Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 14
1 4 VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975 LÍF OG LIST UM HELGINA Útdráttur úr hugmyndabók Niels Hafstein í Gallerí Output Njels Hafstein sýnir f Galleri Output, Laugarnesvegi 45. t fréttatiikynningu segir að „sýn- ingin sé úrdráttur úr hug- myndabókinni, riss og krass þeirrar stundar hugljómunar sem tengir þolandann við jörð- ina aftur. í uppsetningu er þróunarfer- illinn rakinn og skoðandanum gefnar frjálsar hendur til álits og umræðu endanleg útfærsla getur i flestum tilvikum verið háð smekk hans. Sumar hugdetturnar eru auð- vitað rugl eða grin, en megnið er þó tengt alvarlegri mynd- hugsun. Engin tilraun er gerð til að fegra hlutina með umgerð af finni sortinni, gleri og dýrum ramma, þeir eru imyndir hugs- unar, ekkert annað.” Sýning þessi er opin um helg- ina kl. 4—9 og einnig um næstu helgi á sama tima. Niels Hafstein hefur áður tek- ið þátt i sýningum Myndhöggv- arafélagsins i Reykjavik á Isa- firði, Akureyri, i Keflavik og Reykjavik. Sýningarsalirnir Listasafn islands: Yfirlitssýn- ing á verkum Jóns Engilberts. Listasafn A.S.Í.: Sýning á lista- verkagjöf frú Margrétar Jóns- dóttur, siðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir: Helga Haralds- dóttir sýnir verk sin, siðasta sýningarhelgi. Einnig er opin sýning á verkum Jóhannesar Kjarval. Norræna liúsið: Sýning á verk- um Björgvins Sigurgeirs Har- aldssonar. Galleri SÚM: Sýning á verkum Tryggva Ólafssonar. Sýningarsalur Brautarholti (>: Einkasýning á verkum Jóhann- esar Kjarvals. Galleri Output: Niels Hafstein sýnir. Franska bókasafnið: Ljós- myndasýning. Liðsmenn „Hickory Wind” eru allt ungir menn og heita: Bob Shank, Sam Morgan, Pete Tenney, Mark Walbridge og Glen McCarthy. Tataratónlist frá Appalachia í Tónabœ á sunnudaginn Fimfn manna bandarisk söng- og strengjasveit kemur til landsins næstkomandi sunnu- dag og heldur þá um kvöldið tónlcika i Tónabæ kl. 20. Sveitin nefnist „Hickory Wind" og stoppa þeir félagar á leið sinni i hljómleikaför um Evrópu og N.-Afriku. Koma þeir hingað á vegum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna. Tónlist „Hickory Wind” er svo kölluð „blue-grass” tónlist, en sjálfir kalla þeir hana „tat- aratónlist frá Appalachia”, sem er fjallasvæði á austurströnd Bandarikjanna. „Hillbilly” er annað orð fyrir þessa tónlist en flokkurinn bindur sig þó ekki eingöngu við slika tónlist, heldur leikur einnig „country rock” og „blues”. Liðsmenn sveitarinnar eru allir á aldrinum 23-25 ára og eru uppaldir i Vestur-Virginiu, þar sem tónlist þeirra er upprunnin. Þeir leika á alls 10 hljóðfæri og segir hljóðfæraskipan þeirra e.t.v.mest um tónlist þeirra fé- -laga, en hljóðfærin eru: Gitar, banjó, fiðla, bassi, dulcimer, mandólin, dobro, kazoo, kalt- nesk harka og munnharpa. Tónleikarnir i Tónabæ verða einu tónleikar sveitarinnar hér- lendis, en sveitin leikur þó einn- ig fyrir hermenn á Keflavikur- flugvelli. Frumsýning á Carmen í Þjóðleikhúsinu í kvöld í kvöld er frumsýning á óper- unni Carmen eftir Bizet i Þjóö- lcikhúsinu er og er það i fyrsta skipti sem Carmen er sett á svið hér á landi. Illjómsveitarstjóri er Bodan Wodiczko en leikstjóri Jón Sigurbjörnsson. Þýðingu gerði Þorsteinn Valdimarsson og Baltasar sér um spánska umhverfiö og búninga. Tvær söngkonur hafa æft hlut- verk Carmenar, söngkonurnar Sigriður E. Magnúsdóttir og Rut Magnússon og mun sú siðar- nefnda syngja hlutverkiö nokkr- um sinnum. í hlutverki Escamillo