Vísir - 14.11.1975, Side 15

Vísir - 14.11.1975, Side 15
VISIR Föstudagur 14. nóvember 1975 15 Umsjón: Þrúður G. Haraldsdóttir - Sími 86611 Grafiksýning Weissauers í Innrömmun Guðmund- ar Árnasonar, Bergstaða- stræti 15 heldur Rudolf Weissauer óformlega sýn- ingu á verkum sínum, aðallega graf ikmyndum. Rudolf er staddur hérlend- is vegna kennslustarfa við Myndlista- og handíðaskól- ann og ætti það að verða nemendum hans mikil lyftistöng. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar m.a. um Weissau- er: „Verk hans eru Ijóðræn- ar minningar um landslag eða lífræn form í dökkum litatónum, teikning hanser snarleg og örugg og ofan á hana breiðir Weissauer tærar litslæður til að fylla upp í formin, eða þá tjá „sérstök" persónuleg hug- hrif eða andrúmsloft í samspili við þau." Listamenn viö uppsetningu sýningarinnar. Fremst á myndinni er listaverkið tvö börn eftir Þorbjörgu Pálsdóttur. Félag íslenskra mynd- listarmanna efnir til haustsýningar að venju, en hefur tekið upp þá ný- breytni að kynna list sína á ýmsum vinnustöðum borgarinnar og væntir þess að það stuðli að nán- ara sambandi við listunn- endur á þeim stöðum, sem sýningar eru. í hverju fyrirtæki sýna 1—4 listamenn, teikning- ar, grafík, málverk, vefnað eða skúlptúr. Starfsfólki fyrirtækjanna er boðið á haustsýning- una í Norræna húsinu, sem opnuð verður kl. 15 á laugardaginn. Þar verða sýnd alls 96 verk eftir 50 höf unda, þar af 29 félags- menn og 21 utanfélags- mann. 10 þeirra sýna nú í fyrsta sinn með félaginu. Á sýningunni eru teikn- ingar, grafík, collage, vatnslitamyndir, oliu- málverk, vefnaður og skúlptúr. Batik myndlistarsýning Rúmlega 30 batikmyndir eru á sýningu Katrinar H. Agústs- dóttur, sem opnuö verður á laugardaginn i Bogasalnum. Þetta er fjóröa einkasýning Katrinar en hún hefur lika tekiö þátt i samsýningum t.d. Kvennasýningu i Norræna hús- inu sl. vor. Viö ræddum stuttlega viö Katrinu þegar hún var að ljúka viö uppsetningu sýningarinnar. „Þessar myndir eru aðallega unnar á siðasta einu og hálfa ári. Ég hef fengist mest við þjóðlifs og þjóðsögumyndir, en er að reyna að brjóta það af mér og færa mig nær nútimanum. Ég reyni að túlka nútíma umhverfi og verðmætamat okk- ar. Breiðholtshverfið kemur viða fram með allar sinar ný- byggingar og bilastraum. Stór- virkar vinnuvélar og rafmagns- möstur lýsa vel virkjunarfram- kvæmdum okkar og gætu þessar myndir verið frá Sigöldu eða Búrfellsvirkjun. Stærsta mynd- in á sýningunni er lýsandi dæmi um hvað billinn er orðinn mikill þáttur i daglegu lifi. Ahrif kvennaársins koma fram i nokkrum myndum. Staða konunnar i þjóðfélaginu er ofarlega i huganum og finnst mér konan eigi ekki að fjarlægj- ast um of heimilið og uppeldi barnanna.” Katrin stundaði nám við Myndlista- og handiöaskólann, handavinnudeild Kennaraskól- ans og Myndlistars'kólann. Aö loknu námi hér heima hélt hún til Danmerkur og vann á verk- stæði Hel£e Foght og Lis Stolt- enberg. Katrin.hefur verkstæði ásamt manni sinum og vinna jiau muni fyrir Heimilisiðnað- inn, Rammageröina og Kúni- gúnd. Sýningin i Bogasalnum verður opin til 23. nóv, frá kl. 2—10 daglega. Katrin Arnadóttir viö myndina Gæöingar. SÝNINGAR Listasafn islands. Sýningu Jóns Engilberts lýkur á sunnudags- kvöld og er hún opin á föstudag kl. 1.30—6, en laugardag og sunnudag frá kl. 1.30—10. Bogasalurinn. Batik-sýning Katrinar Ágústsdóttur verður opin frá kl. 2—10 til 23. nóvem- ber. Norræna húsiö.Félag islenskra myndlistarmanna heldur haust- sýningu sina. Kjarvalsstaöir. Gutenbergsýn- ingin stendur til 27. nóv. og er opin frá kl. 4—10 og sýningin á verkum Kjarvals stendur enn og er opin á sama tima. Asgrimssafn: Haussýning á vatnslitamyndum Asgrims. Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 1.30—4. Festi, Grindavík: Tarnús sýnir málverk og er sýningin opin kl. 2—6 daglega. Bergstaðastræti 15. Grafik- myndir Rudols Weissauers. Fiskur ó Steini í Grindavík Tarnús (Grétar Magn- ús Guðmundsson) opnar nú aðra einkasýningu sina í Festi í Grindavík. Þar sýnir hann 20 olíu- málverk, allt nýjar myndir utan fjórar, sem voru á sýningu hans á Kjarvalsstöðum í sumar. Tarnús lauk námi frá Myndlista- og handíða- skólanum 1971. Hann tók þátt í haustsýningu FIM 1974 og hélt sína fyrstu einkasýningu að Kjar- valsstöðum í sumar. Tarnús er ekki aðeins þekktur sem málari, heldur á tónlist líka sterk ítök i honum. Til gamans má geta að hann var meðlimur Compó Þórðar Hall á námsárunum og hefur hann komið víðar við á því sviði. Sýningin í Festi verður opin frá kl. 2—8 daglega til 23. nóvember. Myndin er af Tarnús með málverkasýningu í Festi. HAUSTSÝNING FÍM VERÐUR OPNUÐ Á LAUGARDAGINN í NORRÆNA HÚSINU

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.