Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 6
& VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975 VISIR (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Augiýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasöl u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Lágkúra eftirlitsmannanna Hinir pólitisku eftirlitsmenn stjórnarflokkanna i svonefndu framkvæmdaráði Framkvæmdastofnun- ar rikisins eiga nú greinilega i vök að verjast. Um- ræður þær sem Visir vakti upp nú i haust um þetta efni hafa leitt til þess að ekki verður dregið öllu lengur að. afnema pólitiska eftirlitsmannakerfið i yfirstjórn stofnunarinnar. Viðbrögð eftirlitsmannanna við þeirri hörðu gagnrýni, sem fram hefur komið, eru hin furðuleg- ustu. Um þverbak keyrði þó á Alþingi siðastliðinn miðvikudag, þegar annar þeirra réðst með lágkúru- legum hætti að einum virtasta hagfræðingi landsins af þvi að hann hefur leyft sér að gagnrýna núver- andi stjórnarhætti i Framkvæmdastofnuninni. Þessi litilmannlega aðdróttun sýnir glöggt, að formælendur eftirlitsmannakerfisins hafa ekki lengur fram að færa málefnaleg rök málstað sinum til framdráttar. Nú er að þvi komið, að eftirlits- menn stjórnarflokkanna i yfirstjórn Framkvæmda- stofnunarinnar verði að vikja. Það skemmsta sem rikisstjórnin getur gengið i væntanlegu frumvarpi um breytingar á Framkvæmdastofnuninni er a£- nám eftirlitsmannakerfisins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti mótatkvæðalaust siðastliðið vor, að lög um Fram- kvæmdastofnunina ætti að endurskoða með það fyrir augum að afnema hið flokkspólitiska eftirlits- mannakerfi stjórnarflokkanna. Þó að eftirlitsmað- ur Sjálfstæðisflokksins virðist hallast að stefnu Framsóknarflokksins i þessum efnum getur rikis- stjórnin ekki gengið skemur en landsfundur Sjálf- stæðisflokksins krafðist. Krafan um breytingar á þessum stjórnarháttum er nú svo sterk og almenn, að Alþingi getur ekki lengur skotið sér undan þvi að koma þeim fram. Eftirlitsmennirnir ættu að fara að huga að þvi, hverjir það verða að lokum, sem ,,ganga með allt á hælunum”. Hitt er svo annað mál, að þær hugmyndir, sem nú eru uppi um afnám eftirlitsmannakerfisins, ganga i sjálfu sér allt of skammt. Um leið og þetta úrelta kerfi haftahugmyndafræðinnar verður afnumið ætti að leysa stofnunina upp i sjálfstæðar einingar eins og áður var. Rétt spor var stigið i þá átt, þegar Þjóðhagsstofnunin var sett á fót og sú starfsemi tekin undan Framkvæmdastofnuninni. Nú þurfá frjálshyggjuþingmenn að tryggja að framhald verði þar á. Þvi hefur stöku sinnum verið haldið fram, að kerfi flokkspólitiskra eftirlits- og fyrirgreiðslu- manna i stjórnsýslunni sé nauðsynlegt til þess að efla áhrif Alþingis. Þetta eru hin mestu falsrök. Flokksræði i stjórnsýslu á ekkert skylt við völd eða áhrif Alþingis. Sanni nær mun draga enn úr virð- ingu og áhrifum Alþingis, ef þingmenn fara i alvöru að beita sér fyrir auknu flokksræði i opinberri stjórnsýslu. Eftirlitsmennirnir eru hvort tveggja i senn emb- ættismenn og hagsmunagæslumenn fyrir flokka sina og kjördæmi. Okkar stjórnkerfi byggist á þvi að i þessum efnum sé greint á milli. Hér er þvi um að ræða grundvallarágreining. Austan járntjaldsins dettur engum i hug að gera greinarmun þarna á, en það er gert i lýðræðisrikjum og verður gert. Umsjón: SB