Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 24
ÍSIR
Föstudagur 31. október 1975
Nýtt skákfélag
stofnað í Rvík
Búiö er að stofna nýtt skák-
félag i borginni. Hefur þaö
hlotið nafnið „Skákféiagið
Mjölnir”.
1 röðum hins nýja skák-
félags eru margir kunnir
skákmenn. Má nefna Ingvar
Asmundsson, Magnús Sól-
mundarson, Sævar Bjarnason
og skákkonuna Guðlaugu Þor-
steinsdóttur, auk fjölmargra
annarra.
Þegar eru hafnar æfingar
og skipulag starfseminnar er i
fullum gangi. Takmark
félagsins er að stuðla að betra
og gróskufyllra skáklifi i
borginni og jafnframt á öllu
landinu með samvinnu við
önnur skákfélög og skemmti-
legri keppni við þau.
Tannfé fékk félagið frá
Guðmundi Arasyni, fyrrv. for-
seta Skáksambands tslands og
var það verðlaunagripur og
tiu töfl.
Formaður hins nýja skák-
félags er Svavar Guðni
Svavarsson. -E.K.G.
Hlutkesti
r x r
reð ur-
slitum í
Járnsíðu
Hlutkesti réð úrslitum i
stjórna rkjöri á aðalfundi
Járnsiðu hf., sem haldinn var
siðdegis i gær. t -ijórn voru
kjörnir, Björn Þórhallsson,
Ingimundur Sigfússon, Jónas
Kristjánsson, Pétur Pétursson
og Þórir Jónsson. Varamenn
voru einnig kjörnir með hlut-
kesti i þessari röð: Hörður
Einarsson, Guðmundur
Guðmundsson og Sveinn R.
Eyjólfsson.
Núverandi meirihlutaaðilar i
Reykjaprenti hf., eru þvi enn i
minnihluta i stjórn Járnsiðu hf.,
en þeir ráða50% hlutafjárins.
Jarnsiða hf. á húsnæði það sem
ritstjórnarskrifstofur Visis
hafa verið i, en Reykjaprent hf.
á allar innréttingar. Fram-
kvæmdastjóri Járnsiðu hf.,
Sveinn R. Eyjólfsson, hefur nú
með bréfi tilkynnt Reykja-
prenti hf„ að Járnsiða hf.
hafi leigt öðrum aðilum
húsnæðið frá 14. mai 1976— Þ.P.
4 bílar
í einum
árekstri
Fjórir bilar lentu i einum og
sama árekstrinum á Húsavik i
gærkvöldi. Orsökin var mikil
hálka.
Areksturinn varð á
Garðarsbraut unt klukkan
hálf tiu i gærkvöldi. Fólksbill
kom akandi eftir götunni og
ætlaði siðan að beygja upp að
ollusölu.
Hann hægði á ferðinni og það
var nóg til þess að jeppi sem
ók á eftir honum stöðvaðist
ekki nógu fljótt og skall aftan
á hinn. Siðan kom annar bill
aftan á jeppann og loks sá
siðasti aftan á þann.
Aðeins einn bil) skemmdist
talsvert, það var sá sem lenti
aftan á jeppanum. Hinir
sluppu þokkalega og engin
slys urðu á mönnum.
Mjög mittíl hálka var á
götunum. ' -EA.
„Hœttulegast ef börn
þamba eitraða gosið"
Fullorðnir átta sig strax á beisku
komist
í nokkrar gos-
drykkjarflöskur
bragðinu — grunur um að vítissódi hafi
,,Við vitum ekki hvort yfirleitt
nokkrar flöskur aðrar eru
mengaðar þessu. En ef svo
kynni að vera, þá viljum við
forðast, að innihald þeirra geti
valdið skaða", sagði Sigurður
Waage, framkvæmdastjóri
Sanitas, i viðtali við Visi I morg-
un.
I morgun var ekki búið að
ákveða hvort öll framleiðsla
Sanitas yrði innkölluð vegna
eiturefna sem fundust i þremur
gosdrykkjarflöskum fyrir
nokkrum dögum.
Þrátt fyrir itarlega rannsókn i
gær, á flöskum i verslunum, og
flöskum á lager Sanitas, hafa
fleiri flöskur með þessum eitur-
efnum ekki fundist.
Grunur um að
vitissódi hafi
komist i flöskur
„Við vitum ekki nákvæmlega
hvaða efni var i flöskunum
þremur. Við rannsókn hjá borg-
arlækni hefur komið i ljós að
þetta er einhvers konar lútefni.
Okkur þykir liklegasta skýr-
ingin sú, að hjá einhverjum
neytanda hafi efni á borð við
vítissóda hellst ofan i flöskurn-
ar. Þetta hafi svo harðnað við
raka. Lútefnin, sem við hreins-
um flöskurnar með, hafa ekki
náð að leysa efnið upp. Hinsveg-
ar eru sýrur f öllum gosdrykkj-
um, sem hafa getað leyst efnið
upp”, sagði Sigurður Waage.
Þótt öll vinna lægi niðri i Sanitas i morgun, voru þessar starfsstúlkur ióða önn viðað þrífa. Ljósm.:
Jim.
