Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 14. nóvember 1975 VISIR LÍF OG UST UM HELGINA Myndir eftir Ken Russeli hafa verib nokkuö tiöar á hvfta tjaldínu i Tónabió. i hitteðfyrra var sýnd myndin Lif og iosti um Thaikov- sky, um daginn Tommy og nú eru hafnar sýningar á Astföngnum konum. Fyrr á þessu ári geröi Russell kvikmynd um Franz Liszt, en hún heitir Lisztomania. Þar leikur Russell sjálfur nokk- uð stórt hlutverk, en sá er leikur Liszt er Roger Daltrey, sá hinn sami og lék Tommy. Ástfangnar, byssuglaðar og naktar konur í bíó Siöan um siðustu helgi hafa nær öll kvikmyndahúsin skipt um kvikmyndir, svo nóg ætti að vera að gera fyrir kvikmynda- unnendur um helgina. Senniiega veita mesta athygli myndirnar i Stjörnubió, Emmanuelle, og myndin i Tónabiói, Women in love. Nýja bió er einnig með athyglisverða kvikmynd. Háskólabió hefur um skeið sýnt myndina SPYS sem er einskonar framhald af MASH. Hún fjallar um tvo njósnara sem CIA reynir að losna við en þeir taka að starfa upp á eigin spýtur. Myndin er sæmileg. Laugarásbió hefur i dag sýningar á karatemynd frá Austurlöndum Karatebræðurnir og er vafalaust mikið um áflog i þeirri mynd og hátt stunið. Kvikmyndahúsið heldur jafn- framtáfram sýningum á Barns- ráninu með Michael Caine i aðalhlutverki, en sú mynd er njósnamynd og hefur hlotið nokkuð góða dóma. Nýja bió hóf i fyrradag sýningar á franskri gaman- mynd, Ævintýri meistara Jakobs og er sú mynd spreng- hlægileg að þvi er segir i blaða- auglýsingu. Að sögn er geysileg aðsókn að myndinni. Stjörnubió sýnir sennilega enn um langa hrið myndina Emmanuelle,frönsku stúlkuna, sem bæði konur og karlar leita ásta hjá. Eins og fram hefur komið annars staðar er þessi mynd ekki fyrir þá sem vilja sjá klám, heldur fyrir þá sem vilja sjá fallega mynd. Austurbæjarbió endursýnir Magnum force með Clint East- wood i aðalhlutverki en þessi mynd var sýnd áður i fyrra. Hún er sögð hörkuspennandi og ruddaleg. Eastwood er þó einnig þekktur sem leikstjóri og eru myndir hans venjulega algerar andstæður þeirra mynda sem hann leikur i sjálfur. Bæjarbióhefur fengið til sýn- ingar Sviðsijós Chaplins sem var sýnd um daginn i Hafnar- biói. Það er mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Auk þess sýnir kvikmyndahúsið Zachariah, rafmagnsvetrann, sem sýndur var i Laugarásbiói við fremur litinn orðstir. Ekki var ljóst, þegar þessar linur voru ritaðar hvort hún yrði sýnd fram yfir helgi. Tónabió sýnir Ástfangnar konur, gerða af Ken Russell, þess sama og gerði myndina um Tomrriy. í myndinni leika margir þekktir leikarar, s.s. Alan Bates, Oliver Reed, Jennie Linden og Glenda Jackson sem hlaut óskarsverðlaun fyrir sinn leik. Myndin fjallar aðallega um tvær systur sem búa i nöturleg- um námabæ fyrr á timum og greint er frá ástamálum þeirra. Hafnarbió sýnir skotglaðar stúlkur sem er að sögn fróðra manna nokkuð spennandi mynd. Hún fjallar um stúlkur á ónafngreindri eyju, sem drepa auðugan mann. Ein vill fé hans til að fjármagna byltingu, önnur til að verða sjálf rik og sú þriðja drap manninn til að hefna sin á honum. Myndin gengur siðan út á samskipti þessara stúlkna, en þær eru af þremur kynþáttum, hvit, gul og svört. — RJ Kammermúsík lífgar upp ó skammdegið... Kammermúsikkiúbburinn hefur nýtt starfsár sitt með flutningi fiautusónata J.S. Bachs á sunnudagskvöld kl. 9 i Bústaðakirkju. Fiytjendur verða Manuela Wiesler flautu- leikari, Helga Ingólfsdóttir, semballeikari og Pétur Þor- valdsson sellóleikari. t fréttatil- kynningu klúbbsins segir m.a.: Flautusónötur Bachs eru tald- ar meðal merkustu tónverka, sem samin hafa verið fyrir flautu. Nokkur óvissa rikir um það hversu margar Bach samdi. Þær hafa oft verið taldar sex. Kammermúsikklúbburinn beit- ir sér nú fyrir þvi að þær verði allar fluttar hér, likt og hann hefur gert um Branderborgar- konsertog sellósvitur Bachs. Er ráðgert að þær fjórar flautu- sónötur sem eftir eru, verði fluttar siðar á vetrinum. Eftir nýár er ennfremur gert ráð fyr- ir tónleikum sem helgaðir verða kammertónlist eftir Brahms. Við spurðum Guðmund