Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 12
Föstudagur 14. nóvember 1975 VISIR VISIR Föstudagur 14. nóvember 1975 ——hb———d HMÉiÍgp /gmm JTaw * Jar a æJæs* ■naÉbi pHBBnn W JSmf mM 13 Verður bonnoð oð noto gadda á nýja gólfinu? — Eigum ekki annara kosta völ, segir Baldur Jónsson vallarstjóri og kennir um slœmri umgengni í Baldurshaga Loksins er stóra stundin runnin upp, búið er að opna Baldurs- hagann — og nú geta frjálsiþróttamcnn á Stór-Reykja- vfkursvæðinu hafið æfingar af fulium krafti. Búið er að leggja nýtt gerviefni á hlaupabrautirnar, og var að heyra á þeim frjálsiþrottamönn- um, sem voru á æfingu i gær, að þeim likaði mjög vel að hlaupa á þessu nýja efni, og gæfi það mun betri spyrnu. Þó er sá galli á gjöf njarðar, að bannað er að nota skó með þar til gerðum göddum, sem sérstaklega eru búnir til fyrir gervibrautir sem þessa. „Umgengnin hefur verið slik, að við sjáum okkur ekki annað fært en að banna alla gaddaskó”, sagði Baldur Jónsson, vallar- stjóri, i morgun. ,,Ég er ekki að kenna afreksfólkinu okkar um það — þar eiga aðrir hlut að máli. En það verður að segjast eins og er, að manni finnst það hart að bann þetta skuli bitna á þeim sem eiga það sist skilið. Annars er ég að vona að iþróttafólkið fáist til að fá sér skó, sem eru sérstaklega búnir til fyrir gervibrautir með rifflum á sólun- um i stað gadda — éf það tekst þá er málið leyst.” Viö leituðum álits hjá nokkrum iþróttamönnum á æfingunni i gær — og virtust þeir skiptast i tvo hópa. Annar vildi nota skó með göddum sem væru sérstaklega búnir til fyrir gervi- brautir, en hinn hópurinn vildi nota aðferð Baldurs og fá sér nýja skó, jafnvel þótt það kostaði verulega fjárupphæð. -BB. Hann átti ekki fyrir gjaldinu — en vann sér inn 13 þúsund dollara Þau voru á hörku-æfingu I Baldurshaganum I gærkvöldi — enda búin að biöa lengi eftir aö komast þar inn. Þau gáfu sér samt tima til aö gera hlé á æfingunni, á meöan viö smelitum af þeim mynd. Frá vinstri: Stefán iiallgrimsson, Sigrún Sveinsdóttir og Stefán Jóhannsson. Stefán Haligrimsson heldur á hlaupaskóm meö göddum sem nú eru bannaðir á nýja góifinu og sýnist sitt hvcrjum i þvi máli. " ' Björgvin fékk pakka! Hinn kunni handknattieiks- maöur, Björgvin Björgvinsson, sem er búsettur á Egilsstöðum, þar sem hann starfar sem lög- regluþjónn, fékk óvænta send- ingu á dögunum. Stór pappakassi kom i póstin- um til hans, og þegar hann fór aö gæta að innihaldinu, var hann fullur af pappir og öðru rusli. i miðjum kassanum fann hann þó bréfmiöa og á honum stóö:...FRAM — VÍKINGUR 20:19..HA! HA! HA!.... Björgvin staðfesti þaö i morgun, að hann hcföi fcngiö þennan pakka frá sinum fyrri félögum I Fram, og sagöi að sér hcföi fundist þetta léleg fyndni. Akvörðun Björgvins um aö fara i Vlking en ekki I Fram þegar hann kemur suöur aftur, fór mjög I taugarnar á mörgum frömurum, og hafa sumir þeirra vcrið ólatir viö aö ala á alls kon- ar sögusögnum um ástæöuna fyrir félagaskiptum að undan- förnu. Björgvin lét það fylgja meö þegar hann ákvaö að ganga yfir i Viking, aö sér hefði ekki líkaö andrúmsloftiö i herbúðum Fram, og þvi skipt um félag. Er afstaða hans vel skiijanleg, ef sami hugsunarháttur er gegn- umgangandi hjá félagsmönnum og þeim sem pakkann sendi. — BB — Ungur og óþekktur áhugamaö- ur i golfi — Priscilo Gonzales Diniz frá Braseliu — sigraöi i „Brasilian