Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 3
VISIR Föstudagur 14. nóvember 1975 3 Ráðstefna um húsfriðunarmál sem bcr einkunnarorðin, Að fortíð skal hyggja, veröur haidin i há- tiðasal tláskóla islands dagana 22. og 23. nóvember, á vegum Umhvcrfismálaráðs Reykjavik- ur, Sambands islenskra sveitar- félaga og Arkitektafélags isiands i samvinnu við Söguféiagið. Tilefni þessarar ráðstefnu er m .a. að Evrópuráðið hefur helgað árið 1975 friðun húsa og sögulegra bygginga og skorað hefur verið á allar Evrópuþjóðir að gefa þess- um málum meiri gaum en gert hefur verið. Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Isleifur Gunnarsson mun setja ráðstefnuna, forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, flytur ávarp. Vibeke Fischer Thomsen, arkitekt og kennari við Kaup- mannahafnarháskóla, og Einar Hedén, borgarminjavörður i Staf- angri, flytja ræður, en bæði standa þau framarlega um hús- friðunarmál hvort i sinu landi. Fleiri fyrirlestrar verða fluttir og fjallað um ýmsar hliðar þessa máls, bæði i Reykjavik og úti á landi. Ráðstefna þessi er öllum opin. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna fyrirfram þátttöku sina skrifstofu Sam- bands islenskra sveitarfélaga, á skrifstofu Reykjavikurborgar, eða til skrifstofu Arkitektafélags Islands. Ný akbraut á Elliðavogi Ný akbraut á Elliöavogi hefur verið opnuð til umferöar á kafl- anum frá Holtavegi að Laugar- nesvegi. t þessu sambandi hefur verið ákveöiö að taka upp einstefnu á Kleppsvegi til austurs og á hinni nýju braut Elliðavogar til vest- urs, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Rétt er að benda á, að há- markshraði á milli Holtavegar og Laugarnesvegar er 45 km á klst., en 60 km á Elliöavogi fyrir sunnan Holta.veg. Nýr forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins Jónas Þorsteinsson var kjör- inn forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Islands á sið- asta þingi þess sem haldiö var i Reykjavik dagana 5.-8. nóvem- ber sl. Fráfarandi forseti þess, Guð- mundur Kjærnested skipherra. gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Jónas Þorsteinsson er skip- stjóri á Akureyri og er hann fyrsti forseti sambandsins sem búsettur er utan Stór-Reykja- víkursvæðisins. Aukaþing Alþýðu- flokksins um helgina Aukaþing Alþýðuflokksins verður haldið dagana 14.-16. þ.m. i Kristalssal Hótel Loft- leiða og hefst kl. 20:30 föstu- daginn 14. með setningarræðu formanns flokksins. Fyrir þinginu liggur að ræða nefndarálit stefnuskrárnefnd- ar sem kosin var á þingi flokksins s.l. haust. Einnig liggja fyrir þinginu tillögur m i 11 i þi n g a n e f n d a r a ð breytingum á lögum l'lokks- ins. — VS. Nýtt tugmilljónatœki hjó Eldfjallastöðinni Engin gangbraut er yfir Kleppsveginn nálægt Kleppsspitala og þvi mikil slysahætta. GANGBRAUT VANT- AR VK> KLEPPSVEG Lýsing við nýju akbrautina nónast engin ,,Það verður máluð gangbraut þarna á Kleppsveginn strax og veður leyfir. Siðan malbikunar- framkvæmdum lauk hefur eng- inn þurr dagur gefist til að bæta úr þessu,” sagði Guttormur Þormar hjá borgarverkfræð- ingi, er Visir leitaði frétta um úrbætur á gagnbrautarmálum við heimreið Kleppsspitala. Fjöldi sjúklinga og starfsfólks spítalans ferðast daglega m.eð SVR á leið að og frá Klepps- spitala. Engin gangbraut er yfir Kleppsveginn á þessu svæði, og skapast þarna mikil slysahætta er fólk er á leið yfir götuna frá strætisvagnastöðinni og sýnir misjafnlega mikla aðgát er það sætir færi að komast leiðar sinn- ar. ,,Það verða sett þarna upp varúðarskilti vegna gangandi vegfarenda i dag,” sagði Gutt- ormur. Tómas Helgason yfirlæknir Kleppsspitala ritaði bréf til borgarráðs i fyrri og óskaði eftir gagnbraut yfir Kleppsveginn. Að sögn Guttorms þótti ekki timabært þá að verða við þess- ari beiðni þar sem unnið var að gatnaframkvæmdum á þessum stað. Borgarráði hefur nú aftur borist bréf frá Kleppsspitala varðandi þetta mál og verður nú bætt úr þessu strax og hægt er. Lýsingu vantar á nýju akbrautina Nú hefur verið