Vísir - 24.09.1975, Síða 5

Vísir - 24.09.1975, Síða 5
Vísir. Miðvikudagur 24. september 1975 5 ÍTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ÍORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Þegar dimmir fara skytturnar á kreik viku að þessu sinni — með stöku hléum. En þetta er i fjórða sinn sið- an i marz, að Libanon logar i óeirðum vinstri- og hægrimanna. Meðal hægrimanna eru kristnir áberandi, en múhameðstrúarmenn og skæruliðar Palestinuaraba fremstir i röðum óeirðarmanna á vinstri væng. Siðustu ráðstafanir stjórnarinnar til að reyna að koma á sáttum virð- ast ekki falla i góðan jarðveg, og eru það einkanlega vinstrimenn, sem setja sig upp á móti þeim. — En flestir telja, að það hafi verið mistök að velja fulltrúa i sérstaka sáttasamninganefnd eftir flokks- linum að kröfu Jumblatt, leiðtoga vinstrimanna. Nauðsyn hefði verið að velja mennina eftir trúarbrögð- um. Abdel-Ha im Khadda, utanrikis- ráðherra Sýrlands, hefur reynt að hafa milligöngu um að bera klæði á vopn hinna striðandi fylkinga i Libanon. Hefur hann verið á stöð- ugum fundum með fulltrúum deiluaðila siðan á föstudagskvöld. Um árangur þessara viðræðna vildi hann ekki annað segja við fréttamenn i gærkvöldi, en ....„við erum ekki búnir enn.” Líbanonstorð nötraði í gærkvöldi undan fallbyssu- skothrið og sprengjudrun- um, og þar með var á enda annað vopnahléð, sem reynt hef ur verið að koma á þar á tæpri viku. FELLIBYLURINN Fellibylurinn, Eloise, hefur lækkað i virðingarstiganum og kallast nú aðeins venjulegur hitabeltisstormur. En áður lét hún eftir sig mikla slóð eyði- leggingar meðfram strönd Flórida, þar sem hún hratt á undan sér flóðbyglju. Þúsundir ibúa Flórida flúðu til hærra liggjandi staða und- an flóðbylgjunni. Þó sluppu fjölbýlustu svæðin við verstu vindrokurnar úr Eloise. — 1 Mikil spjöll urðu samt i Fort Walton og nágrenni, og eins i Panamaborg þar fyrir sunn- an. Aður en Eloise kom til Flórida hafði hún farið yfir Gærdagurinn hafði verið fremur tiðindalitill og vonir vöknuðu um, að vopnahléð yrði að þessu sinni haldið og kyrrð og friður kæmist á. En þegar dimma tók, fóru skytt- urnar á kreik og byssukúlurnar hvinu um strætin i Beirút i gær- kvöldi og langt fram á nótt. Þessi átök hafa nú staðið á þriðju LOKS í RÉNUN Karibahafið, eins og svo margarsysturhennará undan henni. Varð hún 30 manns að bana i Puerto Rico og i Dóminikanska lýðveldinu. Ekkert manntjón er talið hafa orðið i Flórida. Veðurfræðingar segja, að vindhraði Eloise hafði nú fall- ið úr 135 km/klst niður i 112 km/klst. A myndinni hér fyrir neðan, sem Visi barst simleiðis i morgun, getur að lita yfir bátahöfnina i Fort Walton og má af skemmdunum nokkuð sjá, i hvers konar ham Eioise liefur verið. Ætlar hún að verja sig sjálf? Tvær konur úr Kaliforniu, báðar ákærðar fyrir tilraunir til þess að svipta Ford Bandarikjaforseta íifi, sitja nú i fangelsi og biða, önn- ur þess að mál hennar komi fyrir og hin þess að sæta geðrannsókn. Sara Jane Moore verður látin sæta umfangsmikilli geðrannsókn til þess að ganga úr skugga um, hvort hún sé sakhæf. — Þessi mið- aldra móðir 9 ára ^amals drengs skaut á Gerald Ford úr skamm- byssu á mánudaginn, og var það annað tilræðið, sem honum hefur verið sýnt á sautján dögum. Meðan svona er komið fyrir Moore, hefur Lynette Fromme, 26 ára fylgikona Charles Mansons, verið úrskurðuð sakhæf af sálfræð- ingum. Thomas McBride dómari úr- skurðaði um leið, að hún gæti feng- ið að koma fram sem sinn eigin verjandi i réttarhöldunum. En hann varaði hana við þvi, að hún gæti ekki „rokið upp og niður eins og bulla i vélastrokk” til að láta bóka mótmæli gegn réttarhöldun- um, eins og mörgum leikmannin- um hættir til, sem stendur i þeirri trú, að þau séu eitthvað i svipuðum dúr og það sem þeir sáu i Perry Mason-sjónvarpsþáttunum. Verjandi Söru Moore, James Hewitt, var spurður að þvi i gær, hvort skjólstæðingur hans hefði skemmtun af þeirri frægð og at- hygli, sem hún nyti þessa dagana. — Hún var skælbrosandi út undir