Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 11
VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975 11 Af hverju klœðir | INIM 1 Coco Chanel kom mcð þetta i Paris. Fötin frá henni voru einkar glæsileg. En hún hvarf af sjónar- sviðinú i hvorki meira né minna en 30 ár. Þá kom hún aftur og dragtir hennar úr ljósu tweed efni slógu i gegn. 1947, þegar Evrópa var hægt og ægt að jafna sig eftir striðið, om þessi tiska frá Dior i Paris. iðir, öklasiðir kjólar, „veik- yggðar” axlir, grannt mitti. Allt nnað en tiska striðsáranna. Þctta hérna er lika tiska, jafn- vel þó þeir sem klæða sig svona viðurkenni það ekki. Þetta breyt- ist að visu ekki eins fljótt og hinn dæmigerði tiskufatnaður. En þetta er viss still: allt er mjúkt, litir og efni. Ekkert þrengir að og fötin eru þægileg. Þessi stúlka þykir tilheyra þeim liópi fólks i þjóðfélaginu sem fylgir tiskunni eins og hægt cr. Buxurnar eru svo þröngar að hún verður að leggjast á gólfið til þess að fara úr þeim. Stigvélin eru eitt það vinsælasta nú, mittis- jakkinn og permanettkruliurnar lika. Nú liefur tiskan oröið „mýkri” al'tur. i öllum fatnaði er mikið el'ni. Kjólar eru viðari og siðari, ermar langar og efnismiklar, kjólarnir eru þröngir i mittið og nú mega brjóst sjást aftur! þig einmitt svona? Hvers vegna klæðir þú þig? Og hvers vegna eins og þú gerir? Er það vegna þess að annars yrði þér kalt? Eða af þvi að þú vilt lita út á ein- hvern vissan hátt? Eða er það vegna þess að þú ert öruggari með sjálfan þig þegar þú ert í svipuðum fötum og allir aðrir? Kannski eru fötin þin lika uppreisn gegn tiskunni? Hvernig svo sem þú klæðir þig, segir það mikið um sjálfan þig. Fötin geta sagt til um hver eðahvaðþú ert, eða hvað þú vilt helst vera. Gallabuxur, T-skyrta, sitt hár> ogsvo framvegis sýnir jafn vel hvaða „hópi” fólks þú tilheyrir, eins og jakkafötin og hvita skyrt- an. Og ekki aðeins það. Hreyfing- ar, göngulag og framkoman öll mótastaf klæðnaðinum. Og öfugt. Áður voru það fjaðrir, steinar og blóm......... Föt hafa alltaf sagt til um hvaða „hópi” fólk tilheyrir. Áður átti næstum hver stétt sinn sér- staka búning: aðallinn, bændur, hermenn, bændur, skækjur, prestar og fleiri. Þetta tilheyrir reyndar okkar tíma en svona hefur þetta verið langt, langt aftur I aldir. Og svei þeim, sem dirfðist að klæðast einhverju „finna” en tilheyrði hans stétt. Ein ástæðan fyrir þvi að fólk klæðir sig er til þess að skreyta sig. Löngu áður en við fórum að vef ja okkur innan i húð- iraf öðrum dýrum, skreyttum við okkur með steinum, fjöðrum og blómum. Næst var það snyrtingin. Menn máluðu sig i framan og reyndar likamann allan með alls kyns lit- um. Og forfeður okkar náðu fram vissum hlutum likamans með þvi að mála þá á sérstakan hátt. Hvernig verður tiskan til? Ný tiska verður til vegna ýmissa hluta. Hún slær i gegn ef hún kemur fram á réttum tima. Þá geturtildæmis trúarhreyfing, strið, poppstjarna, rithöfundur, leikari eða einhver af konungsætt verið fyrirmyndin. Tiskan nær siðan hámarki sinu og deyr. Um leið kemur eitthvað nýtt fram á sjónvarsviðið. Litum til dæmis á kjóla kvenna i siðasta striði. Þeir voru þröngir, mittið beint, axlirnar breiðar og allir kjólar höfðu axlapúða. 1947 breyttist tiskan. Kjólarnir voru þannig gerðir að konurnar áttu að hafa „litlar og hjálpar- vana” axlir, örgrannt mitti og kjólarnir voru nokkuð viðir og náðu að öxlum. Brjóstin þurftu lika að vera fyrir hendi. Pólitlk, leikarar og fólk i fréttum hafa áhrif Pólitik hefur haft áhrif á tisk- una. Það sýnir liðinn timi. Um 1500 var Spánn sem réði öllu um tiskuna i Evrópu. Franska bylt- ingin hafði mikid áhrif á klæða- burðinn. Viktoria drottning i Eng- landi hafði þá ekki sfður áhrif. Loks kom röðin að Bandarikj- unum, sem breyttu öllu til hins léttara. Það var lika þar sem „hippatiskan” og „antitiskan”' sló fyrst um sig. Leikarar og listamenn hafa lika haft áhrif. Við getum nefnt Schiller og Byron og svo Gretu Garbo. Fólk sem stöðugt er i fréttunum hefur lika mikil áhrif. Jacqueline Kennedy á til dæmis að hafa haft mikil áhrif. Og marga fleiri mætti nefna. Þeir ungu ráða.......... Hér áður fyrr voru hlutirnir ekki eins fljótir að gerast i tisku- heiminum og nú. Nú gerist allt fljótt. Allir hafa rétt á að klæða sig eins og þeim þykir þægilegt og eftir þvi sem efnahagurinn leyfir. En þeir ungu ráða. Þeir skapa tiskuna. Tuttugu ára gamlar stúlkur, með litinn og sætan rúnaðan rass, geta spókað sig um i þröngum gallabuxum og sagt: „Allir eiga að geta gengið i öllu. Það skiptir engu hver aldurinn er eða hvernig manneskjan er i laginu.” En hvað skyldu ömmur þeirra segja, sem hafa ef til vill breyst svolitið i vextinum? Fyrir ári siðan voru kjólarnir hlægilegir. Siðbuxur voru það eina sem gekk. Nú eru kjólarnir komnir aftur. Þannig gengur það. koll af kolli.. — EA Umsjón: Edda Andrésdóttir ammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmtmmammammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^^m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.