Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1975, Blaðsíða 2
2 visiBsm: Ætlar þú að spara við þig bílinn eftir bensinhækkun- ina? Guðmundur Pálsson, trésmiður: — Nei, siður en svo. Það munar nú litið um þetta þegar litrinn kostar 57 krónur, bara þrjár krónur til viðbótar. Björn Jóhannsson, verkstjóri: — Það liggur nú ekki fyrir ennþá. Maður verður að stunda sitt starf, hótt hitt og þetta hætti. Guðlaug Pálsdóttir, húsmóðir: — Ég hef alltaf sparað hann eins og ég hef getað, en það er ekki auð- velt. við þurfum að keyra i vinn- una. Það verður að spara hann meira eftir þetta. lirafnhildur Matthiasdóttir, ber út póst: — Ég nota bilinn við vinn- una, það er ekki hægt að halda á öllu þessu magni af pósti. Ég reikna ekki með að ég geti sparað bilinn Vigfús Erlendsson, atvinnulaus: — Alls ekki, ég á engan bil. Ég er á bilaleigubil. En mér finnst að það þurfi að gera eitthvað við öll- um þessum hækkunum á bensin- inu. Þetta er útskýrt með erlend- um hækkunum, þaö er fyrir neðan allar hellur. Tryggvi Jónsson, læknanemi: — Eg kem tvimælalaust til með að minna notkun á bilnum, þó hún hafi verið takmörkuö fyrir. Rikis- stjórnin ætti að láta bilaeigendur njóta góðs af skatttekjum af bif- reiðum og bensini, en ekki láta það i fiskverkunarstöðvar og þess háttar. Föstudagur 14. nóvember 1975 VISIR LESENDUR HAFA ORÐIÐ Þjóðleikhúsið (litla sviðið): Hákarlasól Trúðleikur eftir Erling E. Hall- dórsson □ Leikmynd og bún- ingar: Magnús Tómasson □ Leikstjóri: Erlingur E. Hall dórsson □ Síðastliðinn sunnudag var frumsýnt á Litla sviðinu í Þjóð- leikhúsinu Hákarlasól eftir Erling E. Halldórsson sem jafn- framt var leikstjóri. Það væri mér hægur vandi að tina til erlend áhrif á þessa leiksmíð: absúrdis'tana þá Beek- et, Ionesco og Adamov að við- bættum Brecht í smáskömmt- um, og svo er auðvitað tals- verður frumleiki höfundar sent aðallega kemur fram í oft hnitt- inni mælgi. Ég veit hvað höf- undi er annt um Artaud svo að ég skal ekki minnast á hann Allt um það eru dæmisagan, parabólan, allegórian, tákna- kerfið, svo óljós og þvogluleg — þrátt fyrir ágæt einstök atriði — að ég finn þar ekki nema hefðbundna, útþvælda slagara, engan sens, hneigð eða megin- hugsun, í þeim skilningi sem Chrétien de Troyes gaf þessu orði á síðara hluta 12. aldar, fyrstur vesturálfumanna. Oftar en ekki er þetta einungis vaðall þar sem sum skeyti hittu í mark en önnur hurfu út í buskann Leikiist eftir EMIL H. EYJÓLFSSON ásamt. að sjálfsögðu, beiin phallomanísku skirskotunum sem engin leikrit virðast geta án verið á þessu margþvælda kvennaári. Að ráða í para- bóluna ket ég áhorfendum eftir, enda samkvæmt viljayfir- lýsingu hofundár. Sviðsetningin var að mörgu leyti skemmtileg, svo sem að sjá persónurnar eins og i fiskabúri, og leikmyndin var smekkleg. En stundum voru afkáralegar Ijósmyndir i baksýn sem ekkert áttu skylt við það sem fram fór á sviðinu og áréttúðu ekki neitt; þessi berlínska, pisca- toríska tækni nýtur sin varla nema í stórum sal. Stjórn leikara fórst vel úr hendi, lýsing og staðsetningar voru með ágætum. Sigmundur Örn Arngrfmsson, Sigurður Karlsson og einkum þó Gunnar Eyjólfsson skiluðu hlutverkum sínum eins og bezt varð á kosið. „Hið bezta var kvæðið flutt." Skil hvorki haus né sporð PS skrifar: ,,Nú i vikunni birtist leikdóm- ur um Hákarlasól i Morgun- blaðinu sem að minu viti er hvorki haus né sporður á. Annað hvort er, að greindarvisitala min er með eindæmum lág, eða verkið, sem skrifað er um, óskiljanlegt. Það þriðja getur verið, að greindarvisitala leik- dómarans sé svo há, að hún gnæfi yfir allt, sem menn áður þekktu. Að minnsta kosti er mér um megn að skilja hvað höfundur- inner að fara. Ég fæ engan botn i gagnrýnina, skil þó islensku orðin, sem eru með færra móti. Svo er vitnað i mann frá 12. öld. Er eitthvað að gerast, sem ég hef ekki fylgst með. Nú kem ég þeirri ósk minni á framfæri, að gagnrýnandinn endurskrifi leikdóminn, þannig að ég fái skilið. Ég bið ykkur