Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 8
8 ViSIR. Föstudagur 31. október 1975 Þessar buxur virðast vera eins og \ allar hinar. ÍÞœr eru það ekki. J Þetta eru KORATRON buxur. Þær þarf aldrei aðpressa. MIKIÐ STÆRÐARURVAL AytíERRA ŒAtVÐURINN AÖALSTHffiTI a - SÍMI 12234 Samkeppni Verðlaunasjóður dr. phil. Ólafs Danielssonar og Sigurðar Guðmundssonar, arkitekts, efnir til samkeppni meðal is- lenskra arkitekta um efnið: „Þáttur Þingholtanna i Reykjavik i þróun vaxandi borgar”. Samkeppnisgögn verða afhent i Byggingaþjónustu Arki- tektafélags Islands, Grensásvegi 11, frá og með fimmtu- deginum 6. nóvember nk.Skil afrestur er sex mánuðir. Reykjavik, 31. október 1975. Sjóðstjórnin. Auglýst er laus til umsóknar staða skattendurskoðanda við embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis, Akra- nesi. Væntanlegir umsækjendur mega búast við að þurfa að sækja námskeið i skattamálum og sýna hæfni sina að þvi loknu. Laun eru samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum i Vesturlandsumdæmi, Akranesi, og gefur hann allar nánari upplýsingar. Fjármálaráðuneytið, 29. október 1975 Auglýsing um lögtök Samkvæmt beiðni Rikisútvarpsins, dag- settri 30. október 1975, úrskurðast hér með, samanber 20. grein útvarpslaga nr. 19 frá 1971, að lögtök fyrir ógreiddum af- notagjöldum útvarps og sjónvarpstækja, ásamt vöxtum og kostnaði skuli fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Reykjavik 31. október 1975. Yfirborgarfógetinn i Reykjavik. cTVlenningarmál Matthias Jóhannessen: Fjaðrafok og önnur leikrit, 295 s. Guðjónó. Það er skemmtilegt að fá í hendur óbundna bók og þar að auki mjög lag- lega útlits — og svo fer maður að skoða betur/ jú, höfundur og útgefandi standa á sinum stað en efnisyfirlit er hvergi að finna og leikritunum fylgir engin skrá yfir persónur þeirra en nokkr- ar myndir eru í bókinni og heljarmikill eftirmáli. Þessi er ekki getið af hverjum myndirnar eru né hver gerði kápu. Hér því um að ræða gallaða útgáfu. Leikrit eru smíðu það verður að vanda til þeirrar smíði Matthlas Johannessen. Ljósm.: Loftur. En þá er vist best að snúa sér að innihaldinu. Jón gamli. Heillegur einþáttungur, að visu án mikillar spennu en i staðinn kemur skýr persónumynd og i myndinni eru margir sárskarp- ir drættir sem gæða persónuna sögu og vidd. Umhverfið, allt andrúm verksins er samstillt til að dýpka og efla myndina. Eins og þér sáið. Hugmyndin er kannski ágæt en úrvinnslan ris aldrei upp af leiðinlegu and- lausu þrasplani. Sólborg. Að minu viti vel not- hæft leikrit á skemmtilegu máli. Veikasta hlið verksins er önnur aðalpersónan — Sigurjón, barnsfaðir og hálfbróðir Sólborgar. Eíns og verkið er byggt upp hefst það ekki fyrr en i óefni er komið og er þar kunnáttusamlega tæptá ýmsum hlutum sem eiga eftir að verða þyngri á metunum þegar á lið- ur. En einmitt i þessu annars ágætlega gerða upphafsatriði hefði Sigurjón mátt koma skýr- ar fram. Atburðarás Sólborgar er einföld, heimur verksins þröngur — allt kostir, og þung- inn sem knýr verkið áfram er þjáningin, afleiðing ástarsæl- unnar. Vinnubrögðin eru listræn og verkið býr bæði yfir spennu og þéttu andrúmi i beinum tengslum við innihaldið. Leik- stjóri með dramatúrgiskt skyn- bragð ætti auðveldlega að geta máð af þvi