bæði eyru, þegar kom til réttarsal- arins i gær. „Ég held, að þetta séu engir skemmtitimar hjá henni,” svaraði hann. Hann býst við þvi, — verði hún úrskurðuð ósakhæf — að hún verði látin dvelja sex mánuði á fanga- sjúkrahúsi til að reyna að lækna hana, áður en hún yrði sett i ör- yggisgæzlu á geðsjúkrahús. Þurftu að úminna Guillaume um að skila leyniskjölum Gunther Guillaumc, sem sak- aður er um njósnir fyrir A-Þjóð- verja, notaði aðstöðu sina sem trúnaðarmaður Willy Brandts kanslara tii að hafa með sér leyniskjöl hcim. Eitt sinn hélt hann þeim svo lcngi, að áminna þurfli hann uin að skila þeim aftur. Réttarhöldin i máli Guillaum- es, sem handtekinn var ásamt konu sinni i april i fyrra, standa enn yfir. I vfirheyrslum i gær greindi einn starfsmanna kanslara- embættisins frá þvi, aö Guillaume liefði tveim vikum eflir að hann kom heim frá 2 vikiia fríl 1973 i Noregi (með Willy Brandt) haldið 18 tclex- skeytum merktum trúnaðarmál, heima hjá sér, Skilaði hann þeim ekki fyrr en hann hafði verið áminntur. En starfsmaöurinn skýrði frá þvi uin leið, að opinberir starfs- inenn væru margir trassar I þessuin efnum, og þctta hcfði ekki þótt óvcnjulegt. Ætluðu að hafa með $ér kyrkislöngur á völlinn Brezk vfirvöld ætla að hrinda af stað rannsókn á þvi, hvað knýi ungmenni til skem mdarverka og ofbeldis á ferðalögum þeirra til þess aö fylgjast með knattspyrnuleikjum. Vandalismi ungra knattspyrnuaðdáenda er orðinn þjóðar- skönim i Bretlandi, og hefur m.a. neyttbrezku járnbrautirnar til að lcggja niður sérstakar ferðir til að flytja fólk milli staða aö horfa á knattspyrnuleiki. Nýjasta uppátæki þcssara pörupilta laut aö þvi að stela tveim- ur fimm metra löngum kýrkislöngum og ætluðu þeir að smygla heiin meðsér inn á völlinn i leik Southampton næsta laugardag. Fœr ekki að giftast unnusta sínum Austurrisk kona, sem hafði vonazt til þess að fá að gifta sig I Moskvu i gær, varði I stað deginum til hungurverkfalls I Sankti Stefáns dómkirkjunni i Vinarborg. Hún er að mótmæla synjun Kremlherranna um leyfi til að koma til Sovétrikjanna. Þcssi 32 ára kennslukona neytti aðeins vatns I gær og kvaðst ekki inundu láta annaö inn fyrir sinar varir, mcöan sovézk yfir- völd sætu við sinn keip. Unuusti hennar i Moskvu sagði blaðamönnum á meöan, að þau ætluðu sér að lcita til leiðtoga þeirra 35 rikja, sem undirrituðu llclsinki-y firlýsinguna, eftir hjálp til þess að fá Sovétstjórnina til að standa við loforðin um að greiða fyrir hjónaböndum milli fólks af óliku þjóðerni. Fresturinn rann út hjá Claustre í gœr Utanríkisráðherra Chad sakaði Frakklandsstjórn i gær um ó- þolandi afskipti af innanrikismálum I Chad og átti þar við til- raunir Frakka til þess að bjarga Francoise Claustre úr höndum uppreisnarmanna i Chad. Franska stjórnin hcfur boðið uppreisnarmönnum peninga, ökutæki, og hjálpargögn i skiptum fyrir konuna. — Uppreisnar- mcnn liöföu liótaö að taka hana af lifi i gær, ef lausnargjaldið bærisl ekki áöur en frestur rann út. Af þvi varö þó ekki I gær, og hefur enn fengizt frestur til aö reyna að ná fornleifafræðingnum og eiginmanni hennar, sem sömuleiðis er fangi uppreisnarmanna I Tibesti-eyðimörkinni, úr prisundinni. En það hefur tafið málið mjög, að yfirvöld I Chad eru mjög ó- samvinnuþýð, enda óttast þau, að uppreisnarntennirnir noti 10 ntilljón franka lausnargjaldið til frekari hryðjuverka. Hér er John Lennon ásamt Yoko Ono. LENNON FÆR FREST Vonir hafa vaknað að nýju hjá John Lennon, eins úr gamla Bítlahópnum, i tveggja ára til- raunum hans til að fá dvalar- og atvinnulcyfi i Bandarikjununt. Yfirvöld, scnt höfðu visað honum úr landi, frestuðu aö senda hann burt, þvi að kona hans, Yoko Ono, scm hefur dvalarleyfi i USA, gengur kona ekki einsömul. — Þykir of kald- ranalegt að stia þcirn i sundur úr þvi þannig stendur á. Það, sem yfirvöld I USA fiuna Lennon til foráttu, er gamalt mál, þar sein eitt sinn á ferðum Lennons fundust I fórum hans hass-fikniefni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.