m isflss SVISSNESKIR BANKAR ÞEGJA ÁFRAM UM INNI STÆÐURNAR Þrátt fyrir mikla gagnrýni er- lendis frá, hyggjast svissneskir bankastjórar halda þeirri stefnu sinni áfram, aö halda öllum upplýsingum um viðskiptavini sina leyndum. Ýmsar vangaveltur hafa ver- ið uppi á undanförnum mánuð- um, hvort svisslendingar, muni eitthvað létta á þeirri leynd, scm hvilir yfir bankakerfi þeirra, og sem gagnrýnendur segja að hylji margt þýfið en allar þær óánægjuöldur hafa aðeins leitt til þess, að rikis- stjórnin hefur lýst yfir trausti sinu á bnnkakcrfinu. ,,Ég get ekki skilið öll þessi læti og það hefur ekkert komið til tals, að létta af leyndinni um bankaviðskipti okkar,” sagði efnahagsmálaráðherra Sviss, Georges-André Chevallez, i við- tali við Reuter-fréttastofuna ný- lega. Bankastjórarnir sjálfir vitna gjarna i franska rithöfundinn og háðfuglinn Francois la Roche- foucauld sem sagði fyrir þrjú hundruð árum: ,,Sá sem þú segir frá leyndarmálum þinum öðlast öll völd yfir frelsi þinu.” Chevallez sagði að þessar ásakanir á svissneska banka, væru komnar frá öfundsjúkum keppinautum erlendis. „Leynd i bankaviðskiptum rikir i fjöl- mörgum öðrum löndum, svo hvers vegna þarf Sviss endilega að verða fyrir valinu. Þeir sem rógbera fyrirkomulag okkar, hafa lesið allt of margar leyni- lögreglusögur.” Bankastarfsmönnum refsað ef þeir leka Deilan snýst um fertugustu og sjöundu grein bankalaganna svissnesku, sem geta komið bankastarfsmanni, sem ljóstrar upp um leyndarmál er honum hefur verið trúað fyrir af við- skiptavini, i allt að hálfs árs fangelsi eða látið hann greiða allt að 50.000 franka sekt. „Þetta fyrirkomulag stendur mjög djúpum rótum i Sviss, þar sem enginn kærir sig um að fjármál sin komist á almanna- vitorð,” sagði Dr. Hans Mast varaframkvæmdastjóri sviss- neska lánabankans (kreditan- stalt). Margir útlendingar munu þessu samþykkir, svo þess vegna geyma margir reiðufé sitt, verðmuni eða gullstangir i öryggisbankahólfum i Sviss. „Fullyrðing la Rochefoucolud’s á jafnvel enn betur við i dag, á timum tölvunnar,” sagði annar bankastjóri, Dr. Maurice Aubert i Genf. Vinstrisinnar segja leyndina úrelta Lögin voru sett á árið 1934 til verndar þýskum gyðingum, er flúið höfðu til hins hlutlausa Sviss fyrir leyniþjónustu Hitl- ers. En i dag segja margir vinstrisinnaðir stjórnmálamenn i Sviss að þessi leynd i banka- viðskiptum sé orðin úrelt. Þeir halda þvi fram að henni hafi verið beitt til gengishækk- unar svissneska frankans miðað við aðra gjaldmiðla og svert Sviss i augum umheimsins. Ýmsar breytingar á efna- hagsástandi i heiminum s.s. kreppan og umsókn svisslend- inga um inngöngu i gjaldeyris- samtök Evrópu, hafa valdiö þeim umræðum um breytingar, sem nú eru uppi. Við það fyrirkomulag, hafa átta Evrópulönd komið á gjald- eyrisjafnvægi sin á milli, þótt fljótandi gengi sé haft gegn öll- um öðrum. I júni sl. fóru frakkar þess á leit við svisslendinga að þeir afnæmu númeraða bankareikn- inga — þar sem aðeins æðstu yfirvöld bankans þekkja nafn innstæðuhafans — og lofuðu á móti að styrkja þá um inngöngu i samtökin. Frakkar voru greinilega á þeirri skoðun, að gjaldeyris- braskarar drægjust mjög til Sviss vegna þeirrar leyndar sem þar rikir i bankaviðskipt- um og óttast það, að ef sivss- lendingar bættust i hópinn mundi gengi hinna átta rikjanna rjúka upp