Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. desember 1975. Fimm undir smó- sjó Seðlabonkans Lögfræðingur Seðla- bankans hefur nú fengiðtil meðferðar mál tveggja skuldunauta Alþýðubank- ans. Þá er verið að rannsaka f járhagsstöðu þriggja annarra aðila í Alþýðubankanum sjálfum, í samvinnu við fulltrúa Seðlabankans sem starfar þar við daglegt eftirlit. Eins og skýrt hefur verið frá voru það alls átta aðilar sem bankaeftirlitið gerði athuga- semdir við þegar staða Alþýðu- bankans var könnuð. Þóttu skuld- ir þeirra óeðlilega miklar auk þesssem i sumum tilfellum skorti á tryggingar. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar hafa verið nefndir i þessu sam- bandi en ekki gripið til aögerða gegn neinum nema Guðna Þórðarsyni, forstjóra Sunnu og Air Viking. Nú er að minnsta kosti mál eins aðila i viðbót komið i hendur lögfræðings Seðlabank- ans eins og fyrr segir. — ÓT. Líkan Borgarleikhúss sýnt Likan af Borgarleikhúsinu verður sýnt á sýningu félagsins Listiðn á nj'tjalist. Það eru arki- tektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðs- son og Þorsteinn Gunnarsson sem sýna likanið og gera grein fyrir nýtingarmöguleikum leik- hússins sem þeir hafa teiknað. Friðrika Geirsdóttir, auglýs- ingateiknari, sýnir mynd- skreytingar i auglýsingar, dag- blöð og timarit. Frimerki um- búðir o.fl. Kristin Þorkelsdóttir sýnir firmamerki, bókahönnun,- aug- lýsingar o.fl. Sýning þessi er i húsnæði Is- lensks heimilisiðnaðar i Hafn- arstræti 3 og er opin daglega kl. 2-10 fram til 28. des. —EKG Hér má sjá þá Hörð Ágústsson, Þorstein Gunnarsson og Guðmund Kr. Guðmundsson við opnun sýning- arinnar um nytjalist. Ljósmynd Bragi Fyrirhugað lán borgað með fyrirhuguðu Fyrirhugað er að ætl- uð erlend lántaka Landsvirkjunar upp á um 680 milljónir króna, verði greidd með fyrir- hugaðri erlendri lán- töku Landsvirkjunar upp á um 2550 milljónir króna. Bæði lánin verða tekin i New York. Agnar Friðriksson, hjá Landsvirkjun, sagði Visi að fengist hefði heimild til að taka fjögurra milljón dollara lán sem stæði til boða hjá Manufactures Hanover Trust Co. i New York. Þetta væri bráðabirgðalán sem tekið væri til að fjármagna framkvæmdir við Sigöldu. Það yrði svo greitt niður með andvirði skuldabréfaláns upp á fimmtán milljónir dollara, sem Landsvirkjun er að bjóða út i New York þessa dagana. Það er til tólf ára, en bráðabirgðalánið verður greitt upp i siðasta lagi fyrir fyrsta júni 1976. Kaupendur að langtima skuldabréfum sagði Agnar vera ýmsa sjóði, tryggingastofnanir og f járfestingafyrirtæki. — ÓT. lóni Dyrasími brann yfir Þegar mikil brunalykt fer að gera vart við sig, er eins gott að vera við öllu búinn. Slökkviliðið var kallað á vett - vang i gærkvöldi að Sólvalla- götu. Þar var mikil reykjarlykt i forstofu, en þegar betur var að gáð kom i Ijós að dyrasimi staðarins hafði brunnið yfir. —EA Tómas Guðmundsson ásamt Steinunni Marteinsdóttur. sem hefur myndskreytt viðhafnarútgáfuna af Stjörnum vorsins. Ljósm. Visi: Jim Viðhafnarútgáfa vegna 75 ára af- mcelis Tómasar Guðmundssonar Tómas G uðm undsson, oft nefndur skáld Reykvikinga, veröur 75 ára 6. jarníar næst- komandi. Af þvi tilefni gefur Almenna bókafélagið út viðhafnarútgáfu af Stjörnuin vorsins, Ijóðabók Tómasar scm, kom út 1940. Bókin hefur ekki siðan komið út sem sérstök bók. 1 frétt frá Almenna bóka- félaginu segir, að þegar bókin kom fyrst út, hafi hún þótt svo góð, að upi það var talað, að a 11- ir vildu St jörnur vorsins kvcðið hafa. likt og Lilju forðum. Stjörnur vorsins verða gefnar út i 1495 eintökum, öllum tölu- settum og ineð eiginhandarárit- un Tómasar. Verð bókarinnar er kr. 7.800. — ÓH. Sigurður Heígi með plöturnar sem hann valdi sér. Ljósm: JIM Borgaði eina plötu — fékk sex plötur! ..Þetta kom mér þægijeira á óvart,” sagði Sigurður Ilelgi Guðmundsson. sem var svo hcppinn að fá gjafabréf upp á finim plötur. ..Þetta bréf fann ég i umslaginu utanum plötuna Megas millilending, sem ég kevpti i Faco,” útskýrði Sigurð- ur Ilclgi. Hann var að velja sér þessar fimm plötur i hljómplötudeild Karnabæjar, þegar ljósmyndari og blaðamaður Visis komu að. ,,1 bréfinu segir, að það hafi verið 2500. eintak Megasar-piöt- unnar, sem ég keypti og það veiti mér rétt á að velja mér fimm islenskar plötur hér i Karnabæ,” sagði Sigurður. Og plöturnar sem hann valdi sér voru með Spilverki þjóö- anna, Júdas, Gunnari Þórðar- syni, Þokkabót og loks plata sem ber nafnið „Peanuts” og ,er með ýmsum listamönnum. Visir snéri sér til útgefanda Megasar-plötunnar, en það er Demant hf. Þar varð Ingibergur Þorkelsson fvrir svörum. ..Jú. ég kannast við þetta gjafabréf.” sagði hann. ,,Það er talsverður fjöldi af slikum bréfum úti, eða i fimmhundruðustu hverri plötu, sem Demant hefur sent frá sér á jólamarkaðinn. Við litum á þessar gjafir sem verðlaun ti) kaupenda okkar. — Verðlaun fýrir hvað? Ja, getum við ekki sagt að það séu verðlaun fyrir góðan plötusmekk?" Ingibergur sagði að það væri mismunandi mikill fjöldi platna sem bréfin hljóðuðu uppá. eða allt frá einni upp i sex. Mestur fjöldinn fengist fyrir gjafabréfið með 3000. plötunni. Það eru um eitt- til tvöhundr- uð plötur, sem Demant gefur á þennan hátt ef allt upplagið selst af framleiðslu fyrirtækis- ins.en gjafabréf eru i Megasar- plötunni sem áður er nefnd auk hinnar eldri með Megasi. Einn- ig i eftirtöldum plötum: Róbert bangsa i leikfangalandi. Peanuts Þórbergi Þórðarsyni. Áfram stelpur og loks litlu plöt- unni um Róbert bangsa. Ný skartgripabúð 1 nóvember opnaði Magnús E. Baldvinsson nýja úra- og skart- gripaverslun að Laugavegi 8 Þar er hann með ýmsar gerðir af ur- um og klukkum i öllum stau'ðum. Einnig verslar hann meö skart- gripi og gjafavörur i mikiu úrvali. Magnús var aður með sams kon- ar verslun að Laugavegi 12,en kaupmennskuna hóf hann 1947.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.