Vísir - 31.10.1975, Blaðsíða 10
10
VÍSIR. Föstudagur 31. október 1975
I>auu 3. scptember árið 1971 var sautján mánaða gömul stúlka, Angela Gallagher, skotin til bana af
levniskyttu irska lýðveldishersins. Myndin er frá útför hennar, sem fór fram að kaþólskum sið. Faðir
liennar bar kistu hennar út.
stæði þjóðar „sinnar”.
Þeir njóta ekki stuðnings
kaþólska minnihlutans á Norður
irlandi — að minnsta kosti ekki i
venjulegri siðgæðislegri merk-
ingu þess orðs. Þeir fá fjárhags-
legan stuðning úr hverfum
kaþólskra og þá venjulega með
kúgunum og hótunum. Annað-
hvort verður búðareigandinn að
greiða þeim ákveðna prósent-
tölu af ágóða sinum, eða búð
hans er brennd niður. Þeir sem
lesið hafa rómantiskar frásagn-
ir um frelsisbaráttu ira áður
fyrr styðja hryðjuverkamenn-
ina i anda, en þeir njóta einskis
stuðnings alls almennings, eða
aðal baráttuhópsins fyrir mann-
réttindum, sósialdemókrötum.
Batnandi lifskjör
Samtök minnihlutahópanna,
mannréttindasamtök og sósial-
demókratar, hafa i sameiningu
náð fram betri kjörum fyrir
kaþólska i Ulsterhéraðinu. Til
dæmis leiddi könnun, er gerð
var af kaþólskum stúdentum við
háskólann i Coleraine, það i ljós,
að Ulsterhérað hefði byggt fleiri
hús á siðasta áratug en nokkurt
annað land i Vestur-Evrópu. Og
Þeir, sem að baki
blóðbaðinu standa
,.Ef skotlirið liefst
skyndilega, skuluð þér
læsa dyrunum að her-
bergi þvi, er þér eruð
staddur i. Leggist á
gólfið eins langt Irá
gluggum og mögulegt
er. reynið að skýla yður
með einliverju (s.s.
stólum eða borði og
liggið KYItlt. Iteyniö
EKKI undir nokkrum
kringumstæðum að
berjast við árásar-
mennina. Iteynið ekki
að yíirgefa berbergið,
nema þér séuð þess
fullviss, að lögreglan
liafi náð yfirböndinni.”
Þannig hljóðar tilkynning i
skrifstofubyggingu i London.
En annars staðar eru varúð-
arráðstafanir gegn þeirri miklu
öldu hermdarverka, er nú geng-
ur yfir, ekki eins áberandi. Far-
angurshólf á stórum járnbraut-
arstöðvum eru oft lokuð al-
menningi, svo tilræðismenn geti
ekki komið þar fyrir sprengjum
sinum. Oryggisverðir fylgjast
með öllum er koma inn i stórar
skrifstofubyggingar, Fólk er
lætur frá sér pakka á almanna-
færi, er litið grunsamlegum
augum — og fólk þvi beðið um
að hafa pakka sina og pinkla hjá
sér.
Þessar ráðstafanir hafa svo
sannarlega ekki verið gerðar að
ástæðulausu. Frá þvi i febrúar
árið 1972, hafa meira en sextiu
manns látið lifið i Bretlandi, af
völdum fleiri en 160 sprengjutil-
ræða. Þótt flestar sprenging-
arnar hafi orðið innan borgar-
takmarka Lundúna, hafa þó
verstu slysin orðið utan höfuð-
borgarsvæðisins. 1 nóvember i
fyrra létust tuttugu og einn
maður i tveimur sprengingum,
er urðu á einu kvöldi i tveimur
samkomuhúsum i Birmingham.
Tólf manns biðu bana, er lang-
ferðabill er flutti starfsmenn
hersins og fjölskyldur þeirra,
var sprengdur i loft upp i febrú-
ar 1974. Fimm manns létust og
68 slösuðust, er sprengjur
sprungu i tveimur krám i bæn-
um Guildford i októbermánuði
sama ár.
Á þessu ári hafa sex manns
látið lifið og fleiri en þrjátiu
særst i sprengingum á fjölförn-
um stöðum á höfuðborgarsvæð-
inu — og siðustu tilræðin voru
núna rétt nýlega.
Sprengjurnar eru einfaldar að
gerð — en þær eru kraftmiklar.
Þær eru venjulega látnar undir
stóla i krám, i dyrum á verslun-
um, fyrir utan glugga á veit-
ingahúsum og á öðrum stöðum,
þar sem umferð er mikil. Þær
eru gjarnan settar við glugga —
svo glerbrot þeytist um allt, eða
þá að þær innihalda þunga
málmnagla, sem geta haft svip-
uð áhrif og sprengikúlur.
En i öllum tilfellum eru
sprengjurnar látnar þar, sem
þær geta unnið saklausu fólki
sem mest tjón — og i nær öllum
tilfellum núna þessa dagana, er
ekkert tilkynnt um sprengjurn-
Mik
Magnússon
skrifar
ERLEND
VIÐHORF
ar fyrirfram.
„Provisional” armur irska
lýðveldishersins og útsendarar
hans hafa flutt óeirðirnar á N-
írlandi yfir til Bretlands.
Hverjir standa á bak
viö þetta?
