Vísir


Vísir - 14.11.1975, Qupperneq 10

Vísir - 14.11.1975, Qupperneq 10
10 Föstudagur 14. nóvember 1975 VISIR 111 ára og þarf að bíða í 5 ár eftir ríkisborgara- rétti í Bandaríkjunum... Mrika Mranacari er 111 ára gömul, en það aftrar henni ekki frá þvi að sækja um bandarískan ríkisborgararétt. Hún sótti um réttindi þau á bandarísku innflytjenda- skrifstof unni í sl. viku en verður, Iíkt og aðrir, að bíða fimm ár eftir að fá þau. Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem Mrika breytir um þjó&erni. Hún fæddist áriö 1864 i Albaniu, og þar hefur hún búið mestalla ævi sina, þangað til hún flýði þaðan fótgangandi árið 1959, ásamt manni sinum og 13 börn- um. Þau komust yfir landamær- in til Júgóslaviu, en þaðan flutti hún svo til New York fyrir tveimur árum, ásamt sonum sinum tveimur. Maður hennar, Nua lést árið 1962, 108 ára að aldri. Það hefur ekki komið fyrir, áður, að svona gömul manneskja sæki um rikisborg- ararétt i Bandarikjunum. Hún kvaðst ekki vilja að neinar undantekningar yrðu gerðar fyrir sig, heldur vildi hún biða þau fimm ár, sem tilskilin eru Forstjóri innflytjendaskrifstof- unnar bauðst til að leggja málið fyrir þingið, en hún afþakkaði það. — Heldurðu ekki, ungi maður, að ég geti ekki lifað ein fimm ár i viðbót? spurði Mrika. — Ég er hingað komin til Bandarikjanna til að njóta lifs- ins og það ætla ég að gera i mörg ár enn. Bandaríski háðfugl- blœs á kertin 85 Bandariski háðfuglinn Groucho Marx varð 85 ára á dögunum. 1 afmælisveisluna komu ýmsir frægir skemmtikraftar og leikarar, svo sem Jack Lemmon, Liza Minelli, Bob Hope og fleiri. Marxbræð- urnir þrir, Harpo, Chico og Groucho (sem heitir réttu nafni Július) voru eitt frægasta skopleikaratrió sem Hollywood hefur átt, þó fyndni þeirri virðist fremur væmin i dag. ,,Ég er hættur að drekka, reykja og hafa mök við konur,” segir Grouchu. „Orðinn allt of gamall til þess.” Hann haföi þó krafta til að slökkva á kertunum á afmælistertunni, og halda uppi léttu rabbi við gestina. inn Groucho Marx Skammviim sœla hjá Carólínu og Philipe.... Nú er öllu lokið milli hins 29 ára gamla söngvara l'hilipe Laville og Caroline prinsessu af Mónakó. ,,Ég er búinn að fá nóg,” sagði söngvarinn og lagahöfundurinn. „Ekki svo að skilja, að við Caroline höfum rifist — ég er bara búinn að fá nóg af nafnleysinu. Það er alltaf Caroline, sem er i sviðsljós- inu. Ég fæ engan tima til að syngja eða semja lög. Fólk vill alltaf fá að vita eitthvað um Caroline.” Rex Stout, höfund- ur söguhetjunnar Nero Wolfe látinn... Nýlega er látinn bandariski glæpasagnahöfundurinn Rex Stout, 88 ára að aldri. Frægasta sögupersóna hans var Nero Wolfe, sem i fristundum sinum er blómaræktarmaður og sæl- keri. Stout var sjötta barn kvek- arahjóna i Wakarusa, Kansas. Snemma komu i ljós hjá honum óvenjulegar stærðfræðigáfur, og gat hann leyst hin fióknustu verkefni barn að aldri. Hann auðgaðist á að selja bankastjór- um kerfi sitt, til að kenna börn- um varðveislu fjár. Loks var hann orðinn það bjargálna, að hann gat helgað sig ritstörfum og fyrsta sagan af Nero Wolfe kom út áriö 1927. Stout skrifaði að meðaltali eina sögu á ári, og eyddi sex klukkustundum i hverri viku við skriftir. „Rit- störf eru nokkurs konar sprenging”, sagði hann. „Og þegarslik sprenging verður, má enginn vera að þvi, að hugsa um mylsnuna, sem myndast.” Varð fyrir skoti.... hóstaði kúlunni upp Er læknar hugðust skera hinn 34 ára gamla Emmett McFee upp til að ná byssukúlu úr lunga hans, fékk hann skyndi- lega hósta, og kúlan hrökk upp úr honum. McFee býr í Davenport í lowaríki í Bandaríkjun- um. Hann lenti í rifrildi og endaði það með því að hann fékk kúlu af vídd- inni 22 í lungað. Honum er spáð sæmi- legum batahorfum. 105 ára met í hraðsigl- ingu klippskipa slegið Nýlega var 105 ára gamalt met i hraösiglingu klippskipa slegiö af tveimur skútum, annarri breskri, hinni franskri. „Breska skútan, Great Britain II, sigldi frá London til Sidney i Ástraliu á sex klukkustundum og 28 minútum á undan hinum franska keppinaut sinum, Kriter. Þar með var fyrri áfangi leiðarinn- ar á enda, en skipin höfðu siglt 13.900 milur fyrir Góðrarvonarhöföa. Sigurvegarinn var 67 og 1/2 dag á leiðinni. Þaö er meiri en 42 klukkustundum fljótar, en gamla metið frá 1870, en þaö átti ullarflutninga- skipið Patriarch. Að sögn opinberra talsmanna kappsiglingarinn ar, leggur hið 77 metra langa.franska skip aftur á stað til London þ. 21. desember nk. Aðrir keppendur, itölsku skipin Schooner og Busnelli, og hollenska skipið „Great Escape” voru nú áætluð vera um þremur vikum á undan fremstu skipunum. Við stjórn franska skipsins er 31 árs gamall maður, Oliver de Rersauson, og lenti hann og áhöfn hans i ýmsum erfiðleikum, siglt var á hval, bensinleki eyðilagöi matarbirgðir um borö. Um það bil hundrað manns biðu á hafnarbakk- anum i Sidney er breska skútan sigldi inn á höfn- ina og tók á móti skipstjóranum Mike Gill og áhöfn hans meö miklúm fagnaðarópum. Eftir að matarbirgðir eyöilögöust um borð i Kriter II, varð áhöfnin að nærast á kartöflum. Skipstjórinn lýsti árekstrinum við hvalinn viö „aö aka á reiðhjóli á steinvegg.” Aðspurður viö komuna til Sidney, hver væri hans helsta ósk, greip franski skipstjórinn blaða- konu nokkra og kyssti hana rembingskoss. Great Brittain II er spáð sigri i siðari áfanga keppninnar, en á honum mun m.a. taka þátt áströlsk skúta, Anaconda II.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.