tekin i notkun nýja akbrautin um Elliðavog. Lýsingin þárer nánast engin og i regni og dimmviðri er skyggni þar mjög slæmt. ,,I áætlun er gert ráð fyrir loftlinulýsingu við nýju ak- brautina. Þvi miður get ég ekki sagt um hvenær unnt verður að koma þarna upp götulýsingu. Umferðarþungi er ekki veru- lega mikill þarna miðað við margar aðrar götur en þó er töluvertum stóraog þunga bfla. I^að er fyllsta ástæða til að beina þvi til ökumanna að sýna aðgæslu á leið þarna um, eink- um vegna gangandi fólks,” sagði Guttormur Þormar. —EB Að fortíð skal hyggja Róðstefna um húsfriðunarmól Norræna eldfjallastöðin hefur tekiö i notkun nýtt tölvustýrt rannsóknartæki er kallast ör- greinir. Tækið má nota á tvenn- an hátt. Annars vegar til að fá stækkaöar myndir af örsmáum eindum og er hægt að stækka allt að hundrað þúsund sinnum. Hins vegar er tækið notað til efnagreiningar á bergtegundum og ösku. Ef sleppt er öllum fræðilegum útskýringum má segja að tækið vinni á eftirfarandi hátt: ' Sýni eru sett i þar til gerða skúffu inn i tækið, en við skúff- una er tengd smásjá svo unnt erð að fylgjast með sýningu. Of- an á tækinu er geislabyssa og frá henni eru sendir geislar niður á sýnið, sem hægt er að hreyfa til eftir þörfum. Sýnið kastar frá sér geislunum sem raðast upp i mynd sem kemur fram á tveim nokkurs konar sjónvarpsskermum. Við annan skerminn er tengd myndavél svo hægt er að fá venjulegar ljósmyndir af stækkuðu mynd- unum jafnóðum og þær koma fram á skerminum. Einnig má nefnagreina sam- setningu sýnanna, þar sem geislarnir sem kastast frá sýn- ingu gefa til kynna hvaða efni eru i þvi. Má þannig efnagreina bletti sem eru u.þ.b. einn þús- undasti úr millimetra i þvermál. Fylgst með öskukorninu i skúffunni I gegnum smásjána. A „kassan- uin" i miðjunni eru sjónvarpsskermarnir, en lengst til vinstri er tölvan sem iillu stjórnar. Tækið er sem fyrr segir tölvu- stýrt og hefur verið unnið að þvi að undanförnu að gera forskritir fyrir tölvuna. Kaupverð tækis- ins var milli 20 og 30 milljónir. A norrænu eldfjallastöðinni er unnið að ýmsum rannsóknum á eldgosum og efnafræði þeirra efna sem upp koma i cldgosum. Að sögn Karls Grönvolds jarðfræðings opnar örgreinir- inn algjörlega nýjan möguleika á rannsóknum á þeim efnum sem upp koma i eldgosum. —EB Svona litur eitt lltið öskukorn út, stækkað i örgreininum 500 sinn- um. Ljósm Jiin Ollum skólabörnum verður tryggð tannlœknaþjónusta — líka þeim vangefnu, segir skólayfirtannlœknir „Það er alls ekki rétt að við viljum ekki neitt með litt og vangefin börn hafa að gera. Við liöfum þvert á móti reynt siðustu árin að greiða fyrir þessum börnum í samráði við hjúkrunarkonur, skólalæ.kna og forstöðunieun ýmissa stofn- ana.” Þetta sagði óli A. Bieltvedt, yfirskólatannlæknir, er Visir ræddi við hann vegna umsagnar Gunnars Þormar, tannlæknis, i lesendabréfi I Visi. Gunnar sagðist vilja meiiia, að skóla- tannlækuar liafi skyldum að gegna gagnvart vangefnum börnum. „Nú vill svo til, að nýju lögin um tannlækningar og samning- arnir milli sjúkrasamlagsins og Tannlækiiafélags Islands, liafa haft i för meö sér, að á tlmabil- inu 1. sept. 1974 til I. okt. 1975, Itafa eilefu tannlæknar hætt sem -skólatannlæknar. Nú eru ekki eftirnema 18 til 19 tannlæknar i þessu starfi." sagði Óli ennfrem ur. „Af þessu sést augljóslega, að á þessu ári getiiin við alls ekki veitt nærri þvi öilum börnum á barnaskólaaidri, sem eru um 10 þúsund talsins, nauðsytilega og fullnægjandi m eðhönd Iun . Þannig hefur það lika verið árin á undan. Nú Itefur Tannlæknafélagið hins vegar boðist til að tann- læknar úti I bæ taki víð þeim börnum sem við komumst ekki yfiraðsinna. Við verðum þá lik- lega að skipta börnum eftir ár- gönguin niður á skólatannlækna og eiukatannlækna. Þar með ætti öllunt börnum á skóla- skyldualdri. lika þeim, sem er litt- eða vangefin eru, að vera tryggð fullnægjandi munn- og tannheilsuþjónusta." —óll Örgreinirinn gefur nýja mögu- leika í eldgosrannsóknum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.