Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 17
VtSIR. Föstudagur 31. október 1975 17 1 Jú, þú getur fengiö vinnu hjá mér, sem VARA-HIRÐFÍFL! og sjónvarpi...? l>órdis Jensdóttir, 10 ára ncmi. „Svo hlusta ég á poppþætti i útvarpinu, t.d. á morgnana og svo lög unga fólksins.” „I sjónvarpinu i kvöld ætla ég að sjá biómyndina Þrir sakleys- ingjar. Ég horfði stundum á fréttir, en biómyndirnar finnst mér eiginlega skemmtilegast- ar.” Ingibjörg Sigfúsdóttir, hús- móðir og skrifstofumaður. „Hlusta frekar á útvarp” „Það er frekar að maður hlustar á útvarp, ef það er eitt- hvað sem þarf að gera,” sagði Ingibjörg Sigfúsdóttir, húsmóð- ir og skrifstofumaður. „Nú, ég hlusta alltaf á morgunútvarpið. Ef það er ein- hver skemmtileg saga á dag- skrá eftir hádegið reyni ég að hlusta á hana. Siðan hlusta ég á fréttir á kvöldin. Ég sé ekkert sérstakt i út- varpsdagskránni i kvöld, en ég reyni að hlusta á þáttinn Dag- legt mál. f sjónvarpinu fylgist ég einna helst með fréttunum og reyni að sleppa þeim ekki. Ég reyni lika að fylgjast með Kastljósi, en annars horfi ég frekar litið á sjónvarpið.” ,,Er fljótur að slökkva á útvarpinu” „Ég verð að viðurkenna, að ég er fljótur að slökkva á út- varpinu. Mér leiðist yfirleitt dagskráin, nema um létta tón- list sé að ræða. Þá vil ég hafa út- varpið lágt stillt.” Þetta sagði Bjarni Björnsson, bilaviðgerðarmaður, frá Fá- IHjarni Björnsson, bilaviðgerð- armaður. skrúðsfirði. Og hann bætti við: „Sinfóniur þoli ég ekki, nema ég geti hlustað á þær i algjöru næði.” Hann kvaðst alla vega hlusta á veðurfregnir, þegar hann leit yfir dagskrána. En hvað um sjónvarpið? „Það vantar meira af inn- lendu efni og þá sérstaklega utan af landsbyggðinni. Það er kannski eðlilegt að ég segi það, þar sem ég er utan af landi. Ég reyni að sæta lagi að horfa á fréttir og ég horfi stundum á Kastljós ef mér list vel á það efni sem tekið er fyrir. I þeim efnum er þó smekkur manna misjafn eins og i öðru.” „Það er of mikið af glæpa- þáttum,” sagði Bjarni, og hann sagði að litið væri um fræðslumyndir sem hann hefði gaman af að horfa á. Um mynd- irnar i sjónvarpinu i kvöld kvaðst hann ekki vita hvort hann horfði á. NÝmjóik Álfheiöur Jónasdóttir, húsmóðir og al'greiöslumaöur. ,,Vani að kveikja á morgunútvarpinu” Álfheiður Jónasdóttir, hús- móðir og afgreiðslumaður sagði: „Ég ætla að horfa á frétt- irnar i sjónvarpinu og svo Kast- ljós. Ég held ég hafi ekki áhuga á fleiru.” „Það er vani að kveikja alltaf á morgunútvarpinu, en ég get ekki sagt að ég hlusti samt á það. Hádegisfréttirnar hlusta ég á, en ég held það sé ekkert ann- að i útvarpinu i dag, sem ég hef áhuga á. Ég vel úr það sem ég hef áhuga á bæði i útvarpi og sjón- varpi, en sjónvarpsdagskráin finnst mér yfirleitt léleg.” ..Hlusta lielst á útvarpssögu barnanna” „í útvarpinu i dag ætla ég að hlusta á útvarpssögu barnanna „Tveggja daga ævintýri”. Ég næ að hlusta á hana þegar ég kem heim úr skólanum,” sagði Þórdis Jensdóttir, 10 ára nemi. # ..Útvarpið á allan daginn” .„Ég ætla tvimælalaust að sjá Kastljós,” sagði Eva Steinsson, húsmóðir og afgreiðslumaður. „Ég hef að visu ekki sjónvarp sjálf en ég hef tök á þvi að sjá þá þætti sem ég hef áhuga á. Nú, á eftir Kastljósi, mundi ég velja „Þrir sakleysingjar.” „Ég hlusta mikið á útvarp, og það er kveikt á þvi allan liðlang- ann daginn á vinnustaðnum. Ég kemst þvi ekki hjá þvi. Þar hlusta ég fyrst og fremst á frétt- irnar.” „I kvöld list mér frekar illa á dagskrána. Á tónleika hlusta ég yfirleitt, en get þó ekki alltaf gefið mér tima til þess. Sögurn- ar get ég ekki alltaf hlustað á, en ef það er einhver sérstök, þá reyni ég að gefa mér tima til þess að hlusta.” — EA Eva Steinsson, húsmóðir og af- grciðsluinaður. UTVARP 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30. Miðdegissagan: ,,A fullri ferð” eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthiasson les (13). 15.00 Miðdegistónleikar Studio-hljómsveitin i Berlin leikur „Aladdin”, forleik op. 44 eftir Kurt Atterberg, Stig Rybrant stjórnar. Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur Sinfóniu nr. 1 i f-moll op. 7 eftir Hugo Alfvéni Stig Westerberg stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les*<3). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flyfur þáttinn. 19.45 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar íslands i Há- skólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. Einsöngvari: Elisabeth Söderström. a. Tilbrigði op. 56 eftir Brahms um stef eftir Haydn. b. „Scene dé Bere nice”, aria eftir Haydn. c. „1.41” eftir Jónas Tómas- son. d. „Portrait of Ðag Hammerskjöld” eftir Mal- colm Williamson. e. „Meistarasöngvararnir i Nurnberg”, forleikur eftir Wagner — Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöiþáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Skákfréttir. 22.55 Afangar. Tónlistarþáttur í umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir i stuttu máii. SJONVARP 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- iend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.30 Fortiðin á sér framtið. Gengnar kynslóðir hafa lát- ið eftir sig ómetanleg verð- mæti menningar og lista- verka. Þessi verðmæti verður meðöllum ráðum að varðveita. Kvikmynd frá Menningar- og visindastofn- un Sameinuðu þjóðanna. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 21.50 Þrír sakleysingjar. Tékknesk biómynd frá ár- inu 1967. Leikstjóri Josef Mach. Aðalhlutverk Jiriho Sováka og Marie Drahokoupilová. Ráðist er á stúlku, og skömmu siðar er stolið bifreið frá ferða- manni. Lögreglan fær lýs- ingu á glæpamanninum, og þrir menn.sem lýsingin gæti átt við, eru handteknir. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 23.20 Pagskrárlok. — Það litur út fyrir að þessi nýi ofn verði mikill tima- sparnaður fyrir þig. Nú geturðu brennt kjötið á helmingi skemmri tima en áður! Hvað líst þeim best á í útvarpi | I DAG | í KVÖLD I í DAG j í KVÖLD | í DAB |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.