Vísir - 24.09.1975, Side 15

Vísir - 24.09.1975, Side 15
Vísir. Miðvikudagur 24. september 1975 15 1973 Þannig var útlitið 5. febrúar 1973, þegar hálfbyggt hús þeirra Sævars og Astu var næstum allt komið undir ösku. ,,Brostnar vonir" kölluðum við mynd sem birtist i Visi 5. febrúar 1973. Myndin var af húsi í byggingu í Vestmanna- eyjum. Gosaska hafði næstum fyllt hálfbyggt húsið að innan. Eigendurnir flúðu frá Eyjum, eins og aðrir íbú- ar þar. Meðan á þessum hörmungum stóð, hafa þeir tafarlaust hugsað mikið um það hvort húsið kæmi nokkurn tímann til með að risa meira en orðið var. Myndina, sem Guðmundur Sigfússon, fréttaritari Visis í Eyjum tók fyrir skömmu, mætti kalla ,,Bjartar vonir BJARTAR VONIR VAKNA Á NÝ vakna". Hún er af sama húsinu sem nú er orðið fokhelt. Eigendurnir, hjónin Sævar Tryggvason og Ásta Sigurðardóttir, eru komin aftur og ætla að Ijúka við að byggja húsið. Viðlagasjóður yfirtók húsiðá sínum tíma. Rúm- um tveimur árum eftir að gosið hófst, keyptu þau Sævar og Ásta húsið aftur af sjóðnum og hófu endurreisnarstarf ið. ,,Við hefðum líklega ekki komið aftur, ef við hefðum ekki fengið þetta hús," segir Sævar. -OH. i dag: Húsiö sem við tötdum dæmi um brostnar vonir fyrir rúmum tveimur árum, er nú dæmi uin hið gagnstæða. Sævar og Ásta, húseigendurnir, standa á þakinu. Ljósm.: Guðmundur Sigfússon. 1975 NÝR BJÖRGUNAR- BÚNINGUR Eins og kunnugt er eru nú oliuborpallar víða i Norðursjó. Flogiö er með oliuverkamenn- ina til vinnu i þrylum. Augljóst mál er að verulegt hættu- ástand getur skapazt ef eitt- livað fer úrskeiðis með þyrl- una og mennirnir fara i sjóinn. Talið er að óvarinn maöur geti ekki lifað nema i sex minútur i úfnum Noröursjónum að vetrarlagi. Nú hefur hins vegar Shell, i samvinnu við British Airways látið hanna sérstakan björgunarbúning, sem getur haldið lifi i mönnum i isköldum sjónum i allt að 1 1/2 klst. Búningur þessi er af sérstakri gerð, tvöfaldur með lausri hettu. Hann er svo þjáll að engum erfiðleikum á að vera bundið að komast út úr flaki þyrlu sem hlekkzt hefur á, á augabragði. Shell fyrirtækið i Bretlandi hefur þegar pantaö 200 slika búninga og i framtiðinni er ætlunin að allir þyrlufarþegar verði iklæddir slikum búningum þegar flogið verður með þá til fjarlægra borpalla. Kannski eitthvað fyrir okkur?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.