Mesta hættan ef börn
drykkju eitraða gosið
Sigurður sagði að eitraði gos-
drykkurinn i flöskunum þremur
væri beiskur á bragðið. Fólk
finnur þvi strax, ef eiturefnið er
i flöskunum. Mesta hættan er, ef
börn fara að þamba úr flöskum
með eiturefninu i, án þess að
gera sér grein fyrir bragðinu.
öll framleiðsla Sanitas lá
niðri i morgun. Starfsmenn heil-
brigðiseftirlitsins voru væntan-
legir i verksmiðjuna til enn
frekari rannsókna á vörum og
tækjum, áður en endanieg á-
kvörðun yrði tekin um hvað gert
skyldi. T.d. er ekki ákveðið
hvort hellt verður úr öllum
flöskunum á lagernum. En það
sem hefur farið i verslanir hefur
verið innkallað, samkvæmt
auglýsingu frá borgarlækni.
Gosdrykkjartegundir þær
sem Sanitas framleiðir, og hafa
nú verið innkallaðar, eru Pepsi
Cola, Seven up, Mirinda, Póló
og sykuriaust appelsin.
—ÓH
Hafin er heita-
vatnsborun
fyrir Akureyri
Nú er byrjað að bora með
höggbor að Syðra-Laugaiandi i
Eyjafirði eftir beitu vatni fyrir
Akureyrarbæ. Svo sem skýrt
hefur verið frá hér i biaðinu er
siðan fyrirhugaöaðflytja Jötun,
stærsta bor Orkutofnunarinnar
norður til frekari borana.
Jarðhitasvæðiðað Laugalandi
var eftir rannsóknir i sumar tal-
iö liklegasta svæðið i nágrenni
Akureyrar til að gefa af sér
pægilegt magn af heitu vatni til
hitavæðingarinnar. t blaðinu ís-
lendingi á Akureyri er þess
getið að vesturislenska konan
Kristin Kristjánsson, gædd
dulrænum hæfileikum, hafi haft
orð á þvl er hún dvaldi þarna
fyrir ailmörgum árum,'að
þarna væri mikið heitt vatn i
jörðu, og er það einmitt á þeim
stað, þar sem nú er farið að
bora. -EB.
Tveir nýir
frœðslustjórar
Menntamálaráðuneytið hef-
ur sett Svein Kjartansson,
skólastjóra, fræðslustjóra i
Nói-ðurlandsumdæmi vestra.
Þá hefur Valgarð Haraldsson,
námsstjóri, verið settur
fræðslustjóri i Norðurlands-
umdæmi eystra. — Báðir eru
settir um eins árs skeið frá og
með fyrsta nóvember.
—AF—
Líðan stúlk-
unnar óbreytt
Stúlkan, sem varð fyrir bil á
Nesvegi i gærmorgun, eins og
Vísir sagði frá, reyndist lífs-
hættulega slösuð.
í morgun var liðan hennar
óbreytt, samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem fengust á
Borgarspitalanum, þar sem
stúlkan liggur.
Stúlkan, sem er 12 ára
gömul, var á reiðhjóli og varð
fýrir jeppa. Hún hlaut alvar-
leg höfuðmeiðsl. -EA.
Ribli og Liberzon hafa forystu
Áttunda umferð svæðamóts-
ins var tefld I gærkvöldi. Frið-
rik Ólafsson gerði þá jafntefli
við Hamann eftir 25 leiki, en
Björn Þorsteinsson tapaði
sinni skák fyrir Jansa.
Röð efstu manna eftir þessa
umferð er þannig: Efstir og
jafnir eru Ribli og Liberzon
með scx Vinninga. í þriðja sæti
er Friðrik ólafsson, þá kemur
Parma — og Hamann er siðan
i fimmta sæti.
Niunda umferðin verður
tefld i kvöld.
„Höfum ekki hótað stöðvun, húsin
komast einfaldlega ekki í gang"
Frystihúseigendur rœða við forsœtisráðherra í dag
„Það hefur ekki verið hótað
stöðvun á rekstri frystihúsanua.
En sökum þess að flotinn
stoppaði er ha>tt við að mörg
húsin komist einfaldlega ekki i
gang að nýju. Þau hafa mörg
ekki hráefni vegna róðra-
stöðvunarinnar.”
Þannig komst Einar Kristins-
son i hraðfrystihúsinu Sjö-
stjörnunni að orði, er Visir
spurði hann i morgun um
rekstrarstöðvun frystihúsa á
Suð-Vesturlandi,
Samstarfsnefnd sem frysti-
húsin hafa skipað gengur i dag á
fund forsætisráðherra. Einar
Kristinsson er spurður hvor‘
þeirhyggistbenda á ráðstafanii
sem þurfi að gripa til.
,,Að svo komnu máli getum
við ekkert tjáð okkur um það.
En frystihúsin hafa á þessu ári
ekki haft rekstrargrundvöll.
Það hefur ekki verið nægjan-
lega mikill þorskur i aflanum,
en meira af ódýrari fisktegund-
um. Þvi hafa frystihúsin verið
rekin með tapi sem hefur aukist
er liðið hefur á árið.”