er finnski bari- tonsöngvarinn, Walton Grön- roos, ungur söngvari, sem þreytti frumraun sina i Helsing- forsóperunni i fyrra. Nú i haust varhannráðinn viðeitt fremsta óperuhús veraldar, Þýsku óper- una i Berlin. Grönroos syngur aöeins á nokkrum fyrstu sýn- ingunum en siðan tekur Jón Sig- urbjörnsson við hlutverkinu. í hlutverki Don José er Magnús Jónsson en Ingveldur Jónsdóttir fer með hlutverk Michaelu og er það hennar fyrsta stóra hlutverk. Ýmsir kunnir söngvarar eru I öðrum hlutverkum;Svala Nielsen, Elin Sigriður E. Magnúsdóttir i hlut- verki hinnar eldfjörugu Car- menar. Sigurvinsdóttir, Kristinn Halls- son, Garðar Cortes, Hjálmar Kjartansson og Halldór Vil- helmsson. Margir leggja hönd á plóginn i sýningu Carmenar, er talið að ekki komi færri fram en 70 manns á sýningunni. Erik Bid- sted kom til landsins til að æfa dansatriðin en þar koma fram Örn Guðmundsson og fimm dansmeyjar úr Islenska dans- flokknum, þær Helga Bernhard, Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur, Nanna ólafsdóttir og Auður Bjarnadóttir. Þjóðleikhúskórinn gegnir stóru hlutverki, alls eru 36 söngvarar i kórnum að þessu sinni. Þá kemur einnig fram drengjakór og nokkrir aukaleik- arar. Sinfóniuhljómsveit ts- lands leikur undir stjórn kon- sertmeistaranna Guðnýjar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Steingrimssonar. Carmen var fyrst frumsýnd fyrir réttum 100 árum og þótti frumsýningin mistakast og áhorfendur og gagnrýnendur tóku verkinu fálega. En þetta breyttist fljótlega og Carmen varð 1 hópi þeirra verka sem vinsælust hafa verið með öllum almenningi. Leikhúsin um helgina.. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Óperan Carmen verður á stóra sviðinu i kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöld. Barnaleikritið Kardemommubærinn verður á stóra sviðinu kl. 3 á sunnudag og er það næst siðasta sýning. Barnaleikritið Milli himins og jarðar verður á litla sviöinu kí. 11 f.h. á sunnudagsmorgun. IÐNÓ: Fjölskyldan i kvöld. Annaði kvöld Skjaldhamrar og á sunnu- dagskvöld Saumastofan. LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: Söngleikurinn Bör Börsson jr. á sunnudagskvöld. Málverkasýning í Keflavík: Þorlákur Haldorsen sýnir í Iðnaðarmannasalnum Næstkomandi laugardag, kl. 4 siðdegis, opnar Þorlákur Ilal- dorsen listmálari, málverka- sýningu i Iðnaðarmannasaln- um, Tjarnargötu 3, Keflavik. Þorlákur sýnir 34 oliumyndir og 15 pastelmyndir og teikning- ar. Er þetta 16. einkasýning Þorláks. Sýningin verður opin daglega frá kl. 4-10 til sunnu- dagsins 9. nóvember. Myndirnar eru allar málaðar á s.l. 2 árum. Þorlákur er vel þekktur reyk- vikingur og hefur um árabil rekið listaverkaverslun á horni Klapparstigs og Laugavegar. — Hvernig gengur verslunin hjá þér? — Ég er löngu hættur meö hana. En ég hef hins vegar vinnustofu mina á Laugavegin- um og þegar ég hef lokið við mynd, læt ég hana frarn „i búð- ina”. — Þetta er þá eins konar einkagalleri hjá þér? — Það má segja það, ég gæti opnað hvenær sem er þess vegna, en mér finnst þetta of lit- ið húsnæði. — Það er mikil gróska i mál- verkasýningum um þessar mundir? — Það er nú meiri ósköpin, sagði Þorlákur og hló við. — Og það seljast þessi ósköp af mál- verkum. — Er það e.t.v. vegna verð- bólgunnar sem fólk kaupir svona mikið af listaverkum núna? — Það má vel vera, sagði Þor- lákur, ég skal ekki segja um það, en það er góð leið að ávaxta fé sitt með þvi að kaupa góö listaverk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.