Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 20
□0mn-n -JOg DZD= mmii02>i JiijOrrBiil^ <bt}-x u-j . z>nj>h 20 VÍSIR. Föstudagur 31. oktöber 1975 :|s LJQL! )H) *£* * * spa Spáin gildir fyrir laugardaginn 1. nóvember: Hrúturinn [ 21. mars—20. april : Notaðu þina góðu dómgreind i dag i sambandi við félaga þinn. Einhver þér nákominn hefur miklar áhyggjur, sem þú getur hjálpað til að létta á. Sparaðu ekki hrósyrði við maka þinn. Nautið 21. apríl—21. inai: Vertu hjálplegur við aðra i dag. Þegar þú ferð að versla i dag, er heppilegt fyrir þig að hafa ein- hvern, sem þú treystir vel með þér. Stilltu eyðslunni i hóf. Tviburarnir 22. mai—21. júni: Þetta ætti að verða góður og skemmtilegur dagur i dag. Gættu þess að ofgera þér ekki, hvorki við starf eða leik. Taktu tillit til þeirra sem eldri og reyndari eru, ef slikt er mögulegt. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Þú ættir að leggja aðaláherslu á heimilið og fjölskylduna i dag. Einhver þér nákominn á það til að vera einum of sjálfhælinn. Haltu öllu innan ákveðinna takmark- ana. Ljónið 24. júií—23. ágúst: Þú munt hljóta rikuleg laun fyrir góðar tillögur þinar, þótt þær virðist i fyrstu ekki vera snjallar. Þú ættir að sinna menningarleg- um málefnum i dag, jafnvel fara á listasýningu eða þvi um likt. es Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Nú er tækifærið til þess að lag- færa fjárhaginn eitthvað. Gerðu þeim sem vilja aðstoða þig ekki erfitt fyrir með þvermóðskuhætti. Vogin 24. sept.—23. okt.: Þú munt trúlega verða leiðitamur fyrir ákveðna persónu i dag. Nokkuð góður dagur til þess að breyta til og þú munt hljóta vinsældir i dag. Drekinn 24. okt.—22. nóv.: Þeir sem þú ert settur yfir setja sig á háan hest i 'dag. Láttu þér ekki sjást yfir smávægilega en nauðsynlega hluti i kvöld. Bogmaðurinn 23. nóv.—21. des.: Vinur þinn verður þakklátur fyrir aðstoð þina og góð ráð i dag. Vertu ekki of einstrengingslegur i dómum þinum um menn og mál- efni. Sinntu menningarmálum i dag. u Steingeitin 22. des.—20. jan.: Þér hættir til að vera of eyðslu- samur i dag þegar þú kaupir inn fyrir heimilið. Notfærðu þér tæki- færin sem verður á vegi þinum til að efla áhrif þin bæði á vinnustað og heima fyrir. Vatnsberinn _____ 21. jan.—19. febr.: Farðu þér svolitið hægt i dag, — sérlega ef þú ert á ferðalagi eða þarft að taka þátt i fundarhöld- um. Mundu að betra er að koma hlutunum i framkvæmd með ró- semi en miklum hamagangi. Fiskarnir _________ 20. febr.—20. mars: Þér hættir til að greiða hlutina of háu verði um þessar mundir. Forðastu að greiða hátt verð fyrir lélega vöru. Vertu skynsamur og leggðu fé til hliðar fyrir framtið- ina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.