Open” sem háö var i Sao Pauio og lauk um siöustu helgi. Diniz, sem er áhugamaður I golfi, varö aö fá lánað tii aö geta greitt þátttökugjaldiö i keppnina. Þegar henni lauk var hann i fyrsta sæti, ásamt bandariska at- vinnumanninum Lenny Wakins — báöir á 274 höggum samtals. Þurftu þeir aö heyja auka- keppni um fyrsta sætiö og þá 13 þúsund dollara sem fylgdu sigrin- um, og þar vann Diniz á annarri holu. Þettacr i fyrsta sinn i 30 ára sögu þessarar keppni, aö hún er unnin af áhugamanni, og mörg ár eru siöan heimamaöur hefur ver- iö I fyrsta sætinu. — klp — Danir unnu allt! Danmörk vann alla titlana i opna norska meistaramótinu i badminton, sem háð var í Sande- fjord um siðustu helgi. i cinliöaleik karla lék Fleming Delfs sér að svianum Sture Johnsson i úrslitum, en búist er við'að þeir mætist einnig i úrslita- leiknum i Norðurlandamótinu, scm fram fer um helgina i Stokk- hólmi — það er aö segja ef is- lendingurinn Steinar Petersen slær Sture ekki út i fyrstu um- ferö!! i tviliöaleik karla töpuöu svi- arnir Kihlström og Frömann fyrir Delfs og Elo Hansen — mcð cinum punkti i báöum leikjunum. Elo Hansen og Inge Borgström, Panmörku, sigruðu i tvenndar- keppninni, Bergström og Lena Köppen i tviliöaleik kvenna og Köppen sigraöi i einliöaleik kvenna. — klp — KLAUS POREPP (22). Tiu punda yfirvigt og passar varia I nokkrar buxur. ERIC EGGENSTEIN (29). Stundar iþróttakennara- nám og æfir þess vegna llt- iö meö liðinu. BERND EPLER (26) Er eitthvað aö augunum i honum? HSV sendi hann til augnlæknis. UWE TESLOFF (25). Hefur ekkert sjálfstraust og nöldrar yfir öllu og öll- um. Einn var of feitur og annar sá ekki neittl „Eins og ég sagði ykkur frá um daginn, var mikil óánægja félagsins vegna fyrirliðastöðunnar i liöinu og það var ekki fyrr en eftir marga og stranga fundi að sættir tókust. En nú hafa deilurnar blossaö upp aftur og þjálfarinn geröi sér litiö fyrir og rak fjóra leikmenn úr liöinu um stundar- sakir” sagði Einar Magnússon sem leikur með handknattleiksliöi llam burger SV i norðurdeildinni I Vestur- Þýskalandi. „Svona lagað gæti tæplega gerst heima og ég er mest hissa á að 2 þeirra fá ekki einu sinni að æfa með okkur nema þeir bæti sig mikið og þó er annar þeirra þýskur B-landsliðs- maður. Við munum þvi þurfa að nota eitthvað af nýjum leikmönnum i næsta leik sem verður við Kiel á úti- velli á sunnudaginn. Það verður erfiður leikur hjá okkur, þvi að HSV hefur ekki unnið þar leik i mörg ár — ávallt tapað stórt. Höllin i Kiel tekur 6 þúsund áhorfendur og i fyrra grýttu þeir leikmenn HSV með tóm- um bjórdósum. A miðvikudaginn sá ég fótboltaleik milli HSV og Roter Stern frá Belgrad i Evrópukeppninni. Það var ofsalega góður leikur — HSV vann 4:0 og það er hreint ótrúlegt hvað bestu þýsku liðin hafa mikið úthald — og geta keyrt leikinn út á fullu. Hver leik- maður HSV fékk 1/2 milljón islensk- ar fyrir leikinn — þeim var lofað 350 þúsund, en af þvi að þeir stóðu sig svo vel, var upphæðin hækkuð. Nú hefur HSV mikinn áhuga á að kaupa Johan Cryuff og hann lýsti þvi sjálfur yfir i blaðaviðtali hér, að hann hefði einnig áhuga — en að sjálfsögðu ef HSV borgaði honum nógu mikið. Það er vitað að HSV er eitt af fáum félögum i heiminum sem hefur efni á að kaupa Cryuff. Um jól- in fer Dr. Krohn, framkvæmdastjóri, til Barcelona og mun þá ræða nánar við kappann. Allavega hefði ég