að koma þessu á framfæri, og um leið að birta leikdóminn, ef einhverjir skilja ekki hvaðég erað fara. Ég vona að parabólan sé ekki bara á nefninu á mér og skyggi á út- sýnið.” Af hverju engin lýsing? „MEYJA” skrifar: „Hvernig er þetta með bless- að rikisútvarpið? Hérna um daginn heimsótti okkur eitt besta félagslið Evrópu (ef ekki heims) Dyna- mó Kiev, og lék hér einn leik við tslandsmeistara okkar IA. Sjón- varpið lýsti þvi réttilega yfir að þvi miður væri ekki hægt að sýna leik þennan I sjónvarpi, vegna slæmrar lýsingar á Mela- velli. Hvers vegna i andsk..... gat útvarpið þá ekki gefið lands- mönnum lýsingu frá leiknum? Var kannski til of mikils ætlast að felldur yrði niður hluti af „kvöldvöku” það sama kvöld, (þessi „kvöldvaka” virkar nú satt að segja eins og vögguvisa á mig), svo að þeir fjölmörgu sem ekki áttu möguleika á að komast á völlunn fengju að fylgjast með? Eða var svona knattspyrnu- lýsing ekki nægilega gott efni fyrir okkar ágætu „menningar- fýlupoka” i útvarpsráði?” Kynþáttoof- sókn og kjör- dœmaskipan Viggó A. Oddsson skrifar frá Jo- bæði séð frá mannfjölda og hannesarborg: skattpiningar. „Jafnrétti og kjördæmabreytingar Bandarikjamenn sögðu hjá S.þ. að aðeins um 20 þjóðir byggju við lýðræðislegt stjórn- arfar. Afgangurinn byggi við breytileg afbrigði af einræði og ófrelsi. Ekki var tsland nefnt á nafn, en athafnir sendinefndar íslands hjá Sameinuðu þjóðun- um benda skýrt hvar i flokki þeir telja Island best komið: Þeir eru orðnir eða hafa ætið verið ásamt sumum Norður- landaþjóðanna, taglhnýtingar IDI AMINS formanni Afriku- samtakanna, einkum ef áreita þarf hvitar þjóðir i Afriku eða viðar um heim. Ég hefi lengi bent á það misrétti sem rikis i þingmannafjölda og kjósenda- fjölda i ýmsum kjördæmum á tslandi, þótt fjölgi stórlega i Reykjavik og nágrenni, hverfi eins og Breiðholt, Arbær og Garðahreppur spretti upp, að mannfjölda ávið Vestfirði eða Austfjarðakjördæmi, fjölgar ekki fulltrúum á þingi. Eins og svertingjar í Rhodesiu Þótt þéttbýlisfólkið i og ná- lægt Reykjavik sé i meirihluta, býr það samt við minnihluta- stjórn, sem þykir alveg hróplegt ef slikt gerist i S.Afriku eða Rhodesiu og unglingar frá vinstriöflunum kria sig saman til að mótmæla kynþáttaofsókn- um. Vinstri-lýðurinn hefur ekki áhuga á þvi að svertingjar hafi meiri kosningarétt i landnáms- svæðum sinum i S.-Afriku, sem eru að verða sjálfstæð, en vinstri-lýðurinn á Islandi sem i þéttbýli býr. Svertingjarnir hafa einnig kosningarétt 18 ára gamlir, þegar vandlætingahóp- ur kommúnista, Alþýðuflokks- ins og Framsóknar er ekki tal- inn hafa þroska til stjórnmála- réttar fyrr en löngu á eftir svörtum jafnöldrum sinum. I Rhodesiu hafa svertingjar kosn- ingarétt ef þeir hafa menntun og eru á skattskrá, en þótt þeir séu 20 sinnum fléiri en hvitir menn greiða þeir hvitu meir en 99% af sköttunum. Þannig ættu is- lenskir þéttbýlismenn að hafa góðan meirihluta á Alþingi, Stórglæpamenn? Ein harðasta refsing sem stórglæpamenn fá á Islandi er að vera sviptur kosningarétti og kjörgengi. Hvers eiga þéttbýlis- menn að gjalda? Austfirðingar og önnur landshornakjördæmi hafa 3-4 faldan kosningamátt á einstakling. Það ætti að taka upp einmenningskjördæmi eins og í S.-Afriku. Þar eru að ég held 10 þús. kjósendur á þing mann. Fjölgi mikið i einu kjör- dæmi eða borgarhluta er borg- arhverfinu skipt og viðbótar- þingmaður kosinn. Þannig mundi Breiðholt, Garðahreppur og önnur nýhverfi hafa réttláta umbjóðendur á þingi. önnur tegund „stórglæpa- manna” sem sviptir eru mann- réttindum á Islándi eru þeir vesalingar sem verða að dvelja erlendis af ýmsum ástæðum, þeir eru ekki á skattskrá (eins og villimenn i Rhodesiu) og þess vegna sviptir kosningarétti. Ég er einn af þeim sem ekki er á skattskrá á tslandi, L.S.G., og þjáist ekkert.” Viggó Oddsson UGGUR ÞER EITTHVAÐ Á HJARTAV Utanáskriftin er: VÍSIR c/o „Lesendabréf" Síðumúla 14 Reykjavík >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.