Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 17
VISIR Þriðjudagur 16. desember 1975. 17 SJÓNVARP KL. 22,25: Orku- og hráefnis- málaráðstefna hefst i Paris i dag, þriðjudag. Þar koma saman fulltrúar iðnrikjanna, oliurikjanna og þróunar- rikjanna og ráða ráðum sinum. í þættinum „Utan úr heimi” i kvöld ætlar Sonja Diego að fjalla m.a. um þessa ráðstefnu. A ráðstefnunni koma EBE-löndin fram .sem einn aðili og verður því einnig fjallað um aukið og nánara samstarf þeirra og áhrif þess á baráttu þjóðar- brota i aðildarrikjunum fyrir auknu sjálfsforræði. I þvi sam- bandi verður sérstaklega fjallað um áform bresku stjórnarinnar um þing fyrir Skotland og Wales, með talsvert takmörkuðu sjálfs- forræði þó. Fleiri málefni erlend eru ofar- lega á baugi þessa dagana og er aldrei að vita nema einnig gefist timi til að gera fleiru skil en að ofan er talið, en fyrrnefnd ráð- stefna verður þó meginuppistaða þáttarins. — VS. SJÓNVARP KL. 21,30: Lokaþœttir óstarinnar Ástin og fyrri konan, Ástin og veðmálið og Ástin og pillan, nefnast allra seinustu þættirnir úr bandarísku gaman- myndaspyrpunni „Svona er ástin". Fyrsta myndin segir frá náunga, sem er að búa sig undir að taka á móti kærustunni heima hjá sér. Þau ætla að trúlofa sig þetta kvöld og ætla að hafa það virkilega huggulegt. Mitt i undirbúningnum kemur eiginkonan fyrrverandi. Það þarf ekki að spyrja að þvi að andrúmsloftið verður allt þvingaðra og lævi blandið. En hvernig málin æxlast má ekki segja. Næsti þáttur gerist á billjard- stofu. Svertingi nokkur veðjar við vin sinn um að hann geti komið með annan, sem mali hann i biiljard. Hefur hann lagt stórar fjárhæðir undir. Þessi vinur hans, sem er meistari i billjard, er hvergi óhræddur, eins og maðurinn sagði, og tekur að sjálfsögðu veðmálinu. Á leiðinni til keppninnar hittir hann stúlku, sem er að koma út af hárgreiðslustofu. Hann býður henni með. Þegar inn á stofuna er komið fer hann að kenna henni billjard. Það kemur þó i ljos að hún kann meira fyrir sér en hann grunar. Rekur nú hver atburðurinn annan og málin fara að taka á sig skýrari mynd. Þriðji og seinasti þátturinn segir frá hjónum, sem eiga sér gjafvaxta dóttur. Hún hyggur á Evrópuferð með vini sinum. Af þessu hafa hjónin hinar mestu áhyggjur. Þau ráða þvi ráðum sinurn hvað verða megi til varnar þvi að þau hrasi á braut siðferðisins. Koma upp af þessu tilefni hin spaugilegustu atvik og endirinn er öðruvisi en gera má ráð fyrir nú á þessum sið- ustu og bestu timum. -VS DTVARP Þriöjudagur 16. desember 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 9.05. Fréttir kl. 7.30., 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: „Malena oghamingjan” eftirMaritu Lindquist. Svala Valdi- marsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. Tilkynningar kl. 9.30 Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjallkl. 10.05. Ásgeir Jakobsson flytur þáttinn. lfin gömlu kynnikl. 10.25 Valborg Bentsdóttir sérum þáttinn. Hljómplötu- safniðkl. 11.00. Endurtekinn þáttur Gunnars Guð- mundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 „Skrumskæling konunnar” eftir Barbro Bachberger Guðrún Birna Hannesdóttir les þýðingu sina (3) 15.00 Miðdegistónleikar. a. „Lilja” eftir Jón Asgeirs- son. Sinfóniuhljómsveit is- lands leikur. George Cleve stjórnar. b. Lög eftir Jóhann Ó. Haraldsson, Ingunni Bjarnadóttur og Sigurð Þórðarson. Friðbjörn Jóns- son syngur. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. c. Sex lög eftir Pál isólfsson við texta úr Ljóðaljóðum. Þuriður Pálsdóttir -syngur. Jórunn Viðar leikur á pianó. d. Lög eítir Árna Thor- steinsson. Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur. Páil P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir) Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Anna-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 E f tir m æ 1 i e f tir striðsáranna. B j ö r n Stefánsson búnaðarhag- fræðingur flytur þriðja og siðasta erindi sitt um efna- hagsmál, stjórnmál og félagsmál á íslandi eftir strið. 20.00 I.ög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Kristfræði Nýja testa- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flvtur fjóröa þátt sinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Púó" eftir Willy Sörensen. Dagný Kristjáns- dóttir byrjar lestur þýðing- ar sinnar. 22.40 Harmonikulög 23.00 Á ljóðbergi. SJONVARP Þriöjudagur 16. desember 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Iiagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Um- sjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.30 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa I.okaþáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 L'tan úr lieimi. Þáttuf um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.55 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.