Vísir - 14.11.1975, Page 11

Vísir - 14.11.1975, Page 11
VISIR Föstudagur 14. nóvember 1975 n Á FÖSTUDtGI Vilmundur Gylfason skrífar: Það er grundvallarskoð- un mín, að ein megin á- stæðan fyrir mörgum afar alvarlegum veikleikum ís- lenzkrar kerfisbyggingar, sem á undanförnum árum hafa orðið berari og aug- Ijósari en þau kannski voru áður, sé íslenzk blöð og íslenzk blaðamennska. Dagblöðin eru — eða voru til skamms tíma — gef in út af stjórnmálaflokkum, og voru þar með málgögn þeirra. Þetta er auðvitað algerlega forkastanlegt, fréttamennska þeirra hef- ur gjarnan verið fleðuleg viðtöl við samherja og ó- rökstuddar dylgjur um andstæðinga, sannleikur eða fréttamat er þessum flokksgerpum hulinn BLAÐAMENNSKA OG FLOKKSGERPI heimur. l tímans rás hefur þetta leitt til margháttaðr- ar samtryggingar til þagn- ar um spillingu. Þar hefur bankakerfið margsinnis verið tekið til dæmis, og forsvarsmenn bankakerf- isins hafa um langa hríð komizt upp með að svara með því einu að gefa manni langt nef. En blessunarlega hefur þetta að undanförnu nokkuð verið að breytast það er eins og sjálfsvirð- ing blaðamanna almennt og yfir- leitt hafi verið að aukast, þótt kannski gangi heldur hægt. Þessi þróun hefur ekki hvað sizt átt sér stað undir góðri forustu afburða blaðamanna eins og séra Emils Björnssonar og Eiðs Guðnasonar. Rödd úr forneskjuhyldýpi En þegar svona lagaðar breyt- ingar eru að eiga sér stað þá fer ekki hjá þvi að forneskjan og hálfviskan holdi klædd risi upp á afturfæturna, kerfi sinu og sukki til varnar. Aðfreð Þorsteinsson er aðstoðarritstjóri og dálkahöfund- ur við dagblaðið Timann. Mér virðist þessi maður gera sér far um að vera einhvers konar vasa- útgáfa af ritstjóra sinum, Þórarni Þórarinssyni, frá toppi til táar. Raunar sýnist mér einnig að lik- indin séu mestá tánum á þeim, að sundur dragi þegar ofar dragi, Alfreð Þorsteinsson er táknrænn fulltrúi þess ástands og þeirra stjórnarhátta, sem verða fyrirlit- legri með hverjum deginum. Brosmildur jámaður sem einskis spyr, hlýðir, er auðsveipur og Þórarinn ritstjóri og Kristinn framkvæmdastjóri kunna að metá. Það telst varla há mann- dómseinkunn. MANNLEGT í ÞESSARI BORG ARFULLTRÚUNUAA ÓVIÐKOMANDI,, tækifæri til aö haga vinnutíma minum þannig, aö mér gefst færi á aö sinna störfum borgar- fulltrúa, án þess, aö þaö rekist á.” — Þvi er stundum haldiö fram, aö þeim, sem vafstra i stjórnmálum, séu sum verkefni hugleiknari en önnur. Hvaö viltu segja um þaö? ,,Þaö er rétt. Hvaö sjálfan mig áhrærir, þá get ég ekki bor- iö á móti þvi, aö Iþrótta- og æskulýösmál eru mér ofarlega i huga. 1 þeim efnum hefur veriö unniö ágætt starf aö mörgu leyti, þótt allltaf megi gera bet- ur, og fyrir komi, aö menn greini á um leiöir aö settu marki. Hagsmunir hinna nýju Breiö holtshverfa eru mér einnig ofar- lega i huga. Ég bý sjálfur i einu Breiöholtshverfanna og hef átt ágæta samvinnu viö fólk í hverf- unum. Eins og aö likum lætur eru mörg óunnin verk i svo stór- um bæjarhluta sem Breiöholts- hverfi eru. Hverfin eru aö byggjast upp smátt og smátt og heillegri mynd aö skapast. Ég spái þvi, aö innan 5-6 ára veröi þessi hverfi fullbyggö og aö mestu leyti frágengin.” — Aö lokum, Alfreö. Tckur ungt fólk mikinn þátt i borgar- málastarfi Framsóknarflokks- ins? ,,Já, margt ungt fólk starfar innan vébanda Framsóknar- flokksins i Heykjavik. Þar á ég viö fólk innan FUF. Þetta fólk tekur þátt i störfum okkar meö einum og öörum þætti. Þá vil ég enn fremur nefna Hverfasam- tök Framsóknarmanna i Breiö- holti. Þar starfar eingöngu ungt fólk. Og i borgarmálaflokki okk- ar Framsóknarmanna lætur ungt fólk mikiö aö sér kveöa. Auk min taka Guömundur G. Þórarinsson, Geröur Steinþórs- dóttir, og Páll Magnússon mikinn þátt i þeim og sitja borgarstjórnarfundi. Ég held, aö Framsóknarflokkurinn þurfi engu aö kviöa meö þátttöku unga fólksins i störfum hans i framtiöinni." innar, sem undirbúa' mál til ákvöröunartöku i borgarstjórn. Hinn aöalþátturinn i störfum borgarfulltrúa, sem er ekki siöur mikilvægur, eru samskipti þeirra viö borgarbúa. A hverj- um einasta degi er leitaö til borgarfulltrúanna meö ýmis úr- lausnarefni. Oftast er um fyrir- spurnir aö ræöa t.d. um lóöaút- hlutanir. Enn fremur leitar fólk oft til borgarfulltrúanna, ef þvi finnst, aö erindi þeirra hjá borgarstofnunum gangi seint. Þar fyrir utan er leitaö til borgarfulltrúa vegna persónu- legra vandamála, sem stundum tekst aö greiöa úr meö hjálp góöra manna. 