hnökrana. Þótt hin ,,finu” leikhús landsins vilji ekki lita við Sólborgu finnst mér að fristundaleikhópár lands- byggðarinnar ættu ekki að láta þennan feita bita fram hjá sér fara. Fjaðrafok. Hér hefur höfund- ur ætlað að takast á við stórt verkefni en átakið dreifist meira en góðu hófi gegnir og gildi sem ættu að vera umgjörð, jarðvegur, verða alltof stór og valda kollsteypu niður i hyldýpi leiðinda langdrenginna aukaat- riða og á ég hér við hlandteppu- ofmengaðan heimilisbraginn sem á ugglaust að vera forsenda fyrir hegðun ungu stúlkunnar, en þannig er á málum haldið að óskýr. Heillegasti hluti leikrits- ins er þrátt fyrir allt fyrsti hlutinn, seinni hlutinn er óraun- verulegur af þvi persónur hans fá enga dýpt. Undirslikum kringumstæðum er ekki annað að gera en að viðurkenna að þetta leikrit er hrátt uppkast. Leikrit eru smið- uð og það verður að vanda til þeirrar smiðar. Innblásturinn eða hugdettan getur sýnt heilt verk i sjónhendingu — en þar sem verk verða ekki skrifuð á þvi augnabliki sem þaú fæö- ast ber að lita á hugdettuna sem efnivið sem móta verður eftir reglum listarinnar. Mér virðist höfundur ekki hafa nægjanlega samlagast þessari afstöðu. Lungnaæfing. Stuttur smell- inn einþáttungur, spenna i að- stæðunni og málið skemmtilegt, fyrir utan ágæti sitt sem leikþáttur er hann áreiðanlega verðugt og handhægt verkefni fyrir leiklistarkennslu. Húskveðja.Skop sem ég kann ekki að meta, á liku plani og Eins og þér sáið. ófclia. Skáldskapur sem get- ur áreiðanlega öðlást lif á sviði eða i mynd — þátturinn er nægjanlega óákveðinn til að geta orðið eitthvað meira en dauð orð i meðtörum góðra listamánna. Hér gefa hugmynd og úrvinnsla tilefni til listrænn- ar vinnu. Sókrates. Spennulitil sam- ræða, ekki nærri nógu brjáluð til að hef ja sig upp af hallærisplani Húskveðjunnar og Eins og þér sáið. Eins og ég nefndi hér að ofan lýkur bókinni á ritsmíð sem heitir Viðskilnaður, ég skil ekki hvers vegna. Hún fjallar aðal- lega um atriði i sambandi við Fjaðrafok sem koma málinu ekki við. Höf. gerir einnig lika grein fyrir öðrum verkum sin- um. t þessari ritsmið er meira en tæpt á þvi að höf. hafi orðið mjög illa úti i viðskiptum sinum við þá aðila sem flytja leikverk á íslandi. Miðað við aðstæður er þaö ósmekkleg rangfærsla. Þorvarður Helgason. þessar aðstæður sem eru litt- breytanlegar, i rauninni staðnaðar i ákveðnum farvegi, verða svo umfangsmiklar i sjálfu sér að tengslin við stúlk- una næstum þvi týnast og mark- tæka gildið? heimilið gegn Mariu og öfugt sem felur i sér spennu, glatast i málalenging- um og aukaatriðum. Þrátt fyrir ýmsa góða spretti i samtölum er fyrri hluti verksins þannig mis- heppnaður að byggingu að hann framkallar ekki þá spennu sem er lágmarkskrafa leikverks. 1 seinni hluta sem gerist að mestu leyti á upptökuheimili skiptir höfundur algjörlega um sjón- horn. Við kynntumst þeim Theófilusi, Listalin og Jóni of vel en nú bregður svo við að aðalpersónur þessa hluta verks- ins fá alls ekki heillegt manneskjulegt yfirbragð, við skildum afann og hjónin en þetta fólk eru hálfmennskar skuggaverur og þvi verður i þeim tómahljóð. Einnig hér eru skenímtilegir sprettir i samtöl- um en áherslan er dreifð og BOKMENNTIR Eftir: Þorvarð Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.