Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 1G. dcsember 1975.
DAGAR TIL
JÓLA
ÓÐINN var
algerlega
umkringdur
Bresku herskipin og drátt-
arbátarnir eiga nú hægar um
vik en áður að vernda togar-
ana, þar sem mikill hluti
þeirra er farinn heim til að ná
i jólamarkaðinn, að sögn
breskra fréttamanna.
Fréttamaður Reuter um
borð i freigátunni Brighton
segir að nú séu aðeins sautján
togarareftirog geti þvi vernd-
arskipin varið þau fyrir varð-
skipunum. Hann nefnir sem
dæmi að i gær hafi Óðinn verið
að dóla á miðunum og vernd-
arskipin haldið til móts við
hann. Hafi verndarskipið um
tima verið algerlega umkringt
á legi og i lofti.
Freigáturnar Brighton og
Leander og dráttarbátarnir
Lloydsman og Euroman hafi
skipað sér umhverfis það og
yfir þvi hafi sveimað herþyrla
og ein af njósnavélunum.
Viö svipaðar aðstæður i
siðari heimsstyrjöldinni sagði
frægur bandariskur hershöfð-
ingi: „Poor bastards, they’ve
got us surrounded again.”
Þeir hjá Gæslunni töldu liklegt
að Höskuldi, skipherra, væri
likt innanbrjósts.
— ÓT
Um 600
íslending-
ar í jóla-
sólinni
á Kanari
Tæplega sexhundruð islend-
ingar ætla að sóla sig á Kanari-
eyjum unt jóiin. Það er Sunna
scm er stærsti „jólasveinninn”
þarna á sólarslóðum. A hennar
vegum verða 346 farþegar þar
yfir hátiðarnar. Með Flugleið-
um, sem allar hinar ferðaskrif-
stofurnar selja i verða hinsveg-
ar um 250.
Sunnu-farþegarnir ferðast
auövitað flestir með AirViking.
Þó hefur þurft að senda nokkra
meö Flugleiðum i gegnum
London vegna þess að upppant-
að hefur verið i Sunnu-ferðirn-
ar.
Air Viking hefur einnig næg-
um verkefnum að sinna ennþá
sunnar. Þar standa yfir miklir
pilagrima-flutningar og mun
félagið, að sögn Guðna Þórðar-
sonar alls hafa flutt um sexþús-
und þeirra, þegar flutningum
lýkur i janúar-byrjun. Flugleið-
irhafa einnig náð i bita af þeirri
köku og sent vél til að flytja
tollfrjálsan varning pilagrim-
anna.
KJARVALSSTAÐA
DEILAN LEYST
Listamenn frá meirihluta i
sýningarráði eða listaráði Kjar-
valsstaða með samkomulagi,
seni orðið hefur á miili borgar-
yfirvalda og Bandalags is-
lenskra listamanna, skv. upp-
lýsingum, sem Visir hefur aflað
sér. Samkomulagsumleitanir
vegna Kjarvalsstaðadeilunnar
hafa staðið að undanförnu og
verður samkomulagið væntan-
lega lagt fyrir borgarráð i dag
til staðfestingar.
Eftir þeim upplýsingum, sem
Vfsir hefur aflað sér um málið
verður sett á fót sérstakt lista-
ráð, sem fær umráð yfir vestur-
sal Kjarvalsstaða, en austursal-
ur verður eftir sem áður aðal-
lega ætlaður fyrir sýningar á
verkum Kjarvals. Þá mun sam-
komulagið gera ráð fyrir, að
ráðinn verði listrænn ráðunaut-
ur að Kjarvalsstöðum.
Listráð, það sem samkomu-
lag hefur orðið um, verður skip-
að sjö mönnum. FulltrUgr
Reykjavikurborgar verða þrir.
Liklegt er að það verði sömu
menn og sitja i hUssstjórn Kjar-
valsstaða, en þeir áttu sæti i
sýningarráði áður. Þá mun Fé-
lag islenskra myndlistarmanna
skipa þrjá fulltrUa. Bandalag is-
lenskra listamanna mun skipa
einn, en hann verður háður
samþykki borgarráðs og má
ekki vera myndlistarmaður.
Gert mun ráð fyrir, að listráð-
ið kjósi sjálft formann Ur sinum
hópi. Listráðið fær Urslitavald
um sýningar i vestursalnum.
Úrskurðum þess verður ekki
áfrýjað. _öT
Reykvíkingar hafa fengið að kynnast snjókomu og frosti undanfarna daga.
Ýmsir hafa vafalaust fagnað snjónum en aðrir líklegast bölvað í hljóði.
