Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 3
VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975 3 Hár- og fatatíska hausts- ins sýnd í Sigtúni Norðurlandamót i hárskurði og hárgreiðslu verður haldið 16. nóvember n.k. i Osló. Fimm hárskerar og jafn margir hár- grciðslumeistarar munu fara frá islandiá mót þetta og er það i fyrsta sinn sem hárskerar frá isiandi fara. Áður hafa hár- greiðslumeistarar sótt mótið. Eins og margir minnast var haldið tslandsmót i vor i hár- greiðslu og hárskurði. Fulltrúar tslands á Norður- landamótinu munu sýna i Sig- túni n.k. sunnudag kl. þrjú. En þar verður reyndar margt fleira á dagskrá. Karon samtök- in ætla að sýna þar margs konar fatnað og nýsveinar hár- greiðslu. Heiðar Jónsson ætlar að sýna hvernig á að farða og hártoppar og hárkollur fyrir herra ætlar svo hárskerameistari að sýna (Villi rakari). Einnig munu nokkrir hár- skerar sýna nýjustu hártískuna. —EKG A æfingu hjá Flugbjörgunarsveitinni. Rekstúr sveitarinnar kost- ar peninga og tii þess að afla fjárins efna félagar sveitarinnar nú til merkjasölu. Fiugbjðrgunar- sveitin 25 óra Merkjasala á morgun, og söluhœstu börnin fá klukkutíma útsýnisflug Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík verður eins og aðrar hjélparsveitir að treysta á sjálfa sig þegar um rekstrarfé er að ræða. Hjálparsveitir fá al- mennt takmarkað fé frá opinberum aðilum. 1 tilefni af 25 ára afmæli sveit- arinnar, sem er um þessar mundir, verður merkjasala á morgun, laugardag. Merkjasalan er einn helsti tekjuliður Flugbjörgunarsveit- arinnar. Sölubörn geta fengið merki afhent i skólum borgarinnar. Þau börn sem verða söluhæst, fá klukkutima útsýnisflug með Vængjum. Það er þvi um að gera fyrir þau að spjara sig. Félagar flugbjörgunarsveit- arinnar selja einnig merki sveitarinnar á götum borgar- innar og úr snjóbil sem verður á Lækjartorgi. —ÓH Fljúga í allan vetur vestur tll Chicago Vetraráœtlun millilandaflugs tekur gildi Nú um mánaðamótin gengur i gildi vctraráætlun millilanda- flugs Flugfélags islands og Loft- leiða. Flugið verður ineð svipuðu sniði og siðasta vetur. Þó verður sú breyting, að nú fljúga Loftleiðaþotur allan vetur- inn til Chicago, en i fyrravetur varð hlé á þvi flugi, bæði fyrir og eftir hátiðir. Þá verður ekki beint flug til Stokkhólms yfir vetrar- mánuðina. Millilandaflugið verður annars, sem hér segir: Til New York verður daglegt flug, brottför frá Keflavikurflugvelli kl. 17:15. Til Chicago verður flogið á þriðju- dögum og föstudögum, brottför frá Keflavik kl. 17:30. Til Luxem- borgar verða niu ferðir i viku, það er daglegar ferðir og tvær ferðir á miðvikudögum og laugardögum. Til Kaupmannahafnar verða dag- legar ferðir, brottför frá Keflavik kl. 08:30. Til Glasgow verða fjór- ar ferðir i viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, brottför kl. 08:30 og á laugardög- um, brottför kl. 08:00. Til London verða ferðir á þriðjudögum, brottför kl. 09:00 og á laugardög- um, brottför kl. 08:00. Auk þess Lundúnafer.ðir um Glasgow sem að framan getur. Til Osló veröa tvær ferðir i viku, á fimmtudög- um og sunnudögum. Ferðir frá Osló verða á þriðjudögum og laugardögum. Til Færeyja verður flogið á sunnudögum. Félögin munu nota DC-8-63 þot- ur, Boeing 727 þotur og F-27 Friendshipskrúfuþotur til ofan- greindra áætlunarflugferða. 6000 skótar Sex þúsund skátar eru nú starf'andi á islandi i fjörutiu skátafélögum. Starfsemi skáta- félaganna hefur verið þrótt- mikil. hin siöari ár. Þetta kom m.a. fram á skátaþingi þvi sem haldið var á Akranesi dagana 24.-—26. októ- ber sl. Þing þetta sóttu um 100 fulltrúar viðs vegar að af land- inu. Á þessu þingi voru fjögur skátafélög tekin inn i samband- ið. Að þessu sinni voru flutt fjöldatnörg erindi á skátaþing- inu og var einnig starfað i um- ræðuhópum. Sl. sumar sóttu um 350 skátar frá tslandi alheimsmót skáta, sem haldið var i Noregi sl. sum- ar. t lok skátamótsins var kosin stjórn Bandalags islenskra skáta. Formaður, Páll Gislason, var endurkjörinn. EKG Á að leggja niður búskap í Þingvallasveit? Ábúendur Kára- og Brúsastaða í málaferlum við rikið og Þingvallanefnd „Stefnendur leggja höfuð- áherslu á að fá erfðaábúð. Mér kemur undarlega fyrir sjónir að algert samkomulag