Vísir - 14.11.1975, Side 1

Vísir - 14.11.1975, Side 1
* ....... - J" c örn Snorrason snaraöi fram þessari visu I morgun, er hann frétti um þjófnaðinn: Eitt vil ég geta Búnaðarbankanum sagt fyrst bændurnir hafa í þig milljónir iagt, andskoti er hjá þér eftirlitið nú slakt, —eða ertu að spara með þvi að senda i fragt? —.......-...'-------------- '.................-... ^ Hólfri annari milljón stolið: 1 jAlgjör | sauðs-l hóttur! frá upphafi til enda", segja starfsmenn Vœngja um aðferðir Búnaðarbankans „Það var enginn beðinn fyrir pakkann, ekkert tekið fram um livað þetta væru miklir peningar, og við höfðum ekki hugmynd um það fyrr en rannsóknarlögregian var komin i málið. Þetta var eins og hver annar pakki og flutnings- kostnaðurinn, 130 krónur átti að greiðast af viðtakanda,” sögðu starfsmenn Vængja i viðtali við Visi i morgun. Starfsmaður Búnaðarbanka Is- lands kom i gær með eina og hálfa milljón pakkaða inn i brúnan umbúðapappir, merkt útibúinu á Hólmavik, útfyllti fylgibréf og fór. Ekki var hægt að lenda á Hólmavik i gær vegna veðurs og siðdegis komu starfsmenn bank- ans að sækja peningana sina aft- ur, en þá hafði bara einhver verið fyrri til og pakkinn var horfinn! Þjófnaðurinn átti sér stað ein- hverntima á milli kl. eitt og fjög- ur i gær. Töluverður umgangur var um afgreiðsluna á þessu timabili, fólk að koma og fara i flug, og að koma með og sækja pakka. Peningarnir voru geymdir meðal annarra pakka i hillu bak við hurð. Engu öðru var stolið, en þó var þarna m.a. áfengi. Það er þvi ekki fjarri lagi að láta sér detta i hug að þjófurinn hafi vitað af þessum verðmætum og ekki haft áhuga á öðru. ,,Þetta er mjög óþægilegt fyrir okkur,” sögðu starfsmenn Vængja. ,,þvi við liggjum auðvit- að undir grun eins og hverjir aðr- ir. Það er algengt að fólk komi hingað með verðmæti og biðji sérstaklega fyrir þau, en það var ekki gert i þessu tilfelli. Þaö voru engar öryggisráðstafanir gerðar af hálfu bankans. Hugsanleg ábyrgð Vængja á tjóninu nær kannski fimmtán þúsundum, ekki meira. Við höfum frétt að þetta hafi verið notaðir seðlar og ekki i númeraröð.” Visir hafði samband við rannsóknarlögregluna i morgun, en hún kvaðst ekkert geta um málið sagt annað en að.það væri i rannsókn. — EB. ÚTLITIÐ ER SVART „Framtíðarhorfur sjávarútvegs eru einkum háðar þróun yfirráðarétt- ar íslendinga á islands- miðum, og hvernig tekst til um stjórnun fiskveiða i náinni framtíð. Þær að- gerðir sem nú er beitt við stjórnun fiskveiða eru næsta gagnslausar og því veruleg hætta á hruni helstu nytjastofna á sama háttog raunin varð á um síldarstofnana." Þessa miður glæsilegu spá er m.a. að finna i ágripi skýrslunn- ar um „þróun sjávarútvegs fram til 1980.” Skýrslan er unn- in af starfshópi sem Rannsóknarráð skipaði og starfa i honum menn sem gjör- þekkja islenskan sjávarútveg. Þar segir einnig. „Aframhald fyrirhyggjuleys- is i málefnum sjávarútvegsins getur i versta falli leitt til efna- hagslegs hruns og i besta falli til fjárhagslegra þrenginga. Verði algjör stefnubreyting i málefnum sjávarútvegs getur hann orðið uppspretta auðlegð- ar fyrir þjóðina.” — E.K.G. FYRSTA BANKA- RÁN Á ÍSLANDI — Peningar hafa áður verið sendir á svipaðan hátt „Það er best að viðurkenna það að ekki var nógu tryggilega frá þessari sendingu gengið”, sagði Magnús Jónsson, banka- stjóri Búnaðarbankans i morgun. Hann sagði að þegar peningar væru sendir út á land væri tryggingarfélagi tilkynnt um sendinguna, og svo hefði verið með þessa. „Útibúið á Hólmavik vantaði peninga i skyndi, og þetta var eina ferðin. Peningarnir voru sendir til flugfélagsins, en þannig hafa peningar verið sendir áður þótt kannski á annan hátt hafi verið. Hér er aðeins við bankann sjálfan að sakast ekki sendimanninn né flugfélagið”. „Líklega er þetta fyrsta bankarán á tslandi.Ég minnist þess ekki að peningum hafi áður verið stolið á þennan hátt frá banka,” sagði Magnús Jónsson. Á frumriti fiugfarmbréfsins kemur aðeins fram að einn pakki, sem i séu peningar, eigi að fara I Búnaðarbankann á Hóimavík. Engin ábyrgð. Fiutningskostnað- ur 130 krónur. Fyrir neðan er hili- an sem pakkinn hvarf úr. -ÁG. ' : . mmmf tM FRÚMRiT aUSFÁRfctSRÖ8 m 012377 Slmí stK. tiom Jnmftaíd pj'naít ka- / . z ftúmmái; ÍL- .éc RutnHJui FBÁ *, v ----—— Tit Athus*semd1f K,-«!ueiaW AXsitif ( Baástat* >i. RUTNmGSAKVÆSI ' Uot tiatn.ns saTiVv»mt ituslatmbféíi Jwmu »*u',u Gmís ívvaíi V .j4f- síiimáíaí!* *«» ákvt*SI ls<emkf« l«ga, »»m «1 iiK* vi5 tak- «9 Í*tfi*et áSyfflS ftyQtfWt* 4 fllitun «8« tiini á vatntngi. *s». nú I6s nf. M. ít. mat 1964. um tofttBrSlt. FtuQiinjuf *f *rw!,«mur ftáSur ftulnififliikilmitum, fliiiftskrSn ofl ftfllum Vafisi* tsl, *»m «kki rr.«s» brjfll* t fcis« v.S tr»mafiflr«:rKl «kv®5l. ."H S:ml Z/ZCo

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.