Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 16. desember 1975. VISIR ÁGÆTASTA AFÞREYING HAFNARBtÓ: The Godfather of Harlem (Biack Caesar) bandarisk, 1973. Leikstjóri Larry Cohen. Ungur maður úr fátækrahverf- um New Yorkborgar vinnur sig upp I hæstu gráðu giæpamanna borgarinnar, og sparar ekki óvönduð meðul. Kemur þetta ekki eitthvað kunnuglega fyrir sjónir? Ekki slst ef haft er i huga, að kappinn er þeldökkur og hið mesta heljarmenni að burðum, sem fiestir hvitir hafa ekki roð við. Ofangreind lýsing eða aihæfing þarf þó alls ekki að þýða það, að hér sé einungis gömul lumma á ferð. Slður en svo. Þetta er með betri negraglæpamyndum, sem ég hef séð, og kemst fyllilega i hálfkvisti við „Across 110’th Street” sem er ein 'af mlnum eftirlætismyndum innan þessa „genra”. Til þess að ná þeim árangri, þarf að koma til handritshöfund- ur og leikstjóri sem þekkja eitt- hvað inn á það sögusvið' sem þeir hyggjast lýsa, leikstjóri þessarar myndar hefur einnig tekið að sér hið fyrrnefnda hlutverk, og farist það svo vel úr hendi að myndin kemst mjög nálægt því að verða trúverðug. Hér undanskilst að sjálfsögðu klisja eins og hviti lög- reglusadistinn, en hann er nú eitt sinn mubla i svona myndum. Við þvi er ekkert að amast. Enþó að „G.O.H.” komistþvi aðeins á stigið „nærri-þvi og næstum” er hún ágæt afþreying. Samtöl eru vel skrifuð og mál- efnaleg, kvikmyndataka allþokkaleg og baksviðið i New York vel úr garði gert til að auka á spennuna. Alit i allt: vel gerð mynd. — SB. pi afar fjölbreytt úrval jólagjafa: Instamatic myndavélar, 3 geröir Vasamyndavéiar, 5 geróir Margar geröir hinna heimskunnu myndavéla frá Yashica og Mamiya Kodak Ektasound kvikmyndatökuvélar sem taka upp hljóö samtímis myndatökunni Kvikmyndasýningarvélar og skoðarar Sýningarvélar fyrir skyggnur Stórar myndavélatöskur Sýningartjöld, 3 gerðir Þrffætur Leifturljósatæki, margar geröir Litskyggnaskoðarar Smásjár, 4 geröir, tilvaldar fyrir unglingana Sjónaukar, 5 geröir Mynda-albúm, afar mikiö úrval Og ekki má gleyma hinum vönduöu DÖNSKU MYNDARÖMMUM frá Jyden, þeir eru nú til í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Munið svo aö kaupa KODAK-FILMUNA og leifturkubbana tímanlega. Eftir jólin komið þér auövitaö til okkar meö filmuna og viö afgreiöum hinar glæsilegu litmyndir yðar á 3 dögum. — ávallt feti framar HANS PETERSENN BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ Það voru einkum tvö mál sem fylltu forsiöur blaðanna i seinustu viku: Landheigis- málið, ásiglingar brezku dráttarbátanna á Þór út af Seyðisfirði og tengd mál — og svo vitanlega Sunnumálið, Alþýðubankinn, Air Viking og Guðni Þórðarson. Hér verður ekki reynt að lesa milli linanna I siðarnefnda málinu að sinni, það gerir Vilmundur Gylfason, og aðrir þeir, sem til þess hafa þekkingu skarpskyggni, dóm- greind og stílræna hæfileika auk þess sem timinn mun væntan- lega leiða i ljós hvernig þeim málum er raunverulega farið. Hins vegar verður leitazt við að fjaila um tiltekið svið þorska- striðsins, það sviðið, sem okkur hefur kannski gengið hvað erfiðlegast að fóta okkur á — upplýsingasviðið. Skorinorður sendiherra Þann 10. desember s.l. birtir Morgunblaðið stutt viðtal við sendiherra okkar I London, NielsP.Sigurðsson. Sendiherra var óvenju skorinorður af diplómat að vera, þegar hann fjallaði um þann vanda, sem hann og starfsmenn hans eru i, þegar mikil tiðindi gerast á Is- landsmiðum: hÞað hefur komið^éi^fhJb^llTfyrir okkur hér og málstað okkar hve frétt- ir af atburðum berast seint að heiman. Um leið og eitthvað hefur gerzt hafa Bretarnir sent það í útvarp, sjónvarp og aðra fjölmiðla, jafnvel á sömu mínútum og atburðir gerast. 