasjónarmið ráða einum of mikið ferðinni, sagði Eirlkur. Við viljum einnig koma að ýmsum athugasemdum i sam- bandi við matargerð I verzlun- um. Hún fullnægir ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til veit- ingahúsa, bæði hvað hreinlæti og aðstöðu snertir. Auk þess teljum við, að verið sé að fara inn á verksvið okkar, þar eð það er ófaglært fólk, sem annast þessa matargerö. HE ÞRAUTALENDINGIN: Fékk Spánverja til að stoppa bangsann Hann er nokkuð dýr þessi hvitabjörn, sem var felldur i Fljótavik á Ströndum fyrir nokkru, en er nú kom- inn í islenzka dýrasafn- ið á Skólavörðustign- um. Forstöðumaöur dýrasafnsins sagði okkur, að hann hefði keypt björnin á 350 þúsund krónur af veiðimönnunum, en þá átti eftir að stoppa hann upp. Forstöðu- maðurinn kvaðst hafa leitað til erlendra aðila, en honum var tjáð af ýmsum þar ytra, að ekki væri hægt að hefja verkið fyrr en eftir eitt ár. Meðan á þessu þófi stóð, var bangsi geymdur I frysti. Loks leitaði forstöðumaður dýrá- safnsins til Islenzks manns, sem sagöur var sérmenntaður I að stoppa upp dýr. Byrjaði sá á verkinu, en vegna kunnáttu- leysis gat hann aldrei lokið þvl. Nú voru góð ráð dýr. En fyrir tilviljun komst forstöðumaður- inn I samband við Spánverja nokkurn, sem kom til íslands og tók að sér að stoppa upp björn- inn og fóst verkið vel úr hendi, að sögn forstöðumannsins. Nú kostar bangsi um 600 þús- und krónur fullgerður. En hefði orðið mun dýrari, ef orðiö hefði að senda hann til útlanda og vinna hann þar. íslenzk börn og aðrir, sem hafa áhuga, geta nú skoðað bangsa, þar sem hann er til sýn- is ásamt öðrum dýrum I dýra- safninu. —HE Eini íslenzki kven-radíóamatörinn: KEMUR VÖRUSÝNINGUNNI í SAMBAND VIÐ UMHEIMINN Kaupstefnugestir ráku upp stór augu, þegar þeir litu inn i sýn- ingarbás radioamatöra, þar sat kona og hafði samband við er- iendar radiostöðvar og gátu kaupstefnugestir fylgzt með sendingunum. Þessi kona er eini kvenradio- amatörinn á íslandi og heitir Sigrún Gisladóttir. Hún fékk áhugann á þessari grein, þegar hún kynntist manni sínum, Hallgrimi Steinarssyni, sem er mikill áhugamaður um radio- sendingar. i einkasiglingu Sá þeirra rúmlega 7500 gesta, sem heimsóttu Alþjóðlegu vöru- sýninguna I Laugardal I gær, sem á miða númer 15921 (fimmtánþúsund niuhundruð tuttugu og eitt), getur einhvern næstu sunnudagseftirmiðdaga boðið fjórtán vinum slnum og vandamönnum I siglingu um Viðeyjarsund á einni einka-skemmtisnekkju. Þessi skemmtisnekkja er enginn smádallur, það er sjálf Akraborgin, sem hann fær einka- afnot af fyrir sig og slna. Hann getur siglt með þá um sundin blá og skroppið með þá til Akraness, þar sem kaffi og kræsingar blða á hótelinu. Alls hafa nú 13.973 gestir heim- sótt vörusýninguna og er það nýtt met. Dregið er um happdrættis- vinning á hverjum degi. —ÓT. Mánudagur 25. ágúst 1975. Á óþurrkasumrinu: Selja hey úr landi 3,8 tonn af heyi voru flutt út með Smyrli i siðustu ferð ferjunn- ar nú um helgina. Þessir 38 hestar af failegri töðu munu vera komnir frá bónda einum á Héraði, sem selt hafði færeyskum hestamanni heyið á 20 krónur kilóið, sem þykir óvenjuhátt verð. Aðrar Islenzkar landbúnaðar- afurðir, sem fluttar voru út með Smyrii að þessu sinni, voru 23 tonn af lambakjöti, þar af 19 tonn frá Borgarnesi og 6 1/2 tonn af sviðahausum frá Þórshöfn og nærsveitum. Allar þessar afurðir áttu að seljast I Færeyjum. GB/—JB TENGDU SÝNINGAR- VÉLINA VIÐ BRUNA- BOÐANN Brunaboðakerfi Kjarvals- staða fór i gang I gærkvöldi og þustu slökkviliðsbilar á stað- inn. Enginn eldur fannst við eftirgrennslan. Aftur á móti fundust tveir menn, sem voru að vinna I kjallara hússins. Þar höfðu þeir verið aö setja sýningarvél I samband og ó- vart tengt hana við eldvarna- kerfi hússins I stað rafkerfis. —JB ísm Sigrún Glsladóttir við tækin sin i Laugardalshöil Sigrún byrjaði á þvi að læra mors, sem maður hennar sendi inn á segulband og hún hlustaði slðan á. Loks tók Sigrún próf i þessari grein hjá Landssima Is- lands. En það fólst í því, að hún varð að geta tekið á móti um 60 stöfum á minútu á morsi. I öðru lagi varð hún að geta smíðað sveifluvaka og fleira. Þau hjónin hafa mjög gaman af þessari tómstundaiðju og eiga marga kunningja viða i heimin- um, sem þau hafa samband við reglulega. Stundum kemur þetta fólk I heimsókn og verða þá mikl- ir fagnaðarfundir. Sigrún mun halda áfram að senda út I Laugardalshöllinni, en um helgina náðistf um 30 stöðvar. HE Fékk fjóra aftan á sig Fimm bllar lentu I einúm og þar sem umferð á að öllu jöfnu að sama árekstrinum I morgun á ganga greiðlega fyrir sig klukkan Miklubrautinni mitt á milli átta á morgnana. Lönguhliðar og Rauðarárstlgs, Þar hafði bill á vinstri akbraut- inni hægt á sér vegna umferðar á undan. Fjórir bllar á eftir honum fóru ekki að ráðum hans, heldur óku hver aftan á annan. Engin slys urðu, en skemmdir urðu tölu- verðar á bilunum, einkum þeim þrem, sem voru I miðjunni. —JB Siðasta ferð Smyrils: íslendingar notuðu mest í Færeyska ferjan Smyrill kom i siðasta sinn til landsins á þessu sumri á laugardaginn. Með ferjunni voru þá 180 farþegar, en 150 manns héldu með henni utan um kvöldið. Alls hafa þá 1400 farþegar ferjuna sumar komiö með ferjunni til landsins I sumar og 1276 farið með henni frá landinu. íslendingar fylla stærsta hópinn. Af þeim fóru 818 manns utan með ferjunni, en heldur færri eða 745 komu til baka. Færeyingar og Danir eru I öðru sæti, voru 376, Norðmenn komu 124 og Frakkar voru I fjórða sæti með 47 farþega. Aft- ur á móti kom aðeins einn Finni og fór með ferjunni. gb /jb

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 191. Tölublað (25.08.1975)
https://timarit.is/issue/239189

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

191. Tölublað (25.08.1975)

Aðgerðir: