Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 15
VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975
15
Umsjón ABJ sími 86611
Tónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur ó sunnudag
EINLEIKARI OG HLJOMSVEITARSTJORI
VLADIMIR ASHKERNAZY
A æl'ingu með Kaminersveitinni i Hamrahliðaskúla á miðvikudag-
inn. Ashkenazy ásamt strengjakvartett.
Kammersveit Reykjavikur
hefur annað starfsár sitt með
tónleikum i sal Menntaskóláns i
Ilamrahlið næstkomandi sunnu-
dag kl. 16. Stjórnandi og einleik-
ari á tónleikunum verður V'ladi-
mir Ashkenazy.
Hann leikur einleik i rondo i
B-dúr fyrir pianó og hljómsveit
eftir Beethoven og pianókonsert
i G-dúr, KV 453 eftir Mozart.
Ashkenazy hefur ekki áður leik-
ið þessi verk opinberlega og er
þetta einnig frumflutningur
verkanna hér á landi. Verður
þetta þvi að skoðast sem tónlist-
arviðburður.
önnur verk á efnisskránni á
sunnudaginn eru serenada i
c-moll KV-388 eftir Mozart og
oktett fyrir blásara eftir
Stravinsky.
Starfsemi Kammersveitar-
innar í vetur mun verða með
liku sniði og sl. vetur. Fluttir
verða þrir aðrir tónleikar og er
aðalstjórnandi sveitarinnar
Páll P. Pálsson. A hann einnig
sæti i verkefnavalsnefnd sveit-
arinnar.
Verkin sem flutt verða i vetur
eiga það sameiginlegt að flest
þeirra hafa ekkiverið flutt áður
hér á landi. A jólatónleikunum,
sem verða 14. desember, verður
frumflutt verk eftir Pál P. Páls-
son, sem hann hefur samið sér-
staklega fyrir sveitina.
Þá munKammersveitin flytja
i samvinnu með Leikfélagi
Reykjavikur tón- og leikverkið
„Saga dátans”, eftir Igor
Stravinsky. Verkið verður flutt i
Iðnó með öllu tilheyrandi, leik-
urum og ballettdansi. Æfingar
eru þegar hafnar en sýning er
ráðgerð i mars.
Þriðju tónleikar sveitarinnar, i
febrúar, verða helgaðir tónlist
20. aldarinnar og frumflutt hér á
landi tónlist eftir Stockhausen
og einnig verk eftir nemanda
hans, Atla Heimi Sveinsson.
A siðustu reglulegu tónleikun-
um, sem verða i april verður
flutt gömul og rótgróin tónlist
eftir Bach svo og verk eftir nor-
ræn samtimatónskáld, þá Þor-
kel Sigurbjörnsson og væntan-
legan verðlaunahafa tónskálda-
verðlauna Norðurlandaráðs
1976.
Tónleikar Kammersveitar-
innar eru allir haldnir i sal
Menntaskóláns við Hamrahlið
kl. 16 á sunnudögum.
Kammersveitin er eingöngu
skipuð áhugamönnum, 15 félög-
um úr Sinfóniuhljómsveit Is-
lands. En á viðamiklum tónleik-
um eins og þeim á sunnudaginn
veröur að kveða út aukalið en
alls leika þá milli 20 og 30 hljóð-
færaleikarar.
Forráðamenn Kammersveit-
arinnar, en formaður hennar er
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari,
ræddu við blaðamenn i gær á-
samt Vladimir Ashkenazy og
hljómsveitarstjóra sveitarinn-
ar, Pál P. Pálsson. Luku þeir
lofsorði á Ashkenazy sem ber
hita og þunga af fyrstu tónleik-
um sveitarinnar á þessu ári og
vilja þakka honum fyrir þann
mikla heiður og eins áhuga hans
og stuðning við Kammersveit-
ina.
Ashkenazy er um þessar
mundir i leyfi, en fer að viku lið-
inni m.a. til Kenya, þar sem
hann mun halda tónleika i Af-
riku i fyrsta sinn. Verður hann 3
vikur i tónleikáferðalagi og
kemur viða við, má nefna Lond-
on, Paris og Briissel.
Starf Kammersveitarinnar á
sl. ári var með svipuðum hætti
og verður i vetur. Haldnir voru 4
tónleikar, sem voru vel sóttir,
en að meðaltali komu um 300
manns á hverja tónleika. Um
þriðjungur voru styrktarfélag-
ar.
Með merkum viðburðum
sveitarinnar i fyrra var
frumflutningur nýs verks eftir
Hafliða Hallgrimsson, sellóleik-
ara, en verkið samdi hann sér-
staklega fyrir sveitina.
Verk þetta var flutt i Osló á
móti fyrir norrænar kammer-
sveitir, sem haldið var nýlega.
tslensku sveitinni var boðið að
senda fulltrúa og fóru fjórir
þátttakendur héðan. Vakti
sveitin mikla athygli á Norður-
löndunum.
Ráðgert hefur verið að norska
tónskáldið, Ketil Sæverud,
semji sérstakt verk fyrir
Kammersveitina, sem greiðist
með óbeinum styrk sveitarinnar
frá norræna menningarmála-
sjóðnum.
Þá hefur sveitinni borist boð
um að leika i Bandarikjunum á
næsta ári.
Undanfarna viku hefur staðið yfir á Kjarvalsstöðum sýning á verkum
Ilöllu Haraldsdóttur frá Keflavik.
Halia sýnir alls 81 mynd og þar af eru 19 i einkaeign.
Gifurleg aðsókn hefur verið að sýningunni og fjöldi myndanna eru þeg-
ar seldar. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld.
Atriði úr inyndiniii Zachariah sem sýnd er i Laugarásbiói þessa
dagana.
Sígild verk og
rafmagnsvestrar
Fjölbreytnin í kvikmyndahús-
unum hefur aukist verulega frá
þvi um siðustu helgi, en þá voru
nær eingöngu sýndar myndir
um rán, morð og annað slikt.
Um þessa helgi geta menn
hinsvegar t.d. valið um sigild
verk (Hafnarbió) eða raf-
magnsvestra (Laugarásbió).
Hafnarbió ákvað i fyrra að
sýna gömul verk eftir meistara
Chaplin á nýjum filmum og er
Sviðsljósein þeirra. Þessi mynd
er talin vera eitt af mestu snilld-
arverkum hans og fjallar um lif
leiklistarmannsins.
Laugarásbió sýnir ,,raf-
magnsvestra”, kvikmynd um
kúreka siðla á 19. öld i Banda-
rikjunum en inn i hana fléttast
nútima popptónlist. Aðalsögu-
hetjan er Zachariahsem er ung-
ur kúreki og fremur áttavilltur.
Myndin gengur út á baráttu
hans við að velja milli hins illa
oggóða. I myndinni koma fram
margar þekktar hljómsveitir.
Að sögn fróðra manna fellur
fólki misjafnlega þetta nýstár-
lega form kúrekamyndarinnar.
Tónabióheldur áfram að sýna
Tommysem gerð er eftir sam-
nefndri óperu. Myndin er mjög
stilfærð ævisaga manns, sem
verður fyri þvi i æsku að tapa
sjón, heyrn og máli. Hann
verður siðar átrúnaðargoð ungs
fólks vegna leikni sinnar i
meðferð kúluspils. Þegar hann
hlýtur aftur sjónina, heyrnina
og málið, telur hann sig vera
sem Messias endurborinn.
Myndin hefur hlotið ákaflega
misjafna dóma manna en vakið
athygli eins og aðrar myndir
gerðar af Ken Russel.
Stjörnubió endursýnir mynd-
ina Hættustörf lögreglunnar en
hún var sýnd við miklar vin-
sældir hér i fyrra. Hún fjallar á
trúverðugan hátt um störf
bandariskrar lögreglu og er
leikin aðallega af Staey Keach
og George S. Scott.
Háskólabióheldur áfram sýn-
ingum á Caroline Lamb sem
fjallar um ástir skáldsins,
Byrons lávarðar, og eiginkonu
hans. Myndin er sögð fjöl-
skyldumynd, en þó tæplega
fyrir yngstu meðlimi hennar.
Austurbæjarhió endursýnir i
klóm drekans, sem er, sam-
kvæmt auglýsingu, besta
karate-mynd sem gerð hefur
verið. Auk þess er hún ,,æsi-
spennandi frá upphafi til enda”.
Þess má geta að þessi mynd
verður væntanlega sýnd þar til
hafnar verða sýningar á hinni
heimsfrægu mynd The Exorcist
skömmu eftir helgi.
Nýja bióbyrjar i dag sýningar
á enn einni Apaplánetunni,
þeirri siðustu i þeim flokki.
Bæjarbió i Hafnarfirði heldur
áfram sýningum sinum á káta
lögreglumanninum, sem hefur
það að aðalverkefni að vera
góður við ungar og fagrar stúlk-
ur enda sjaldan afbrot framin i
bænum þar sem hann býr.
Myndin verður væntanlega sýnd
fram yfir helgina.
—RJ
Polkar og rœlar
,Bump'og stœlar
Klúbburinn:
A föstudagskvöld leika Dögg og
Kaktus fyrir dansi, laugardags-
kvöld Laufið og Exsperiment.
Kabarett og ? á sunnudags-
kvöld.
Tónabær:
Paradis á föstudag, Haukar,
Gunni og Dóri laugardag.
Sunnudag erskemmtikvöld með
bandarisku hljómsveitinni
Hickory-Wind.
Þórscafé:
Kabarett föstudag.
Röðull:
Haukar föstudagskvöld. Stuðlar
sunnudagskvöld.
Hótel Saga:
Hljómsveit Ragnars Bjarnason-
ar laugardags- og sunnudags-
kvöld.
Sigrún:
Pónik og Einar löstudag og
sunnudag.
Glæsibær:
Asar leika fyrir dansi um helg-
ina.
Ingólfscafé:
Gömlu dansarnir.
Lindarbær:
Gömlu dansarnir laugardags-
kvöld.
Diskótek í Sesar og Öðali.
Skiphóll:
Hljómsveit Birgis Gunnlaugs-
sonar um helgina.
Ilótel Borg:
Hljómsveit Arna lsleifs um
helgina.
Tjarnarbúð:
Pelikan föstudagskvöld, lokað
vegna einkasamkvæmis laugar-
dag.
Leikhúskjallarinn:
Opið hús, Skuggar leika föstu-
dag. laugardag og sunnudag.