1 ksama mund hringja fréttastof- ur víða um Bretland til okkar og spyrja um okkar frásögn og þær gera það jafnharðan hvort ► * sem er á nóttu eða degi og við lendum oft í vandræðum vegna þess hve seint gengur að fá fréttir að heiman. Sá sem kem- ur fyrstur með fréttirnar stend- ur mun betur að vígi, því þetta eru ekki hlutlausar fréttir og það er alltaf erfiðara að koma að leiðr^tirjfiuii^syp gagnijeitl: Ég held að það fari ekki milli mála, að sendiherrann hitti naglann á höfuðið og það átti einnig svo sannarlega við, þegar sögð voru tiðindin af viðureign Þórs við dráttar- bátana út af Seyðisfirði um daginn. Það var vissulega nöturlegt að vera vitni að þvi, að heyra brezka útvarpið skýra frá þess- um atburðum þó nokkuð itar- lega samtimis þvi að Land- helgisgæzlan sveittist við að þýða dulmálsskeyti sinna manna um atburðinn, dreifa efni þess til ráðuneyta og ann- arra opinberra aðila, en geta að þvi loknu snúið sér að þvi að gera fjölmiðlum grein fyrir þvi, sem þarna hefði átt sér stað. Kerfið hefur al- gjöran forgang. Mér er það fullkomlega ljóst, að það hlýtur að vera skylda Landhelgisgæzlunnar að koma réttum, nákvæmum og gagn- orðum upplýsingum á framfæri við sina yfirboðara i Dóms- málaráðuneytinu, sem siðan gefur Utanrikisráðuneytinu skýrslu, sé þess talin þörf, og það góða ráðuneyti kemur þess- um upplýsingum þessu næst á framfæri við sendiráð okkar er- lendis, sé þess talin þörf. Eða þannig imynda égmér að þessi mál gangi fyrir sig og þurfi væntanlega að ganga fyrir sig, til þess að kerfið starfi á eðli- legan hátt. Þegar öllu jiessu er lokið — þ.e.a.s. þessum embættislega þætti i starfssemi Landhelgis- gæzlunnar — þá er hægt að fara að tala við fjölmiðlana og þess ber að geta, sem gert er — til þess hefur gæzlan nú sér- stakan blaðafulltrúa. En það er hreinlega ekki nóg — m.a. vegna þess að hann getur ekkert sagt, fyrr en búið er að þýða dulmálsskeytin og koma efni þeirra á framfæri við rétta aðila. „Þeir trufla störfin!” En hvað er til ráða? Það er langt siðan fjölmiðlafólkið óskaði eftir að fá að fylgjast með störfum gæzlunnar með þvi að vera um borð i varðskipun- um og senda fréttir þaðan — en árangurslaust. Bretar standa öðruvisi að verki, eins og kemur AFNEMUM „EINKARÉTT" ARCHIE MCPHEE! fram i þessari frétt Visis þann 12. des.: jupplýsingastríðinu j SjónormiðBreta yfirgnœfandi i öllum fréttoflutningi Þegar íslénsklr frétta-' og blaöamenn hafa sótt á um aö fá ' betri og meiri aöstööu til aö i fylgjast nánar meö landhelgis- átökunum hafa óskir þeirra fall- ' ‘ iö i fremur grýttan jaröveg. , Bresk stjórnvöld hafa hins veg- ar áttaö’sig á mikilvægi þess, aö « ^koma sinum fréttum af atburö- unum á framfæri. Breskir fréttamenn hafa veriö um borö i herskipunum og dráttarbátun- i um, fengiö sinar upplýsingar þar og haft frjálsar hendur um 1 ^aö^eiyia bær beint i land. Ég minnist þess ekki, að hafa nokkru sinni séð viðunandi skýringu á þvi, hversvegna það sé ómögulegt að hafa frétta- menn um borð i varðskipunum og gera þeim kleift að senda fréttir um helztu viðburði beint I land — en það er sanngjarnt að ■geta þess hér, að á sinum tima taldi æðsti yfirmaður gæzlunnar, dómsmála- ráðherrann okkar, að þeir kynnu að trufla varðskipsmenn við störf sin! Ég man ekki eftir að hafa heyrt eða séð varðskips- menn taka undir þetta sjónar- mið, enda þess að vænta að fréttamenn mundu svo haga störfum sinum um borð, að ekki sjónarmið þeirra eru svipuð. í Laugardagsblaði Visis segir t.d.: Hvört tvéggja er, aö stjórnvöld hafa staöiö illa aö 1 .almennri kynningu á málstaö Islands og mjög slæ * Nega hefur veriö gengiö fram viö aö koma út upplýs* ringum um atburöi, sem gerst hafa á miöunum.4 f Fréttir af átökum varöskipa viö breska landhelgis-v ► brjóta