Veðurstofan segir að nú fari heldur að hlýna með suðlægri átt sem fari yfir í
nótt.
Einn enn settur
í gœsluvarðhald
Fjórðungur
þjóðarinnar
með endur-
skinsmerki
Fimmtlu og fjögur þúsund
endurskinsmerki i haust. Er
þelta svipaður fjöldi og dreift
var allt árið i fyrra.
Takmarkið að þessu sinni er
að selja 60 þUsund merki eða til
fjórða hvers islendings. Um-
ferðaráð vill ilreka að endur-
skinsmerki eru ekki si'ður fyrir
fullorðna en börn. Endurskins-
merkiþurfaað vera neðarlegaá
flikum og þá bæði aftan og
framan, eða hægra megin niður
með siðunum, ef þau eiga að
sjást vel og koma að fullum not-
um.
Endurskinsm erkin fást i
mjólkurbUðum og i kaupfélög-
um um allt land.
—EB
Undirskrifta-
söfnunin i fullum
gangi ó Reykjanesi
„Undirskriftarsöfnunin er i
fullum gangi, en það tekur
lengri tima heldur en við gerð-
um ráð fyrir að ná til sem
flestra,” sagði Vilhjálmur
Grimsson, bæjartæknifræöing-
ur i Keflavík, I viðtali við Visi.
Það er Union Chamber
klúbburinn sem gengst fyrir
undirskrifarsöfnun i Reykja-
neskjördæmi sunnan Hafnar-
fjarðar til að mótmæla núver-
andi atkvæðamisrétti i alþingis-
kosningum, svo scm Visir
skýrði frá i byrjun þessa mán-
aðar.
„Þátttaka er almenn, en við
höfum ákveðið að halda söfnun-
inni áfram yfir jólin til að gefa
öllum færi á að vera með. Við
höfum þvi frestað afhendingu
undirskriftarlistanna þar til
þing kemur saman eftir áramót,
en þá munum við biðja forseta
Sameinaðs þings að veita þeim
viðtöku,” sagði Vilhjálmur
Grimsson.
—EB
FÉLL 9 METRA
OFAN AF HÚSÞAKI
Verður smyglbillinn rifinn í tœtiur
til frekari leitar að fíkniefnum?
Einn maður lil viðbótar var
úrskurðaður i gæsluvarðhald I
gærkvöldi vegna rannsóknar á
hasssniyglinu sem Visir skýrði
frá i gær.
Þrir menn sitja þá i gæslu-
varðhaldi. Það liggur fyrir að
allir eru |K‘ir meira eða minna
bendlaðir við smvglið. Þeir fóru
allir til útlanda i sumar. eftir að
hillinn var sendur utan.
Asgeir Friðjónsson dómari
hjá Fikniefnadómstólnum sagði
i morgun að mennirnir hefðu
ekki viðurkennt við yfirheyrslur
að fleiri fikniefni væru falin i
smyglbilnum. „Það ræðst af
samræmi mannanna við yfir-
heyrslur hvort ástæða þykir til
að rifa bilinn enn frekar niður til
leitar”, sagði Asgeir.
Svó-ft plata,sem vegur l',2 kg
er nU i rannsókn, til að ganga úr
skugga um hvort þar sé um
fikniefni að ræða eða ekki. Plat-
an fannst einnig i bilnum. Ef
platan reynist innihalda fikni-
efni, er samanlögð þyngd fikni-
efna sem fundist hafa um 4 kg.
Þá má áætla að Utsöluverðið sé
um 6-7 milljónir.
Ekki er ljóst hvort smyglbill-
inn verður gerður upptækur.
Ásgeir Friðjónsson sagði að
ákvörðun um það mundi mótast
af kröfugerð saksóknara rikis-
ins. Saksóknari tekur við mál-
inu frá Fikniefnadómstólnum
og metur hvort mál skuli höfð-
að. —«11
Maður féll 9 metra ofan af hús-
þaki á Akureyri i gær, Hann slas-
aðist mikið.
Maðurinn, sem er smiður, var
að vinna á þaki Gróðrarstöðvar-
hUssins við flugvallarveginn þeg-
ar atburðurinn skeði um klukkan
hálf fjögur.
Hann vann við viðgerð á þak-
inu, en talið er að band sem hélt
stiga þeim sem hann var i, hafi
slitnað og maðurinn féll þá með
stiganum 9 metra. HUsið er þrjár
hæðir og ris.
Maðurinn höfuðkUpubrotnaði,
fór Ur mjaðmalið og skarst tals-
vert. Hann liggur nú á sjúkrahús-
inu.
— ÓT.
—EA