Vísir


Vísir - 24.11.1975, Qupperneq 7

Vísir - 24.11.1975, Qupperneq 7
VISIR Mánudagur 24. nóvember 1975. LÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN Umsjón^ Guðmundur Pétursson WHITLAM KALLAR FRASER JNN- BROTS- ÞJÓF..." Frá likfylgd Francos hers- höfðingja i Madrid i gær. Á Spáni er nú hafið nýtt timabil undir stjórn Juan Carlos I. Spánarkonungs, Franco-timabilið leið endanlega undir lok, þegar einræðisherrann aldni var jarðsunginn i gær. Konungurinn, sem sór embíettiseið sinn á laugardg, S,at í forsæti við minningarat- höfnina i gæc, en tugir þúsunda spánverja söfnuðust saman á Oriente-torgi Madrid, meðan Marcelo Gonzalez Martin kardináli söng messu til sálu- hjálpar hinum látna. Franco var lagður til hinstu SPANVERJAR A BAÐUM ÁTTUM UM JUAN CARLOS hvildar við minnimerki og graf- reit hinna föllnu úr borgara- styrjöldinni i ,,Dal hinna dauðu”, en sá staður er um 58 km utan við Madrid. — Áður hafði kista hins látna leiðtoga staðið uppi nokkra daga opin meðan þúsundir spánverja vott- uðu ,,E1 Caudillo” hinstu virðingu sina. Ræðu Juan Carlos sem hann flutti um leið og hann sór konungseiðinn á laugardaginn hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Stjórnarand- stæðingar hlustuðu vandlega eftir væntanlegum fyrirheitum um aukið pólitiskt frjálsræði, en falangistar eftir yfirlýsingum um að arftaki Francos hers- höfðingja mundi fylgja stefnu fyrirrennara sins. Menn velta vöngum yfir þvi hvort sá friður sem rikt hefur innanlands undirstjórn Francos siðustu 36 ársin sé nú á enda. Helstu leiðtogar stjórnarand- stöðunnar hafa þó lýst þvi yfir, að þeir muni sýna þolinmæði og ekki hafast að fyrsta kastið meðan Juan Carlos sýndi hvað i honum býr. Ýmsir úr þeirra hópi lýstu samt yfir vonbrigðum vegna ummæla konungs við eiðtökuna, þegar hann sagði að „festa og forsjálni” skyldu verða einkunnarorð rikis hans. — Lögðu menn út af þvi að konungur mundi vilja halda við stjórnkerfi Francos. Juan Carlos sagði við minningarathöfnina i gær, að stefnu Francos hershöfðingja yrði best fylgt með þvi að „stuðla að félagslegu réttlæti sem efla mun þjóð vora og sam- eina”. . -lJI Hér hvila jarðneskar leifar Francos með föllnum hetjum borgara- styrjaldarinnar. Heleno tekur við Nóbels- verðlaunum fyrir Sakharov Helena Sakharov ætl- ar til Osló i næsta mán- uði til þess að veita við- töku friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd eigin- manns sins, Andrei Sak- harov. Með i för hennar verða gest- gjafi hennar, þar sem hún dvelst til lækninga i Flórence á Italiu, þýðandi og prófessor Renato Frezzoti sem gerði aðgerðina á augum hennar. — Helena hefur við augnsjúkdóminn „glaucoma” að striða. Helena hefur verið til lækninga á Italiu siðan i ágúst. Nýlega framlengdu sovésk yfirvöld feröa leyfi hennar, og'ætlar hún að nota timann til þess að taka við friðar- verðlaununum. Bóndi hennar getur sjálfur ekki verið við afhendinguna i Osló, þvi að sovésk yfiryöld neituðu honum um vegabréf og ferðaleyfi. Var þvi borið við að hann lumaði á rikisleyndarmálum frá þeim tima sem eðlisfræðingurinn starf- aði að gerð vetnissprengju Sovét- rikjanna, en Sakharov hefur stundum verið nefndur „faðir vetnissprengju Rússa”. Þau hjónin hafa bæði sagt að þetta væru eintómar viðbárur yfirvalda. Segja þau langt vera siðan andófsmanninum Sakharov