geti ekki náðst um það atriði, aö minnsta kosti, enda getur það ekki þjón- að neinum skynsamlegum til- gangi að jarðir þessar fari i eyði i náinni framtið," sagði Jón E. Ragnarsson, lögfræðingur ábú- endanua, er Visir spurði hann uin þessi málaferli. Ábúendur Kárastaða og Brúsastaða i Þingvallasveit standa nú i málaferlum við fjár- mála- og landbúnaðarráðherra og Þingvallanefnd, til að fá með dómi viðurkenndan rétt sinn til að kaupa ábúðarjarðir sinar, sem eru i rikiseign. Málshöfðun er grundvölluð á lagaákvæðum sem virðast veita ábúendum rikisjarða ótviræðan rétt til þess að kaupa jarðirnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þ.e. að hafa setið jörðina vel i ákveðinn tima og að landið sé ekki eða verði ekki á næstunni nauðsynlegt i opin- bera þágu. Til vara krefjast ábúendur að þeim verði veitt erfðaábúð og grundvalla þá kröfu á lögum þarað lútandi sem eru háð svip- uðum skilyxðum og að framan greinir. Friðun Þingvalla Núverandi ábúendur jarð- anna telja þessi skilyrði uppfyllt. Þessi málaferli hafa verið i gangi siðan i mars ’75 fyrir aukadómþingi Arnessýslu, en nú hefur dómsmálaráðherra skipað Hrafn Bragason setudómara i málunum, þar sem sýslumaður hefur vikið sæti úr dóminum. Aður en til málfhöfðunar kom höfðu ábúendur sett fram kröfur sinar bréflega til viðkomandi aðila, en þeim var báðum synjað, m.a. með tilvisun til laga um friðun Þingvalla. Þess skal getið að jarðir þær sem um ræðir standa báðar utan þjóð- garðsins á Þingvöllum. „Stefnendur þessara mála hafa stundað búskap á jörðun- um um langan tima og telja óaðgengilegt að ábúð jarðanna geti ekki verið tryggð sér og sinu fólki til frambúðar. „Mér virðist'sem lagareglur styðji algjörlega þær kröfur sem gerðar eru i málunum, en forsendur lagaákvæða um kauprétt og erfðaábúð eru kunnar og miða að þvi að halda jörðum i ábúð,” sagði Jón E. Rangarsson. Visir gerði itrekaðar tilraunir til að ná sambandi við Sigurð Ólason, lögfræðing hinna stefndu i þessum málaferlum, en það tókst ekki. > —EB Listamaðurinn og skúlptúrinn i Norræna húsinu „MANNLÍF f FJÖRTRUM", SÝNING BJÖRGVINS HARALDS- SONAR í NORRÆNA HÚSINU Björgvin Sigurgeir Iiaralds- -son opnaði á morgun sýningu i Norræna húsinu. Verkum á sýn- ingunni má skipta i fimm hluta, en þar cr að finna tússmyndir, túss- og vatnslitamyndir, kol- myndir, olíumypdir, skúlptúr og lágmyndir. Björgvin sagði okkur, er við hittum hann að máli, að túss- myndirnar væru unnar með gamalli aðferð, sem er mjög seinvirk. Þar er að finna myndaflokk, sem hann nefnir „Mannlif i fjötrum”. Leitast listamaðurinn þar við að sýna fram á einangr- un mannsins — og þær hömlur sem eru settar á einstaklingana. Hver mynd er þó sjálfstætt verk út af fyrir sig. Þessar myndir eru 14 talsins, unnar á árunum 1973 og '74. I sýningarskrá segir Frey- steinn Gunnarsson m.a. um listamanninn: „Hanniærði ung- ur að fara með blýant og vatns- liti, svo að snemma hefur beygst krókurinn að þvi, sem verða vildi. Námsferil á hann langan að baki. Tvitugur að aldri lauk hann búfræðiprófi eftir tveggja vetra dvöl á Hvanneyri og siðan eins árs nám i búfræðideild Mennta- skólans á Laugarvatni. Tvo vet- ur var hann við nám i Handiða- og myndlistarskólanum i Reykjavik og sömuleiðis tvo vetur i Myndlistarskólanum. I Hamborg i Þýskalandi var hann viö nám 1960 og '61 i Stattliche Hochshúle fúr bildende Kunste. Smiðakennaranámi i handa- vinnudeild Kennaraskólans lauk hann 1963. Og loks var hann við framhaldsnám i Osló i Nor- egi 1970—'71 i Statens lærer- skole i formning og Statens Handværks og Kunstindustri- skolen. Þar lauk hann kennara- prófi i myndlistum fyrir fram- haldsskóla með litafræði og skrift sem aðalgreinar." Björgvin hefur nú stundað kennslustörf á annan áratug og er hann nú fastakennari við Myndlista- og handiðaskólánn. Björgvin hefur haldið eina einkasýningu áður, árið 1968 i Unuhúsi. Jafnframt kennslustörfunum og myndsköpun hefur Björgvin unnið að skúlptúrverkum og lágmyndum. Þar á meðal er stórt myndverk úr steinsteypu. sem Reykjavikurborg keypti og reist hefur verið við Háaleitis- braut. Sýning Björgvins i Norræna húsinu verður opin frá 1,—9. nóvember, daglega frá kl. 2—10. ABj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.