Þeir sem eru ábyrgir fyrir
þessum hryðjuverkum eru ein-
kennilegt sambland af venju-
legum glæpamönnum, nauðgur-
um, þjófum, fjárkúgurum
o.s.frv., sem hafa fengið póli-
tiskt markmið og eru nægilega
afvegaleiddir, til að geta þóst
vera að „berjast” fyrir sjálf-
það sem meira er, könnunin
færði sönnur á, að ekkert trúar-
bragðamisrétti hefði rikt i hús-
næðismálum frá 1964 — fimm
árum áöuren núverandi ágrein-
ingur reis. Þetta er aðeins eitt
dæmi um batnandi kjör
kaþólska minnihlutans á
Norður-lrlandi. Að visu eru lifs-
kjör enn fremur slæm en fara
ört batnandi.
En Provisional armur irska
lýðveldishersins vill ekkert af
þessum framförum vita. Það
sem þeir vilja er sameinað Ir-
land undir sósialiskri stjórn —
og þeir eru reiðubúnir að drepa
og limlesta til að ná markmiði
sinu.
Yfir 1300 inanns bafa
látiö lifið'
Frá þvi ógnarherferð þeirra
hófst i ágústmánuði árið 1969,
hafa meira en 1300 manns látið
lifið og nær jafnmargir slasast
— og nokkrir örkumlast, og i
hvaða tilgangi? — Engum.
Þeir kalla sig „her”, en á
hverjum bitna aðgerðir þeirra
vanalega? — Saklausum borg-
urum, ferðamönnum og ung-
börnum.
„Ilvaðan fá þeir pen-
inga?
Sprengjur og vopn kosta sitt
— og hvaðan fær lýðveldisher-
inn fjármagn? Eins og áður var
bent á, er mikiil hluti þess kúg-
aður út úr kaþólikkum sjálfum.
Afgangurinn kemur frá
Bandarikjunum og frá irskum
innflytjendum i Bretlandi.
Árlega renna milljónir dollara
frá Bandarikjunum i sjóði IRA.
Mikill hluti þeirra kemur frá
New York og Chicago — með
þegjandi samþykki Daly, borg-
arstjóra þeirrar siöarnefndu.
Það fjármagn sem fengið er
frá Bretlandi kemur frá þeim
armi IRA, sem enn er leyfður og
þekktur er undir nafninu Sinn
Fein. Hann á fimm útibú i Lond-
on, tvö i Manchester, eitt i
Liverpool, Huddersfield,
Coventry, Northampton,
Southampton, Bristol, Notting-
ham og Leeds og loks fjögur i
Birmingham.
15 þúsund stuðnings-
menn IRA
Lögreglan áætlar fjölda
stuðningsmanna IRA i Bret-
landi vera um 15.000 — þótt fé sé
fengið frá langtum stærri hluta
almennings, en hinna eiginlegu
meðlima.
Fé er safnað á tvennan hátt. I
fyrsta lagi samskot i „irskum”
samkomuhúsum. Þannig hús
eru til i hverri breskri iðnaðar-
borg, og þangað leita irar mjög
eftir félagsskap. Ef einhver vill
ekkert láta af hendi rakna i
samskotabaukinn, getur hann
eins vel hypjað sig.
Hin fjáröflunarleiðin er ágóði
af sölu tveggja blaða er styðja
málstað ira: „Republican
News” og „An Phoblacht” sem
kemur út á gelisku.
Blöð þessi eru prentuð i Dyfl-
inni og flogið yfir til Englands.
Allir þeir peningar, sem inn
koma, eru sendir aftur til aðal-
stöðvanna i Kevin Street i
Dublin — og siðan dreift.
Fréttaflutningur að
skapi IRA
Meðfylgjandi úrklippa úr einu
þessara blaða gefur gott dæmi
um þann fréttaflutning, sem
IRA telur sér hagkvæmastan:
„Miðvikudagur, 6. nóv., Cross-
maglen. Tveir breskir hermenn
voru skotnir til bana og einn
særðist þegar virkur hópur (úr
Provisional armi IRA) réðst á
fótgönguliðssveit á bæjartoginu,
Oglaigh nah Eireann.”
Þetta eru hryðjuverkamenn
þeir, sem nú vaða uppi i Bret-
landi. Þeir virku tilheyra IRA,
en hinir óvirku stuðningsmenn
þeirra — sem þótt einkennilegt
megi virðast, fá enn að ganga
frjálsir i Bretiandi — tilheyra
Sinn Fein.
Þótt „vopnahlé” sé talið rikja
nú sem stendur milli IRA og
breska hersins, þá er það ein-
ungis fyrirsláttur.
t»etta eru morð
Þvi er almennt trúað, að
hermdarverkamennirnir noti
vopnahléð til að endurskipu-
leggja lið sitt og vigbúast að
nyju. Þegar þeir svo hefja
„virkar aðgerðir” á ný, má við
þvi búast að þeir lýsi ábyrgðinni
fyrir hryðjuverkunum i Bret-
landi núna, á hendur sér.
Aðgerðir þessara manna i
Bretlandi og á N-lrlandi geta
ekki talist neitt annað en morð
af fyrstu gráðu. Hafið það i
huga, er þið lesið greinar er
styðja málstað þeirra i blöðum
sósialista.
Drengur er særöist i sprengjuárás i verslunarmiðstöö i Belfast haustið 1971. Mun
liann nokkurn tima geta gleymt skelfingunni?
Ekki er vitaö um nafn þessprar stúlku en hún særöist f sprengingu, er varð á skrif-
stol'u rafveitunnar í Belfast þ. 2. ágúst 1971. Einn maður beiö bana og 35 særöust.
Stúlkan niun bera ör þetta til æviloka.