hafi verið treyst fyrir leyndar- störfum, enda hefur hann verið i ónáð stjórnvalda um árabil fyrir mannréttindabaráttu sina. Hafa þau hjón bent á að visindamenn sem starfi að leyndarrannsókn- um fái óhindrað að ferðast milli landa. Andrei Sakharov fékk friðar- verðlaunin fyrir baráttu sina fyr- ir auknum mannréttindum til handa sovétborgurum. Gough Whitlam, sem vikið var úr forsætisráð- herraembætti Ástraliu, hóf i dag formlega kosn- ingabaráttu Verka- mannaflokksins með þvi að skora á ástrali ,,að leiðrétta rangindin”, sein stjórn hans var beitt, þegar hún var svipt umboði. Hann sagði 30.000 stuðnings- mönnum sinum, sem sóttu fund hans i dag i Domain Park við höfnina i Sidney, að þeir ættu að „gefa þingræðinu” tækifæri. Landstjórinn, sir John Kerr, vék stjórn Whitlams frá 11. nóvember, þegar Whitlam neitaði KOSNINGABAR- ÁTTAN HAFIN í ÁSTRALÍU MEÐ BRAUKI OG BRAMLI að boða til almennra kosninga, þrátt fyrir að stjórn hans nyti ekki nægilegs fylgis á þingi til þess að koma fram fjárlagafrum- varpi sinu. Fram til kosninga fer bráða- birgðastjórn Malcolms Frasers, leiðtoga Frjálslynda flokksins, með völd. Fraser mun flytja aðal- kosningaræðu sina á morgun. Whitlam lagði út af þvi i ræðu sinni i dag, að legðu kjósendur blessun sina á aðgerðir landstjór- ans með þvi að kjósa hina, þá mundi ámóta frammigrip land- stjórans endurtaka sig æ ofan i æ, uns þingræðið liði undir lok. Hann kallaði stjórn Frasers „innbrotsþjófa, sem dulklæddust eins og húsverðir”. Þeim bæri að „fleygja úr stjórnarráðinu”. Þegar 13. desember rennur upp (kjördagur) hafa þeir „haft 32 stolna daga til athafna — 32 stoln- ir dagar er nóg,” sagði Whitlam. Rakst á 87 þúsund lesta flugmóðurskip Bandariska her- snekkjan „Belknap” og risaflugmóðurskipið „John F. Kennedy” rákust á þar sem þau voru á siglingu á Mið- jarðarhafi á föstudags- kvöld. Belknap komst við illan leik og tilstilli fjögurra dráttarbáta til hafnar i Priolo á Sikil- ey i morgun. — Öll yfir- byggingin aftan stjórn- palls var sótsviðið brak. Atta menn létu lifið og 46 slösuðust, þegar Belknap rakst á 87 þúsund smálesta flugmóður skipið. — Eldur kom upp i báð- um skipunum eftir áreksturinn, en var slökktur um borð i JFK á tiu minútum, meðan það tók tvær og hálfa klukkustund að ráða niðurlögum hans um borð i Belknap. Flugmóðurskipið var einmitt að taka á móti flugvélum til lendingar um borð, þegar áreksturinn varð. Skipin voru stödd þá um 70 milur undan strönd Sikileyjar. — Visa varð niu flugvélum til lendingar á flugvelli á Sikiley. Belknap var til taks skammt undan flugmóðurskipinu til að kippa um borð flugmönnum og flugvélum sem kynnu að mis- takast lendingin á JFK og falla i sjóinn. En skyndilega beygði Belknap af stefnu þar sem skip- ið sigldi samsiða JFK. Flug- móðurskipinu var vikið undan, en léndingaþilfarið að aftan- verðu rakst þá i yfirbyggingu Belknap. Svo viröist sem flugvéla- bensin hafi runnið frá JFK á Belknap og orsakaði ikveikjuna. Belknap er voþnuð eldflaug- um, en hvort þær eru með kjarnorkuoddum eða ekki vill bandariska flotamálastjórnin ekki upplýsa. — A leið Belknap til hafnar lagðist „Mount Bak- er” birgðaflutningaskip Mið- jarðarhafsflota USA upp að snekkjunni og þykirsennilegt að það hafi tekið eldflaugarnar úr Belknap.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.