i svimandi hæð. Bankarnir sögöu þvert nei Þegar landsbanki Sviss spurði hina þrjá aðalbankana Banki í Lugano í Sviss álits, varð svarið á eina leið: Kemur ekki til máia að afnema númeraða bankareikninga. Sið- an hafa hin rikin átta verið andvig þátttöku svisslendinga. Onnur aðalástæðan fyrir þeim miklu deilum, sem risið hafa um svissneskt bankakerfi, er hinn mikli samdráttur i efna- hagslifi, sem hefur komið illilega við Sviss. Ástæð- an er hið háa gengi frank- ans, sem hefur hækkað B mjög verðlag á svissnesk- um útflutningsvörum er- lendis, útflutningur hefur dreg- ist mjög saman — úrafram- leiðslan ein um 30% á þessu ári— og atvinnuleysi aukist úr ekki hundrað fyrir ári siðan til 12.500 nú i þessum mánuði. Segja bankana ekki liylja fjármuni af vafasömum uppruna Rikisstjórn og bankar hafa borið til baka fullyrðingar um að meginorsakir kreppunnar séu ættaðar annars staðar frá, og visað á bug rökum fyrir þvi, ao bankalögin hylmi yfir fjár- muni af vafasömum uppruna, sem geyndir séu i svissneskum bönkum. Sem dæmi hefur verið tekinn Haile Selassie, fyrrum Eþiópiu- keisari, sem dó i ágúst sl. sumar Fréttir frá Addis Abeba segja að hann hafi átt fleiri hundruö milljónir dollara i svissneskum bönkum sem hann hafði safnað á nærri hálfrar aldar valdaferli sinum. Bankastjórar i Sviss sögðu, að þeir vissu ekkert af slikum auð- æfum, en bættu þvi við, að ef þau væru i Sviss, þá þyrfti dómsúrskurð til að skera úr um, hver væri löglegur eigandi þeirra nú. Segja almenning misskilja kerfið Embættismenn i Sviss segja að umheimurinn misskilji almennt bankakerfið i Sviss. 1 viðtölum nýlega hafa þeir sagt að pólitiskt jafnvægi Sviss, at- vinnumennska bankanna og löng reynsla þeirra væri mun mikilvægari en bankalögin fyrir hinni sterku efnahagsstöðu landsins. „Persónulega er ég fylgjandi endurskoðun á (banka) lögum okkar, svo aðeins einhver sú leynd, sem rikt hefur hingað til hverfi, en heimurinn verður að gera sér það ljóst, að takmörk eru fyrir þvi, hve langt við get- um gengið i þvi,” sagði opinber starfsmaður, og bætti þvi við, að slik endurskoðun yrði þá verk bankanna sjálfra. Fæstir stjórnendur sviss- neskra banka geta neitað þvi, að númeraðir bankareikningar bjóða heim mikla möguleika fyrir stjórnmálamenn og ýmsar frægar persónur, sem ekki vilja gera uppskátt um eignir sinar. Þeir halda þvi hinsvegar fram, að lögin i sjálfu sér séu i barátt- unni gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi enginn þrándur i götu. „Það er enginn fótur fyrir þvi, að svikahrappar og aðrir glæpa- menn, geti lagt feng sinn inn á svissneska banka,” sagði Dr. Mast. Bankarnir veita lögregiu alla aöstoö að vissu marki „Þekktir bankar taka aðeins við fé til geymslu frá fólki, sem þeir vita hvað heitir og hvaða bakgrunn hefur. Leyndin i bankaviðskiptum á sin tak- mörk, þar sem heiðarlegum viðskiptum sleppir. Bankarnir veita lögreglunni alla þá sam- vinnu sem hún þarf, til að afhjúpa glæpastarfsemi eða brask í Sviss. Svissneskir embættismenn leggja áherslu á það, að allar breytingar, þótt smávægilegar séu, megi ekki tilkynna, vegna mikilvægi bankanna fyrir efn- hag þjóðarinnar. Og það eru engar ýkjur, þvi velta þriggja stærstu bankanna er áætluð tvisvar sinnum meir en öll þjóð- arframleiðsla svisslendinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.