1 raun má segja, aö ekkert mannlegt i þessari borg sé borgarfulltrúunum óviökomandi.” — Þvi hefur veriö haldiö fram, aö störf borgarfulltrúa séu þaö viöamikil, aö um fullt starf sé aö ræöa? ,,Þaö má til sanns vegar færa. Ég er hins vegar þeirrar skoö- unar, aö þaö sé nauösynlegt fyrir borgarfulltrúa aö vera i tengslum viö atvinnulifiö. Sú hættaer alltaf fyrir hendi.aö at- vinnustjórnmálamcnn — ég á viö þá, sem þiggja laun ein- göngu fyrir þátttöku i störfum Alþingis eöa borgarstjórnar — einangrist um of. En hitt er jafnljóst, aö þaö er gersamlega voniaust fyrir borgarfulltrúa aö sinna skyldum sinum viö umbjóöendur sina, ef hann er i fullu starfi annars staöar. Hér þarf oft aö fara bil beggja. Sem blaöamaöur Timans hef ég Alfreö Þorsteinsson. Timamynd Gunnar. Alfreö þessi hefur i dálkum sin- um nöldrað vegna blaðamennsku minnar. Það er auðvitað ekki svaravert, og væri það ekki ef ekki vildi svo til að ritstjóri hans og yfirboðari er heldur merki- legri maður — er meðal annars formaður útvarpsráðs — og ein- hvern veginn hef ég á tilfinning- unni að flokksgerpið hafi aldrei hugsað sjálfstæða hugsun og geri það auðvitað ekki i þessu tilviki, heldur sé hann að vinna skitverk fyrir húsbændurna. I gær keyrir hins vegar um þverbak hjá flokksgerpinu. Þar talar hann um annars flokks blaðamenn, látum það vera, en sem berir hafa orðið að grófum fréttafölsunum, og að það sé sjón- varpinu til skammar að hleypa slikum mönnum inn á gafl. Mér er raunar ekki alls kostar ljóst við hvað maðurinn á, en hef á tilfinn- ingunni að ég eigi að geta tekið einhvern hluta sneiðarinnar til min. Sé svo, þá ætti það að vera réttmæt krafa að maðurinn segi við hvað hann á. Blaðamennska er starf mitt og annarra þeirra sem hann getur hugsanlega átt við, og það er timabært að menn af þessu tagi skilji, að þótt hann geti notað svona orð við einhverja samtryggða kauða á hinum blöð- unum þegar þeir eru i ritstjóra- leik, þá verður á þessum vett- vangi svona aðdróttanir ekki til lengdar látnar viðgangast. Fréttafalsanir! Þessi jámaður talar um frétta- falsanir. Hann gæti til að mynda átt við grein sem ég skrifaði i Visi fyrir nokkrum vikum, og fjallaði um það, þegar dómsmálaráð- herra, Ólafur Jóhannesson, lét með fyrirskipun opna veitinga- hús, þrátt fyrir hörð mótmæli saksóknara rikisins. Þannig að eðlileg rannsókn gat ekki farið fram. Þannig að rikissaksóknari sagði i bréfi, að aðgerð dóms- málaráðherra gengi gegn réttar- hagsmunum i landinu. Ég dreg enga dul á að i þeirri grein bar ég þungar sakirá dómskerfið i land- inu. Engin svör en flokksgerpið var látið skrifa i nöldurdálka sina ogfjalla um persónulegan heiðar- leika minn — hvað svo sem það kom málinu við. Lýðræði er góður hlutur, en Al- freð Þorsteinsson er vondur full- trúi þess. En enn verri eru menn- irnir sem að baki honum standa og etja honum i drulluna. Vonandi liöin tíð En timar litilla og stórra alfreða eru vonandi að liða undir lok. Vonandi eru bjartari timar Framundan, Timar minnkandi flokksræðis, timar betri blaða- mennsku, timar meiri upplýs- inga, timar færri alfreða. A þeirri tiö verður skemmti- legra að vera til. Þú færð ísmola í veizluna í Nesti Nú getur þú áhyggjulaust boöiö gestum kalda drykki heima hjá þér. Engin biö eftir aö vatnið frjósi í ískápnum. Hjá Nesti færöu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á hættu aö verða ís-laus á miöju kvöldi. Renndu viö í Nesti og fáðu þér ísmola í veizluna! Ártúnshöfða — Elliðaár - NESTI h.f. Fossvogi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.