og bresk herskip hafa alla jafna borist fyrst 4 put hingaö frá Bretlandi. Seinagangur Landhelgis-< kgæslunnar viö aö koma út tilkynningum um þessa á Latburöi er meö eindæmum. og sama segir Alþýðublaðið: Ef við ætlum ekki aö tapa upplýs- ingastriöinu um landhelgismáliö þá J veröum við einfaldlega aö veital fréttamönnum sama aögang aö^ hinni islenzku hliö málsins og Bret-^ ' ar veita þeim aö sinni hliö. Viö eig-< um ekki aö meina erlendum og inn- 2 ^♦lendum blaöamönnum aö fara út^ meö varöskipunum eða eftiriitsflug- yélunum — þvert á móti eigum við ^ aö hvetja þá til þess. Þvi fyrr, sem^ viö gerum þaö, þvi betra. Hvers vegna ræða hin blöðin þetta ekki? Eru starfsmenn þeirra ánægðir með þá aðstöðu, semþeirhafa til fréttaöflunar? Eru þeir sáttir við það fyrir- komulag, sem nú rikir og rikt hefur? Ég þori að fullyrða að svo er ekki — en samt þegja blöðin! Hvers vegna? Kannski fáum við svarið i leiðurum á næstunni. valdi truflunum. I fljótu bragði virðist eini möguleikinn á truflun við störf vera sá, að i hópi fréttamanna um borð I varðskipti sé einstaklega itur- vaxinn greindur og þokkafullur kvenfréttamaður/ eftir tuttugu daga útivist er ekki óhugsandi að nærvera slikrar persónu kynni að hafa eirihver áhrif — en vitanlega, er slikt vandamál auðleyst------- Þá er einnig rétt og skylt að geta þess, að á slnum tima var fallizt á nærveru eins eða tveggja fréttamanna um borð I varðskipi — með. þvi skilyrði aö þeir yrðu þar að vera allt út- haldið og mættu engar fréttir senda beint frá borði! Það er erfitt að sjá hvaða gagn mætti verða að slikri fréttamennsku — þótt vissulega sé hægt að gera þvi skóna, að með slikri dvöl mundu viðkom- andi fréttamenn öðlazt innsýn I störf gæzlunnar og lifið um borð, hvorttveggja verðug verk- efni I sjálfu sér. Sum blöð þegja Það er athyglisvert i þessu sambandi, að einungis tvö blöð hafa gert þennan þátt land- helgismálsins að umræðuefni i ritstjórnargreinum fram að þessu: Alþýðublaðið og Visir og Þetta ætti að gera strax! Nú skal það fúslega játað, að fátt er auðveldara en það að finna aðog gagnrýna—erfiðara er að koma með jákvæðar og raunhæfar tillögur til úrbóta, en engu að siður skal þess samt freistað. Það munu vera gesta- klefar i flestum ef ekki öllum stærri varðskipunum þannig að ekki vantar kojur handa farþeg- um og þess vegna virðist það engin goðgá að hugsa sér að um borð I hverju varðskipi séu þetta tveir eða þrir fréttamenn — is- lenzkir og erlendir. — Okkur er einnig sagt að loftskeyta- búnaður skipanna sé til fyrir- myndar og ekki er að efa það — og þvi ekki að nota hann, þegar eitthvað fréttnæmt ber við? 1 samráði við skipsstjórnarmenn að sjálfsögðu. Það er erfitt að koma auga á nauðsyn þess að senda slikar fréttir I land með morsi og á dulmáli að auki — dulmáli sem mér kæmi ekki á óvart að brezka leyniþjónustan hefði ráðið fyrir löngu og væri eins fljót að lesa úr og þeir I stjórnarstöð gæzlunnar — annað eins tókst þeim góðu mönnum i striðinu við Þjóðverja! Að sjálfsögðu yrði þess gætt, að fréttasendingar frá varðskipum brytu ekki reglur gæzlunnar um leynd — t.d. staðsetningu þeirra inni á fjörðum, — þegar þau biða færis að klekkja á Bretanum — en fréttatilkynningar gæzlunnar sjálfrar upplýsa ætið hvaða varðskip á hlut að tilteknum á- tökum, hvar þau eiga sér stað og hvenær—og hvað það er sem átti sér stað! Höfuðatriði málsins er að koma þessum fréttum sem allra fyrst á fram- færi — að verða fljótari en BBC — eða að minnsta kosti eins fljótir! Er ekki kominn timi til að af- nema einkarétt Archie McPhee, þess er fór óleyfilega i land á Norðfirði hér um daginn — til þess að senda fréttir beint af miðunum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.