Tíminn - 04.10.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 04.10.1966, Qupperneq 1
Auglýsing t Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 3 af hverjum fimm Bandaríkjamönnum Trúa ekkineinuí Warrenskýrslunni NTB-Washington, mánudag. Meiri hiuti Bandaríkjanna telur, að heimurinn hafi ekki fengið að vita allan sannleika um morðið á Kennedy, forseta, og trúir því ekki heldur, að Lee Harvey Os- wald hafi verið einn um morðið, að því er fram kemur í skoðana- könnun, sem skýrt var opinber- lega frá í WashinSton í dag. Rannsókn þessi, sem birt er í Washington Post, sýnir, að þrír af hverjum fimm Bandarí'kjamönn um vísa á bug höfuðatriðunum f Warren-skýrslunni um morðið, en í skýrslu Warren-nefndarinnar svo nefndu er því m.a. slegið föstu. að enginn hafi verið í vitorði með Oswald um morðið. Meiri hlutinn er þeirrar skoð- unnar, að morðið hafi verið liður í víðtæku samsæri, án þess þó að geta sagt um, hverjir hafi staðið Framhald á bls. 14. UNDIRRITUÐU SAMNINGINN UM MENNINGARSJÓÐ NTB-Kaupmannahöfn, mánudag. Samningurinn um norrænan menningarsjóð var undirritaður í Kristjánsborgar-höll í Kaupmanna höfn í dag, af menntamálaráðherr um Norðurlandanna fimm, Framhald á bls. 14 mmmmm Miií s i ii’•: Forsætisráiherra telur eignakönnun nauðsynlega, ef gengið verður lækkað Reykjavík, mánudag. Það vakti athygli manna, cr fylgdust með blaðamannafundin- um í sjónvarpinu á föstudaSs- kvöld, að Bjarni Benediktsson, for sætisráðherra, sagði, að ef út í gengislækkun yrði farið, yrði að gera eignakönnun samfara geng- isfellingunni. Að vísu sagði forsætisráðhen- ann, að hann teldi, að gengis- lækkun væri ekki nein lausn fyrir atvinnuvegina og þótti það hraust- lega mælt af manni, sem stóð að gengislækkunum í tvígang sem að- alúrræði fyrir atvinnuvegina. En hins vegar kom það skýrt fram að ráðherrann vill láta fram- kvæma eignakönnun hjá mönnum, ef til þess ráðs verður horfið að lækka gengi krónunnar. Þetta myndi sennilega þýða, að skatta- lögreglan myndi gera úttekt á eignum manna og að sjálfsogðu einnig taka skattaframtöi til hlið- sjónar og athugunar. Vetur gekk í garð um norffan og austanvert land- ið á sunnudag, og á Akur- eyri, þar sem Haraldur Sig- uiffeson tók þessa mynd var hálka á götum og srvo sann- aríega vetrarlegt um að lit- ast. Siglufjarðarskarð lokað ist, og hefur ekki verið rutt, en aftur á móti fór hefill um Möðrudalsöræfi í gær, en þar var orðin þung færð. Fimm menn í litlum bíl ætl uðu á sunnudaginn yfir Möðrudalsöræfi, en festu bílinn og komu tíl byggða í morgun. Tíu bílar munu Framhald á bls. 14. Krístján Thorlacius, formaður BSSB í setningarræðu: SAMTÖKIN FAl FULLAN SAMNINGSRÉH SJ-Reyk j avík,mánudag. 24. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hófst á Hótel Sögu í gær. Þingið sitja 123 fulltrúar frá 27 félögum. Áheyrnarfulltrúar frá Alþýðusambandi íslands, Far- manna- og fiskimannasambandi íslands, Sambandi íslenzkra banka manna og Stéttasambandi bænda var boðið að sitja þingið, og fluttu fulltrúar þessara félaga og fciagasambanda stutt ávörp. f setningarræðu minntlst Kristj án Thorlacíus formaður B.S.R.B. nokkurra látinna forustumanna og heiðruðu fundarmenn minn- ingu þeirra með því að rísa úr sætum. Kristján rakti þvínæst þau stnrf sem liggja fyrir þing- inu. Hann nefndi fyrst kjaiamál- in, sem'verða eitt aðalverkefni þingsins. Kristján sagði m.a.: „Laun op- inberra starfsmanna hafa að und- anförnu dregizt mjög aftur úr kjörum annarra stétta, og færast Frá þlngi BSRB. Kristján Thorlacius flytur setningarræSuna. (Tímamynd GE) nú óðum í sama farið og var fyr ir fyrstu heildarsamningana 1963 og dóm Kjaradóms frá 3. júlí 1963. Sú þróun, sem síðan hefur átt sér stað, veldur því, að opinber- ir starfsmenn telja óhjákvæmilegt að kjarasamningalögunum verði breytt á þá leið, að samtökin fái fullan samningsrétt, þar með talinn verkfallsrétt. Það er min skoðun, að þetta væri einnig heppilegt fyrir þjóð- félagið. í því felst óumdeilanleg hætta, ef ríkið og bæjarfélögin verða ekki samkeppnisfær um starfskrafta við einkareksturinn. Fullur samningsréttur myndi bezt tryggja að opinberir starfsmenn fái sambærileg kjör við aðrar stélt ir þjóðfélagsins. Óvenjulegt góðæri hefur verið hér á iandi undanfarin ár og þjóð artekjurnar vaxið hröðum skref- Framhald á bls. 14. Skotið á lögregluna í Keflavík KJ-Reykjavík, mánudag. Skotið var á Iögreglumenn í Keflavík á laugardaSs- kvöldið, er þeir voru kallað ir að húsi nokkru þar í bæ, vegna manns sem var með riffil í höndum og hótaði að skjóta, en lögreglumenn ina sakaði ekki. Lögreglan var kölluð að luisi í Keflavík urn kl. sjö á Iaugardagskvöldið, og Framhald á bls. 14. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.