Vil- hjálmsson, form. Kammer- klúbbsins, hve lengi klúbburinn hefði starfað. Sagði hann að Kammermúsikklúbburinn hefði verið stofnaður 1957 og haft að leiðarljósi að flytja kammer- músik sem litið væri flutt i þessu formi og auka jafnframt fjöl- breytni i tónlistarlifi borgarinn- ar. Sagði hann jafnframt að þeir erlendu listamenn sem leikið hafa á tónleikum þeirra, hafi lýst undrun sinni á að grund- völlur skyldi vera fyrir að reka klúbb sem þennan hér i fámenn- inu, þar sem slikar tilraunir i stórborgum erlendis færu yfir- leitt út um þúfur. Stofnendur Kammermúsik- klúbbsins eru auk Guðmundar Vilhjálmssonar, þeir Magnús Magnússon, Haukur Gröndal og Ingólfur Asmundsson. Nutu þeir aðstoðar þeirra Árna Kristjáns- sonar og Björns Ölafssonar. Hljómsveitin Dögg kveður um helgina BÖLL Hótel Saga: A föstudagskvöld er lokað vegna einkasamkvæma. Hljómsveit Ragnars Bjarnason- ar og Þuriður Sigurðardóttir skemmta laugardag og sunnu- dag og heldur Ferðamiðstöðin skemmtikvöld fyrir alla sunnu- dagskvöldið. ÞAR DUNAR DANS! Hótei Borg: Hljómsveit Arna isleifs og Linda Walker skemmta yfir helgina. Tónabær. Júdas leikur föstu- dagskvöld og Dögg leikur laug- ardagskvöld og er það kveðju- dansleikur hljómsveitarinnar. Klúbburinn: Hljómsv. Guö- mundar Sigurjónssonar og Kaktus leika föstudag. Kaktus og Exsperiment laugardag. Dögg og Borgis sunnudag. Sigtún: Pónik og Einar leika föstudag og laugardag. A sunnudagskvöld leika Drekar fyrir gömlu dönsunum. Glæsibær: Ásar leika öll kvöld. Skiphóll: Hljómsv. Birgis Gunnlaugssonar skemmtir. Leikhúskjallarinn: Skuggar leika föstudag og laugardag. Lindarbær: Gömlu dansarnir. Hljómsv. Rúts Kr. Hannessonar og Jakob Jónsson. Sesar og óðai: Diskótek. Sveitaböll: Ungó, Keflavik Haukar leika á föstudagskvöld. Festi, Grindavik. Paradis á laugardag. Hlégarður. Haukar og Kabarett skemmta laugardag. Borgarnesbió. Mexikó leikur á laugardag. Margt misjafnt skrif- að um Hákarlasól.... Indriði G. Þorsteinsson segir 1 Visi m.a. um Hákarlasól: „Þannig fer fyrir spámönnum, og kannski sjáum við ekki listina hreyfast i Hákarlasól E.E. Hall- dórssonar vegna deyföar til höf- uðsins” blaðinu: „Oftar en ekki er þetta vaðall þar sem sum skeyti hittu i mark en önnur hurfu út i buskann ásamt, að sjálfsögðu, þeim phall- omanisku skirskotunum sem eng- in leikrit virðast geta án verið á þessu margþvælda kvennaári.” Jónsson, Dagblaðinu, hafa orðið: „Ég verð að kannast við það hisp- urslaust, að ég skil ekki leikrit Erlings Halldórssonar, Hákarla- sól. Og það sem verra er: mér var einhvern veginn ógerningur að fá neinn verulegan áhuga á þvi hvað höfundur vildi sagt hafa með leiknum.” Emil H. Eyjólfsson I Morgun- Að lokum skulum við láta Ólaf Kristnihald undir Jökli frumsýnt ó Akureyri í kvöld Leikfélag Akureyrar hefur nú sýningar á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness i sviðssetningu Sveins Einarsson- ar, þjóðleikhússtjóra. Leikstjórar eru þeir Sveinn Einarsson, Ey- vindur Erlendsson og Gisli Hall- dórsson sem jafnframt leikur gestaleik á sýningunni i hlutverki Jóns Primus. Leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson. Frumsýn- ingin verður i kvöld kl. 8.30 og næstu sýninar á laugardags og sunnudagskvöld á sama tima. Næsta verkefni Leikfélags Ak- ureyrar er barnaleikritið Rauð- hetta og hefjast sýningar á þvi um áramótin. LIIKHÚSIN UM HUGINA Þjóðleikhúsið: Stóra sviöið. Car- men, föstudag kl. 8. Sporvagninn Girnd, laugardag kl. 8 Carmen, sunnudag kl. 8. Litla sviðið. Barnaleikritið Milli himinsogjarðarkl. 3ogHákarla- sól kl. 8.30. Iðnó: Föstudag. Saumastofan kl. 8.30. Gul kort gilda. Laugardag, Fjölskyldan kl. 8.30, fáar sýning- ar eftir. Sunnudagskvöld, Skjald- hamrar kl. 8.30. Leikfélag Kópavogs: Bör Börsson, laugardag kl. 3 og sunnudagskvöld kl. 8.30. Leikfélag Hafnarfjaröar : Barnaleikritið Halló Krakkar verður sýnt i Bæjarbiói kl. 2 á laugardag og i Fellaskóla kl. 2 á sunnudag. Leikfélag Akureyrar: frumsýnir Kristnihald undir Jökli i kvöld kl. 8.30 og verða sýningar á sama tima laugardags- og sunnudags- kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.