Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 13. september 1975. Myndlista- og Handíðaskóli íslands NÁMSKEIÐ frá 1. október 1975 til 20. janúar 1976 I. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. n. 5,6 og 7 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 10.40-12.00 Kennari: Sigriður Jóna Þorvaldsdóttir. 2. fl. 5,6 og 7 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 14.00-15.20. Kennari: Jóhanna Þóröardóttir. 3. fl. 8,9og lOára þriðjudaga og föstudaga kl. 9.00-10.20. Kennari: Jóhanna Þórðardóttir. 4. fl. 8,9 og 10 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 15.40-17.00 Kennari: Jóhanna Þóröardóttir 5. fl. 11 og 12 ára mánudaga og fimmtudaga kl. 17.10-18.30 Kennari: Jóhanna Þórðardóttir. 6. fl. 13,14og 15ára þriðjudaga og föstudaga kl. 17.10-18.30 Kennari: Jón Reykdal. II. Teiknun og málun fyrir fullorðna 1. n. Byrjendanámskeið mánudaga og fimmtudaga kl. 17.50-19.50. Sérstaklega ætlað þeim, er hyggja á nám I dagdeildum skólans. Kennari: örn Þorsteinsson. 2. fl. Byrjendanámskeið þriöjudaga og föstudaga kl. 17.50-19.50. Kennari: Richard Waltingojer. 3. fl. Framhaldsnámskeið mánudaga og fimmtudaga kl. 19.50-21.50. Kennari: örn Þorsteinsson. 4. fi. Byrjendanámskeið þriðjudaga og föstudaga kl. 19.50-21.50. Kennari: Þóröur Hall. III. Bókband 1. fl.mánudagá og fimmtudaga kl. 17.10-19.10 2. fl.mánudaga og fimmtudaga kl. 19.50-21.50 3. fl. þriðjudaga og föstudaga kl. 17.10-19.10 4. fl. þriðjudaga og föstudaga kl. 19.50-21.50 5. fl. mánudaga og fimmtudaga kl. 14.00-16.00 Kennari Helgi Tryggvason. IV. Almennur vefnaður Byrjendanámskeið þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 19.10-21.50. Kennarar: Steinunn Pálsdóttir og Sigurlaug Jóhannsdóttir. V. Myndvefnaður 1. fi. Byrjendanámskeið mánudaga og fimmtudaga kl. 19.10-21.50 Kennari: Asa ólafsdóttir 2. fl. Byrjendanámskeið þriðjudaga og föstudaga kl. 19.10-21.50 Kennari: Asa ólafsdóttir Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 2. október. Innritun fer fram daglega kl. 9-12 f.h. á skrif- stofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöldin greiðist við innritun, áður en kennsla hefst. Skólastjóri. Skipholti 1 - Sími 19821 Eftirmenntunarnefnd rafiðnar Garðastræti 41. Simi 18592. Starfsemi E.R. er hafin á ný. 1 vetur verða námskeið haldin á eftirtöldum stöðum, Selfossi, Keflavik, Reykjavik, Akranesi og Akureyri. Þrenns konar námskeið verða I vetur: Grunnnámskeið, Einlinumyndir og Rafeindatækni 1. Umsóknir þurfa að berast sem fyrst. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofum L.í.R. Hólatorgi 2, R.S.l. Freyjugötu 27 og E.R. Garðastræti 41. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: G.P. Rooney reynir íátt- unda skipti Sjö sinnum hefur gamanleikarinn og fyrr- um barnastjarnan, Mickey Rooney, gengið í hjónaband. Það er óneitanlega vitnisburður um mikla bjartsýni að maðurinn skuli reyna aft- ur og aftur við það, sem gengur jafn brösugt. Núna á dögunum tilkynnti leikarinn, að hann ætlaði að reyna þetta i áttunda sinn. Sést hann hér á myndinni með unnustunni. Hún heitir Jan Chamberlain og er söngkona og lagasmiður. Þau kynntust fyrir tiu mánuð- um i samkvæmi i Kaliforniu, og eru þessar vikurnar i Hong Kong, þar sem Mickey Ronney vinnur að gerð kvikmyndar sem bera skal heitið „From Hong Kong with Love”. Eftirlýst Kennaraverkfall Þessarar 21 árg gömlujrsku stúlku, sem sést hér á myndinni til hliðar, leitar Scotland Yard að i dyrum og dyngjum. Hún heitir Ellen Mary Margaret McKearney. Scotland Yard segir, að hún sé einhver hættulegasti hryðjuverkamaðurinn, sem verið hefur á snær- um IRA. Settar hafa verið upp myndir af henni i allar lögreglu- stöðvar á Bretiandseyj- um. Leynilögreglan telur að hún hafi verið með f verkum i allmörgum sprengjutilræðum, sem IRA hefur sýnt Eng- lendingum. Hefur hún séit á æði mörgum stöð- um, þar sem sprengjum hefur verið komið fyrir. New York-borg hefur átt við miklar fjárhagskröggur að striða og af þeim sökum orðið að reyna að skera niður ýmsa kostnaðarliði. Svosem eins og fjárveitingar til skólamála. Meðal annars var griðið til þess örþrifaráðs að fækka kennaraliði borgarinnar um nokkur þúsund og það þrátt fyrir, að nemendum i skólum borgarinnar fjölgar i vetur, miðað við áriö áður. Ekki þar fyrir, að það sé auðvelt að sjá, hvernig hægt var að fjölga i skólum, sem voru tvi- og jafn- vel þrisettir fyrir. En þetta vakti mikla gremju hjá kennarastéttinni, sem á fjölmennum fundi i Madison Square Garden (sjá mynd t.v. hér fyrir neðan) samþykkti verkfall að áeggjan forseta kennarasamtakanna, Albert Shanker — sjá mynd hér fyrir neöan)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.