ekk- ert á móti þvi að fá hann hingað i fót- boltaliðið”, sagði Einar að lokum. „Viðar á möguleika á toppsœti á EM í júdó" — segir þjálfari hans, Naoki Murata „Viðar Guöjohnsen á alla mögu- leika á þvi aö komast i úrslit átta, eöa jafnvel f jögurra efstu á Evrópu- meistaramóti unglinga I júdó.” Þetta sagði hinn japanski þjálfari Viðars hjá Armanni, Naoki Murata, i viðtali við Visi. Viðar fer út til þátttöku i Evrópu- meistaramóti unglinga i júdó, sem hefst næstkomandi laugardag. Mótið verður haldið i Turku i Finnlandi, laugardag og sunnudag. Murata sagði aö Viðar væri nú i mjög góðri þjálfun. Hann hefur lagt hart að sér við æfingar fyrir þetta mót. Viðar er, eins og kunnugt er, Norðurlandameistari unglinga i júdó. Viðar er 17 ára. „Ég fylgdist með heimsmeistara- keppninni i júdó sem haldin var i Vfn seinni hluta októbermánaðar. Ég sá þar, að ef Viðar hefði tekið þátt i þeirri keppni, hefði hann átt mögu- leika á að ná góðum árangri. Mjög margir þátttakendur voru fyrir neðan hann að getu”, sagði Murata. -ÓH. Viðar Guöjónsson hefur mikla möguleika á EM i júdó. Erfitt hjá FH í Osló á sunnudag Viöar Simonarson, landsliös- þjálfari og leikmaöur meö FH, ieggur á ráöin meö tveim félög- um sinum. Hvort þeir eru aö ræöa um leikinn gegn norsku bikarmeisturunum Oppsal á sunnudaginn, vitum viö ekki, en viö þykjumst samt vita að þar eigi þeir félagar erfitt verkefni fyrir höndum. Ljósmynd Einar. Mœtir þá einu besta varnarliði á Norðurlöndum, Oppsal frá Osló, í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik Bikarmeistarar FH I hand- knattleik halda utan til Noregs á morgun og leika viö norsku bikar- mcistarana Oppsal I Evrópu- keppninni i handknattieik sfð- degis á sunnudag i Osló. Oppsal er nú efst i 1. deildinni norsku, eftir tiu umferðir, og hef- ur liöið unnið alla sina leiki með miklum yfirburðum. Af frammi- stöðu FH-inga að undanförnu að dæma þá er varla hægt að gera sér miklar vonir um að þeir kom- ist áfram i keppninni. Til þess er vörn þeirra of léleg og sömuleiðis markvarslan. Til gamans birtum við stöðu efstu liðanna i norsku 1. deildinni. 10. umferö var leikin á sunnudag- inn og þá sigraði Oppsal liðiö Njard sem er i fjórða sæti 27:15. Oppsal 10 10 0 0 207:122 20 Refstad 10 9 0 1 213:140 18 Fredensb. 9 7 1 1 186:140 15 Njard 10 6 1 3 169:164 13 „Við munum leggja mesta áherslu á að fá sem fæst mörk á okkur i leiknum á sunnudaginn”, sagði Reynir Ólafsson, þjálfari FH. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur”. .. gl; ALLIR Á EFTIR BEST! Félög í Englandi og Ameríku hafa mikinn áhuga á George Best eftir að hann losnaði frá Manchester United Nú fylgjast stóru félögin gaumgæfilega meö öllum at- höfnum glaumgosans George Best sem nú hefur gert mánaöarsamning við 4. dcildar- liöiö Stokport County sem á I haröri fallbaráttu um þessar mundir. Meöal þessara liöa er 1. deildarliðiö Stoke City, en þaö var einmitt gegn þvi liöi sem Bestiék sinn fyrsta leik og skor- aöi jöfnunarmark Stokport í leiknum. Þá er vitað aö banda- risk félög eru farin aö hugsa sér til hreyfings og er umboösmaö- ur Seatle Sounders nú staddur I Englandi i þeim tilgangi aö ræöa viö George Best. Eigum ó lager eftirtaldar bók V* js \ Tvívirkar bókapressur Bókakjölsrónnari MJÖG HAGSTÆTT VERÐ H F wmmmmmm Skeifan 5 sími 85260

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.