Vísir - 14.11.1975, Side 5

Vísir - 14.11.1975, Side 5
VISIR Föstudagur 14. nóvember 1975 5 Rannsóknarstarf- semi hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi. íslendingar verja mun lægri upphæð til rann- sóknarstarfa en gerist og gengur meðai margra þjóða i kring- um okkur. A Keldnaholti i nágrenni Reykjavikur hefur risið upp hverfi rannsóknarstöðva. Visir heimsótti eina þeirra, Rann- sóknarstofnun iðnaðarins. Sú stofnun hóf starfsemi sina fyrir 18 árum. 1 fyrstu var hún til húsa í Atvinnudeildarhúsinu við Hringbraut en flultist 1971 i nýtt húsnæði að Keldnaholti. Hús Rannsóknarstofnunar iðnaðarins er 900 fermetrar að flatarmáli og eru þar m.a. stór efnarannsóknarstofa, 3 rann- sóknarherbergi fyrir sérverk- efni, smásjárherbergi og rann- sóknarstofa fyrir málmiðnað, á- samt röntgenmyndaherbergi. 18—20 manns vinna hjá Rann- sóknarstofnun iðnaðarins. Hlutverk rannsóknar- stofnunar iðnaðarins 1 stórum dráttum má segja að hlutverk stofnunarinnar sé að aðstoða starfandi iðnað við rannsóknir ýmiss konar og auk þess að skapa ný verkefni fyrir iðnaðinn. Iðnaðurinn spannar vitt svið svo hlutverk stofnunarinnar er æði viðtækt. 1 lögum um verkefni Rann- sóknarstofnunarinnar er að auki kveðið á um rannsóknir á nýtingu náttúruauðæfa larídsins i þágu iðnaðar, nauðsynlega rannsóknarþjónustu i þeim greinum sem stofnunin fæst við og loks kynningu á niðurstöðum rannsóknanna i visinda- og fræðsluritum. Dagur i rannsóknar- stofnunar iðnaðarins Til þess að fá yfirlit yfir þá starfsemi sem fram fer innan veggja stofnunar sem þessarar leituðum við til dr. Ásbjörns Einarssonar, verkfræðings, og báðum hann um að lýsa i stuttu máli hvaða verkefni væru nú helst unnin hjá stofnuninni. „Elsti hluti stofnunarinnar er efnagreiningarstarfsemin. Við það verk vinna að staðaldri þrjár manneskjur, deildarstjóri er Gunnlaugur Elisson. Unnið er að þvi að efnagreina málma, vatn, matvæli, sement, og fóðurefni. I morgun var t.d. verið að gera könnun á hitaveituvatni, gerðar voru fjórar málmefna- greiningar. f sambandi við nýiðnaðar- rannsóknir er nú verið að til- raunastarfi i sambandi við gos- efni fyrir gosefnanefnd. Tveir starfsmenn stofnunarinnar vinna að þvi verkefni. Verkefni þeirra er einkum i Pétur Sigurjónsson, forstjóri Rannsóknastofnunar iðnaðarins. Snar þattur í starfsemi Rannsóknastofnunar iðnaöarins er kennsia iðnaðarmanna. Þeir þurfa ekki að kvíða verkefnaleysi Séðyfir efnarannsóknastofuna þarsem margháttuðrannsóknastarfsemi fer fram. — sagt frá heimsókn í Rannsóknarstofnun iðnaðarins, þar sem rannsakað er allt frá sliti á fatnaði til eiginleika basalts og perlusteins þvi fólgið að rannsaka eigin- leika basalts og perlusteins. Nám ogkennsla „Sifellt er unnið að kennslu iðnaðarmanna i rafsuðu og log- suðu. Nú eru þrir menn hér frá Stálvik. Frá okkur fara lika menn til að kenna og aðstoða i fyrirtækjunum. Þannig er nú einn frá okkur i Stálvik, þar sem hann aðstoðar við verkþjálfun. Á Akureyri er maður sem hjálp- ar við smiðaáætlun fyrir næsta skuttogara. Þessi starfsemi er i sambandi við verkefnið „Tækniaðstoð við skipasmiða- stöðvar. Þvi má heldur ekki gleyma að hér fer fram verkleg kennsla i rafsuðu og alls kyns máimpróf- anir fyrir háskólann og tækni- skólann. Liðuri fræðslustarfseminni er útgáfa á bæklingum og fjölrit- um og er nú t.d. verið að endur- nýja fyrri bæklinga um staðla á rafsuðuvirum.” Fjórir kílómetrar af rafsuðu Stór liður i starfsemi Rann- sóknarstofnunar iðnaðarins er röntgenmyndir sem teknar eru af rafsuðu og ýmsar aðrar próf- anir á gæðum málma. A þessu ári hafa veriö teknar röntgen- myndir af fjórum kilómetrum af rafsuðu. Auk þess sem fyrr hefur verið nefnt er unnið