Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 7
VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975 7 byggja, sú þriðja er einstætt foreldri, sú fjórða drykkfelld og til læknismeðferðar af þvi van- gæft barn hennar hafði dáið i höndum hennar, og sú fimmta „er nú bara sköpuð svona”. Hún er yngst og ólétt i annað sinn. Þessi hlutverk eru öll vel gerð, hvert á sinn hátt. Þó mun mörgum verða eftirminnileg- astur þáttur Soffiu Jakobsdótt- ur. Hinar eru Margrét Helga, Hrönn Steingrimsdóttir, Ásdis Skúladóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Og það er næsta furðulegt hvað þessum hópi tekst að greina sig i sundur i oft athyglisverðri persónusköpun. í aukahlutverkunum leikur Sigurður Karlsson, fram- kvæmdastjórann, kannski gott gervi fyrir svið, þótt þeir séu ekki svona hátiðlegir i raun- veruleikanum. Haraldur G. leikur skellinöðrugæjann nokk- uð sannfærandi, og svo kemur Kalli skraddari, kostuleg mann- gerð, leikin af Karli Guðmunds- syni með hárkollu og förðun, ekki til að apa eftir frænku Charleys, heldur til að undir- strika að öfugugginn, sem hanní leikur, litur á sig sem hina kvenlegu hlið málsins, en ekki þá karllegu. Svona er þekking- in, jafnvel innan leikhúsanna, orðin mikil. Ágætt byrjendaverk Kjartan Ragnarsson hefur skrifað ágætt byrjandaverk, SEXURNAR OG HOMMINN LEIKHUS Indriði G. Þorsfeinsson skrifar raunar miklu betra en maður trúði á að óséðu. I viðtölum við fjölmiðla átti hann bágt með að skýra efni leikritsins. Það er eðlilegt. Svona verk er klipið út úr islenzkum raunveruleika anno 1975, og of fjölþætt til að höfundur geti skýrt það i einni setningu. Hann hefði þá getað látið fjölmiðla hafa eftir sér setninguna og aflýst sýning- unni. Ég hef þá trú að Ragnar Kjartansson eigi eftir að koma töluvert við sögu leikhússins sem höfundur. Að visu tókst honum ekki að gera þetta að baráttuleikriti fyrir kvenrétti, kannski vegna þess að einhver önnur æð en skáldæðin hefur orðið fyrir þrýstingnum frá fimm kvenfélagasamböndum. En honum tókst að sýna, að kon- ur standa oft illa einar uppi i þessu lífi, og sem mæður og konur eiga þær við meiri og stærri vandamál að striða en karlmaðurinn, beri eitthvað út af i atferli og afkomu. Hlutverkum kvennanna er sýndur meiri sómi i leikritinu. Þær hafa sögu að segja og er- indum að gegna á sviðinu. Fremst fer gamla konan, leikin af Sigriði Hagalin, sem varpar trúverðugum blæ á herlegheit- in, hvenær sem hún stigur fram til að flytja mál annarrar kyn- slóðar kvenna. Aldur hennar er að þvi leyti réttur, að konur af yngri kynslóðum munu færri hafa lifað þvi undirokaða hús- lifi, sem hún er fulltrúi fyrir. Kemur það heim og saman við önnur hlutverk. Þar er meira vandamál að karlinn drekkur, annar hefur magasár og er að semur hann þetta verk með leiksviðið stöðugt fyrir hugar- sjónum. Hreyfingin innan sviðs- ins er samin inn i leikverkið, og möguleikar ýmsir notaðir á ein- faldan hátt og áreynslulausan. Leikstjórinn hefur einnig átt gott með að skilja höfundinn, þvi um einn og sama mann er að ræða. Söngtextar og lög eru eftir Kjartan, og þvi skilar hann öllu með prýði. Saumakonur þæfa amstursmál sín Aðeins eittskortirá, og það er textinn sjálfur, — orðræða leikaranna, — hann er á köflum ekki nógu skarpur, einkum þeg- ar maður að öðru leyti er að horfa á góða og fjörmikla sýn- ingu. Fyrir vikið verkar sýning- in samhæf i sprettum, en ekki samfelld að styrk. Allt tal er þó eðlilegt og stundum næsta litill leikhúsbragur á þvi. Saumakon- ur þæfa amstursmál sin. Karl- kynið er mest fjarverandi, eins og er við hæfi. Einn er sendill á skellinöðru,sem hikarekki við að játast óléttri stúlku, fórn sem aðeins karlmenn telja fórn, sbr. kyn höfundar. Skraddarinn er öfugur, eins og fyrr segir, og af þeim ástæðum, sem fyrr segir, og eru það karlarök fyrir svo holdlegri niðurlægingu. Fram- kvæmdastjórinn verður helzt skilinn sem einskonar laumu- kommi i iðnrekendastétt, ákaf- lega alþýðlegur maður sem drekkur með verkalýðnum. Hugsjón, sem fer vel i skáld- skap, en hana þyrfti að bera að á dramatiskari hátt en þann að ólendandi var fyrir norðan. Og eru þá talin aukahlutverkin. Maöur tekur sér penna í hönd á kvennaári og skrifar leikrit til að svara upp á bréf til Leikfélags Reykja- víkurfrá fimm kvennasamtökum islenzkum, þar sem vakin er athygli á því, að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að gera árið 1975 að kvenna- ári. Það er eins og gleymzt hafi að leiklistargyðjan (Thalia) er kvenkyns, og leikhúsið því i höndum kvenna frá upphafi. Hins vegar er góð vfsa aldei of oft kveðin. Uppaf ábendingum fimm þrýstihópa samtals er sprottin leiksýning, sem er hin skemmtilegasta, þótt nokkuð skorti á beittan texta, þar sem sinna á er- indi kvenfélaganna sérstaklega, og raunar sagt frá því berum orðum, að kvenfrekja hafi beinlínis orðið til þess að gera Kalla skraddara öfugan í kynferðis- áráttu. Auðvitað var ekki um slíkar upplýsingar beðið i bréfi kvenfélaganna. Kvennaárið leitt af sér nýtt leikritaskáld Það hefur löngum þótt nokk- uð áskorta að nóg væri af fram- bærilegum leikritaskáldum is- lenzkum, þótt hér skrifi að stað- aldri leikrit menn á borð við Halldór Laxness, Jökul Jakobs- son, Odd Björnsson, Jónas Árnason og Matthias Johannes- sen, að ógleymdum þeim hópi, sem skrifað hefur fýrir sjón- varp. Nú hefur kvennaárið leitt af sér nýtt leikritaskáld, sem er Kjartan Ragnarsson. Hann i reynd er ósvikinn karlmaður, og i reynd ósvikið leikritaskáld, eins og berlega sést á frumraun hans i Iðnó. Auðvitað er þessi helzti árangur kvennaársins eitt af vélráðum karlmanna. Kjartan Ragarnsson kann mjög vel til verka i leikhúsi, og eins og hann hefur sagt sjálfur, cyVíenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.