Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 1
WS1BHW1 SÍÐDEGISBLAÐ FJÖLSKYLDUNNAR AWfUÍIIIWH Listamenn fá meirihhíuta f Hstráði Kjarvalsstaða Samkomulag hefur orðið manna um lausn Kjarvals- að listamenn fái meiri- ingar i vestursal Kjarvals- milli borgaryfirvalda og staðadeilunnar. Sam- hluta i listráði/ sem fer staða. Bandalags íslenskra lista- komulagið gerir ráð fyrir, með úrslitavald um sýn- Sjá baksíðu. ALÞÝÐUBANKINN: Hluthafi krefst rannsóknar ó störfum ,,Ég staðfesti það að ég hef farið þess á leit við rikissaksókn- ara að hann rannsaki, hvort bankaráð hafi sinnt þeirri eftir- litsskyldu sem þvi er sett i reglu- gerð á útlánum bankans.” betta sagði Kristján Jóhannsson, einn hluthafa Alþýðubankans. Þessa beiðni sina lagði hann inn i gær til saksóknara og afrit hennar sendi hann Alþýðubankanum. Einnig sagðist Kristján hafa beðið um rannsókn á þvi, „hvort lögfræðingur bankans hafi verið tilkvaddur til að rannsaka með hvaða hætti þessi útlán hafi verið og hvort hann hafi verið hafður með í ráðum með það, hvort veð þau sem bankinn fékk vegna út- lána þessara, væru nægjanleg til endurgreiðslu þeirra.” ,,Ég hlýt sem hluthafi að eiga heimtingu á að fá svör við þessum spurningum, svo og aðrir hluthaf- ar,” sagði hann að lokum. — VS „Jólagjafahandbók,, fylgir Vísi á morgun Eldur koni upp i bflaverkstæði við Miklatorg i uótt og hlutust. uokkrar skentmdir af. i öðrum enda þess húss sem verkstæðið er i er húsgagnaverkstæði, en eldurinn náði ekki að breiðast þangað. Það var um klukkan 12 i nött sem slökkviliðið kom á staðinn og logaði þá eldur út um glugga á norðurhlið hússins. Norðaust- urhlutinn var fullur af reyk. Logsuðutæki, bill og fleira var inni á verkstæðinu en þvi náðist að koma út. Einhvetjar skemmdir munu þó hafa orðið á hlutum innanhúss að sögn slökkviliðsins. Verkstæðið brann nokkuð að innanverðu og i loftinu. Ókunn- ugt er um eldsupptök. —EA GETRAUNINNI LYKUR I DAG Síðasti hluti jólagetraunarinnar birtist i blaðinu i dag. Seðill fylgir með, þar sem þátttakendur i getrauninni skrifa nafn sitt, heimili og sima. Dregið verður i getrauninni eftir hádegi 22. desember, þannig að skilafrestur er til þess tima. Verðlaunin i jólagetrauninni er þetta glæsilega Nordmende hljómtæki frá Radióbúðinni. 1 tækinu er plötuspilari, kassettuseg- ulband, útvarp og magnari. Þvi fylgja tveir hátalarar og tveir hljóðnemar. Verðmæti tækisins er kr. 133 þúsund. Óvissa um úrslit • • i Oryggisráðinu ..íslensku fulltrúarn- ir hjá Sameinuðu þjóð- uuum hafa verið að ræða við fulltrúana i Öryggisráðinu og þá aðallega um málsmeð- ferðina.” Þetta sagði Pétur Thorsteins- son ráðuneytisstjóri i utanrikis- ráðuneytinu i samtali við Visi i morgun. Eins og kunnugt er kærðu islendingar framferði bresku dráttarbátanna i mynni Seyðisfjarðar til Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. ,.Enn liggur ekki fyrir hvert álit hinna ýmsu aðildarrikja öryggisráðsins er i þessu máli. Ég talaði við fulltrúa tslands i gærkveldi. og þá hafði enginn fulltrúi málsins gefið ákveðin svör hvernig hann hvgðist verja atkvæði sinu." Pétui' sagði að búist væri við endanlegri niðurstöðu Oryggis- ráðsins seinnipartinn i dag eða kvöld en einnig væri hugsanlegt að hún rira'gist til morguns vegna anna Öryggisráðsins. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.