Vísir - 26.09.1975, Síða 7
Vísir. Föstudagur 26. september 1975
7
Beizk
bernskuár
Golda, eins og tsraelar kalla
hana allir, mótaðist mjög af
reynslu bernskuáranna. Hiin
fæddist í Rússlandi 1898, og
hefur henni aldrei liðið úr minni
hræðslan við ofsóknirnar á
hendur gyðingum. Frá þeim
árum á hún margar sárar minn-
ingar, sem fylgt hafa henni
siðan. Þær viku ekki einu sinni
frá henni, þegar hún var flutt
með foreldrum sinum og tveim
systrum til vinafólks i Milwauk-
ee i Bandarikjunum.
Oft vitnar hún til þessara ára,
þegar hún á mannamótum vill
skýra trúsina á þvi, að gyðingar
þurfi að eiga sterkt riki sem þeir
geti varið sjálfir. Það var þessi
trú, sem leiddi hana til kibbutz
(samyrkjubús) i Palestinu 1921
og svo þaðan i stjórnmálaat-
hafnir og stofnun rikisins, þar
sem hún starfaði við hlið manna
eins og David Ben Gurion.
Ótrúlegur
Meir hafði dregið sig i hlé frá
þingstörfum þegar hún var
kvödd til 1969, þá orðin sjötug.
Nóga hafði hún þó reynsluna.
Hún hafði verið fyrsti ambassa-
dor Israels i Sovétrikjunum.
Hún hafði einnig gegnt
embættum atvinnumála-
ráðherra og utanrikisráðherra.
En fyrst og fremst var hún þó
valin til að afstýra klofningi
innan flokksins, sem spratt upp
eftir fráfall Levi Eshkol,
forsætisráðherra.
1 bók sinni rifjar Golda Meir
upp að skoðanakönnun hafði
bent til þess, að einungis 3%
þjóðarinnar hafði hugsað sér
hana i forsætisráðherra-
embættið. Liklegastir þóttu þá
Moshe Dayan, varnarmálaráð-
herra og Yigal Allon, þáverandi
aðstoðarforsætisráðherra.
Með tregðu tók Golda að sér
þetta nýja hlutverk og ekki fyrr
enhúnhafði áður fengið til sam-
þykki barna sinna sem þá voru
gift og höfðueignast sinar eigin
fjölskyldur. En áður en margir
mánuðir voru liðnir hafði hinn
sterki persónuleiki hennar,
alræmd þrjózka og ef til vill
einnig ömmubragurinn á henni
skapað henni öruggan sess.
Skoðanakannanir sýndu þá, að
80% þjóðarinnar bar til hennar
fullkomið traust.
Þjáningar strlðsfanganna fengu
mjög á Goldu og afhroð þjóðar
hennar i strfðinu.
Ömmulegt fas hennar veitti
henni tvimælalaust brautar-
gengi.
Margt hefur verið lagt á herðar
þessarar konu um ævina.
Húsmóðirin Golda: Hvernig lízt
þér á nýja leirtauið mitt?
frami
Þrátt fyrir allan þann frama
sem henni hlotnaðist innan
verkalýðshreyfingar Israels
hafði hvorki hana né flokks-
bræður hennar nokkru sinni
órað fyrir þvi að hún- ætti eftir
að verða forsætisráðherra.
Staðreyndin var sú, að Golda
Yom Kippur-
stríðið
En þegar henni verður sjálfri
litiö i bókinni aftur til þeirra
atburða, sem hæst ber á ævi
hennar, er greinilegt, að mest
hefur Yom Kippur-striðið 1973
fengið á hana, en þá var hún
forsætisráðherra. Sektar-
kenndin nagar hana. Hún kemst
við af tilhugsuninni um hversu
mörg mannslif það kostaði að
Israelsher létárásina koma sér
að óvörum. Henni er ekki næg
sárabót að Israel varðist falli.
Má vera að það hafi átt fullt eins
Tiikinn þátt i þvi að hún sagði af
t fararbroddi herráðsforingja I fremstu vlglinu á landi, sem heyrði
til Egyptalandi.
Jafnvel heima með þjóðhöfð-
ingjum (hér með Nixon) og viö
pottana i eldhúsinu.
Engan óraði fyrir þvi að hún
ætti eftir að verða forsætisráð-
herra.
Golda haföi mikiö álit á dr.
Kissinger.
sér og dró sig i hlé frá stjóm-
málunum ekki löngu siðar, og
aldurinn, þreytan og óskin um
að verða aftur venjuleg amma,
sem gaukar smákökum að
barnabörnum sinum.
„Þetta er þó ekki svo mikil
Þrjózku hennar var viðbrugðið.
Hún hefur gegnt þrem ráð-
herraembættum.
spurning um sektarkennd. Ég
er nógu raunsæ til að sjá, að það
hefði verið út i hött hjá mér að
fyrirskipa herútkall þegar tekið
er tillit til þess hve sannfærð
leyniþjónusta okkar var um að
ekki kæmi til striðs,” segir hún.
,,En samt hefði ég átt að hlýða
rödd minnar eigin skynsemi
sem sagði mér að kalla út vara-
liðið. Og með þá hræðilegu vissu
verð ég að lifa það sem eftir er
ævi minnar.”
t bókarlok kemur fram hjá
henni, að hún hefur þó ekki
glatað bjartsýni sinni eða trú. —
,,Ég trúi þvi, að við öðlumst frið
með nágrönnum okkar. En ég er
jafn sannfærð um að enginn
muni semja frið við máttvana
Israelsriki. Ef Israelsriki er
ekki öflugt verður enginn
friðurinn,” ályktar hún.
i
■
s
:
:
■
■
:
::
SS
SS
SS
1
::
::
SHHttHHHHtttttt:;:::::::::::;
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::H::::::::H:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::u::::::n:::::::::::H:::::::::::::::::::::::::::::::H:::::
■ ■■