að margháttaðri annarri rannsóknarstarfsemi, um það starf segir Ásbjörn: „Hér eru gerðar margs konar prófanir með málningu. Nýlega er lokið athugunum á málningu sem á að nota á brýrnar á Skeiðarársandi. Sú málning varð að þola vel sandfok. Stöðugt er unnið i þágu tré- smiðaiðnaðar. Aðallega fyrir húsgögn og innréttingar. Haldin hafa verið námskeið i véla- vinnslu og upplýsingar og ráð- leggingar veittar i sambandi við spónlagningu og lökk. Að auki fara fram limprófanir. Námskeið fyrir húsganga- bólstrara hafa verið haldin og hafa þau tekist vel. Fyrir fataiðnaðinn er unnið að slitprófunum. Slitþolsprófunum á áklæðum og raka- og ljósmæl- ingum á fataefnum svo dæmi séu nefnd.” Mest áhersla lögð á góðan tækjakost Til þess að kynnast nánari ýmsum þáttum Rannsókna- stofnunar iðnaðarins, leituðum við til Péturs Sigurjónssonar, forstjóra. Fyrsta spurningin sem lögð er fyrir Pétur er hvernig stofnunin sé búin tækjum: „Við leggjum mesta áherslu á góðan tækjakost. Það er grund- yallaratriði að stofnunin sé vel búin tækjpm þvi ekkert er ann- ars hægt að gera. Þau verkefni sem Rannsókn- arstofnun iðnaðarins er mjög fjölbreytileg og viðamikil. — Getur stofnunin annað þeim öll- um? „Það er grundvallarregla hjá okkur að visa engum frá sem til okkar leita. Við reynum þvi eftir fremsta megni að sinna óskum iðnaðarins. Við höfum mjög gott samband við rannsóknarstofnanir erlend- is, sérstaklega á Bretlandi og á Norðurlöndunum. Þetta samstarf hefur verið okkur mjög til góðs. Eins og eðlilegt er i jafn iitlu þjóðfélagi og okkar, er erfitt að þróa upp og mennta mikið af sérmennt- uðum mönnum, til starfa á rannsóknarstofnunum sem þessum. Við getum vart haft sérfræðingaá öllum sviðum iðn- aðar sem spannar svo vitt svið. Nú erum við i miklu hús- næðishraki. Þegar árið 1973 var orðið svo þröngt um okkur að við sóttum um leyfi til þess að byggja við húsið. Enn hefur slikt leyfi ekki fengist. Við erum i slikum húsnæðis- vandræðum að við urðum að taka bókasafn og fundarsal undir rannsóknarstofur og er nú bókasafnið á við og dreif um bygginguna.” Rannsóknir á perlusteini Undanfarið hafa verið um- ræður um hugsanlega byggingu perlusteinsverksmiðju hér á landi. Rannsóknarstofnun iðn- aðarins hefur haft með höndum athuganir i þvi sambandi. Hvernig miðar þeim rann- sóknum? „Það hefur verið samstarf á milli Iðnþróunarstofnunar, Rannsóknarstofnunar bygging- ariðnaðarins og okkar um þess- ar athuganir. Rannsóknirnar eru enn á byrjunarstigi en þó er búið að setja upp lítið framleiðslutæki, sem vinnur úr perlusteini. Af perlusteini eru mjög viðtæk not, t.d. i einangrun og siunarefni. arefni. Þessar perlusteinsrannsóknir eru gerðar með það i huga að hægt sé að koma á fót ýmsum iðnaði, þar sem perlusteinn verði notaður sem hráefni. Þá hefur Rannsóknarstofnun iðnaðarins einnig unnið að mengunarrannsóknum. Eink- um að athugunum á vatns- mengun en einnig mikið á ioft- mengun. Þessar rannsóknir hafa ýmist verið unnið sjálf stætt eða i samvinnu við aðra. Og eru þær afar fjölbreytileg- ar.” Aukin áhersla á fræðslu Pétur er spurður um þá fræðslu sem stofnunin veitir mönnum er starfa f iðnaði. „Við höfum verið með fyrir- lestra fyrir menn innan iðnað- arins. Framhaldsmenntun fær- ist i vöxt og hefur verið lögð aukin áhersla á fræðslu og aukna þekkingu. Hér eru kynntar nýjar hug- myndir, efni og vinnuaðferðir sem skotið hafa upp kollinum erlendis. Þar sem við höfum ekki yfir að ráða nægjanlega mörgum sérfræðingum hafa hingað verið fengnir erlendir sérfræðingar til þess að halda hér nárnskeið og fyrirlestra sem hafa tekist mjög vel. —EKG Asbjörn Einársson. verkfræðing ur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.